Þjóðviljinn - 07.09.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.09.1945, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. sept. 1945. ÞJÖÐVILJINN 3 ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FRÍMANN HELGASON -w r Iþróttamót U. I. A. að Eiðum Fyrirboði? Á þessu sumri hafa farið fram landsmót í 4 flokkum í knattspyrnu. Er tiltölulega stutt síðan þessi landskeppni var upp tekin, nema hvað snertir meistaraflokk, sem þá var nefndur I. flokkur. Sú keppni er sem kunnugt er, fyrst háð 1912 og jafnlangt er síðan fyrsti flokkurinn kom til móts í Reykjavík, því að á það mót sendu Vestmanna- eyingar flokk. Er sú ferð fræg orðin og sýnir þá erfiðleika sem utanbæjarfélög eiga við að etja þegar þau taka sig upp til þátttöku hingað, þó er ekki hægt að líkja þeirri ferð og þeim faratækjum saman við nútíma farartæki og ferðalög. Svo hefur þó brugðið við að í þetta sinn var enginn flokkur í meistaraflokki. utan af landinu en það hefur löngum þótt viðburður og skemmtileg tilbreytni að sjá ný andlit, nýja flokka og hefði ekki veitt af því í þetta sinn, því mótið var litlaust og dauft að síðasta leiknum undan- teknum. Því miður er það of sjaldan sem flokkar koma á þetta mót og liggja sjálfsagt til þess ýmsar orsakir sem óviðráðanlegar eru, og aðrar sem ef til vill mætti yfirvinna, ef samtök og áhugi eru samstillt. Aftur á móti hafa komið til keppni í hinum flokkunum sveitir frá Akranesi, Hafn- arfirði og Vestmannaeyjum. Þar kemur líka greinilega fram að yngri flokkarnir eru mikið sterkari tiltölulega en I. fl. I. flokkarnr keppa hér við 11 „næstbeztu“ menn félaganna, en í yngri flokkunum, II. og III. fl. keppa þeir við bezt,u sveitina í hverju félagi og hefur það reynzt svo að á ýmsu hefur gengið með sigra, og tapið verið oft mjög lítið. Þetta virðist benda til þess að, miðað við félögin hér, séu yngri flokkarnir á svipuðu stigi hvað styrk snertir. Aftur á móti í elzta aldurflokki verður munurinn í raun- inni heill flokkur, eða að þeir ná í I. f 1. í stað meistara- flokks. í sambandi við þetta vaknar sú spurning hvort í fram- tíðinni verði sú dreifing á fólkinu að ekki verði hægt að láta flokkana halda styrkleikahlutföllum sínum þegar kom- ið er í fyrsta aldursflokk eins og þau eru nú í þeim yngri. Hvort þessi þátttaka og ágæta frammistaða sé fyrirboði þess að í framtíðinni komi sigursælir og sterkir flokkar í meistaraflokki utan af landsbyggðinni til keppni á lands- móti. Þessi mót sýna og sanna að á þessum slóðum er efni- viður sem jafnast á við það sem gerist í höfuðstaðnum. Það' er því aðbúnaðurinn sem kemur til með að hafa ef til vill úrslitaþýðingu fyrir framgang þessara ungu leik- manna. Að öðrum þræði kemur svo sú kennsla sem hægt er að veita þeim bæði til að þroska hæfni þeirra og glæða áhuga þeirra fyrir íþróttinni. Undirstaða þessarar uppbygg- ingar er þó áhugi þeirra sjálfra. Hve alvarlega þeir vilja taka þetta starf, hve mikið leggja að sér til að ná ár- angri. Hafi þeir svo stoð og stjórn af leiðandi mönnum félaga og héraða sem einnig vilja leggja að sér, ætti þessi velgengni að vera fyrirboði nýrra framfara í knattspyrn- unni. Fyrirboði þess að knattspyrnufélögin í Reykjavík fengju harðá' kejipni Uíka lí/"“nieistaraflokki við félög utan af landi og eftir framkumu peirra ungu manna sem keppt hafa á mótum í sumar, ætti þetta að vera hægt ef þeim •eru sköpuð skilyrði, kennsla og þeir sjálfir sýna áhuga. íþróttamót U. í. A. fór fram að Eiðum dagana 4. og 5. ágúst. Fyrri daginn var keppt undir úrslit í þessum greinum: Langstökki, há- stökki, þrístökki og kringlu- kasti. Veður var óhagstætt þann dag, kalt og strekkings stormur, sem að vísu var hagstæður í langstökki og þrístökki. Verður þó að telja vafasamt, vegna annarra að- stæðna, að stormurinn hafi átt þátt í því, að keppendur náðu þá bezta árangrinum í langstökki. Síðari daginn, sunnudag, hófst mótið stundvíslega kl. 1 með skrúðgöngu íþrótta- manna og Samkórs Neskaup- staðar, frá skólahúsinu á í- þróttavöll. Þar söng kórinn, ísland ögrum skorið, en síð- an setti formaður U. í. A. mótið með ræðu. Að henni lokinni hófst íþróttakeppnin sem stóð til kl. nærri 6 og gekk keppnin með greiðasta móti, og fór vel fram. Um kl. 7 hófst inniskemmt- un í leikfimisal skólans með fjölbreyttri og prýðilegri dag- skrá. Þar flutti ræðu séra Árni Sigurðsson. Þórarinn Þórar- insson skólastjóri og Ármann Halldórsson kennari lásu upp. Séra Árnj, Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson sungu Glunta og Samkór Neskaup- staðar söng. ‘ Vakti söngur hans sérstaka athygli og að- dáun. Stjórnandi kórsins er ungur kennari í Neskaupstað, i Magnús Guðmundsson. Yfirleitt má segja að mótið hafi farið fram með meiri menningarbrag en oft áður, og framkoma mótgesta var yfirleitt í samræmi við það, þó að alltaf séu nokkrir ein- staklingar sem verða sjálfum sér til skammaf og öðrum til leiðmaa vegná ölvúnár. En þessir einstaklingar voru færri nú en oft áður og nrnna áberandi. Má það ef til vill að nokkru þakka því, að áfengisverzluninni á Peyð- isfirðí var lokað dagana fyrir mótið og eiga þeir þakkir skil ið, sem bar áttu hlut að máli. Alls tóku þátt í mótinu 12 íélög með samtals 35 kepp- •endur. Stigahæstu félögin urðu þessi: Umf. Hróar, Hróarstungu fékk 31 stig. íþr. Þróttur, Nes kaupstað 26 stig. Umf. Borg- firðinga, Borgarfirði 15 stig. Umf. Fljótsdæla, Fljótsdal, 13 stig. íþr. Huginn, Seyðis- irði, 13 stig. Umf. Hróar vann því K.R.- 'rkarinn en það er farand- gripur, gefinn af Knattspyrnu élagi Reykjavíkur og hlýtur lann það félag, sem flest stig ær í frjálsum íþróttum á í- bróttamóti Austurlands. I fyrra vann íþróttafélagið Hug inn, Seyðisfirði, bikarinn. Stigahæstu einstaklingar oru þeir Guttormur Þormar, frá Umf. Fljótsdæla og Ólaf- r Ölafsson frá Huginn, Seyð sfirði, fengu 13 stig hvor. Stig eru reiknuð fjórum "yrstu mönnum eftir stiga- ölunum 5, 3, 2t 1. Úrslit keppninnar: 100 m hlaup: Keppendur 7. Tveir riðlar. 1. riðill: 1. Ólafur Ólafss. H. 12.1 sek. ' 2. Ragnar Kristjánsson St. 12.3 sek. 3. Eyþór Magnússon Hr. 12.5 sek. 2. riðill: 1. Guttormur Þormar Fl. 11.7 sek. 2. Ólafur Jónsson L. F. 12.3 sek. 3. Sveinn Davíðsson E. R. 12.5 sek. 4. Rögnvaldur Erlingson Fl. 12.7 sek. Úrslit: 1. Guttormur Þormar Fl. 11.7 sek. 2. Ólafur Ólafsson H. 11.9 sek. 3. Ragnar Kristjánsson St. 12.1 sek. 4. Ólafur Jónsson L. F. 12.4 sek. Kepnnin var hörð og tvísýn milli þriðja og fjórða manns, ?n þeir eru báðir ungir og efnilegir og keppa nú í fyrsta -inn. Ættu þeir með æfingu ->ð 'jptá bætt tíma sinn veru- lega. 800 m hlaup'- Keppendur 9. 1. Jón Andrésson Bf. 2.16.2 mín. 2. Eyþór Magnússon Hr. 2.17.8 mín. 3. Sveinn Davíðsson Er. 2.19.3 mín. 4. Björn Andrésson Bf. 3000 m hlaup: Keppendur 7. 1. Jón Andrésson Bf. 9.56.2 mín. 2. Björn Andrésson Bf. 9.58.2 mín. 3 Stefán Halldórsson Hr. 10.05 mín. 4. Sveinn Davíðsson Er. Árangurinn í báðuni þess- um hlaupum er mjög góður. í 3000 m hlaupa þeir bræður úr Borgarfirði, Jón og Björn, báðir undir gamla Austur- landsmetinu og þriðji maður á sama tíma og gamla metið. Hlaupið var á stuttri hring- braut, 271 m, á fremur þung- um grasvelli. Tími Jóns \ndréssonar 9.56.2 m er því nýtt Austurlandsmet. Timinn í 800 m hl. er líka með því bezta sem náðst hef- ur á hringbraut á Austur- landsmótum. Langstökk: Keppendur 10. ■ 1. Ólafur Ólafsson H. 6.47 m. 2. Guttormur Þormar Fl. 6.42 m. 3. Ragnar Kristjánsson St. 6.15 m. 4. Ólafur Jónsson L. F. 5.94 m. Bæði Ólafur og Guttormur eru öruggir langstökkvarar, sem eru vissir nokkuð yfir sex metra. Guttormur átti jafnlengri stökk, og eins og kunnugt er setti hann nýtt, glæsilegt Austurlandsmet á Sevðisfirði í vor, stökk þá 6.69 m. Þriðji og fjórði mað- ur eru þeir sömu og í 100 m og gildir hér sama og þar var um þá sagt. Hástökk: Keppendur 5. 1. Eyþór Magnússon Hr. 1.65 m. 2. Björn Magnússon Hr. l. 65 m. 3. Ólafur Ólafsson H. 165 m. 4. Þorsteinn Jónasson Bf. l. 50 m. Eyþór er ungur og virðist efnilegur stökkvari, er mjúk- ur og laginn en vantar enn snerpu, en hún ætti að vinn- ast með æfingu og þroska. Annars er Björn Magnússon eflaust harðasti hástökkvar- inn, sem við höfum hér evstra núna, en vegna meiðsla í fæti hefur hann ekki getað æft nógu vel í vor. Þrístökk: ■ Kepnendur 7. r 1. Guttormur Þormar Fl. 13.47 m. Nýtt Austurlands- >net. 2. Ólafur Ólafsson H. 13.18 m. 3. Björn Hólm Hr. 12.70 m. 4. Eyþór Magnússon Hr. 12.54 m. . Undanfarið hefur Ól. Ólafs- son verið öruggur sigurveg- ari í þrístökkinu, en Gutt- ormur í langstökki. Nú sner- st þetta við. Sigur Guttorms er glæsi- legur, m. a. af þvi að hann mun ekki hafa æft þrístökk oeitt að ráði, og er mjög sennilegt að hann eigi eftir að bæta þetta met sitt, og að hann hafi fundið þarna nýja íþróttagrein við sitt hæfi^ því að maðurinn er geisi þrótt- mikill. Kúluvarp: Keppendur 10. 1. Snorri Jónsson Þr. 11.72 m. 2. Björn Hólm Hr. 11.25 m. 3. Konráð Eyjólfsson L. F. 10.95 m. 4. Haraldur Hjálmarsson Þr. 10.95 m. Árangurinn í kúluvarpi er ó- venjulega lélegur. Er eins og þar hafi lagzt á eitt fremur slæm aðstaða og óheppni keppenda, því ýmsir þeirra eiga að geta meira, sérstak- lega Snorri. Framhald, á 7. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.