Þjóðviljinn - 25.10.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.10.1945, Blaðsíða 1
þJÓÐVILJINN 10. árgangur Fimmtudagur 25. okt. 1945 240 tölublað. Kommúnistar fengu flest atkvæði í Frakklandi Nú hefir frétzt um at- kvæðatölur flokkanna við þingkosningarnar i Frakk Iandi. Kommúnistar eru hæstir a'ð atkvæðatölu eins .og þingmannatölu. Fengu þeir 4.556.000 atkvæði. Sósíal demokratar fengu 4.488.000 og Alþýðlegi lýðræðisflokk- urinn 4.032.000. Hálf önnur milljón Júgóslava féllu - í styr Fulltrúi Júgóslava i stríffs glæpanefnd Sameinuöu þjóðanna, dr. Radomir Ziv- kovitsj skýrði nýlega frá því í London, að 1.685.000 Frh. á 7. síðu~ r Utför frú Margrétar Jensen Jarðarför Margrétar Jen- sen, konu Thor Jensen, fór fram frá Dómkirkjunni í gær, en áður hafði farið fram kveðjuathöfn frá Lágafelli, og flutti sr. Bjarni Jónsson ræðuna þar, en í Dómkirkjunni flutti ræðu sr. Friðrik Hallgríms- son. Dómkirkjukórinn söng 1 kirkju báru kistuna 5 synir og 1 tengdasonui hinnar látnu, en úr kii'kj- unni sona- og dætrasynir. Jarðarförin var mjög fjöl menn. ver sameinuð í hinu nýja alþjóðasambandi í því eru landssambönd 56 þjóða með um 70 millj. meðl. Fullkomin eining náðist um stofnun sambandsins Hörgull á matvælum og fatnaði í París Björn Bjamason og Stefán Ögmundsson, full trúar íslands á stofn- þingi Alþjóðasambands verkalýðsins, sem haldið var í París dagana 24. sept. til 8. okt., skýrðu blaðamönnum í gær frá för sinni og störfum þingsins. Þeir fóru héðan 14. sept. flugleiðis til Prestwick og þaðan til London. Þótti þeim London hafa verið illa leik- in í stríðinu, yrði vart gengið í 5 mín. um borgina svo ekki sæust hrunin eða skemmd hús. Víða um landið gæfi enn að líta merki sprengjuárás- anna, en þó einkum úti við ströndina, sama sagan væri Frakklandsmegin, en í París sjálfri væri þó lítið um hrun in hús. í París kváðu þeir hörgul á matvælum og fatnaði. Mjólk sést ekki, nema ör- lítill skammtur handa börn- um og sjúklingum. Smjör og sykur sést ekki heldur. Matur ákaflega dýr (um 100 kr. á dag). Fatnaður allur úr ódýrum efnum, skófatnaður, jafnt Björn Bjarnason. Danska stjórnin var aðvöruð þrem mánuðum fyrir þýzku árásina Dönsk rannsóknamefnd telur Munch og Asing Andersen ábyrga Banska þingnefndin, sem átti að rannsaka atburðina 9. apríl 1940, hefur nú lagt fram álit sitt. Ekki hefur neitt komið fram, sem gefur til- efni til að halda, að menn í ábyrgðarstöðum hafi gert sig seka um landráð, en mikið andvaraleysi virðist hafa ríkt. Nefndin er þeirrar s'roð- \ Það kemur fram í skýrslu unar, að ef til kæmi, myndu P. Munch utanríkis ráðherra og Alsing Ander- sen landvamaráöherra gerð ir ábyrgir, og því sérstak- lega beint rannsókn sinni að þoim. Hafa þeir báðir gefið skriflegar skýrslur. nefndarinnar, að flotamála fulltrúinn við dönsku sendi- sveitina í Berlín, F. H. Kjöl- sen, varaði þegar í janúar 1940 við yfirvofandi árás Þýzkalands á Danmörkuog Noreg. í febrúar voru þess- Framhald á 4. síðu Stærstu heimssamtök verkalýðsins Eins og menn muna bárust fregnir um að á- greiningur hafi risið um stofnun hins nýja al- þjóðasambands, en þeir félagar kváðu að alger eining hefði að lokum náðst um stofnun þess. Er þetta nýja samband, sem nær til næstum allra skipulagðra verklýðssam taka heimsins og telur um 70 millj. meðlima, hin sterkustu heimssam- tök er verkalýðurinn hefur stofnað til. London-ráðstefnan Undirbúningur að stofnun alþjóðasambandsins var lagð- ur á verklýðsráðstefnunni sem brezku verklýðssamtök- in boðuðu Þl í fyrra. Voru þar . hafnar umræður um stofnun nýrra heildarsam- taka verklýðshreyfingarinn- ar, en utan Amsterdamsam- Frh. á 7. síðu Ekki líklegt til samkomulags að troða Rússum um tær New York Herald Tribune segir í ritstjórnargrein um utanríkisráðherrafundinn í London: ,,Þaö virðist hafa komið ýmsum Bandaríkjamönn- um á óvart, aö þaö er allt annað en óbrigðult ráð til að koma á þjóðæiningu og heimsfriði, að troða Rúss- um og öðrum Bandamönn- um um tær. Allt bendir til aö þaö, áð ráðstefnan mis- heppnaðist verði hið mesta lán, að vísu dulbúið, sem nokkru sinni hefur hent okkur.“ Sukarno skorar á Bandaríkin að miðla málum á Java Dr. Sukarno hefur skorað á Bandaríkjastjóm aff miöla málum milli Hollend inga og Indonesa á Java. Einnig hefur hann mælzí, til þess, að Bandaríkin, Kína og önnur ríki, sem ekki eigi hlut að máli, rann saki ástandið á Java og hvort þær fullyrðingar Hol- lendinga séu sannar, aö' stjórn hans sé aðeins studd af litlum minnihluta Indo- nesa. Hollendingar hafa skýrt frá því, að hersveitir Indo- nesa hafi gert áhlaup á her mannaskála nálægt Batavía en verið hraktir til baka og misst 30 menn. Sjálfir seg; ast Hollendingar ekkert manntjón hafa beðið. Truman forseti hefur skrifað Bretum og Hollend ingum, aö afmá öll banda- Framhald á 8. síðu. Stefán Ögmundsson. kvenna sem karla, að mestu úr striga og með trésólum. í búðunum ber mest á glingri og dýru skrauti, enn- fremur listmunum og göml- um húsgögnum. Farartæki af skornum skammti. Laun eru lág og óviðunandi miðað við dýrtíðina. Verkamannslaun munu vera um 350 frankar á dag (45 ísl. krónur). e.i almennur vilji um að fá laun in hækkuð í hlutfalli við dýrtíðina. Heimferðin gekk seint. Seinlega gekk að fá far til baka heim. í tvo daga urðu þeir að hætta við að fá vegabréfaáritun vegna þess að þeir komust ekki að. Þriðja daginn tókst þeim að komast að, en fengu ekki fullnaiðarafgTeiðslu, urðu að bíða frá föstudegi til mánu- dags, og hugðust þá að koma í tæka tíð, fóru kl. 6 að Framhald á 5. síðu. Arásirnar á Pólland tilefnislausar Sendinefnd brezkra þingmanna segir allt með felldu Fyrstu brezku þingmennirnir, sem komið hafa til Póllands eftir að landið var frelsað úr höndum Þjóðverja, eru nýkomnir aftur til London. Þeir segja, að enginn fótur sé fyrir þeim fregnum, sem birzt hafa í blöðum í Vestur-Evrópu, að Pólverjar og Rússar fremji að yfirlögðu ráði grimmdarverk á fólki af þýzkum ættum. Þingmaöurinn John Mack i ilum sínum í Pommern, úr Verkamannaflokknum, sem skýrði Attlee forsætis ráð'herra frá för sinni, átti síðan fund með blaðamönn um. Sagði hann, að er hann þrem dögum áöur, var á ferð hafi hann ekki séð þess nqin merki, að Pólverjar rækju þýzkt fólk frá heim Austur-Prússlandi, Branden burg og Slésíu. „Þarna bjuggu 7 mi’ljón- ir Þjóðverjar,“ sagði Mack. „Helmingur þeirra 1 ' ?. undanförnum mánu'um fariö þaðan af friál un. vilja. Afgangurinn býr • friði og ró í heimi.ium sín- um."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.