Þjóðviljinn - 07.09.1945, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 07.09.1945, Qupperneq 6
6 ÞJÓÐVÍLJINN Karl Ewald: Jörðin og halastjarnan mig og aka um mig þvera og endilanga. Þeir sprengja göng í stærstu fjöll mín og brúa fljót mín. Þeir segjast líka ráða yfir mér- — Mér finnst það nokkuð niðurlægjandi að láta slíka orma skipa sér, sagði halastjarnan. Get- ur þú ekki hrist þá af þér. — Eg hef reynt það, sagði jörðin. Og það oftar en einu sinni og á ýmsan hátt. Eg hef hellt yfir þá eldi og glóandi steinum úr eldfjöllum mínum og grafið heilar borgir fyrir þeim. Eg hef hvað eftir annað- drekkt þeim þúsundum saman í flóð- um og fellibyljum. Þegar mér finnst þeir gerast allt of frekir hristi ég mig og þá kemur jarð- skjálfti. — Já, sagði halastjarnan, og dugir þetta ekki? — Það linar dálítið, sagði jörðin, því er ekki að neita, en það er gagnslaust þegar til lengdar lætur. Eg held þeir séu orðnir of margir til þess að ég ráði við þá. Eg hefði átt að taka. í lurginn á þeim meðan þeir voru færri og fávísari. Þegar ég hef drekkt eða grafið nokkur þúsund þeirra, í þeirri von að fjölskyldur þeirra myndu deyja úr hungri og sorg, þá skjóta hinir bara saman fyrir þá, hugga þá og hjálpa þeim, svo að fám árum liðnum er ég orði morandi af þeim aftur. — Eg hef aldrei heyrt annað eins, sagði hala- stjarnan. Eg skil ekki hvernig þú ferð að þola þetta. 7$ft ÞETT4 Ævintýramönnum fyrri tíma mundi þykja rómantík vorrar aldar bragðdauf. Sjaldgæft var þó, að ástfangn ir menn létu jafn mikið að sér kveða og spænska skáldið Suerio de Quinones, sem uppi var á 15. öld. Hann var ást- fanginn. sér til óbóta, í aðals^, aney nokkurri. En hún var. stærilát og hjartaköld og vildi ekki af honum vita- Neytti hann margra bragða til að vinna hylli hennar: háði frækileg einvígi henni til heiðurs og bar járnhlekki um hálsinn hvern fimmtudag til að sýna, að hann væri þráell hennar. En allt var ár- aagurslaust. Mærin blíðkaðist ckki. Þá gekk Quinones á fund Jóhanns konungs á nýársdag árið 1435 með níu göfuga riddara sér til fylgdar og beiddist að fá að sýna það oþinberlega, að hann teldi sig ek-ki þræl hénnar framar.' Bþrðst hann til að berjast, ásamt mönnum sínum, við hvern þann riddara sem þyrði •að mæta á þjóðveginum utan við borgina Santiago de Compostela og brjóta fyrir andstæðingunum 300 lensur. Þetta leyfi- var veitt og margbrotinn undirbúningur hófst. Voru reistar viðhafnar- miklar tjaldbúðir handa ridd- urunum, vígvöllur afgirtur, á- horfendasæti reist, frægir víg , trúðar og Var rituð r sem lýst var skartklæðum riddaranna, skjaldarmerkjum og einkunn- arorðum, ættgöfgi þeirra og fylgdarliði, Föstur og guðs- þjónustur fór og fram. Og allt þetta átti að tákna, að aðalsmaðurinn Quinones hefði nú brotið af sér fjötra ástarinnar. Mættu alls sextíu og átta riddarar, sumir frá framandi löndum. Margir særðust. Sum ’r létu líf sitt, og öllum þótti mikið til þessara atburða koma. Dómararnir úrskurðuðu, að Quinones og kappar hans hefðu staðið ,við heit sitt, þó að ekki hefðu nógu margir mætt til að berjast við þá. Héldu þeir heimleiðis við mikinn orðstír. þljoðifæral^^rar. bók um þetta, þ£ Föstudagur 7. sept. 1945. Jóhannes Buchholtz: SILFURBRÚÐKAUP hiti! Það er' varasamt að steikja innyflin“. Það stafaði af honum háv- aði frá morgni til kvölds — og reyndar á nóttunni líka. Hann hraut hátt, talaði upp úr svefni og bylti sér harka- lega í rúminu. Málarinn hataði hann ó- sjálfrátt frá því hann sá hann. „Það er vandalaust að vera málari“, sagði kennarinn einn góðan veðurdag. „Ef maður bara veit leyndardóm aðferð- arinnar. Réttur litur á réttum stað. Það er allur galdurinn. Málarar eru þarfir menn. Það sýnir sagan. Eg sé þess vegna ekkert athugavert við iðn yðar, ef hún gefur yður lífsviðurvæn. En hvernig er þetta atriði, Tómas Helt?“ ,;Hingað til hef ég lifað“. „En ef þér þurfið að sjá fyr ir fjölskyldu? Ef þér nú — hreinskilnislega sagt — gift- ist dóttur minni, getið þér þá séð fyrir henni —- og börnum ykkar, þegar þar að kemur?“ „Ef ekki eru gerðar neinar óþarfakröfur“. „Óþarfakröfur!“ Hólmsland velti þessu orði lengi fyrir sér, eins og það væri ásök- un. Hann horfði í kringum sig í stofunni. „Óþarfakröfur! Það fer eftir því, hvað hver einstakur maður kallar ó- þarfa. Hér á heimilinu er til dæmis enginn óþarfi. Allt er nauðsynlegir hlutir. Getið þér bent mér á nokkuð, sem ekki er nauðsynlegt? Stólar og borð eru nauðsynleg. Lamp- inn er nauðsynlegur. Bækur eru nauðsynlegar. Og þessi steinn — ég sótti hann sjálf- ur upp á Himinfjallið —- er mér ómissandi. Fyrst og fremst sem ferðaminning — og svo við kennsluna. Þegar við lésum um Himinfjallið, sæki ég steininn og sýni börnunum hann. Þá sjá þau, að Himinfjallið er áþreifan- legt en ekki bara sögusögn“. ,.Dóttir yðar er ef til vill ekki kröfuhörð“, sagði Tómas varlega. „Við sjáum til. Við sjáum til. Eg held að dóttir mín sé lík mér í skoðunum — ég vona það. En ég læt sömu reglu gilda á heimili mínu og í skólanum: Frjálsar skoð- anir! Einstaklingsfrelsi! Dótt- ir mín ræður sér sjálf. Með- an þér eruð vinur hennar, eruð þér velkominn á heimili mínu“. Eftir þetta samtal fannst Tómasi líkast því sem hann og Ester væru að vega salt. Þau héldu jafnvægi, en sá var munurinn, að ásendinn hans megin var uppi yfir ein- hverju hyldýpi, og stykki hún niður hrapaði hann í djúpið. Hún var aftur á móti ekki í neinni hættu og hafði traust- an grundvöll undir fótum. „Finnst þér pabbi ekki góð- ur?“ spurði Ester og augu hennar ljómuðu. „Jú, auðvitað“. „Alveg eins og menn eiga að vera: hygginn, sanngjarn og allt annað gott. Gestris- inn er hann líka. Það finn- urðu þó“. ,;Já, það finn ég“. Þegar Tómas var einn, braut hann heilann alltaf um þetta sama: Hve mikið líktist hans elskulega Ester þessum óþolandi föður sínum? í fljótu bragði virtist hún ekki líkari honum í raun en sjón. Það er að segja mjög ólík. En hún dáðigt að honum. Þess vegna hlutu þau, þrátt fyrir allt, að vera eitthvað svipuð. „Eg fer“, sagði Tómas stundum við sjálfan sig. En hvert átti hann að fara? Haustið var komið með kulda og illviðri. Hér átti hann heima í björtu og rúmgóðu herbergi og heyrði viðkunn- anlegt ílátaglamur frá eldhús inu á neðri hæðinni. Átti hann að fara frá Ester? Hún var alltaf jafn góð og ástúð- leg, kom til hans tuttugu sinn um á dag, og eftir að hún hafði boðið honum góða nótt á kvöldin, fann hann oft miða á koddanum sínum, þar sem hún hafði skrifað: „Góða nótt, vinur. Þín elskandi Ester“. Hún var ung og yndisleg. Og hún hlakkaði til silfur- brúðkaupsins eins og barn. Þá átti að kynna hann ætt- ingjum fjölskyldunnar^ sem von var á úr öllum áttum. IV. Já, það var einmitt silfur- brúðkaupið! Tómas hafði aldrei komizt í kynni við slíkt. Hann var sonur fátækrar ekkju. Hér varð dularfullt fyrirbrigði á vegi hans. Hvers vegna ætluðu þau góðu hjón, Hólmsland og kona hans að halda sigurhá- tíð á 25 ára hjúskaparafmæli sínu? Hvort þeirra hafði sigr- að? Það hlaut að vera Hólms- land. Hann hafði að minnsta kosti tryggt sér ódýran þræl ævilangt. Tómas ræddi mál- ið við Ester, en hún var ekki viðmælandi um þá hluti. Fyrst hló hún. Svo varð hún alvarleg og undrandi. Silfurbrúðkaup var alltaf silf urbrúðkaup. Hvað átti frek- ar að halda hátíðlegt en það? Lífið væri dauflegt, ef menn gerðu sér aldrei glaðan dag, sagði hún. ,„ en einhver ástæða verð- ur að vera.“ „Ég veit ekki, hvað þú átt við. Við gætum ekki losnað við þessa veizlu, þó við vild- um. Allt skyldufólk okkar kemur. Vertu nú vænn og hjálpaðu mér til að undirbúa allt eins vel og hægt er. Eg skal segja þér það í trúnaði að margir frændur okkar og frænkur koma aðallega til að sjá þig. Veiztu hvað mér datt í hug? þú ert málari. Væri þér ekki sama, þó að þú mál- aðir gluggana? Málningin er víða dottin af þeim. Ég veit að þú ert listmálari — en þegar um silfurbrúðkaup er að ræða .... “ „Það skal ég gera með á- nægju.“ „Hvað þú ert góður“. Ester lagði hendurnar úm hálsinn á honum, kyssti hann þrjá kossa og bætti við: „Og hurð irnar, elskan, það þyrfti líka að mála þær“. Tómas fékk nóg að gera. Það voru mörg herbergi í kennarabústaðnum og allar hurðir þurfti að mála. Hann varð að hætta við að mála út- sýnina úr loftherberginu í bráðina. En þetta hafði einn kost: Tilfinningar hans gagn- vart tengdaföður hans breytt- ust til batnaðar. „í sveita þíns andlitis skaltu þíns brauðs neyta“, sagði Hólmsland og klappaði Tómasi vingjarnlega á herð- arnar. „Eg hef ástæðu til að vera hreykinn, því að ég er eini maðurinn í sveitinni sem hefur listmálaða glugga og hurðir“. Ester fékk þá hugmynd, að þyrfti að skreyta skólastofuna pvi að auðvitað átti veizlan að fara fram þar. — Bara mála vínviðarlauf á vegginn yfir kennaraborðinu — kannski nokkra páfugla — og svo fangamark foreldranna og tvö rauð hjörtu. Svo gat Amor verið þar að hálfu leyti í felum með boga og örvar. Var það ekki snjallræði? Jú, Tómasi leizt vel á það. Hann var farinn að draga dám af áhuganum, sem ríkti í kringum hann. Ester sat hjá honum um kvöldið, meðan hann var að gera frumdrætti af skreyt- ingunni. Þetta átti helzt að koma foreldrunum á óvart og bví mátti ekki mála það fyrr en á síðasta augnabliki. Það var ekki um annað að ræða

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.