Þjóðviljinn - 07.09.1945, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.09.1945, Qupperneq 4
4 ÞJÓÐVIL JINIn ■ Föstudagur- 7. sept. 1945. lllÓÐyiLIINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálarftstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 10, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. ---------------------------------------------------' Örlar ekki lengur á sómatilfinningu Alþýðuflokksins? Formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, stendur afhjúpaður frammi fyrir alþjóð sem purkunarlaus eiginhagsmuna braskari. Svo takmarkalaust er blygðunar- leysi þessa manns, að hann notar sér aðstöðu, sem ríkis- stjórnin veitir honum sem fulltrúa ríkisins, til að komast inn í land, sem mátti heita lokað, til að ná í eigin hendur einkaumboði fyrir meginhluta þeirra vöru, sem hann samdi um að flyttist til landsins frá Svíþjóð, um eins árs skeið. Allur verzlunarsamningurinn frá upphafi til enda er hneyksli, allur er hann meira og minna mótaður af persónu- legum hagsmunasjónamiðum Stefáns, eins og sjá má af þeim samanburði, sem áður hefur verið gerður hér í blað- inu á innkaupum rakvélablaða og varahluta í bátavélar. , Það er vissa fyrir, að fjöldi Alþýðuflokksmanna metur þennan verknað Stefáns að verðleikum. Þeir eru sammála öðrum mönnum um það, að Stefán ætti aldrei framar að sjást á opinberum vettvangi. Þessum mönnum hefur ugglaust ekki verið ljóst hvílíkt reginafbfot Stefán hefur framið þegar flokkurinn valdi hann til að taka sæti í samninganefndinni við Dani. Afbrot Stefáns verður ekki að fullu ljóst fyrr en hann auglýsir hið nýja verzlunarfyrirtæki sitt. Vilji Alþýðufl. bjarga einhverju af sínum litla heiðri, ber honum nú að afturkalla tilnefningu Stefáns og fara þess á leit, að hann fái að tilnefna heiðarlegan mann í hans stað. Geri flokkur- inn þetta ekki verður að líta svo á að hann sé samsekur Stefáni, sómatilfinning hans er þá jafn djúpt grafin og sómatilfinning Stefáns. Stendur dómsmálaráðherra á bak við róginn? Hinir fávísu rógberar, sem reynt hafa að þyrla upp ósannindaryki út af störfum Fiskimálanefndar eru nú orðnir að viðundri í augum allíflahugsauLdii m.an,pa. Hæst ber þar met Kristján Friðriksson^lsðmrkeipuii.njfcð falsvottorð frá þremur mönnum, búnu til væntanlega af honum sjálfum, til að reyna að sanna heiminum að opinberar íslenzkar stofn- anir séu óreiðustofnanir, sem ekki séu eigandi viðskipti við. En meðal annarra orða. Hver hefur blásið Alþýðublað- inu allri þessari dellu í brjóst, sem það hefur sagt um þetta mál? Hver hefur skrökvað því að blaðinu, að ríkisstjórnin hafi beðið Fiskimálanefnd um skýrslu og nefndin hafi þrjóskast við að gefa hana? Alþýðublaðið hefur eftir f jármálaráðherra, að einn ráð- herra hafi farið fram á að nefndin gæfi skýrslu. Þessi ráðherra hlýtur að hafa verið Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra. En sem betur fer er Finnur ekki ríkis- stjórnin. Og ríkisstjórnin hefur aidrei tekið undir þessa kröfu hans. Að þessu athi^guðu virðist liggja beint fyrir að álykta, að það sé dómsmálaráðherrann Finnur Jónsson, sem stend- ur á bak við eina hina svívirðilegustu rógsherferð sem hafin hefur verið gegn ríkisstofnun og eina hina lævísustu til- raun, sem gerð hefur verið til að spilla stjórnarsamstarfinu. Quisling hóf varn- arræðu sína í gær, heldur henni áf ram í dag Kveðst vera einlægur trúmaður, sem allt- af hafi viljað láta gott af sér leiða Réttarhöldin yfir Quisl- ing, sem hafði verið frestað frá því í sl. viku, hófust aft- ur í fyrradag og héldu á- fram í gær. Tvö vitni héldu ræðu til varnar honum. Ræddu þau aðallega um æsku hans og ævistarf, þar til hann gerð- ist handbendi Þjóðverja og reyndu þau að færa fram afsakanir fyrir hann á þeim grundvelli, aö veilur í sálar- lífi hefðu ráðið gerðum hans. Hefði _ það verið hræðslá hans við „,bolsé- vismann“, sem hefði fengið hann til að vinna þau verk sem hann væri nú ákærður fy.hr. Er annað vitnið sagði að Quisling hefði ekki vitað hvað hann var að gera, heyrðist hann muldra eitt- hvað í mótmælaskyni. Réttarhöldin héldu áfram í gær. Hélt Quisling þá varnarræðu sína og mun hann halda áfram við hana í dag. í ræðu sinni sagði Quisling, að hann hefði allt- af verið mikill trúmaður sem hugsaö hefði um það fyrst og fremst, að láta gott af sér leiða. Hann kvað það svívirðingu, að farið væri með sig sem landráðamann. Þegar hann sagði þáð, kom grátkökkur í háls hans. Verjandi hans, Henrik Bergh, hélt einnig ræðu 1 gær, og svaraði þeim ákær- um, sem bornar eru á Quisl- ing. Viðvíkjandi því, að Quisling hefði breytt norsku stj órnarskránni, sagði hann, að eins og komið hefði ver- ið fyrir honum, hefði hann ekki átt annars úrkosta. Þeirri ákæru, að Quisling hefði látið taka af lífi norska skemmdarverka- menn, svaraði Bergh á þann hátt, að Quisling og fylgis- menn hans hefðu lifað í al- veg sérstökum hugmynda- heimi og hefðu skoðað skemmdarverkin mesta glæp, sem hægt væri aö fremja. Afsakanir hans voru allar á þessa leið. Ekki er búizt við því, aö dómur falli í málinu, fyrr en eftir 5—6 daga. LEYFT HEFUR VERIÐ að. selja brezkum almenn- ingi hið merkilega skordýra- eitur DDT, en hingað til hefur herinn fengið allt, sem af því hefur verið fram- leitt. BREZK HERSVEIT skip- uð Indverjum er nú komin til Bangkok 1 Síam og hef- ur herforingi hennar átt tal við yfirhershöfðingja Jap- ana. TIL HÖFUNDA NAFNLAUSU BRÉFANNA Þótt þessar línur séu fyrst og fremst til þeirra sem sent hafa Bæjarpóstinum nafnlaus bréf, ætla ég þó fyrst að þakka hinum fjölmörgu er hafa sent honum bréf um áhugaimál sín og látið nöfnin fylgja. Bréf ykkar eru alltaf kærkomin, og þið ættuð að verða fleiri. En alltaf brennur það við, að Bæjarpóstinum berist éinstöku bréf þar sem bréfritarinn lætur ekki nafns síns getið. Sum þessara bréfa eru góð, en oft er ýmislegt sem þyrfti að upplýsa betur og því alls ekki hægt að birta þessi bráf, auk þess sem það er föst regla að birta ekki bréf né greinar frá mönnum, sem ritstjórnin veit ekki hvað heita né hverjir eru. Þið, sem viljið fá bréf ykkar birt, — og það viljið þið vitan- lega öll. því annars væruð þið ekki að 'enda þau :— þurfið því að senda nöfn ykkar og heimil- isfang, annars verða bréfin ekki birt. Hitt er svo aftur annað mál og algert samkomulagsat- riði við ritstjórnina hvort þau verða birt undir fullu nafni, stöf- um eða dulnefni. Það er ekki skilyrði fyrir. birtingu í Bæjar- póstinum að nafn höfundarins verði birt undir bréfinu, heldur hitt að ritstjórnin viti hver bréf- ritarinn er. % HÁLFNAÐ VERIÍ „Vegfarandi“ skrifar: „Nýlega átti cg leið upp að rafstöðinni vxð Elliðaár. Af því sem fyrir augum «>ar á þeim stað, urðu mér minnisstæðastar rústirnar af hermannaskálunum, sem stóðu þarna. Það er alveg óþolandj, að hætt sé við hálfnað verk eins og þarna hefur verið gert. Þeg- ar hinir kvumleiðu hermanna- skálar eru rifnir, verður að ganga þar hreint til verks, en skilja ekki eftir gaflana úr skál- unum o. fl. rusl. Það verður að taka fleira en hægt er að selja. Niðurrifið við Elliðaámar mun ekki vera einsdæmi. Því miður er víst víðar frá sömu sögu að segja. En þetta má ekki lengur svo til ganga. Þeir sem taka að sér að rífa niður hermannaskála mega ekki hætta við hálfnað verk“. HÚSIN SEM ALLTAF GLEYM- IST AÐ MÁLA ,,Borgari“ skrifar: „Eitt sinn var hafin hér í bænum allsherj- ar herför gegn illa útlítandi hús- um og öðru því sem honum var til líta, en bæta mátti úr án langs fyrirvara. Þetta var dagana fyrir lýðveldisstofnunina. Tölu- verður árangur varð af þessu á- hlaupi, en ekki nærri nógu mik- ill. Meðal þeirra húsa sem mesta þörf höfðu fyrir lagfæringu, en virtust hafa gleymzt alveg, voru húsin við Bankastræti, sem kennd eru við Bernshöftsbakarí, og snúa sinni skellóttu hlið og brotnu gluggum að Lækjargötu. Öllum sem um það hugsuðu var það hin mesta ráðgáta að þessi hús skildu fara svo hrapalega á mis við málninguna, ’sem þá flaut í stríðum straumum um allan bæinn. (Þið munið líklega að þá seldu verzlanir málningu með afslætti og varð það til þess að örva mjög sölu þeirrar vöru). Á þetta mál var þá minnzt í blöðum, og sú tilgáta talin lík- legust að þessi furðulega gleymska stafaði af því að húsin væru í umsjá þess opinbera. Var þess krafiztað gerðar yrðu strax nauðsynlegar endurbætur á hús- unum. Af þessu hefur þó ekki I orðið ennþá, hverju sem um er að kenna. Væri fróðlegt að fá að vita hvort íúfa eigi þessi hús bráðlega; því vissulega myndu aðrar stærri og veglegri bygg- ingar sóma sér betur á' þessum stað. Reynist það hinsvegar svo, að ekki séu neinar ráðagerðir í upp siglingu um hagnýtingu þeirra lóða sem húsin standa á, þá verði settar rúður í gluggana og húsin máluð, að nýju. Það er ófært að þessi hús, sem eru jafp áberandi í sjálfum miðbænum, séu látin vera öllu lengur í slíku ófremdarástandi“. Bæjarst jórnarfundurinn: Áskorim um að byggingarefni verði notað til íbúðabygginga A fundi bœjarstjórnar í gær var samþykkt að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir til þess að tryggja að byggingarefni verð fyrst og fremst notað í íbúðabygg- ingar. Sósíalistar fluttu tillögu þessa efnis fyrir þrem árum, en þá mátti slíkt ekki heyrást nefnt. Tillaga sú, er samþykkt var í gær, og flutfc var af Jóni Axel, var svohljóöandi; „Bæjarstjórn samþykkir að’ beina því til ríkisstjórn- arinnar aö gera nú þegar ráðstafanir til að tryggja að byggingarefni það, sem fyrir hendi, er á hverjum tíma, verði fyrst og fremst notað til íbúðarhúsabygg- inga við almenningshæfi og til nauðsynlegs viðhalds og endurbóta." Tillaga þessi var í gær samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Sósíalistar fluttu fyrir þrem árum tillögu sama efnis og hafa ætíð barizt fyrir þessu máli, en ekkert fengizt framgengt — fyrr en nú — en það eru líka kosningar eftir áramótin. Samþykkt þessi er gerð alltof seint, og myndi við- horfið í húsnæöismálunum nú vera annað ef þessari reglu hefði verið fylgt á Frh. á 7. sfðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.