Þjóðviljinn - 15.09.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.09.1945, Blaðsíða 6
6 —L Þ J ÓÐ VH.JINN Laugardagur 15. sept. 1945. Flótti arnarins Þetta er saga um arnarunga með gult nef, sem nokkrir drengir fundu og fóru með heim á gam- alt prestssetur. Hann lenti þar í góðra manna höndum og varð svo vinsæll, að enginn gat íengið sig til að sleppa honum. Hann ólst upp eins og „andarunginn ljóti“, meðal gárgandi anda, hænsna og jarmandi kinda. Og hann undi sér vel, varð stór og feitur — „fékk blátt áfram ístru“, eins og presturinn sagði. Arnarunginn hafði aðsetur sitt uppi á gamalli timburgirðingu við svínastíuna og þaðan sá hann, þegar eldhússtúlkan fleygði út matarleifum. Þegar hann sá að Dóra kom, mikil á velli, út úr eldhúsinu, fleygði hann sér niður á hlaðið og staulaðist að matartroginu. Þó kom það stundum fyrir, einkum þ”gar storm ur var, að einhver óljós þrá vaknaði í brjósd hans, sem kominn var af flugsnillingum. Og þá var hann vanur að sitja allan daginn grafkyrr með nefið á kafi í óhreinu brjóstfiðrinu, án þtss að bragða mat. Stundum breiddi hann allt í einu út vængina, eins og hann langaði til að faðma að sér ^oftið og svífa burt. En hann gat ekki gripið flugið. Hann var vængstífður. Arnarunginn flögraði til jarðar hopp- aði í örvæntingu sinni til beggja hliða, rétti síðan fram hálsinn og skreið í felur, eins og hann skamm aðist sín. Þannig liðu tvö ár. Þá veiktist gamli presturinn og dó. Eftir það varð óreiða á mörgu á prestssetrinu, og arnarung- inn „Kláus“, eins og hann var nefndur, gleymdist. Hann skjögraði meðal alifuglanna, friðsamur og nærri því óttasleginn, því að prestsdæturnar höfðu stundum gefið honum utan undir, þegar honum varð það á að beita meðfæddum yfirburð- um gegn alifuglahyskinu. Þsð er gamalt máltæki, að augun sé'u spegill sálarinnar. Þeir, sem þykjast geta ráðið innræti mannsins af útlit- inu, sta^fssta þetta og skil- greina; þannig: Stór og fjörleg augu: Vilja- þrek, hitíðlegur skilningur á lífinu. Barnslegt hugarfar. Mjög lítil augu: Ósjálfstæði tortryggni, ófyrirleitni. Augu, sem liggja djúpt: Þrekieysi. Útstaudandi augu: Næmi, töngumálagáfur. r- , Rauöir œðar í augum: Bráð lynii, (Gulle'.t augnahvíta: Þung- lyndi. •••/■ - - • •■ . - - : Lingir, mjóir augnakrókar: Hyggni, dómgreind. Langt bil milli augnanna: Raunsæi. Mjótt bil milli augnanna: Vöntun á hagsýni, hugmynda flug. Rólegt óg stöðugt augnaráð: Dómgrind, hæfileiki til að greina aukaatriði frá aðalat- riðum. Hvasst augnaráð: Áhugi, steinufesta. Rannsakandi augnaráð, sem hefur seiðandi áhrif: Miklar gáfur, skarþskyggni. Starandi augnaráp: Ósjálf- stæði, geðvonzka. Flóttalegt augnaráð: Órök- vísi, hræðslugirni, reikular hugsánir. ■ Veiðilegt-augnaráð:. Hneigð til aðdáunar, orðheldninni ekM treystandi. „Fuglarnir eru bræður okk- ar“. Nú var Purcy ekki lengur -í efa um, að grunur sinn væri réttur. „Bifreiðin mín er hérna. Á ég að aka yður héim?“ spurði hann. Þegar Purcy sagði söguna seinna, komst hann svo að orði: „Sá gamli vissi hvar hann átti heima, en svei mér ef hann hafði hugmynd um, að ég var að aka honum heim á fullri ferð. En svona vildi það til, að ég kynntist Dalli- sonfjölskyldunni. Dallison er rithöfundur. Frúin er málari — eiginlega nýtízkumálari. Hún d.áist að Harpignies. •Jæja, þegar ég kom þangað, 'hitti ég Dallison í garðinum. Eg varaðist auðvitað að gaijiga innan um matjurtirnar. „Eg fann gamla manninn11, sagði ! ég. „Hann var kominn nokk- uð langt, svo að ég ók honum heim“. Og þá kom það í ljós, að karlinn var faðir listakon- unnar. Þau voru mér fjarska lega þakklát. Þetta er ágætis fólk en dálítið gamaldags, eins og allir þessir listapost- ular. Og það er líka kyndugt fólk, sem þau umgangast — sítalandi um framfarir, félags mál, fátækt og nýjar trúmála kenningar". Purcy hafði heimsótt Dall- isonshjónin oft eftir þetta, en hvorugt þeirra hafði rænt hann þeirri hugmynd að hann hefði gert góðverk. Þau höfðu enn ekki sagt honum, að þetta væri heimspekingur, sem hann hélt að væri brjál- aður maður. Þess vegna hafði Purcy orð ið hálf bilt við, þegar hann hitti mr. Stone gamla hér á málverkasýningu Biöncu. Honum fannst þetta einmitt vera maður, sem ekki ætti að vera á almannafæri. Gamfi maðurinn hafði líka óðar- far- ið að segja honum frá heng- ingu morðingjans, sem getið var um í kvöldblöðunum. Þegar allir gestir voru farn- ir að undanteknum Stefáni Dallison, konu hans og dótt- ur, „bráðfallegri stúlku“ og unga manninum „sem stöðugt hékk yfir henni“, nálgaðist Purcy húsmóðurina til þess að kveðja, en hann fór sér að erigu óðslega. Frúin hlustaði með kurteis-> islegri þolinmæði á ræðu hans, en háðsbros lék um var ir hennar að venju. Hún var í augum Purcys sniðug .kona en .dálítið — r. Hér rak, skarpskyggni hans í vörðurn- ar. Hann gat ekki gert sér grein fyrir ósamræminu í svip hennar. En ósamræmið átti rót sína að rekja til blóð- blöndunar í ætt hennar, um- hverfis, sem ekki átti við hana — og guð veit hvers! Hún var ofurlítið hærri en Cecilia, þreknari og gædd meiri yndisþokka. Hár henn- ar var dekkra, augun lágu dýpra og kinnbeinin voru hærri. En- Purcy var ekki.maður, sem lét tilfinningasjónarmið spilla ánægju sinni, og hann hafði einu sinni fyrir allt komizt að þeirri niðurstöðu, að hún væri „sniðug“ kona. Hún hafði mætur á .Harpign- ies, og þannig var samband á milli þeirra. „Faðir yðar og ég getum einhvern veginn ekki skilið hvor annar, frú Dallison. Við höfum svo ólíkar lífsskoðan- ir“. „Einmitt það!“ svaraði Bi- anca. „Eg hélt einmitt, að ykkur semdi vel“. „Hann er, ef til vill, of — skriftlærður fyrir mig“. „Höfum við nokkurn tíma sagt yður það, að faðir minn var þekktur vísindamaður, áður en hann veiktist?“ spurði Bianca. „Nú —?“ sagði Purcy. stein hissa. „Já, auðvitað. — Vitið þér hvað, frú Dallison. Mynd in, sem þér kallið „Skugg- ann“, er það bezta, sem þér hafið málað. Það er eitthvað við þá mynd, sem gagntekur mann. Eg sá fyrirmyndina í •jólaboðinu hjá yður í vetur. Það var falleg stúlka. Mynd- in-er lík henni.“ Bianca hafði breytt svin. En Purcy tók ekki eftir smá- munum. „Ef yður dettur nokkurn tíma í hug að selja þá mynd, bið ég yður, að láta mig sitja fyrir henni. .Mér væri mikil ánægja að éignast hana. Það væri mikilla peninga vert“. Bianca svaraði engu. Og Purcy varð allt í einu vand- ræðalégur: „Eg verð, því miður, að fara. Bíllinn minn bíður eft- ir mér“. Hann kvaddi með hanclabandi' og fór. Öllum létti, þegar hann var horfinn út úr dyrunum. Eftir litla þögn sagði Hilary: „Gefðu okkúr eitthvað að reykja, Stefán — það er að segja, ef Ceciliu er sama“. Stefán Dallison stakk vindl ingnum milli skegglausra varanna. „Jahá“, sagði hann. „Purcy okkar er að verða dá- lítið þreytandi. Það . er eins og allur smáborgaraskapur veraldarinnar loði við hann“. „Þetta er ágætis náungi“, sagði Hiiary. „Dálítið þurr!“ Stefán Dalli son hafði langt, ávalt andlit, en þó var hann ekkert líkur bróður sinum. Augu hans voru athugulli og hvassari, en þó ekki beinlínis kuldaleg. Hárið var dekkra og gljáði meira en á bróður hans. Hann blés út úr sér reykn- um og sagði: „O, já, hann er að minnsta kosti maður, sem ekki hikar við að segja það sem honum býr í brjósti. Þú hefðir átt að spyrja hann ráðá, Cecilia“. Cecilia hleypti brúnum og sagði: „Þú þarft ekki að vera að stríða mér, Stefán. Mér var þetta alvara, sem ég sagði um frú Hughs“. „Já, en hvað er hægt að'gera fyrir þennan konuaumingja, góða mín? Það er ekki hægt að skipta sér af heimilishög- um annara“. „En er það ekki óskaplegt, að við sem höfum veitt henni vinnu, skulum ekki geta greitt neitt fyrir henni? Finnst þér það ekki, Bianca?“ „Eg býst við, að við gætum hjálpað henni, ef okkur væri áfram urn það“. Rödd Bi- öncu var í samræmi við lát- bragð hennar. Stefán og Cecilia litu hvort á annað, eins og þau vildu segja: „Þetta var líkt Bi- öncu“. „En þetta Hound-stræti, þar sem þau eiga heima er viðbjóðlegur staður“. Það var Thyme sem sagði þetta, og allir litu á hana. „Hvernig veiztu það?“ spurði Cecil'a. „Eg gerði mér ferð þangað til að sjá það“. „Með hverjum?“ „Marteini“. Marteinn brosti háðslega. „Hvað sástu þá góða mín?“ spurði Hilary vingjarnlega. „Allar dyr stóðu opnar“. „Við erum engu nær fyrir því“, tautaði Bianca. „Jú“, grein Marteinn fram ; í, „það er einmitt mjög at- hylgivert. Haltu áfram!‘ „Hughsdijónin búa á loft- j inu í númer l.'Það er skársta I húsið í götunni. Á stofuhæð- inni býr verkamaður, sem heitir Budgen. Konan hans er máttlaus. Þau eiga einn son. Herbergið, sem. snýr að göt- - unni hafa Hughs-hjónin leigf; gömlum manni, sem heitir Creed“, „Eg veit það?“ tautaði Cec- ilia. . „Hann vinnur sér inn einn Shilling og 10 pence á dag,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.