Þjóðviljinn - 18.10.1945, Síða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1945, Síða 4
4 Þ JÓSVIliJt'Níl ' Fimmtudagur 18. okt. 1945. .-'.■h.rt. i ■ i', i.i. i' . ----»■.... ,i‘r.-. i. n m n rr 1 " ■•■■■.... -uiigw-- — þJÓÐVILJINN tftgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri ,og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstraeti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgréiðsla: Skólavörðustig 19* simi 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: f Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviíjans h. f. ^- - • ____________. ■ *■ ■ i .t'i- • • ■■:■•.-- , ■-, Baráttan gegn sókn sósíalista Það er öllum hugsandi mönnum ljóst, að í heiminum er nú að gerast ein stórfelldasta þróun á sviði stjórnmál- anna. Þjóðirnar eru sem óðast að skapa ný þjóðfélags- form, í samræmi við það stig tækni, sem náðst hefur á vfettvangi stjórnmálanna. Ekki er þetta að ófyrirsynju. Skipulag frjálsrar sam- keppni og einkaframtaks er svo gjörsamlega í ósamræmi við framleiðsluhætti nútímans, að sé hvoru tveggja haldið, hlýtur það. að leiða til offramleiðslu á flestum sviðum. Offramleiðslan leiðir síðan til kreppna og kreppurnar til atyrjalda. Tækni sú, sem nú er þekkt og notuð í þjónustu at- vinnulífsins að meiru eða minna leyti, er meðal hinná allra dásamlegustu afreka mannsandans. Það er því vissu- lega ekki tæknin sem á að víkja, heldur hin úreltu þjóð- félagsform. Tæknin krefst áætlunarbúskapar, en þjóðar- bú verður ekki rekið eftir heildaráætlun nema undir þjóð- félagsformi sósíalismans. Skipulag sósíalismans er því riauðsyn. Það er krafa nútímans, það er rökrétt afleiðing af því þróunarstigi, sem atvinnulífið er nú á. • Þetta virðast nú flestar þjóðir Evrópu skilja. Þess vegna streymir fylgið til þeirra flokka, sem hafa fram- kvæmd sósóíálismans á stefnuskrá, og það svo greiniLega, að í öllum þeim kosningum, sem fram hafa farið í Evrópu síðan stríðinu lauk, hafa þessir flokkar fengið hreinan meirihluta. Kosningarnar í Englandi, Noregi og héraðs- stjórnakosningarnar í Frakklandi sýna allar eitt og hið sama, meirihluti þessara þjóða krefst þjóðnýtingar á hin- um mikilvægustu atvinnugreinum, krefst að horfið verði frá skipulagi einkaframtaks og frjálsrar samkeppni í hin- um veigamestu atvinnugreinum, og að hagkerfi sósíalism- ans að verulegu leyti. Svari stjórnir þessara landa ekki þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar um framkvæmd sósíalismans, er ekki sénnilegt að þær eigi miklu fylgi að fagna riæst þegar gengið verður til kosninga. • En eitt er það sem gæti tafið þróunina í áttina til sósíalisma, og það er sundrung og innbyrðis deilur sósíal- istanna sjálfra. Vaxandi skilningur virðist nú vera á þess- ari staðreynd. Það sýna þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að sameina eða ná samstarfi milli flokka komfnún- ista og sósíaldemókrata í flestum löndum Evrópu. Þessar tlraunir hafa mistekizt í bili, en áreiðanlega verður þeim haldið áfram, og miklar vonir standa til að gott samstarf takist með þessum brseðraflokkum í þeim löndum, þar sem þeir geta öllu ráðið, og að það samstarf leiði til al- gjörðrar einingar, þar sem forn óeining um valdatöku sósíalismans o. fl. er nú aðeins sögulegt hugtak, sem ekki á stoð í þjóðfélagsháttum nútímans. • Andstæðingar sósíalismans munu vissulega reyna að nota sér þá staðreynd, að enn hafa sósíalistár ekki lært að fylkja sér allir í einn flokk. Þeir munu leynt og ljóst ala á sundrungunni, og þeir hefja áreiðanlega harðvítugan áróður gegn hverju því ríki, sem framkvæmir sósíalisma eða gerir tilraún til að framkvæma hann. Með þessum árás- um hyggjast þeir að hindra eða draga úr straumnum til vinstri, og halda þeim, sem lengst standa til hægri meðal íósíalistanna, aðgreíndum frá hinum róttækustu. Bækur ísafoldarprentsmiðju Heildarútgáfur íslenzkra ljóðskálda og merkar bækur um íslenzka þjóðfræði Trúmálabækur ~ barnabækur ~ Þjóðviljinn hefur átt tal við hr. Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóra um bóka- útgáfu ísafoldarprentsmiðju. „Eg hef heyrt því fleygt, að útgáfa ísafoldarprent- smiðju væri að dragast sam- an“, sagði Gunnar, „en það er fjarri því að svo sé. Hitt er vafamál hvort útgáfan eykst jafnhröðum skrefum og aðrar útgáfur, sem risið hafa á síðari árum. Það er ef til vill af því, að ísafoldar- prentsmiðja hefur ekki tekið þátt í því kapphlaupi, sem er svo stór þáttur í útgáfu ýmissa nýrra fyrirtækja. Einnig hefur prentsmiðjan tal ið sér skylt að halda við þeim verkum sem verið hafa áð- ur í prentsmiðjunni og vaxið hafa með henni, og oft skotið skjólshúsi yfir verk, sem hvergi áttu inni annarsstað- ar, en talin voru nauðsynleg. Ennfremur hefur ísafoldar- þrentsmiðja haldið þeim vana að gefa dálítið út eftir þá rithöfunda, sem ungir eru, þó þeir séu ekki búnir að skapa sér eins gott nafn og hinir eldri. Þetta var framan af talið prentsmiðjunni til gildis, en nú þykir ýmsum þetta ljóður á ráði hennar. Prentsmiðjan hefur auk þess orðið að halda við eldra for- lagi af skólabókum og aukið við nýjum. Þó í það fari all- mikil vinna, bæði prentverk og bókband, er það sá þáttur útgáfustarfsemi, sem minnst fer fyrir út á við. Samt sem áður hefur ísa- foldarprentsmiðja þegar gef- ið út 29 bækur á þessu ári og margar fleiri eru í þann veginn að koma út. Af þeim bókum sem komnar eru á ár- inu eða eru fullsettar og verða að tínast út fram undir jól má nefna þessar: Ljóð Heildarútgáfa af Ijóðum Jóns Magnússonar. Jón lauk við undirbúning þessar- ar útgáfu áður en hann lézt. Hún verður fjögur ‘bindi, og auk þess kemur út sérstakt bindi með síðustu kvæðum skáldsins; en þau eru að sjálf sögðu einnig í heildarútgáf- unni. Heildarútgáfa af Ijóðum Éinars Benediktssonar, í fjór- um bindum. ísafoldarprent- smiðja keypti fyrir tveimur árum af útgáfufyrirtækinu „Braga“ útgáfurétt á öllum ritum Einars Benediktssonar. Útgáfunni fylgir ýtarleg grein um skáldskap Einars og lífsstefnu, rituð af Guð- mundi Finnbogasyni. En Pét ur Sigurðsson háskólaritari býr verkið undir prentun. Völuspá, útgefin af Eiríki Kjerúlf. Eiríkur hefur árum saman unnið að rannsókn á hinum forna kveðskáp íslend inga, einkum hvort vísurnar og kvæðin muni rétt ritaðar og skildar. Hann hefur nú talið sig finna öruggan mæli- kvarða á það, hvort fom kveð skapur sé rétt ritaður eða afbakaður, og mun þessi út- gáfa af Völuspá vekja at- hygli. Snót, í tveimur bindum. Séra Einar Thorlacius hefur búið undir prentun nýja út- gáfu af þessari vinsælu ljóða- bók, og er í hana tekið allt sem birtist í fyrri útgáfum Snótar, en þær voru nokkuð mismunandi, einu sleppt og öðru bætt við. Úrvalsijóð Stephans G. Stephanssonar, eru í flokki úrvalsljóða íslenzkra skálda, sem ísafoldarprentsmiðja hef ur gefið út undanfarið. Frú Unriur Bjarklind (Hulda) hef ur valið kvæðin. Von er á annarri bók í þessum flokki fyrir jól, úrvalsljóðum Svein- bjarnar Egilssonar. Úrvals- ljóð Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar hafa verið endurprentuð og bætt við upplagið af úrvalsljóðum Jóns Thóroddsens, sem komu út í fyrra. Þuíur og þjóðkvœði. Ófeig- ur Ófeigsson læknir hefur valið og skreytt bókina mynd um. Mun það koma flestum á óvart nema kunnugum hve vel læknirinn er að sér í þjóð- legum kveðskap og listfeng- ur. Sálin hans Jóns míns. kennslubækur Kvæði Davíðs Stefánssonar er hér gefið út með myndum og skreytingum eftir Ragn- hildi Ólafsdóttur, dóttur Ól- afs Oddssonar ljósmyndara. Blessuð sértu sveitin mín, kvæði Sigurðar Jónssonar frá Arnarvatni, er komin út fyr- ir nokkru. Skáldsögur Svart vesti við kjólinn, smá sögur eftir Sigurð B. Gröndal. Þriðja smásagnasafn þessa vinsæla höfundar. Af þýddum skáldsögum má nefna í leit að lífshamingju, eftir Somerset Maugham, Horfin sjónarmið eftir James Hilton og Lífsgleði njóttu eft- ir Sigrid Boo. Þjóðfræði — byggðasögur Sjósókn, endurminningar Erlends Björnssonar hrepp- stjóra að Breiðabólstað, Álfta nesi. Séra Jón Thorarensen hefur skráð. Þetta er merki- legt heimildarrit, Erlendur segir vel frá. Eggert Guð- mundsson hefur teiknað í bókina mikinn fjölda alls- konar verkfæra sem notuð voru á síðari hluta 19. aldar við sjósókn og búskap. Saga Vestmannaeyja, rituð af Sigfúsi Johnsen bæjarfó- geta í Vestmannaeyjum. Þetta verður mikið rit, 400— 500 bls., prýdd fjölda mynda af stöðum og fólki, sem skar- að hefur fram úr í sögu Eyj- anna. Rauðskinna (Jón Thoraren- sen). íslenzkar þjóðsögur (Guðni Jónsson). Frá yztu nesjum (Gils Guðmundsson). Ný hefti af þessum þremur þjóðfræðasöfnum koma í bókabúðir í haust. íslenzkir þjóðhœttir, eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Sonarsynir höf- undar gefa út nýja útgáfu af þessari merku bók, en Isa- foldarprentsmiðja hefur um- boð fyrir þá. ísland í myndum, ný út- gáfa irieð formála eftir Einar Magnússon menntaskólakenn ara. Trúmál Biblian í myndum. Þetta eru hinar víðfrægu biblíu- myndir franska málarans Dore, sem birtar hafa verið í biblíuútgáfum víða um heim, en birtast nú í fyrsta sinni hér á landi. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup hefur valið texta með þessum Framhald á 8. síðu. Síðustu dagana er ekki hægt að líta svo í afturhalds- blað, að þessar árásir blasi ekki við. Morgunblaðið, Tíminn, Vísir og Alþýðublaðið verða öll samferða. Rógur og níð um Ráðstjómarríkin, og þau ríki, sem næst virðast vera því að framkvæma sósíalismann, einkennir skrif þessara blaða. Þetta er tilraun þeirra til að draga úr straumnum til vinstri, og að seinka þeirri einingu allra íslenzkra sósíalista innan Sósíálistáflokksins, sem nálgast hefur hröðum skref- urri síðan flokkurinn var stofnaður, sem sameiningar- flökkur íslenzkrar alþýðu; árið 1938.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.