Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. júlí 1945 ÞJÓÐVILJINN 7 Annað þýzka ríkið Frh. af 5. síðu. þrátt fyrir þetta voru miklar deilur með mönnum um það, hver skyldu vera stríðsmark- mið Þýzkalands. Ríkisstjórn- in var mjög þögul um þetta. Meðal stjórnarinnar ríkti glórulaust ráðleysi, og þegar leið fram á styrjöldina hafði þýzka herráðið undir forustu þeirra Hindenburgs og Luden dorfs sölsað undir sig öll póli- tísk og félagsleg völd í Þýzkalandi. Hindenburg var raunar þá sem síðar aðeins fíkjublað. Lúdendorf var sá, sem með völdin fór, bæði í herstjórn og öðru. Lúdendorf náði undir sig umboðsstjórn landsins og eftirliti með fram- leiðslu ríkisins, og með að- stoð hans fengu junkarar og stóriðjuhöldar öll ráð ríkis- stjórnarinnar. Að því er stríðs markmiðin varðaði voru sum- ir, er vildu að Þýzkaland fengi forræði í Austur- og suðaustur-Evrópu en leitaði samvinnu við Bretland í öðr- um hlutum heims. Þessari stefnu fylgdu Bethmaner Holweg kanslari, sósíalistar og Framsóknarflokkurinn. En á hinu leitinu voru íhalds- menn, Þjóðfrelsisflokkurinn og prússneski Miðflokkurinn ásamt herstjórn í landher og flota. Þeirra heróp var: Guð refsi Englandi, og markmið þeirra var að afla Þýzkalandi járnnáma Frakklands, kola Belgíu og hafskipaflota Bret- lands. Með hverjum nýjum sigri þýzku herjanna urðu kröfur þessara manna hávær- ari unz ekkert nema alger heimsyfirráð fengu satt þá. Þessir sömu menn fengu því einnig ráðið, að tekinn var upp takmarkalaus kafbáta- hernaður, sem að lokum varð til þess, að Bandaríkin fóru í stríðið. Þessar stríðsóðu þýzku yfir- stéttir sýndu auðvitað. erlend- um þjóðum enga linkind, en þær voru litlu eftirlátari þýzkum þegnum ríkisins. í Prússlandi, sem tók yfir tvo þriðju hluta þýzka ríkisins, ríkti enn þriggja stétta kosn- ingaréttur, sem veitti hátekju mönnum miklu meiri kosn- ingarétt en undirstéttunum. Keisarinn lofaði þegnum sínum að launa þeim blóðtök urnar 1 styrjöldinni með því að veita Prússlandi almennan kosningarétt. En hinir prúss- Niðursoðoglös nesku junkarar landsþingsins felldu frumvarp stjórnarinn- ar og gerðu að engu orð kon- ungs síns og lénsherra. Nú fór að draga að leiks- lokum. Það varð svo sem auð- vitað að þýzka ríkið gæti ekki hnigið svo í gröf sína án þess að harmleikur þess yrði hlægilegur. Eftir friðinn í Brest-Litovsk er Rússar urðu að láta af hendi öll þau lönd, er þeir höfðu unnið síð- an 1605, tóku furstar Þýzka- lands að heimta lönd handa sonum sínum og atvinnulaus um frændum úr þrotabúi Rússaveldis. Wettínaættin í Saxlandi krafðist fyrst Pól- lands, Síðan Lithauens. Hoh- enzollarar hugsuðu . sér að stofna hertogadæmi í Eystra- saltslöndunum handa yngri mönnum ættarinnar. Kon- ungsættin í Wurtemberg var í efa um hvort hún ætti held- ur að biðja um Lithauen eða Flandern, furstar í Hessen á- girntust Finnland o. s. frv. En þessum konun’glega skrípa- leik lauk brátt, er áhættuspil- arar herforingjaráðsins, Hind enburg og Ludendorf játuðu loks að nú væri leikur þeirra á enda, og ekkert fengi bjarg að þýzka ríkinu nema vopna- hlé og friður þegar í stað. Þýzki herinn, verk Bismarcks Moltkes og Roons, fékk ekki haldið velli lengur, og þá kom í ljós, að á þessum her hvíldi allt pólitískt skipulag þessa ríkis, er Bismarck hafði skapað, Því að nú voru leið- togar hinna pólitísku flokka kvaddir til að mynda stjórn. Þingræðið þýzka spratt upp úr ósigri hersins. í nóv. byrj- un hófst þýzka Jbyltingin í annað sinn, sú bylting, er átti að skera úr um það, hvort þýzka þjóðin hefði vaxið svo að pólitískum þroska, að hún gæti haldið áfram hinu ó- lokna verki á.rsins 1848: að skapa lýðfrjálst Þýzkaland, sem hvorki yrði sjálfu sér né öðrum að fjörtjóni. --------------------------- r Ragnar Olafsson Hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi Vonarstræti 12, sími 5999 Skrifst.tími 9—12 og 1—5. 2 s’tærðir Sultuglö os Aðalfundur Lands- sámbands blandaðra kóra Sjötti aðaljun Jur Lands- sambands blandaðra kóra og kvennakóra var háldinn í Reykjavík dagana 28.—29. júní sl. Fundarstjó.ri var kosinn Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði. Fundarritari Ólafur Jóns- son stud. polyt. og Jón Alex- andersson forstjóri Reykja- vík. Þessir kórar eru nú í sam- bandinu: Kantötukór Akureyrar, Sunnukórinn á ísafirði, Vest- mannakórinn, Söngfélag I. O. G. T., Reykjavik, Söngfélag- ið „Harpa“, Reykjavík, Söng- félagið „Húnar“, Reykjavík, Samkór Reykjavíkur, Kirkju- kór Borgarness. Alls eru um 320 söngfélagar í þessum kórum. Mættu full- trúar frá þeim öllum, nema kirkjukór Borgarness, og voru mættir á fundinum 14 full- trúar frá sjö félögum, og for- menn þeirra allra nema Kirkjukórs Borgarness og Sunnukórnum. Auk þess sátu þessir söngstjórar fundinn: Jónas Tómasson, ísafirði, Björgvin Guðmundsson Ak- ureyri, Jóhann Tryggvason, Reykjavík, Róbert Abraham Reykjavík og Ottó Guðjóns- son, Reykjavík. Formaður L. B. K„ Guðm. Benjamínsson klæðskera- meistari gaf skýrslu um starf- ið á liðnu ári. Þá voru og lesnar upp skýrslur frá kór- um og kom það greinilega fram að starfað hefur verið af miklu fjöri síðastliðið starfs- ár. Eftir tillögu frá Brynjólfi Sigfússyni söngstjóra Vest- mannaeyjum samþykkti fund urinn ályktun þess efnis að vinna beri að því að draga sem mest úr áhrifum ,jassins‘ á ungu kynslóðina. Þá var og samþykkt, ein- róma svohljóðandi tillaga frá Björgvin Guðmundssyni tón- skáldi á Akureyri: „Landsfundur blandaðra kóra skorar á tilheyrandi at- hafnavöld að gera stafróf tónfræðinnar að prófskyldri námsgrein í efri bekkjum barnaskólanna, svo og í öllum æðri skólum landsins." Samþykkt var að vinna að því að koma á söngmóti á næsta vori og voru ætlaðar til þess kr. 3000.00, en til söng- kennslu á komanda ári voru áætlaðar kr. 13.500.00. Á fundinum kornu fram raddir um að nauðsynlegt væri að koma söngkennslu í fastara og betra horf, helzt með því, að komið væri upp almennum söngskóla. Mörg fleiri mál voru rædd. I stjórn voru kosnir: Form. Jón Alexandersson forstjóri, Guðmundur Benjamínsson klæðskerameistari mæltist Hálft hús í smíðum neðri hæð, 3 herbergi og eldhús, er til sölu Upplýsingar gefur Fasteigna & verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrm.) Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294 Ur borginní Næturlæknir er í læknavarð- stofunni. Sími 5030. Næturvörður er í Réykjavíkur- apóteki. Næturakstur: Hreyfill: sími 1633. Utvarpið í dag. 19.25 Hljómplötur: Óperulög. 20.25 Útvarpssagan: „Jónsmessu- hátíð“ eftir Alexander Kiell- and (Sigurður Einarsson). 21.00 Hljómplötur: Laugairvatns- kórinn syngur (Þórður Krist- leifsson stjómar). 21.20 Erindi: Úr álögum (dr. Matthías Jónasson). 21.45 Hljómplötur: Valsar. Stefán íslandi heldur tvær söngskemmtanir næstu daga, miðvikudag og föstudag, i Gamla Bíó. Við hljóðfærið verður Fritz Weiss'happel. Aðgöngumiðar að skemmtun- unum eru seldir i Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, og ósk- ast pantaðir miðar sóttir fyrir kl. 13, dagana sem sungið er. Aðgöngumiðar að báðum þess- um söngskemmtunum eru nú upppantaðir. Vélritun Stúlka, sem er fljót á ritvél og meS góöa reiknings- kunnáttu óskast strax Skriístofan, Skólavörðustíg 12 FLOKKURINN Þeir sem eiga óskilað könnunarlistum, eru beðnir að skila þeim nú þegar á f lokksskrif stof- una, Skólavörðustíg 19. t-ill l WiVM 4 ;Iæ3 Sverrir Tekið á móti flutningi í næstu áætlunarferð til Snæfellsness- og Breiða- fjarðarhafna á morgun. undan endurkosningu. Ritari Kristmundur Þorleifsson bók- ari, gjaldkeri Jón 'G. Hall- dórsson viðskiftafræðingur. Varaform Guðmundur Benja- mínsson klæðskerameistari, vararitari Reinhard Rein- hardsson iðnaðarmaður, vara- gjaldkeri Bent Bjarnason bók ari. Endurskoðendur voru kosnir Gísli Guðmundsson tollþjónn og Haraldur Leon- hardsson verzlunarmaður. Varaendurskoðandi Þórður Þorgrímsson bílaviðgerðar- maður. í stjórn söngmálaráðs voru þessir kosnir: Formaður Björgvin Guð- mundsson tónskáld á Akur- eyri, 1. meðstjórnandi: Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði, 2. meðstjórnandi Róbert Abra ham söngstjóri í Reykjavík. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer tvær skemmtiferðir um næstu helgi. Önnur ferðin til Gullfoss og Geysis. Lagt á stað á sunnudagsmorgun kl. 8 og ekið austur. Sápa verður látin í Geysi og reynt að ná fallegu gosi. Lík- lega farið niður Hreppa og Skeið. Hin ferðin er hringferð um Borgarfjörð. Lagt af stað kl. 3 síðdegis á laugardag og ekið aust- ur Mosfellsheiði um Kaldadal að Húsafelli og gist þar í tjöldum. A sunnudaginn farið gangandi yf- ir göngubrúna á Hvítá um Kal- mannstungu að Surtshelli og Víð- gelmi, en seinni hluta dags ekið niður Borgarfjörð upp Norðurár- dal að Fornahvammi og gist þar í tjöldum, en á mánudagsmorgun gengið á Tröllakjrkju. Síðan far- ið í Hreðavatnsskóg, gengið að Glanna og Laxfossi. Haldið heim- leiðis um Hvalfjörð. Viðleguút- búnað og mat að nokkru leyti þarf að hafa með sér. Farmiðar að báðum ferðunum seldir á skrifstofu Ivr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5 til hádegis á föstudag. BREIÐFIRÐINGAFÉLAGID Skemmtiferð verður urn Dalj 4. —6. ágúst. Farið á hestum ,,fyrir strandir“ og inn í Saurbæ. Kaupið farmiða, og sækið pant- aða miða á morgun, fimmtudag, í Hattabúð Reykjavíkur, Lauga- veg 10, eða í skrifstofu félagsins . kl. 6—7 síðdegis, sími 3406. Hafið með nesti og tjöld. Vegna þess að sjá þarf fyrir hestum í ferðina, er ekki hægt að selja farmiða eftir fimmtudag. Ferða:iefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.