Þjóðviljinn - 22.09.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.09.1945, Blaðsíða 4
4 ÞJÖÐVI.LJINK Laoxgardaginn 22. sept 1945. Utgefandi: Sameiningarflokkur' alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjérnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstrætí 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreíðsia: Skólavörðustíg 19, sírni 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á. mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. „Þjóðin bíður eftir starfi menntamannanna” Heinisþing verkalýðsins Athygli alþýðumanna um allan heim beinist þessa dag- ana að heimsþingi verkalýðsfélaganna í París, þar s'em saman koma fulltrúar „allra landa heims nema Þýzkalands og Japan“ eins og segir í fréttastofufregn. Auðvitað má lengi deila um hugtakið „land“, en hitt er víst, að aldrei hafa komið saman til þings fulltrúar jafnmikils fjölda skipulagsbundins verkalýðs og að þessu sinni. íslenzka verkalýðshreyfingin, sem er hlutfallslega öflug hreyfing, á þarna tvo ágæta fulltrúa, Björn Bjarnason ritara Alþýðu- sambands íslands og Stefán Ögmundsson varaforseta sam- bandsins. Er það vottur um þroska íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar að Alþýðusambandið hefur einhuga tekið þátt í undirbúningnum að stofnun hins nýja heimssambands verkalýðsfélaganna með því að senda fulltrúa á ráðstefnuna í London, og var annar þeirra kosinn í undirbúningsnefnd- ina sem vann að stofnun sambandsins, og nú á heimsþingið í París. Þátttaka íslenzku verkalýðshreyfingarinnar í þessum alþjóðasamtökum er ekkert hégómamál. Allt bendir til þess að það alþjóðasamband verkalýðsins sem nú verður stofnað verði voldugri samtök en nokkur heimssamtök verkalýðsins til þessa dags. Með myndun þess hefur bætzt í heiminn nýtt stórveldi, og það stórveldi sem fyrirfram er vitað um að muní styrkja málstað friðar, frelsis og rétt- lætis í alþjóðaviðskiptum. Á erfiðum tímum gæti tilvera þessa stórveldis, heimssambands verkalýðsins, haft úrslita- þýðingu fyrir varnarlausa smáþjóð, sem beita ætti ofbeldi, fyrir þjóð sem kvelst undir jámhæl fasismans, eða fyrir nýlenduþjóð, sem ekki megnar sjálf að velta af sér arð- ránsoki stórveldis. Það er enn ekki búið að setja heimsþing verkalýðs- félaganna í París. En þegar hafa borizt fregnir sem sýna að þar verða sterk öfl að verki, sem munu krefjast þess, að alþjóðasambandið láti sjálf heimsstjórnmálin beinlínis til sín taka. í grein sem Lombardo Toledano, hinn ágæti leiðtogi verkalýðshreyfingarinnar í Mexíkó, Mið- og Suður- Ameríku, telur hann verkefni heimsþingsins í París fjór- þætt: í fyrsta lagi: Stofnun alþjóðasambands verkalýðs- félaga. „Eg tel öruggt að þetta verkefni verði vel leyst, en stofnun sambandsins hefur gífurlega þýðingu, ekki ein- ungis fyrir sögu verkalýðsstéttarinnar, heldur einnig fyrir stjórnmálaþróun allra þjóða“. í öðru lagi mun heimsþingið taka til meðferðar vandamál í sambandi við endurreisn hinna herjuðu landa. Margvíslegar ráðstafanir verður að .gera til að vinna móti ógnun nýrrar kreppu, sem nálgast hröðum skrefum. í þriðja lagi mun Parísarþingið ákveða „hverjum aöferöum heimsverkalýðurinn á að beita til aö tortíma fasistastjórnum í löndum eins og Spáni, Argen- tínu, Portúgal“. í fjórða lagi verður Parisarþingið _að marka skýra stefnu í aðalvandamálunum varðandi nýlendur og hálfnýlendur. Af þessum atriðum má nökkuð marka, að hið nýja alþjóðasamband mun ekki marka sér þröngan verkahring. Við stofnun þess eru bundnar sterkar vonir alþýðu manna ura allan heim. Framhald af 1. síðu Laugarvatni og í Reykholti gert ráðstafanir til að und- irbúa nemendur sína undir prófið. Þar með tel ég aö þessir skólar séu komnir í eðlilegt samband við skóla- kerfi landsins og þaö sam- band vona ég að verði lög fest á komandi þingi. Allir sem stóðust gagn- fræðapróf í vor, komast í framhaldsnám. — En hvað hefur þú gerfc til að bæta úr húsnæðis skortinum? — Á því sviði sem hinu hefur orðið að grýpa til bráðabirgðaráðstafana. Gagnfræðaskólarnir tveir í Reykjavík hafa fengið auk- ið húsnæði. Skóli Ingimars hefur fengið þrjár kennslu- stofur í Stýrimannaskólan- um nýja, þar munu starfa sex deildir í vetur. Skóli Knúts hefur fengiö gamla Stýrimannaskólann til um ráða, og verið er nú að inn- rétta tvær kennslustofur fyrir Menntaskólann í húsl á baklóð skólans. Þessar ráðstafanir hafa leitt til þess að allir, sem luku gagnfræðaprófi við Menntaskólann og Gagn - fræðaskóla Reykvíkinga í vor, geta nú haldið áfram námi, en síðustu árin hefu" um þaö bil helming þeirra verið vísað frá. Þá hafa og allir þeir, sem stöðust inntckupróf í fyrsta bekk Menntaskólans 1 vor, fengið skólavist í skólum, sem búa þá undir gagn- fræðapróf eða miðskóla- próf, sem veitir rétt til fram haldsnáms i menntaskól um. Síðustu árin komsfc ekki nema um fjórði hluti þessara unglinga í Mennta- skólann, sem var eini skól- inn hér í bæ, sem veitti fullgilt gagnfræðapróf. Auk þess hafa báðir gagnfræða- skólarnir getað tekiö við miklu fleiri nemendum en áöur. i skóla Ingimars starfa nú 16 deildir í staö 12 áður og í skóla Knúts 10 eða 11 i stað 7, en það þýðir að í skólum þessum veröa í vetur um þaö bil 240 nemendum fleira en undan farna vetur, en það er því sem næst þriöjungs aukning. — Ein milljón til byggingar menntaskóla — En þetta var um bráða- birgðaráðstafanirnar. Hvað er í undirbúningi fyrir framtíð- ina? ' — Við ,skulum byrja á Menntaskólanum í Reykja- vík. Rektor skólans, Pálmi Hannesson, lýsti því í prýði- legri ræðu, er hann flutti við skólaslit í vor, hvernig húsnæði og annar útbúnaður skólans hindraði eðlilegt starf hans á öllum sviðum. Eg tel að tafarlaust verði að gera ráðstafanir til að bæta að- stöðu skólans og mun í því skyni leggja til að á næstu f-járlögum verði ákveðið að leggja fram eina milljón kr. til byggingar nýs mennta- skóla, og yrði það einskonar afmælisgjöf til handa honum á hundrað ára afmælinu, á þeim húsakynnum sem hann er nú í. Stór aukaframlög til skólabygginga Milliþinganefnd í skólamál um hefur áætlað að á næstu árum þurfi að leggja fram 15 milljónir króna til bygg- inga gagnfræðaskóla, ef frum varp hennar verður að lög- um. Þegar er hafizt handa í þá átt, sem tillögur þessar ganga. Á fjárlögum þessa árs var veitt helmingi meira fé til barnaskóla utan kaup- staða, gagnfræða- og héraðs- skóla, en á árinu 1944, eða samtals 2,4 milljónir. — En hvað verður framlag til þessarra nota á næsta ári? — Á þessu stigi málsins er ekki hægt að svara því, en ég mun leggja til að það verði allt að 5 milljónir, eða fjórfalt meira en 1944. Hvað framhaldsskólana snertir, mun ég leggja til að farið verði eftir þeim tillögum, sem milliþinganefnd í skóla- málum hefur gert eftir minni ósk. En samkvæmt þeim verða framlög til gagnfræða- skóla, héraðsskóla og hús- mæðraskóla í kaupstöðum, alls 8 milljónir kr. og eru þá reiknuð bæði framlög ríkis- ins og annara aðila. í sveit- unum eru nú 14 barnaskólar í smíðum. Byrjað verður á 10 slíkum skólum á þessu ári og 24 eru fyrirhugaðir á næsta ári. Á þessu ári var hafin bygg- ing héraðsskóla að Skógum nndir Eyjafjöllum og verið er að bæta við húsnæði skól- anna á Núpi, Reykjum, Varmahlíð, Laugum og Laug- arvatni. í kaupstöðunum' er verið að byggja eða bæta við gagnfræðaskóla, eða stendur fyrir dyrum að byggja, í Rvík ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Neskaupsstað og Vestmanna- eyjum, og húsmæðraskóla í Hafnarfirði, ísafirði, Akur- eyri og Vestmannaeyjum. Tilrauna og æfinga- skólinn. — Síðast vil ég geta þesa — segir menntamálaráðherra — að milliþinganefnd í skóla- málum hefur lagt til að komið verði upp í Reykjavík tilrauna- og æfingaskóla, þar sem gerðar verði vísindalegar tilraunir með kennsluaðferð- ir, og skólafyrirkomulag, gerð ar ýmsar athuganir í þágu fræðslu- og uppeldismála. Einnig eiga þar að fara fram æfingar fyrir kennaraskóla- nemendur. Jeg tel þetta mjög þarfa stofnun.. Á f járlögum þessa árs var veitt til þess- arar skólabyggingar 250 þús. kr. og ég ætlast til að sama upphæð verði á fjárlögum -næsta árs. r 1 Æ. F. H. SósíalistafélagHafnarfjarðar. Skemmtifundur verður haldinn n. k. sunnudagskvöld í Góð- templarahúsinu kl. 9 e. h. 1. Ræða: Sigfús Sigurhjartarson, alþing- ismaður. 2. Ræða: Haraldur Stemþórsson, forseti Æskulýðsfylkingarinnar. 3. Baldur Georgs, töframaður, sýnir. 4. DANS. Allir sósíalistar í Rfeykjavík og Hafnar- firði velkomnir. Stjómimar. Tilboð óskast fyrir 26. sept. næstk. í húseignirnar nr. 32 og 32A við Hverfisgötu. — í húsinu nr. 32 getur verið laus 1 íbúð 1. október n. k., 3 herbergi og eldhús. Upplýsingar gefur Fasteigna & Verðbréfasalan (Láms Jóhannesson hrm.) Suðurgötu 4. Símar 3294, 4314.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.