Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 8
 Fjórðungssamband Norðlendinga F jórðwngssamband Norð- lendinga var stofnað á Akur- eyri 14. júlí og hið fyrsta þing þess háð 14. og 15. júlí sl. Undirbúningsnefnd kjörin af fundi presta, kennara og leik- manna 1944, sem í var Páll Þorleifsson, prestur að Skinna stað, séra Friðrik Rafnar, Ak- ureyri og Snorri Sigfússon námsstjóri, hafði boðað til stofnfundarins og ritað öllum sýslu- og bæjarfélögum norð- anlands og óskað eftir að þau kysu 2 menn hvert, og jafn- framt var öllum bœjarfóget- um og sýslumönnum fjórð- ungsins boðið á fundinn. Því nær öll sýslu- og bæjar- félög kusu fulltrúa og mættu flestir þeirra á stofnfundi. Þingið setti séra Friðrik Rafn- ar vígslubiskup, en forsetar voru þeir Einar Árnason, Eyr- arlandi, Guðbrandur ísberg sýslumaður, Blönduósi og Þór arinn Eldjárn, Tjörn, en rit- arar Jón Gauti Pétursson, Gautlöndum og Gunnar Grímsson, kaupfélagsstjóri, Skagaströnd. Skagfirðingar höfðu kjörið fulltrúa, en þpir gátu ekki mætt, og engir fulltrúar komu frá Siglufirði né Vestur- Húnavatnssýslu. Sambandið setti sér lög og fundarsköp. Skal þingið hald- ið árlega, sem mest til skiptis innan fjórðungsins. I Tilgangi Sambandsins er þannig lýst í 2. grein laganna: „Höfuðmarkmið sambands- ins er að sameina sýslu- og bæjarfélög Norðlendingafjórð ungs um menningar- og hags- bótamálefni hans og stuðla að því að félögin komi fram sem heild út á við, bæði þegar um sameiginleg framfaramál þeirra er að ræða, og einnig til stuðnings velferðarmálum einstakra sýslu- og bæjarfé- laga, eftir því sem við verður komið. Sérstaka áherzlu vill sam- bandið leggja á að vinna að varðveizlu -sögulegra minja innan fjórðungsins og annarra þeirra tengsla milli fortíð- ar og nútíðar, sem hverri menningarþjóð eru nauðsyn- leg.“ f fjórðungsráð til næstu 3ja ára voru kosnir: sr. Páll Þor- leifsson, Skinnastað, K. Krist- jánsson, oddviti, Húsavík og Brynjólfur Sveinsson, mennta skólakennari, Akureyri, og til vara: Snorri Sigfússon, náms- stjórn, Guðbrandur ísberg, sýslumaður og Þorsteinn Sí- monarson, bæjarfógeti Ólafs- firði. Ávarp Jóns Hclgasonar prófessors flutt á aldarártíð Jónasar Hall-' grímssonar Á aldarártíð Jónasar Hallgrímssonar 26. maí, gengust ís- lendingafélagið, Frœðafélagið og Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn fyrir athöfn við leiði skáldsins. Voru lagðir blómsveigar, skreyttir íslenzkum fánalitum á leiðið, en Jón Helgason prófessor flutti þetta ávarp: Rafmagnsbilunin í gærkvöld Bilun varð á innanbæjar- kerfi rafveitunnar hér 1 bæn um í gærkvöld. Varð raf- magnslaust um kl. hálf 12 og tók hálfan annan klukku tíma að gera við bilunina. Hvíldarvika Mæðrastyrks- nefndar á Laugar- vatni Mæðrastyrksnefndin hefur um 11 undanfarin ár boðið konum.að dvelja sér til hress- ingar eina viku 1 lok ágúst- mánaðar á Laugavatni. Dvöl þessi og ferðirnar hafa jafn- an verið konunum að kostnað- arlausu. Vegna misskilnings hefur það komizt inn í blöð- in að nefndin hafi gefið kon- um kost á að dvelja þarna gegn gjaldi. Oft hefur verið rætt um þetta atriði í nefnd- inni, vegna þess að nefnd- inni er ljóst að þörf á sumar- hvíld húsmæðra eins og ann- arra starfsmanna er brýn og almenn. og að margar konur sem hefðu efni á því að borga eitthvað fyrir sumardvöl sína geta ekki komið sér að því að taka sig upp til þess og skort- ir samfylgd og stað til þess að vera á. Það væri því æski- legt að geta rekið slíka starf- semi í miklu stærri stíl en nefndin hefur enn séð sér fært og væri þá tekið gjald af þeim sem hefðu ástæður til þess. Enn hefur nefndin þó ekki getað aukið þessa hvíld- arvikustarfsemi svo sem þörf yæri á, enda ekki átt kost á því undanfarin ár að hafa lengri dvöl á Laugarvatni en vikutíma með slíkum kjörum. Það er því fullkomin eining um það í Mæðrastyrksnefnd- inni að breyta engu um það að dvölin þessa viku og ferðir verði ókeypis fyrir gesti henn ar, en áherzla skal lögð á það að allar hvíldarþurfa konur koma til greina, og von- ar nefndin að engin kona líti á boð hennar til Laugar- vatns-dvalar sem nokkra ölm- usu, sem hún geti ekki verið þekkt fyrir að þiggja. Óskað e.r .að konur, sem sækia vildu um þessa dvöl á Laugavatni, nú í síðari hluta ágústmánaðar, komi sem fyrst á skrifstofu Mæðrastyrks- nefndar. Sérstaklega væri æskilegt að fleiri þreyttar barnakonur gætu veitt sér þessa hressingu og reyndu í tíma að koma svo fyrir heim- ilishögum sínum að þær gætu farið í þessa orlofsferð. Nefnd in tekur fúslega á móti um- sóknum og bendingum um konur, sem æskilegt væri að bjóða. Skrifstofan er opin alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 3—5 e. h. Laufey Valdimarsdóttir: ♦ „Langt frá þinna feðra fold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða. Hinn 31. dag maímánaðar árið 1845 komu saman á þess- um stað ,,í góðu veðri og blíða sólskini“ flestallir þeir íslend- ingar, sem þá voru í Kaup- mannahöfn og báru líkkistu til þess legstaðar, þar sem nú stöndum við. Þeir voru að jarða þann félaga sinn, sem einn hafði verið fær um að fella í mót hins lífi gædda ljóðs, og um leið að hefja og göfga, tilfinningar og hug- renningar sínar og þeirra: vináttuna, ástina, einstæð- ingsskapinn, heimþrána, drauminn um ættjörðina, um glæsileik fornaldar hennar, um nýja viðreisn hennar, um tign og fegurð náttúru henn- ar, og eins og einn þeirra sem við voru staddir komst síðar fagurlega að orði, „hörmuðu þeir forlög hans og tjón ætt- jarðar sinnar, hver sá mest sem honum var kunnugastur og bezt vissi hvað í hann var varið“. Sami maður bætir því við, að það sem eftir hinn látna liggi muni lengi halda uppi nafni hans á íslandi, en svo ágætt sem margt af því sé, megi þó fullyrða að flest af því komist í engan sam- jöfpuð við það sem í honum bjó, og að það geti ekki sýnt til hlítar hvílíkur hann var sjálfur í raun og veru. Því að Jónas Hallgrímsson var ekki nema á 38. aldursári, þegar hann hlaut að kveðja þenna heim, og skáldið hafði enginn lánsmaður verið á veraldar- vísu, mun ekki einu sinni hafa átt fyrir útför sinni. Það er eins og hvert annað eðli- legt framhald þess auðnulitla æviferils að hann hefur ekki fengið að byggja einn sinn hinzta bústað, heldur hefar öðrum tvívegis verið fengin gisting í sama rúmi. Um langan aldur hefur öll íslenzka þjóðin fundið til hins sama og þeir fulltrúar hennar, sem fyrir hundrað árum fylgdu skáldi sínu til grafar. Hún hefur kunnað og- elskað kvæði hans, þekkt og harmað örlög hans. Og í dag, þegar allt. er að vísu öðruvísi um- horfs á íslandi en nokkur maður gat þá gert sér í hugar- lund að verða mundi, leita margir hugir þaðan til þessa staðar. Þeir leita hingað í þakklæti fyrir það sem hon- um auðnaðist að yrkja, blöndnu söknuði þess sem okkur finnst hann hefði getað afrekað ef örlögin hefðu ver- ið hagstæðari honum og okk- ur. Það hefði átt vel við að Úrvalskarlakór fer söngför til Norðurlanda Aðalfundur Sambands ísl. karlakóra var haldinn í Fé- lagsheimili verzlunarmanna, föstudaginn 29. júní sl. Fund- arstjóri var Björn E. Árna- son, endurskoðandi. Form. sambandsins, Ágúst Bjarnason, gaf skýrslu um störf þess á liðnu starfsári. Höfðu 4 söngkennarar starfað meira og minna á vegum sam- bandsins, en þó hefur hvergi nærri verið hægt að veita eins mikla söngkennslu og æskilegt hefði verið. Var það einróma álit fundarmanna, að þá fyrst yrði söngkennslu- málinu komið í viðunanlegt horf, er sambandið hefði 2 fastráðna söngkennara, sem störfuðu allt árið. Var fram- kvæmdaráði falið að reyna ýmsar leiðir til úrbóta og einnig var skorað á Tónlistar- félagið að ráða söngkennara við Tónlistarskólann, hið allra fyrsta. Á fundinum var samþykkt svohljóðandi tillaga frá Söng- málaráði: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra karlakóra haldinn 29. júní 1945 samþykkir, að sam- bandið gangist fyrir söngför ca. 40 manna úrvalskórs til Norðurlanda á komandi vori, eða síðar þegar ástæður leyfa. Skulu aðalmenn fram- kvæmdaráðs og söngmála- ráðs annast framkvæmd- ir sameiginlega á þann hátt, sem ráðin koma sér sam- an um. Heimilar fundurinn framkvæmdaráði sambands- ins að verja til fararinnar allt að kr. 10.000.00 úr sjóði þess, auk þess, sem ráðin fari þær aðrar f járöflunarleiðir, sem færar þykja, til þess að stand- ast straum af kostnaði far- arinnar. Jón Halldórsson, Ingim. Ámason, Garðar ÞorsteinssonV Var mikill áhugi fyrir því, að úr för þessari gæti orðið og mun sambandið leita fjár- stuðnings ríkisins, bæjarfé- laga og einstaklinga, til þess að það verði fært. Einnig kom fram á fundinum áskorun til allra sambandskóra, að þeir héldu eina söngskemmtun til ágóða fyrir utanfararsjóð. Loks er svo ætlast til þess að S. í. K. verji fé til fararinnar úr sjóði sínum og söngmenn þeir, sem förina fara, borgi eitthvað úr eigin vasa. Áformað er að syngja a. m. k. í höfuðborgum allra Norð- urlanda og er förin hugsuð sem vottur um bróðurþel ís- lendinga til frændþjóðanna. Þegar Danmörk og Noregur urðu aftur frjáls, sendi sam- bandið landssamböndum þeirra samfagnaðarskeyti og hafa borizt þakkir beggja sam bandanna. í framkvæmdaráð sam- bandsins voru kosnir: Ágúst Bjarnason, formaður, endurkosinn, síra Garðar Þor- steinsson, ritari og Árni Bene- diktsson, gjaldkeri. Meðstjórn endur: Guðmundur Gissurar- son, Hafnarfirði, sr. Páll Sig- urðsson, Bolungavík, ■ Þor- móður Eyjólfsson, Siglufirði og Jón Vigfússon, Seyðisfirði. í Söngmálaráð: Jón Halldórssón, formaður, Ingimundur Árnason og Sig- urður Þórðarson. auðkenna leiði hans með ís- lenzkum villiblómum, þar sem bæði væri fífill úr haga og rauð og blá brekkusóley. En úr því að þess er ekki kostur, verða lagðir hér tveir sveigar úr hérlendum blóm- um. Annar er frá sendiráði íslands svo sem fyrir hönd íslenzku þjóðarinar allrar og sýnilegt tákn þeirra hugsana >em fljúga í dag yfir óravegu hafsins. Hinn er frá íslend- 'ngum í Danmörku, sem þykj- ast eiga sitt sérstaka tilkall til Jónasar Hallgrímssonar, bæði í skammdegiseinverunni begar þeir skilja vísurnar .Enginn grætur íslending“ öllum mönnum betur, og í vorblíðunni eins og nú, þegar beim verður helzt á munni „Nú andar suðrið sæla vind- um þýðum.“ Frcttatílkynning jrá ríkisatjóminni. Fr. Fontenay far- inn til Danmerkur Fr. Fontenay, sendiherra Dana hér á landi er nýlega farinn til Danmerkur. Mun hann dvelja um tvo mánuði þar í landi og gefa dönsku stjórninni skýrslu um störf sín. Georg Hust verður sendi- fulltrúi Dana hér meðan Fr. Fontenay er fjarverandi, og gegnir störfum hans. Georg Hust hefur áður verið hér á landi. Hann var um skeið að- alræðismaður Danmerkur í Sidney í Ástralíu, og var síð- ar skipaður sendiherra í Mex-íco, en komst.ekki þang- að vegna hernáms Danmerk- ur og mun hafa dvalið í Kaup- mannahöfn á hernámsárun- um. Fjársöfnunin til Esjufarþega. A. Herskind 100.00. N. N. 50.00. H. Benediktsson & Co. 1000.00. G. O. 50.00. J. E. 25.00. Lögreglan (safnað á verði Matth. Svein- bjarnarsonar 610.00. Hjörtur, Bagnar, Sigrún 200.00. Victor Helgason 200.00. Jóh. Sæmunds- son 100.00 M. Þ. 30.00. Samtals kr. 2.365.00. Rauði krossinn hefur beðið blaðið að færa gefendunum þakk- ir sínar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.