Þjóðviljinn - 15.09.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN -.'raagu Laugardagur 15. sept. 1945. ÞJÓÐVILJINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Rftstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir ki. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. „Hálfur úti og hálfur inni44 Sú furðulega framkoma Alþýðuflokksins. að ráðast, án alls tilefnis á ríkisstofnun og þann ráðherra, sem hún þjón- ar undir, hefur vakið marga til umhugsunar um flokk þennan, eðli hans og framkomu. Það er engin ástæða til að rekja árásarferil Alþýðu- blaðsins gegn Fiskimálanefnd, en minna má þó á þessa megindrætti. Finnur Jónsson dómsmálaráðherra stendur á bak við árásir blaðsins. Árásirnar beinast að því að telja þjóðinni og öðrum þeim er heyra mættu, trú um, að opin- ber íslenzk stofnun sé óreiðustofnun, sem ekki megi treysta í viðskiptum. Svo langt er gengið að Kristján nokkur Friðriksson er látinn smala vottorðum frá útlendingum, sem reynzt hafa fleipur eitt, til þess að reyna að sanna að varasamt sé að skipta við íslenzka ríkið og stofnanir þess sökum óreiðu. Þetta er vissulega ein allra tilefnislausasta og sví- virðilegasta rógsherferð sem farin hefur verið á landi hér. Hvernig getur nú staðið á því að stuðningsflokkur rík- isstjórnarinnar og ráðherra þessa flokks standa að þessari árás? Til þess að skilja þetta, verða menn að gera sér tvennt ljóst, fyrst það, að Alþýðuflokkurinn hefur ætíð síðan 1927 tvístigið í hverju máli, hann hefur verið hálfur úti og hálfur inni, 1 hvert sinn sem til verulegra átaka hefur komið í íslenzkum þjóðmálum. Annað það sem muna þarf er viðskipta siðfræði Stefáns Jóhanns og stuðningsmanna hans í flokknum. Stefán Jóhann er nú staðinn ‘að því að hafa notað að- stöðu sína sem fulltrúi þjóðarinnar sér til persónulegs hagnaðar, á svo freklegan hátt að slíks eru engin dæmi, og stuðningsmenn hans við Alþýðublaðið hafa varið hann með því að segja: „Kommúnistar, Sjálfstæðismenn, Fram- sóknarmenn hafa gert nákvæmlega hið sama, ekki einu sinni heldur marg oft. Hvað er þá saknæmt við þetta, mælt á okkar „heilbrigða" viðskipamælikvarða“. Auðvitað hafa þeir aðspurðir ékki getað bent á þessa kommúnista. Sjálf- stæðismenn og Framsóknarmenn sem hafa gert nákvæm- lega hið sama og Stefán, en með þessu hafa þeir hinsvegar viðurkennt að þeir lifa eftir reglunni: Ef einhver hefur framið glæp, þá er sjálfsagt að leiðtogar Alþýðuflokksins fremji hann líka. Það þarf viðskiptasiðfræði Stefáns og hugsunarhátt stuðningsmanna hans við Alþýðublaðið, til þess að fram- leiða róg og uppspuna um ríkisstofnun og þrautreyna að koma óreiðuorði á hana hjá erlendum viðskiptaaðilum, í þeim eina tilgangi að rægja samstarfsmenn í ríkisstjórn- inni. En við sleppum nú þessu og víkjum að tvídrægninni í öllu starfi Alþýðuflokksins. Árið 1927 gerðist hann stuðningsflokkur ríkisstjórnar- innar. Fyrir kosningar 1931 snerist hann til andstöðu við stjórnina. 1934 tók hann þátt í stjórnarmyndun. Fyrir kosn- ingar 1937 fe.r hann í stjórnarandstöðu. Árið 1939 gerðist Alþýðuflokkurinn enn stjórnarflokkur, fyrir kosningar 1942 snerist hann til stjórnarandstöðu. Árið 1944 gerist flokkurinn enn stjórnarflokkur. Mikil átök voru um þá ákvörðun innan flokksins, hann var þar sem oftar „hálf- ur úti og hálfur inni“. Þessi átök eru enn háð innan Al- |)ýðuflokksins. Stjórnarandstæðingarnir innan flokksins Elzti útileguskáli landsins 25 ára Þann 5. september síðast- liðinn voru liðin 25 ár frá því að útileguskáli Skátafé- lagsins Væringjar var vígður í Lækjarbotnum. Það var mikið afrek fátæks drengja- félags að koma upp svo stór- um og myndarlegum skála á þeirra tíma mælikvarða. Það var fyrir ötula forgöngu Axels V. Tuliníusar, fyrsta skátahöfðingja íslands og Ár- sæls heitins Gunnarssonar, þáverandi sveitarforingja Væringjafélagsins, að ráðizt var í verkið. Staður fyrir skálann var valinn að Lækj- arbotnum. Þar hafði áður vey ið áningarstaður ferðamanna er fóru austur yfir fjöll, en þegar bílvegurinn kom, var bærinn fluttur og um leið skírður upp. Var þarna autt svæði á fallegum stað 1 hæfi legri fjarlægð frá Reykjavík. Svo vel hefur staðurinn ver- ið valinn, að ennþá sækir hin uppvaxandi skátaæska í Lækjarbotna sem fyrr. Byrjað var á byggingu skálans snemma á sumrinu 1920. Efninu var ekið á bíl- um og hestvögnum upp að Lögbergi, en þaðan var það flutt á handvögnum; hest- vögnum, reiðhjólum eða bor- ið þangað, sem skálinn stend ur nú. Skátarnir unnu sjálfir við efnisflutninginn og hleðslu torfveggjanna, en tré- smiðir önnuðust trésmíði. Fyrstu árin var skálinn ein göngu nota,ður að sumri til, en með tímanum hefur þetta breytzt og er hann nú mest notaður á veturna, til skíða- ferða. Og þótt skátarnir hér í Reykjavík hafi síðan byggt slnu sér þrjá aðra skála, er alltaf um hverja helgi farið upp í Lækjarbotna. Það er mest yngstu skátarnir sem sækja skálann sem fyrr. Þar fá þeir fyrsta undirbúninginn undir ferðalög og útilegustörf. Þeir eru æði fáir reykvísku skát- arnir, sem ekki hafa farið sína fyfstu útilegu í Lækj- arbotnaskálann. Næstkomandi sunnudag ætla skátar, ungir og gamlir, að sækja upp í Lækjarbotna og minnast gamla og góða skálans og hinna ötulu for- ingja, sem börðust fyrir því að koma skálanum upp. * SÝNING Á MYNDUM FRÁ SOVÉTRÍKJUNUM Un-danfama daga hefur staðið yfir sýniiig á myndum frá Sov- étríkjunum, í Útvegsbankanum. Sýning þessi er haldin að til- hlutun sendiráðs Sovétríkjanna á íslandi. Eru myndimar af ýms- um frægustu byggingum Sovét- ríkjanna, sem eyðilagzt hafa í styrjöldinni, og allmikið ljós- myndasafn frá styrjaldarárunum. Sýning þessi er einkum athygli verð fyrir þá, sem áhuga hafa fyrir fagurri og sérkennilegri byggingarlist. Skrá yfir myndirnar og skýr- ingar á þeim, hafa verið prent- aðar, og fá sýningargestir eintak af þeim við innganginn. Eftirfar- andi formálsorð fylgja mynda- skýringunum: „Eyðilegging sú, er þýzku naz- istarnir hafa leitt yfir gjörvalla Evrópu, í þessari styrjöld, hefur líkiega hvergi verið öllu geig- vænlegri en í vesturhluta Ráð- stjórnarríkjanna. Allt milli Eystrasalts og Svarta hafs er nú aska og auðn, þar sem áður stóðu blómgandi iðnver og friðsæl þorp. Um raðir alda hefur rússneska þjóðin verið að byggja upp borg- ir sínar og bæi af alúð og list- fengi. Fyrir henni eru þessar fornu byggingar sömu verðmæti og sögurnar eru íslendingum, ljósasti vottur' um menningu lið- inna tíma. Slík eyðilegging verður aldrei bætt, — og nú eru það Ijós- myndimar einar, sem segja verða sögu þeirra. * En víst er um það, að upp úr rústum þessara fögru bygg- inga munu aftur rísa listaverk, tígulegri og stærri en hin fyrri, og munu þau standa um næstu þúsund ár sem glæsilegur vottur þeirrar nýju menningar, sem sósíalisminn hefur skapað í ríki SLATTUMENN Maður nokkur hringdi til Bæj- arpóstsins og hafði þessa sögu að segja: Eg er einn af þéim sem á allt mitt undir heyfeng sumarsins, og sótti ég um traktor til S. í. S. á síðastliðnum vetri. Fékk ég hvorki svarað af eða á, en þeg- ar til úthlutunar kom var mér neitað. Á sama tíma var Finnboga Rúti, fyrrum Alþýðublaðsrit- stjóra og Jóni B. Jónssyni skrif- stofumanni hjá bænum, úthlutað traktorum, og voru þeir að slá fyrir Pétur og Pál hér í ná- grenni Reykjavíkur í allt sum- ar, og tóku 50 kr. á dagsláttuna. Þetta er vægast sagt einkenni- legt réttlæti í úthlutuninni, og ekki virðast bæjarstarfsmenn all ir mjög aðþrengdir með starf ef þeir geta verið að slá fyrir sjálfan sig og náungann tímum saman. ATHUGASEMD Prófessor Guðbrandur Jónsson hefur beðið Þjóðviljann að birta eftirfarandi atbugasemd: „Til ritstjórnar Þjóðviljans. Út af ummælum í Þjóðviljan- um um mig í dag í sambandi við ádeilur Kristjáns Friðriks- sonar á Fiskimálanefnd vildi ég taka eftirfarandi fram: Eg hef engan beinan eða ó- beinan þátt átt í þessu deilumáli, hvorki fyrr né síðar, og tel mér deilu þessa að öllu leyti alger- lega. óviðkoinandi. Hins vegar kom Kristján Frið- riksson til mín fyrir nokkrum dögum með frumrit af símskeyti sem hann hafði fengið frá Sjó- mannafélagi Færeyinga, ásamt þýðingu, sem hann hafði gert af þvi, og krafðist þess, að ég, sem er löggiltur dómtúlkur og skja!- þýðandi meðal annars i dönsku, staðfesti hana, eins og mér ber lagaskylda til. Gerði ég nokkrar breytingar á þýðingunni til rétts vegar og staðfesti hana síðan gegn greiðslu lögmælts gjalds. Þessa athugasemd óska ég að Þjóðviljinn birti. Reykjavík 14. september 1945. Guðbrandur Jónsson. % Löggiltur dómtúlkur og skjala- þýðandi". Foringjaskóli B. í. S. Eins og kunnugt er, hélt | Akranesi, Borgarnesi, Pat Bandalag ísl. skáta annan reksfiröi, Þingeyri, Hólma- foringjaskóla sinn aö Ulf- ljótsvatni í Grafningi dag- ana 1. til 9. sept. síöastl. Nemendur voru um 60 skát ar frá 18 félögum á eftir- töldum stöðum: Vestmanna eyjum, Stokkseyri, Eyrar- bakka, Selfossi, Grindavík, Keflavík, Hafnarfirði, Rvík, ráða blöðum hans og sum þeirra, eins og t. d. Skutull á ísafirði, ráðast á allar framkvæmdir stjórnarinnar að hætti Tímans, jafnvel stjórnarathafnir Finns Jónssonar eru þar dæmdar sem villa ein. Alþýðublaðið aftur á móti lætur sér nægja að ráðast á ráðherra sósíalista og búa til sakir á hendur þeim. En öll stefnir stjórnarandstaðan innan Al- þýðuflokksins að sama marki, því, að leika hinn gamla leik Alþýðuflokksins að komast í stjórnarandstöðu fyrir kosn- ingar. Tvídrægnin er söm við sig. En þjóðin er orðin leið á þessu tvísigi Alþýðuflokks- ins og hún mun dæma flokkinn allan til að „vera úti“. Hún mun svipta hann allri aðstöðu til áhrifa á þjóðmálin. vík og Akureyri. Auk þess mun fjöldi kennara og ann- arra starfsmanna hafa num iö allt aö tveim tugum, svo aö dvalargestir hafa veriö um 80 talsins þessa dag- ana aö Úlfljótsvatni. Skólanum var skipt í tvær deildir, en Páll Gísla son haföi yfirumsjónina á hendi, Önnur deildin var engöngu helguö verkefnum þeirra og framkvæmdum yfirleitt. Var þar til dæmis kennt hvernig haga má stofnun skátafélaga, skipu- lagningu og starfi sveitar- funda, sveitaútileikjum, sveitargönguæfinga og sveit* arútiæfingum. Ennfremur hvernig heppilegast þykir að skipuleggja heildarstarf skátanna. Fengu skátarnir verklegar æfingar þessum Frh. á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.