Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 5
Miðvi'kudagur 25. júlí 1945 ÞJÓÐVILJINN S ANNAÐ ÞÝZKA RÍKIÐ III. Þegar Bismarck fór frá völd um 1890 var þýzka ríkinu mjög að vanbúnaði í pólitísk- um og félagslegum efnum. Stjórnarfarið hélzt í sömu skorðum og í tíð Bismarcks. Verkalýðurinn hafði að vísu heimt aftur pólitísk réttindi sín og var orðinn stærsti flokkur ríkisins að atkvæða- magni, en sósíaldemokratar voru taldir fjandmenn ríkis- ins og höfðu engin bein á- hrif á stjórnmál þess. Hinir gömlu borgaralegu flokkar höfðu misst alla löngun til að seilast til valda á póli- tísku sviði, þeir létu sér nægja að beita áhrifum sín um á utanríkisstefnu ríkisins og fjármálastefnu eftir ýms- um krókaleiðum, er atvinnu lega öflugar stéttir kunna jafnan að þræða til þeirra, sem fara með hin æðstu völd. Stéttir Þýzkalands fólu hin um nýja keisara, Vilhjálmi II. sem vildi um leið vera sinn eigin kanslari, forlög þýzka ríkisins, og hinn ungi keisari lýsti yfir, að framtíð og forlög Þýzkal’ands væru á hafinu. Á þeim 24 árum er liðu frá brottrekstri Bis- marcks fram að heimsstyrj- öldinni fyrri, varð Þýzka- land heimsstórveldi í iðnaði og verzlun. íbúunum fjölg- aði á þessu tímabili úr 49 millj. upp í 67,8. Meiri hluti þjóðarinnar fékkst nú við iðnað og verzlun, námugröft og samgöngur. Atvinnuþróun- in innan lands er svo stórstíg, að nálega tekur fyrir útflutn- ing Þjóðverja til Ameríku. Árið 1889 er utanríkisverzlun Þýzkalands að verðmæti 7155 millj. marka, en 1913 • 20.868 þ. e. hún hefur nálega þrefaldast, og hlutilr Þýzka- lands í verzlunarflota- heims- ins nam 11%. Þjóðverjar þreyttust ekki á að boða það öllum heimi, að verzlun Eng- lands hefði aðeins tvöfald- ast á sama tíma. í Englandi litu menn skelfdum augum á þennan unga jötun, sem svo fljótt hafði vaxið upp úr vöggu sinni, lét dólgslega og þótti sér ekkert ofvaxið. England var ekki lengur. verk smiðja veraldarinnar, Banda- ríkin og Þýzkaland höfðu far- ið fram úr því. Járnfram- leiðsla Þýzkalands var orðin 17 millj. tonna, en Englending ar framleiddu aðeins 10 millj. tonna. Hagsmunum Englands og Þýzkalands lenti saman um allan heim, og nú var svo komið, að enginn varð sá við- burður í nýlendum og fjar- lægum heimsálfum, að Þýzka ÖNNUR GREIN lyndi Englands og Þýzkalands átti rót sína að rekja til sam- keppni beggja ríkja á heims- markaðinum,.en varð að full- um fjandskap, er Þýzkaland tók að byggja herflota og keppa við brezka sjóveldið á hafinu. Það má segja. að for- ráðamenn og yfirstéttir Þýzka lands hafi verið slegnar blindu er þeir hugðust ætla að keppa við Bret- land á þessu sviði. Flotapóli- tík Þýzkalands var þeim mun hættulegri, er þýzka utanrík- ismálaráðuneytið hafði losað þau bönd er tengt höfðu Rúss þýzka, og Hugenberg, sá, er síðar átti eftir að styðja Hitl- er til valda. Félagsskapur þessi varð aldrei mjög fjöl- mennur, en hafði gífurleg á- hrif á hærri stöðum, enda völdust ekki í hann aðrir en auðugir og voldugir menn. Bandalag þetta krafðist þess, að fremsta herveldi Evrópu ætti rétt á að hafa úrslitaat- kvæði 1 heimsstjórnmálunum og að menn af þýzku blóði, hvar sem þeir væru staddir í heiminum, skyldu vera skipu- lagðir til að styðja og styrkja markmið Þýzkalands í öllum t Eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing > land og þýzka ríkið frá dög- um Bismarcks og er það var gert að trúarbragðaatriði í utanríkisráðuneyti Þýzka- lands, að England og Rúss- land mundu aldrei geta sam- ið með sér og gert bandalag. Þar skjátlaðist þýzku stjórn- inni hrapalega, svo sem kunn- ugt er, og loks var svo komið, að 1914 stóð Þýzkaland vina snautt með öllu, hið gamla bandalagskerfi Bismarcks hrunið í rústir, og hið maðk- smogna Habsborgararíki eini bandamaður þess. Raunar haföi atvinnuþróun Þýzka- lands og viðskipti skapað þeim hagsmunasvæði suður á Balkan og austur um Persíu á þjóðbrautinni til Indlands. Stóriðjuhöldar ríkisins höfðu seilzt til fjárhagslegra áhrifa á öllum þessum slóðum, er þrjú stórveldi, Rússland, Frakkland og England höfðu helgað sér um langan aldur. Þýzkaland þóttist ekki geta andað lengur innan hinna þröngu takmarka markaðs- ins. í heimsstyrjöldinni reyndi það að höggva af sér fjöturinn, sem hin eldri stór- veldi höfðu á það lagt. löndum. Það dylst því ekki, hvar rætur nazismans liggja. Þeirra er að leita í stéttum stórauðvaldsins og stórjarð- eigenda Þýzkalands. Alþýzka bandalagið var ávöxtur þeirr ar pólitísku samfylkingar, sem myndazt hafði með harð- snúnustu hlutum þýzku yfir- stéttanna. En þess verður þó að geta, að stóriðjan þýzka og Þjóðfrelsisflokkurinn virðist hafa lagt mest til málanna um að efla herflota Þýzka- lands til að tryggja verzlun þess um heim allan. Tirpitz að míráll, sem telja má höfund hins þýzka stórflota, var í náinni samvinnu með iðju- höldunum Stumm-Hallberg og Krupp, er kostuðu hinn mikla áróður, er rekinn var fyrir hervæðingu Þýzkalands á sjó. Hinn kaþólski Miðflokk ur lét undan þessum áróðri og tók að styðja heimsveldis- kröfur hinna ílokkanna beggja, Þjóðfrelsisflokksins og íhaldsmanna, en sósíal- demókratar stóðu einir uppi gegn þessu, en fengu ekki við neitt ráðið. Þegar heinisstyrj öldin skall á má því sogja, að allir helztu flokkar ríkisins Hin furðulega atvinnuþróun I að sósíaldemókröturn undan- þýzka ríkisins á stjórnarárum j teknum hafi stutt og eggjað Vilhjálms II. hafði stigið {forráðamenn Þýzkalands til þýzku þjóðinni til höfuðs og heimsyfirráða vakið með henni taumlausan metnað. Hinn gamli Þjóð- frelsisflokkur Þýzkalands hafði nú forustuna í þjóðern- ishreyfingu þeirri, sem nú hófst í r-íkinu. Úr skauti Þjóð frelsisflokksins og prússneska íhaldsflokksins spratt Al- þýzka bandalagið 1893, er skyldi eggja þýzku þjóðina til athafna á sviði heimsstjórn málanna. Stofnendur þess land yrði ekki að láta þar til voru þeir Karl Peters, helzti sín taka. Hið vaxandi sundur 1 frömuður nýlendumálsins IV. Þegar á fyrsta degi heims- styrjaldarinnar lýsti Vilhjálm ur II. því yfir, að nú væru ekki lengur neinir flokkar til, nú væru aðeins til Þjóðverj- ar. Þetta virtist 1 byrjun vera sannmæli. Sósíaldemókratar, hinir gömlu svörnu fjand- menn ríkisins, fylktu liði með hinum flokkunum og greiddu atkvæði með herlánunum. En Frh. á 7. síðu. í Grikklandi situr hálffasistísk stjórn, fyrir tilstilli Breta jþRÓUN ÞJÓÐFÉLAGSMÁLA í Grikklandi virðist mjög með öðrum hætti en í öðrum Evrópuríkjum, sem leyst hafa verið undan ánauð fasismans. Um nær alla hina frjálsu Evrópu eru lýðræðisöflin mestu ráð- andi, og eru að byggja upp lýðræðisstjórnarfar. í Grikklandi voru hins vegar eindregnustu lýðræðis- öflin barin niður af brezkum her, og sett á laggirnar stjórn mestu afturhaldsaflanna, og styðst hún síðan við brezkan her. Stjórn þessi lofaði að vísu að halda lýðræðisréttindi í heiðri, en hefur svikið það loforð og í þess stað beitt stjórnmálaandstæðinga sína verstu ofsóknum. Er ekki hægt að líta á það öðruvísi en alþjóðlegt hneyksli að Bretar, sem gjarnan vilja telja sig lýðræðishetjur fyrsta fiokks, skuli stuðla að slíkri þróun mála, sem getur ekki leitt til annars en borg- arastyrjaldar eða fasistískrar harðstjórnar ef þessu fer fram. J FRÉTTASTOFUFREGN frá Aþenu, sem Moskva- útvarpið flytur, segir að vinstri blöðin skýri dag- lega frá árásum á borgara, sem kunnir séu fyrir rót- tækar skoðanir. Öaldarflokkar konungssinna skipu- leggja barsmíðaárásir á pólitíska andstæðinga og rit- stjórnarskrifstofur vinstri blaðanna. Mótmælin gegn framferði óaldarflokka konungssinna úti á lands- byggðinni rignir yfir Aþenublöðin. Hér er eitt dæmi, úr fréttaskeyti frá Larissa: „Aðfaranótt 12. júní gerðu 40 „Þjóðvarðliðsmenn“ árás á stjórnarskrifstofur Kommúnistaflokksins í Þessalíu. Þeir brutu glugga og hurðir, moluðu húsgögnin, brendu bækur og skjöl og fána Bandamannaþjóðanna, brutu upp peninga- skáp og stálu 40 þús. drögmum, einnig stálu þeir símaáhöldum og öðru verðmætu. Lögreglan var kvödd til hjálpar af þeim sem fyrir árásinni urðu, en hún kom ekki á vettvang fyrr en árásarmenn höfðu lokið sér af, og voru þó aðeins 300 m. frá lögreglu- stöðinni til árásarstaðarins. Sa'mtímis gerðu aðrir hópar ,,varðliðsins“ árásir á ritstjórnarskrifstofur E. A.M.-blaðsins Alitxa og lýðveldissinnablaðsins Eleft- eria. í öðru skeyti leggur ritstjóri blaðsins Elefteria áherzlu á, að þetta sé f jórða árásin sem gerð sé á rit- stjórnarskrifstofur blaðsins, og enginn árásarmann- ana hafi verið handteknir. YFIRVÖLDIN láta slík glæpaverk afturhaldsins af- skiptalaus, segir ennfremur í fregn þessari og of- sóknum gegn lýðræðisöílum af hálfu opinberra- stjórnarvalda linnir ekki. Fangelsin eru orðin of lítil vegna þess hve mikill f jöldi lýðræðissinna hefur verið handtekinn. Hið fræga fornfræðasafn Aber ■ hefur verið gert að fengelsi. Fangarnir eru látnir búa við slík skilyrði, að meira að segja eitt hægri blaðanna viðurkennir að rómur um nokkurra mánaða fangelsi * þýði sama og dauðadóm. Samkvæmt skýrslu, sem EAM hefur birt, voru á einni viku, 30.—10. júní sl„ 42 lýðræðissinnar myrtir, 382 urðu fyrir barsmíðaárásum, 443 voru handteknir, 17 árásir gerðar á stöðvar EAM og 19 húsrannsóknir. Þrjátíu og fimm lýðræðissinnar voru særðir og þrettán „hurfu“. Álíka skýrsla var einnig ur næstu viku á undan. 1 EIÐTOGAR lýðveldisflokkanna, Sofulis, Kafand- ris, Plastiras, Tsúderos, Milonas, Merkúris, Rendis og fleiri hafa sent forsætisráðherranum harðorð mót- mæli gegn kúgunartilraunum afturhaldsaflanna. Leggja þeir áherzlu á, að frjálsar kosningar séu ó- hugsandi við þessi skilyrði, og ekki nái nokkurri átt að lögregla og vopnaður vörður þjóni flokkahagsmun- um konungssinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.