Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. júlí 1945 Flökkustrákurinn Presturinn tók fram í og sagði, að það væri ágætt. En hafði ég ekki heyrt getið um mann, sem hafði látið sprengja sig í loft upp á Kjögevíkinni? Jú — ég hafði heyrt getið um hann. Presturinn spurði, hvað hann hefði heitið. „Hann hét — hann hét —“. Nei, mér var ómögu- legt að muna það. „Veit nokkur ykkar það?“ spurði presturinn. „Ivar Huitfeldt,“ svaraði Nils samstundis. „Það var gott, drengur minn,“ sagði presturinn, gekk til hans og klappaði á kollinn á honum. Nils ljómaði af gleði. Mér fannst orðið skuggsýnt í stofunni, og það var eins og eitthvað þungt legðist að brjóstinu á mér. Mér lá við gráti. En hryggðin snerist fljótt í reiði. Ó, ég var alveg viti mínu fjær! Þessi flökku- strákur! Hafði ég ekki sjálfur sagt honum þetta fyr- ir nokkrum vikum? En nú sat ég eins og kjáni frammi fyrir prestinum og öllum krökkunum. Þetta var þakklætið! Bíddu bara við! Bíddu bara! Mýflugubitið var orðið að grænu graftrarkýli. Samvizkan sagði mér, að ég hefði á röngu að standa. Drengurinn hafði ekki gert annað en svara því, sem presturinn spurði hann. En mér var alveg sama, hvað samvizkan sagði. Eg æsti mig upp, þar til ég hafði hleypt í mig hörku og hefnigirni. Þá varð ég loksins rólegur. Eg tók því með þögulu stærilæti, þegar Nils kom til mín á eftir og bjóst við, að mér hefði þótt vænt um frammistöðu hans. Hann horfði fyrst undrandi á mig, en allt í einu varð hann dapur á svipinn og tárin komu fram í augu hans. Eg þóttist sjá á hon- um, að hann skildi ástæðuna. Það lá við, að ég skammaðist mín og léti allt vera gleymt, en mér gramdist það meira en allt annað, að harxn skildi vita, hvað mér bjó í huga. Eg lézt þó vera kátur og reyndi að vera vingjarnlegur. Og þá varð hann undir eins sjálfum sér líkur. Daginn eftir sprakk holgrafin illskumeinsemdin, sem ég hafði gengið með í hjartanu. Nýi skólastjórinn hafði ákaflega veika og blíða rödd, og ég hafði heyrt, að skólabræður hans í kenn- araskójanum hefðu kallað hann „sykurleðjuna.“ í fyrri heimsstyrjöldinni féllu um 900.000 hesta. Þeim voru síðar reistir minnisvarð- ar í London og Hannover. höfðu borizt í fjórtán ár, eða alla þá tíð, sem falsanirnar höfðu átt sér stað. Það voru um átta milljónir skeyta. ★ ★ í London voru einu sinni til skrifstofur, bar sem prestar gátu fengið keyptar sunnu- dagxprédikanir. Hann: Mig dreymdi í nótt, að ég bað fallegustu stúlk- unnar hérna í bænum. Hún: Hvað sagði ég? ★ ★ Það er oft mikil vinna að rannsaki fjárglæframál. Þeir sem höíðú mál Ivars Kreug- ers til meðferðar urðu að lesa öll þau símskeyti, sem honum og samverkamönnum hans Húsbóndinn: Klukkan datt niður af veggnum og lenti á legubekknum rétt þegar hann séra Jónas var staðinn upp. Gesturinn: Þessi klukka hefur líka alltaf verið of sein. PEARL S. BUCK: ÆTTJARÐARVINUR * -■ - -■ . . --—i Það var farið að skyggja og þau horfðu út yfir dökkan haf flötinn. Nú var gott tæki'færi til að tala við hana' en fyrst varð hann að rjúfa þögn henn- ar. „Hafa drengirnir verið góð- ir í dag?“ spurði hann. „Fjarska góðir“, svarað hún rólega. „Eg vona að þú skiljir, hvers vegna ég sagði þetta við þig um Jiro,“ hélt hún áfram. „Já, auðvitað,“ svaraði hún fljótmælt. ,En börn eru ekki minnug.“ „Lá eitthvað bak við þessi orð, sem hún vildi ekki tala um? Hann reyndi að sjá and- lit hennar, en gat tæpast greint það í myrkrinu. Nú var ékki um annað að ræða en halda áfram. „Þú skilur það, Tama — við verðum að bíða, þar til við fá- um að vita allan sannleikann. Eg hef skrifað föður mínum og ég ætla ekki að taka neina ákvörðun, fyrr en ég hef feng- ið svar.“ „Taka ákvörðun!" Hún sneri andlitinu snöggt að hon- um. „Eg á við — ekki dæma neinn“, sagði hann. Þá leit hún undan og horfði út á hafið. „Þú skilur það, Tama“, hélt hann áfram. En hún svaraði engu og loksins varð hann reiður. „Tama!“ sagði hann byrst- ur. „Hvað kemur okkur þetta við?“ spurði hún. Hún ætlaði þá að færast undan. Hann óttaðist, að hún væri honum.andvíg í skoðun- um. Þess vegna varð hann að tala við hana. „Mig langar til að koma þér í skilning um, að þetta hefur ékki verið gert alveg að á- stæðulausu“, sagði hann. Hún svaraði samstundis, eins og hún hefði búið sig lengi undir það: ,J5kiptir það nokkru máli, hvaða skoðanir ég hef, fyrst ég er konan þín?“ Þetta var ekki annað en hver japönsk kona hefði sagt. Hún ætlaði að komast hjá því að tala við hann. „Vertu ekki — vertu ekki svona japönsk“, sagði hann. „En ég er japönsk11. Rödd hennar var blíð, en þó hafði hann óljósa hugmynd um, að konan, sem gekk við ’nlið hans þarna í myrkrinu, væri ósveigjanleg og óbil- gjörn eins og náttúran sjálf. „Sannleikurinn er sá, að þú hefur þegar tekið aí!stöðu“, sagði hann kuldalega. Hann varð að • vinna bug á þráa hennar. „Þú heldur að landar mínir myrði saklaust fólk að ástæðulausu, eins og aumustu villimenn. Þú þekkir okkur ekki. Og ef þú trúir þessu, skilurðu mig ekki heldur. Við Kínverjar höfum orðið að sætta okkur við það árum saman, að Japanir hafa farið ránshendi um landið, verzlun okkar — —. Eg veit það vel, hvernig þetta hefur átt sér stað: Þegar hermenn okkar sáu Peking hertekna og fána fjandmannanna blakta yfir borginni, — þá hefur það orð- ið þeim ofraun. Við höfum lát- ið kúga okkur í öll þessi ár.“ Hún greip í handlegg hans og hristi hann. „En hver — hver drap Jap- ani í Nanking tuttugasta og sjörunda marz 1927? Og hver Irap Japani í Shanghai 1932.“ „Og þetta hefurðu munað öll þessi ár — til þess að geta ásakað mig,“ sagði hann. Hún hristi höfuðið: „Ekki ásökun gegn þér — heldur þjóð þinni.“ „En í þínum augum er ég einn af þeirri þjóð.“ Hann var svo reiður, að hann hefði getað barið hana — drepið hana. En þá mundi hann allt í einu, að hann hafði verið að hella yfir hana ásök- unum fyrir það, sem þjóð hennar hafði gert. „Er ég þá ekki meðal þeirra, sem þér finnst að ætti að — drepa?“ spurði hún. Rödd hennar var lág og raunaleg. Nú var hún ekki japönsk lengur. Þau voru tvær mann- verur, sem tóku höndum sam- an yfir djúp, sem staðfest var milli tveggja kynþátta. Hún ! fleygði sér í faðm hans, lagði handleggina um háls honum og grét ákaft. Mótstöðuþrek hennar var þrotið, en hann fann ekki til neinnar sigur- gleði. II*ann gafst upp sjálfur líka. „Uss, þú vekur börnin,“ hvíslaði hann. Það var svo hljótt í garðinum, að hann var hræddur um, að Jiro vaknaði. Og hvernig var hægt að gera honum grein fyrir hví, að móðir hans gréti? Hann var hryggur og þreytt- ur og strauk hendinni yfir hár hennar. „Þú hefur rétt fyrir þér,“ sagði hann. „Sannleikurinn, hver sem hann er, kemur okk- ur ekki við.“ Ilann faðmaði hana fast að sér og hún hélt honum dauðahaldi í mikilli ástríðu. En hiti ástríðunnar kulnaði hjá þeim báðum, þegar þau voru lögst til svefns. Hann þráði hana, en gat ekki fengið sig til að snerta hana. „Hvað hefur komið fyrir?“ sagði hún lágt. Hann gat engu svarað, því að hann vissi það ekki sjálfur. Hún færði sig fjær honum, breiddi vel ofan á sig og fór að sofa. Svaf hún í raun og veru? Hann vissi það ekki, því að hún var vís til að vera jafn hreyfingarlaus í- vöku og svefni. Hann kom við herðar hennar. Þá greip hún um hönd hans og lagði hana að brjósti sínu. Hann skildi þetta blíðuat- lot. Líkami hennar, sem hafði áður verið honum unaðsleg- ur, dró hann ekki að sér leng- ur. Hann varð aðeins gagntek- inn af viðkvæmni og um- hyggju fyrir henni. Og hann fann, að hún bar þær tilfinn- ingar til hans líka — fann það á því, hve varlega hún hélt um hönd hans. Það var sama dauðameinið, sem hafði hitt hjörtu þeirra beggja. Nú vildi hvorugt þeirra, að þau ættu fleiri börn saman. „Ganjiro hefur kvef,“ sagði Tama daginn eftir. „Eg verð að vera hjá honum í nótt.“ Hún tók náttkjólinn sinn úr hjónarúminu um kvöldið og fór inn í herbergið, þar sem drengirnir sváfu báðir núorð- ið. „í nótt“, hafði hún sagt, en I-wan vissi, að hún mundi ekki koma aftur. Hann spurði aðeins: „Hefur hann hita?“ ,,Ofurlítinn,“ svaraði hún. Svo tók hún loddann sinn, spegilinn og litlu kommóð- una, þar sem hún geymdi hár- nálarnar sínar og greiðuna. Hann var henni ekki reiður og vissi að hann mundi aldrei geta orðið það. Ilún hafði ver- ið svo góð 'og vingjarnleg í viðmóti allan daginn, að það hafði sært hann djúpt. Hann vissi, að þessi friðarsambúð mundi skapa djúp á milli þein-a, sem aldrei yrði brúað, og þau mundu aldrei framar segja hvort öðru það, sem þeirn bjó í brjósti. Þau voi’u komin í fangelsi heimilisfrið- arins.. Hann fór að verða einmana, og í hugsýki sinni gerði hann sér í hugarlund, að Jiro mundi fyrr eða síðar snúa við honum baki. En við skynsam- lega athugun, sá hann, að það var hann sjálfur, sem var of viðkvæmur fyrir öllu. ITann fékk hvorki bréf frá föður sínum né I-ko. Þó var honum ómögulegt að trúa því, að I-ko hefði ekki skrifað. ÍHann las blöðin sjaldan, því að hann vissi að þau sögðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.