Þjóðviljinn - 25.10.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.10.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25, okt. 1945 ÞJÖÐVILJ IflN .rrgTJ'SJ.ajiigLM1.!!1.. 'J-t.1! Er verið að undirbúa svik við ís-l lenzku þjóðma} Hver er tilgangur hinnar nýju Rússlandsherferðar borgarablaðanna ? Um það leyti, sem íslend- ingar fóru að heyra bað utan að sér, að Bandaríkjastjórn hefði hug á að fá áframhald- andi herstöðvar til umráða á íslandi, brá svo við; að borg- arablöðin íslenzku fóru að herða mjög áróður sinn gegn Sovétríkjunum. Og síðan hef- ur enginn dagur liðið, án þess að þau birtu hið léleg- asta og svæsnasta sovétníð, sem erlend afturhaldsblöð hafa boðið lesendum sínum. Greinar erlendra fréttárit- ara, sem heimta kjarnorku- stríð gegn Sovétríkjunum, eru settar á áberandi staði og tuggnar síðan upp af blöð- unum á víxl. Svo langt er þetta farið að ganga, að Morg unblaðið birti síðastliðinn laugardag stóra forsíðurfrétt um að „Hússar sendu her til Póllands" og að „rússneskir óaldarflokkar. væðu þar uppi“, án þess að í sjálfri fréttinni væri eitt einasta orð þessum upþhrópunum til stuðnings. Sérstök áherzla er lögð á að gera Sovétríkin sem tor- tryggilegust í augum íslend- ingá, kynna þau sem kúgara smáþjóðanna og stórvelda- sinna, er reyni að sölsa undir sig önnur lönd. Samfara hinu síaukna Sov- étníði eru svo endurprentað- ar lygagreinar til þess að sverta frelsisbaráttu alþýð- unnar, í hinum ýmsu löndum Evrópíi og hún stimpluð sem einræði kommúnista og und- irróður Rússa. Og loks er svo hafin skipu- lögð herferð gömlu Finna- galdursblaðanna gegn frelsi rík’sútvarpsins til þess að skýra ekki einungis frá stjórn arfari og . lýðræði auðvalds- ríkjanna heldur og stjórnar- fari og lýðræði hinna sósíal- istísku Sovétríkja. Þegar bætt er svo við öll- um þeim tilhæfulausu slúður sögum, sem dreift ér út með- al íslendinga, um að Sovét- ríkin hafi sótt um að fá stöðvar á íslandi, er ekki unnt að ganga framhjá slík- um svikavef skipulagðra blekkinga. Hin nýja lygaherferð aft- urhaldsins um Sovétríkin, um frelsisbaráttu alþýðunn- ar, um prestadráp og ofbeldi er meðfram bergmál þeirrar hatrömu baráttu, sem heims-' afturhaldið ’ heyr nú til þess að stemma stigu fyrir hinum sívaxandi styrk og áhrlfum Sovétríkjanna og tll’ þess að hindra það, að alþýðan nái j völdum 1 fleiri löndum. i Fyrir íslenzka afturhaldiðj er það auðvitað keppikefli að blinda augu íslenzku þjóð- arinnar fyrfr því, sem er að gerast úti í heimi, tortryggja Sovétríkin sem mest bað má, sverta frelsisihreyfingar er- lendrar alþýðu og kúgaðra þjóða til þess að hindra það, að öldur þessarar frelsisbar- áttu nái ekki til íslands. Einnig íslenzka auðvaldið er hrætt. Og alVeg eins og það reyndi með skipulögðum áróðri og ofbeldi að halda ís- lenzkri alþýðu í myrkri fá- fræði og hleypidóma eftir valdatöku verkalýðsins í Rússlandi 1917, eins reynir það nú af öllum mætti að dylja íslenzka alþýðu þess, sem nú er raunverulega að gerast. En íslenzka afturhaldið hef ur venjulega haft nálægari markmið með slíkum skipu- lögðum lygaherferðum. Það hefur verið segin sága, að alltaf, þegar þurft hefur að undirbúa eða hylja stórá- rásir á kjör íslenzkrar alþýðu, þá hefur það verið undirbúið með því að kynda af alefli undir Sovétníði. Enginn íslendingur trúir því lengur, að Finnagaldurinn t. d. hafi verið skipulagður með slíkri frekju og ósvífni vegna ástar á finnsku þjóð- inni. Hvert mannsbarn í land inu veit nú, að Finnagaldurs- æðið var skipulagt í beim til- gangi fyrst og fremst að hylja hinar óvinsælu aðgérð- ir þjóðstjórnarinnar með ó- hróðri og æsingi gegn ímynd- uðum óvini. Nú er á ný farið að kynda undir sovétníði og bað í stór- um stíl. Enginn vafi er á því, að þetta er m. a. gert vegna bæjarstjórnarkosninga þeirra, sem i nánd eru. En sú staðreynd, að þessi nýja, skipulagða herferð er hafin samtímis orðrómnum um óskir Bandaríkjastjórnar um herstöðvar á íslandi, gef- ur fulla ástæðu til að ætla, að hér sé um skuggalegri fyr- irætlanir að ræða. Viss hópur íslendinga, sem kenndur er við heildsalamál- gagnið Vísir, hefur þegar af- hjúpað innræti sitt: það að vilja ganga erlendu herveldi á hönd, Bandaríkjunum, og svíkja þar með hið nýfengna sjálfstæði íslands. Áróðursherferðin gegn Sov- étríkjunum, hið óvanalega miklá reýkský, sem nú er þyrlað upp í öllum. borgara- blöðum, yfirlýsingar Vísis og lævíslegar gróusögur, knýja mann til að spyrja, til hvers þessi leikur sé gerður. Eru íslenzku afturhaldsöfl- in vísvitandi að ljúga því að almenningi, áð sjálfstæði ís- lands stafi hætta úr austri', þegar ómótmæltur orðrómur gengur um það, að slík hætta sé fyrir hendi úr vestri? Er íslenzka afturhaldið með sviksamlegar áætlanir á prjónunum gagnvart sjálf-1 stæði íslands — í skjóli lyga Og moldveðurs um Sovétrík- in sem ímyndaðan óvin? Er hinn nýí Finnagaldur til þess gerður, að undirbúa svik við sjálfstæði íslands? íslenzka þjóðin þarf að vera á verði. Það spaug gæti orðið henni of dýrt, ef hún léti kaldrifjað afturhald beita sig slíku herbragði blekkinganna til þess að af- sala sér því dýrmætasta, sem hún á: sjálfstæði landsins. Það yrði of seint að átta sig eftir á, þegar afturhaldið væri búið að ná marki sínu. Það er nauðsynlegt’ fyrir alla þjóðina, að hún taki hin- um nýja Finnagaldri þannig, að hann verði máttlaust verk færi í höndum þeirra, er beita honum. íslendingum hefur aldrei verið það nauðsynlegra en nú að varðveita fjöregg sjólf- stæðisíns, að sýna ýtrustu" árvekni og fylgjast gapmgæfi lega með þeim, ermáeð völd- in fara. >v'’ : E. Þ. Fjárlagafrumvarpið Rúmum 22 milljónum króna, 17 pró- sent af heildarútgjöldum f járlag- anna9 varið til skólamála Þjóðviljinn hefur þegar skýrt í þingfréttum frá tekjubálkl fjárlagafrumvarpsins, sem nú liggur fyrir Alþingi, og nokkrum hluta gjaldabálksins, 7.—13. gr. Er þá komið að 14. gr„ kirkju- og kennslumál, en á þeirrl grein er veruleg hækkun frá því sem er á núgiidandi fjárlögum, og er þö hækkunin enn meiri ef borið er saman við fjárlaga- % frumvarpið eins og það var lagt fyrir þingið í fyrrahaust. Heild- arútgjöldin sem það frumvarp áætlaði til skólamála voru um 11 milljónir, en frunrvarpið til fjárlaga fyrir 1946 gerir ráð fyrir rúmum 22 milljónum kr. í samá skyni, eða nákvæmlega helmings hækkun. Fyrir atbeina núverandr stjórnar hækkuðu framlögin til skólamála á fjárlögum ársins 1945 upp í 15.5 iBillj. kr„ en nú er eins og áður er sagt gert ráð fyrir 22 milljónum kréna. Mehntamálaráðherra hefur lagt til að frámlögin til fræðslu- mála, einkum skólabygginga, verði mun hærri en lagt er til í frumvarpinu, og munu þær tillögur koma til meðferðar fjárveit- inganefndar. H.eimferðin frá Parísarþinginu Frh. af 1. síðu. æ^rgh, en þá þegar biðu 17 hjá vegabréfaskrifstofunni. Eins lengi frá Keflavík til Rvíkur og frá London til Keflavíku” í London dvöldu þeir tvær nætur og þrjá daga urðu þeir að bíða á flugvelli í grennd við London, eftir fari heim. Um tíma voru staddir þar 15 íslendingar. Ekki urðu þeir í sömu flugvél heim. Fór Björn 3 stundum áður, en þegar til Keflavíkur kom, var Björn þar enn. Kvörtuðu þeir mjög yfir seinlátri af- greiðslu þar, hefði það tekið jafnlangan tíma að fá sig afgreiddan í Keflavík og kom ast til Reykjavíkur og að fljúga frá London til Kefla- víkur. (Samanburðurinn við 1945 er við fjárlögin, ekki fjárlagafrum- varpið). 14 gr. A. Kirkjumál: 3 488 737 (1945: 2 362 218). 14. gr. B. Kennslumál: 18 728 798 (1945: 14 167 848). Af einstökum liðum þessarar greinar má nefna: Háskólinn. Hækkun um 300 þús. kr. Námsstyrkir handa íslenzkum stúdentum erlendis, veittir sam- kvæmt ákvörðunum Menntamála ráðs hækka úr 165 þús. kr. í 350 þús. kr. Búnaðarkennsla. Framlagið hækkar um, rúmar 200 þús, kr. frá núgildandi fjárlögum. .Styrkurinn til iðnskólahalds er hækkaður um 100 þús. kr. Almenn barnafræðsla. Þessi lið ur hefur hækkað um nær þrjár milljónir króna frá núgildandi f járlögum. Framlag til hyggingar hús- mæðraskóla er hækkað um 200 þús. kr. \ Framlag til menntaskólanna á Akureyri og Reykiavík hvors um sig hækkar um nátega 200 þús. kr„ kennaraskólans um rúmar 100 þús. kr„ stýrimannaskólans um 145 þús. kr., vélstjóraskólans um 64 þús. kr„ til unglinga- og alþýðuskóla um 173 þús. k-r„ (hækkun á þessum lið er raun- verulega meiri, þar sem fallið hefur niður, sýnilega af vangá, liður í framlaginu til héraðs- skólanna) til kennslu heyrnar- og málleysingja um 60 þús. kr. Á 14. gr. er nýr liður, sam- kvæmt tillögu menntamálaráð- herra: Til rannsókna á þroska- stigl íslenzkra skólabarna 35 625 kr.% Framlag til íþróttamála hækk- ar um rúm 100 þús. kr. Á 20. gr. fjárlaganna (Eigna- þreytingar) eru þessi framlög ákveðin til skólamála. TSI byggingar. menntaskólahúss í Reykjavík 1 milljón kr. Til byggingar sjómannaskólans 1 miiljón kr. Til byggittgar bændaskóla i Skálholti 1 milljón kr. Til byggingár tilraunaskóla 250 þús. kr. Til byggingar iþróttaskóla 200 þús. kr. Til skólastjórabústaðar á Hól- um 100 þús. kr. Alls er því gert ráð fyrir á fjárlagafrumvarpi þessu um 22— 23 milljóna króna framlagi til skólamála, uni 17% af heildar- útgjöldum fjárlaganna. " ★ Til bókmennta, lista og vis- inda er veitt: 15'. gr. A. Ti’l opinberra safna,’ bókaútgáfu . óg Iisfastarfsemi: 1924 801 kr. (19455- Í 741418). 15. gr. B. Til ýmissa rann- sökna í opinbera/ þágu: 2 359 204 kr. (1945: 1 855 1501. Framlag til átvinnudeildar háskólans hef- ur hækkað um ca. 325 þús. kr. - ★ ' Á 16. gr. eru þessar greiðslur til atvinnumála: 16. gr. A. Landhúnaðarmál: 8 985 224 kr. (1945: 8 044 898). (Á 19. gr. („óviss útgjöld") er gert ráð fyrir 12 m'IIjón kr. til „niðurgreiðslu á nokkrum land- húnaðaraf urðuni“) 16. gr. B. Sjávarútvegsmál: 878 500 kr. (1945: 819 150). 16. gr. G. Iðnaðarmál: 925 285 kr. (194'5- 924 350). Ti! félagsmála er véltt 7 392 642 kr. (1945: 7 580325). Til eftirlauna og styrktarfjár er veitt 3 735 739 kr. (1945: 2 322 586). Auk þeirra framlaga á 20. gr. (Eignabreytingar) sem þegar hafa verið nefndar má nefna: Til vitamála (eignaaukning)' 1 400 000; Laúdsiminn (ný síma- kerfi o. fl.) 3 milljónir, Rikisút- varpið 1 080 000; til viðbótahús- næðis við ríkisspítalana 1 milljón, til byggingar Þjóðniinjasafns 1! milljón kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.