Þjóðviljinn - 15.09.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.09.1945, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. sept 1945. ^OÐVILJINN m ♦ p i - Ur borglnnl Næturlæknir er í læknavarð-1 siofunni Austurbæjarskólanum,' sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383. Ljósatími ökutækja er frá kl. 19.25 til kl. 5.20. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Lög leikin á1 bíóorgel. 20.20 Útvarpstríóið. Einleikur og tríó. 20.35 Upplestur: Kafli úr Viktor- íu eftir Knut Hamsun (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi). 21.00 Kórsöngur: Sunnukórinn frá ísafirði (söngstjóri Jónas Tomasson). Söngfélagið Harpa (söngstjóri: Robert Abraham). Samkór Reykjavíkur (söng- stjóri Jóhann Tryggvason). Söngkór I. O. G. T. (söng- stjóri: Ottó Guðjónsson). — Útvarpað úr samkvæmi í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar. Sigurður Kristjánsson, prestur á ísafirði, sækir um prestsem- bættið við Dómkirkjuna. Hann prédikar á morgun kl. 11 í Dóm- kirkjunni, og verður messunni útvarpað. Skipafréttir. „Brúarfoss" er í Reykjavik. „Fjallfoss" fór frá Sydney 10. sept., væntanlegur þann 19. „Lagarfoss" er í Gauta- borg. „Selfoss" er á Akureyri. „Reykj afoss'* for frá Reykjavík kl. 6 í gærkveldi til Gautaborg- ar. „Yemassee“ er í Reykjavik. „Spen Splie“ væntanleg til Hali- fax 20. sept. „Larranaga" fór frá Reykjavík 7. sept. til New York. „Eastern Guide“ fór frá Reykja- vík 6. sept. til New York. „Gyda“ er í Reykjavík. „Rother“ er í Leith. „Baltara“ er í Englandi. „Ulrik Holm“ er í Englandi. „Lech“ er Reykjavík. Frumatriði kommúnismans Framh. af 3. síðu. Svar: Handiðnaverkamenn á 16., 17. og 18. öldinni áttu því nær ætíð eitthvert fram- leiðslutæki, vefstólinn sinn, spunarokka fjölskyldu sinnar eða smáakurrein, sem þeir unnu við í tómstundum sín- um. Öreiginn • á ekkert slíkt. Handiðnarverkamaðurinn lifði nánast alltaf af landsins gæðum í meira eða minna ætt föðurlegu sambandi við land- eiganda sinn eða vinnuveit- anda. Öreiganir eiga yfirleitt heima í stórborgunum og standa aðeins í peningasam- bandi við vinnuveitendurna. Vöxtur stóriðjunnar sviptir handiðnaðarverkamanninum úr þessu föðurlega umhverfi hann glatar munum þeim, sem hann átti og verður þar með sjálfur öreigi. Framhald. Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Iíaffisalan HAFNARSTRÆTI 16. Útgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Samúðarkort Slysavamafélags íslands kaupa flestir Fást hjá slysavamadeild- um um allt land, í Reykja vík afgreidd í síma 4897. 1 Auglýsendur! Vegna þess að vinna í prentsmiðjunni hættir á hádegi á laugardögum í sumar, verða auglýsingar sem birtast eiga í sunnudagsblöðunum að hafa borizt fyr- ir kl. 11 f. h. á laugardögum. Þjóðviljinn -1 Stúlka vön bókhaldi getur fengið framtíðaratvinnu frá 1. október n. k. Umsóknir merktar „9936“ sendist af- greiðslu Þjóðviljans, Skólavst. 19. Framhald a? 5. síðu. Horni). IX. bindi. Suðurland (Frá Eystra Horni að Reykja nesfjallgarði). X. bindi Há- lendið, og registur. Þegar hafa verið ráðnir menn til að skrifa fyrsta bindið og er gert ráð fyrir, að handritið að því verði til- búið í ársbyrjun 1947. Bindi þetta, sem á að vera almenn landslýsingí verður í 14 aðalköflum. Munu þeir verða þessir: 1. Hnattstaða, stærð og lögun — samið af Steinþóri Sigurðssyni. 2. Sjórinn og landgrunnið — samið af Hermanni Einarssyni. 3. Lág- lendi. 4. Hálendi — samið af Sigurði Þórarinssyni. 5. Jökl- ar. 6. Vatnakerfi — samið af Guðmundi Kjartanssyni. 7. Eldstöðvar — samið af Sig- urði Þórarinssyni. 8. Jarð- hitasvæði, ölkeldur — samið af Trausta Einarssyni og Steinþóri Sigurðssyni. 9. Landsskjálftar — samið af Sigurði Þórarinssyni. 10. Steina- og bergfræði (alm.) — samið af Tómasi Tryggva- syni. 11. Jarðsaga (ágrip) — samið af Guðmundi Kjart- anssyni. 12. Loftslag — samið af Teresíu Guðmundsson. 13. Gróður — samið af Steindóri Steindórssyni. 14. Dýralíf — samið af Árna Friðrikssyni og Finni Guðmundssyni. Til að gefa nokkra hug- mynd um efni 3. og 4. bindis, sem eiga að fjalla um Þjóð- arhætti, fer hér á eftir bráða- birgðayfirlit um það: I. Þjóðin. 1. Uppruni þjóð- arinnar. 2. Lýsing þjóðarinn- ar, mannfræði. 3. Fólksfjöldi fyrr og nú. II. Lífsskilyrði frá náttúr- unnar hendi. III. Atvinnuvegir og sam göngur. 1. Landbúnaður. a. Byggðin. b. Grasrækt, rækt að land, yrkiplöntur, rækt- unaraðferðir, heyöflun, frjó- semi, afrakstur o. s. frv. c. Sandgræðsla, skógrækt. d. Garðrækt, kornyrkja. e. Bú- fjárrækt, sauðfé, nautgripir, hestár, geitfé, svín, alifugl- ar (kyn, fóðrun, afurðir, fjöldi) o. s. frv. f. Veiði í vötnum, hlunnindi. g. Bún- aðarsamtök, búnaðarlöggjöf. 2. Sjávarútvegur. a. Fiskiteg- undir. b. Fiskimið, verstöðv- ar, vertíðir. c. Veiðiskip, veiði aðferðir, aflamagn. d. Með- ferð aflans. e. Fuglatekja, sel- og hvalveiði. f. Landhelgis- gæzla, slysavarnir. g. Félags- skapur útgerðarmanna, fisk- veiðalöggjöf. 3. Verzlun. a. Verzlunarhættir. b. Bankar. c. Útflutningsverzlun. d. Inn flutningsverzlun. e. Verzlun- arsamtök og verzlunarlöggjöf. 4. Iðnaður. a. Iðnaður úr inn- lendum hráefnum. b. Iðn- aður úr erlendum hráefnum. c. Handiðnaður. 5. Samgöng- ur. a. Samgöngur á landi. b. Samgöngur á sjó. c. Póstur, sími, útvarp. d. Hafnir, vitar. IV. Menningarmál. 1. Skól- ar. 2. Kirkjan. 3. Vísinda- og fræðslufélög. 4. Bókmenntir og listir. 5. íþróttir. V. Stjómarskipun og fé- lagsmál. 1. Stjórnarskipun. 2. Félagsmál. 3. Heilbrigðismál. Efni hvers bindis héraðs- lýsinganna mun í aðalatrið- um verða á þessa leið: I. Takmörk, stærð, skipt- ing. 1. Takmörk, stærð. 2. Skipting eftir landslagi, há- lendi, láglendi, byggð, ó- byggð, afréttir, stærð hvers um sig. 3. Skipting í sýslur, hreppa, prestaköll, kirkju- sóknir, byggðarlög. II. Landslag (lýsingar) 1. Ströndin, eyjar, hafnir. 2. Vatnskerfi, stöðuvötn. 3. Fjöll, dalir, jöklar o. s. frv. III. Jarðfræði. 1. Jarðlags- skipan. 2. Nytsöm efni (mór, surtarbrandur, brennisteinn o. s. frv.). 3. Jarðvegur. 4. Eldstöðvar, jarðhiti. 5. Lands- skjálftar. IV. Loftslag. V. Gróður. VI. Dýralíf. VII. Merkisstaðir. 1. Sögu- staðir. 2. Aðrir merkisstaðir, vegna náttúru, fegurðar o. s. frv. VIII. Kaupstaðir og þorp. 1. Lega, lýsing, 2. Atvinnu- vegir. 3. Menning. IX. Samgöngur. X. Atvinnu hœttir (sveitanna). XI. Menn ingarmál, skólar, félagslíf o. s. frv. íslandslýsingin verður á- skriftarbók og verður áskrif- endasöfnun hafin í vetur. Inneingnir bank- anna eriendis 572 millj. kr. Samkvœmt nýútkomnum Hagtíðindum námu inneignir bankanna erlendis í lok júlí- mánaðar 572 millj. 815 þús. kr. og höfðu minnkað i mán- uðina um 7,7 millj. kr. Innlög í bankana námu á sama tíma 627 millj. kr. og höfðu minnkað í mánuðinum um 1,5 millj. kr. Útlán námu 268 millj. kr. og höfðu aukizt í mánuðinum um 4,4 millj. kr. Seðlar í umferð í júlímán- uði námu 167,5 millj. kr. og hafði seðlaveltan aukizt í mánuðinum um 515 þús. kr. Leikvangur í Laugardalnum Á fundi sínum í fyrradag samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti, að ákveða staðsetningu aðalleikvangs og sundlaugar í Laugardalnum, eftir þeim tillögum, sem Laugardals- nefndin hefur gert og bæjar- verkfræðingur fallizt á. Þá samþykkti bæjarráð enn fremur, eftir tillögu Laugar- dalsnefndar, að fela Gísla Halldórssyni byggingameist- ara §lö gera teikningu að fyr- irhuguðum leikvangi í Laug- ardalnum. Foringjaskóli B.Í.S. Framhald af 4. síðu. atriðum og fieiri á skólan- um. Hin deildin var fyrir flokksforingjaefni og starf- semi hennar fólgin í því a5 benda skátum á heppilegar leiðir til aö kenna almennu skátaprófin, kenna þau í leikjaformi, svo aö fundar- störfin yröu sem fjölþætt- ust. Fyrrnefndu deildinni stjórnaði Hallgrímur Sig- urösson en Hjörleifur Sig- urösson hinni síöarnéfndu. Auk þess störfuöu sem fast- ir kennarar á staðnum all- an tímann, Þau Helgi S. Jónsson, Brynja Hlíöar, Auöur Stefánsdótir og Soffía Stefánsdóttir. Sá Helgi um alla kennslu í sambandi við skipulagn ingu og stjórn varðeldanna en flutti auk þess fjölda er- inda í baVjm deildum. Ung frúrnar önnuðust hinsveg ar allt þaö, sem sérstaklega snerti kvenskátana. Hver einstakur dagur for ingjaskólans haföi sitt „motto“ eða einkunnarorð (þ. e. a. s. eina grein skáta laganna) og komu þá ýms- Br áðabir gðalög. n 13. þ. m. gaf forseti ís- lands út bráöabirgðalög um breytingu álögum nr. 48, 23. febrúar, um skipakaup ríkisins. Leiðrétting. í frásögn blaðsins í gær var sú hlálega misritun, þar sem rætt var um vatna- vextina í V.-Skaftafellssýslu, að umbrot væru í Vatnajökli, en átti vitanlega að vera í Mýr- dalsjökli. ir eldri skátar austur til þess að flytja erindi um þau. Þannig talaði t d. Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi Slysavaxnafélagsins um greinina: „Skáti er þarfuc öllum og hjálpsamur“, Þor- steinn Ein&rsson íþróttafull trúi: „Skáti er hlýðinn“, Franch Michelsen: „Skáti segir ávallt satt og gengur aldrei á bak oröa sinna“ og Guömundur Ófeigsson: „Skáti er sparsamur11, svo að nokkrir séu.. nefndir. Loks má geta þess, að nemendur skólans voru mjög sundurleitir að aldri og árum eða allt frá 12 ára börnum til manna á fimm tugsaldri. Á hinn bóginn sýnir þessi mismunur og fjöldinn yfirieitt þann skiln ing, og þær vinsældir, sem skátahreyfingin á viö að búa hjá mörgum landsbú- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.