Þjóðviljinn - 25.10.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.10.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. okt. 1945 %**>9!V|LJINN fíTíTT] Ur borgínn! Hið nýja alþjóðasamband verkalýðsins Næturlæknir er í læknavarð- siofunni Austurbæjarskólanum, sími 9030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Ljósatími ökutækja er frá kl. 5.15 að kvöldi til kl. 7.10 að morgni. Næturakstur: Hreyfill, simi 1633. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla,. 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Desin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). a) Forleikur eftir Geo Linat. b) Mimosa, vals eftir Sidney Jones. c) Meditation eftir C. Taylor. d) Marz eftir Urbaoh. 20.50 Frá útlöndum (Jón Magn- ússon). I 21.10 Hljómplötur: íslenzkir söng menn. 21.25 Upplestur: Kvæði (Karl ís- feld ritstjóri). 21.40 Hljómplötur: Tristan og Isolde, forleikur eftir Wagner. Líkn, Templarasundi 3. Börn verða framvegis bólusett gegn barnaveiki á föstudögum kl. 5,30—6. Þeir, sem vilja fá börn sín bólusett, hringi fyrsf í síma 5967 kl. 11—12 árdegis sama dag. Skipafréttir. „Brúarfoss“ er í Leith. „Fjallfoss" er í New York. Kom þangað 8. þ. m. „Lagar- foss“ kemur sennilega kl. 1—2 í nótt frá Gautaborg. „Selfoss“ er í Beykjavík. „Reykjafoss" er í Reykjavík. „Buntline Hitch“ er í New York. „Span Splice“ fór frá Reykjavík 15. þ. m. til New York. „Lesto“ er í Leith. Tefst þar vegna verkfalls hafnarverka- manna. „Bjarnarey“ fór frá Reykjavík á hádegi í fyrradag til Bíldudals. Sjómannablaðið Víkingur, 10. tölublað þ. á„ er komið út. Efni m. a.: Ásgeir Sigurðsson: Minnis- blað. Sigurður Einarsson: Kveðið til gamallar sjómannsekkju (kvæði). Haraldur Böðvarsson: Viðhorf dagsins frá sjónarmiði útgerðarmanns. Hallgrímur Jóns- son: Magnettengsli fyrir mótor- skip. Landssamband íslenzkra út- vegsmanna (með myndum). Grím ur Þorkelsson: Lítið til fuglanna í loftinu (þýtt). Sigurður Þor- steinsson: Jón frá Hlíðarenda. Jón Dúason: Réttur íslands til Grænlabds. Konráð Gislason: Vistarverur sjómanna. Heimilis- bölið, smáisaga eftir O. Henry, Sigríður Arnlaugsdóttir þýddi. Gjöf til Slysavamafélags ís- lands. Skúli Thorarensen útgerð armaður hefur f. h. útgerðarfé- lagsins Helgafell Reykjavík af- hent Slysavarnafélagi íslands kr. 13.333.34 að giöf. En fjárupphæð þessi er hluti útgerðarfélagsins af biörgunarlaunum er b. v. Helgafell fékk fyrir að bjarga m. b. Leifi Eiríkssyni frá Dalvík, er báturinn var að því kominn að sökkva út af Breiðuvík norð- an við Látraröst 12. janúar s. 1. Samið var um að bjargendur fengju kr. 20.Ö00.00 netto fyrir björgunina og nam hluti útgerð- arinnar % af þeirri upphæð, eða kr. 13.333.34, sem útgeirðarfélagið hefur nú afhent Slysavarngfélagi íslands að gjöf. — Stjórn Slvsa- varnafélags íslands flytur gefend um hugheílar þakkir fyrir þessa stórrausnarlegu gjöf og þá vel- vild til slysavarnastarfseminnar, sem svo ljóslega kemur fram í g 'öfinni. Frh. af 1. síðu. bandsins voru m. a. verklýðs- samtök Sovétríkjanna með 29 millj. meðl. og CIO í Bandaríkjunum, með 6 millj. meðlima. Störf 45 manna nefndarinnar Verklýðsráðstefnan í Lond- on kaus 45 manna nefnd er vinna skyldi að undirbúningi stofnunar nýs alþjóðasam- bands. Kaus hún úr sínum hópi 13 manna nefnd í fast undirbúningsstarf, er fór m. a. fram í París, Washington og San Francisco. Sendi hún væntanlegum þátttakendum uppkast að lögum í maí s. 1. 45 manna nefndin kom sam an til fundar í París 24. sept. tll að ræða breytingartillögur við lögin o. fl. og lauk því starfi 23. sept. Framhald London- ráðstefnunnar Daginn eftir, eða 24. hófst svo ráðstexnan í París, sem var á því stigi framhald af London-ráðstefnunni. Jou- haux, forseti franska verk- lýðssambands'ns, setti ráð- stefnuna, sem haldin var í stóru leikhúsi. í tillögum 13 manna nefnd arinnar var ráðgert að for- setar ráðstefnunnar yrðu 6 Tillaga kom fram um að bæta 7. forsetanum við og yrði hann skoðaður fulltrúi smá- ríkjanna, sérstaklega Norð- urlanda og var Lindberg, for- seti sænska sarnb. einróma kosinn fulltrúi þeirra. Hinir 6 forsetar ráðstefnunnar voru kosnir; Jouhaux, forseti franska verkl.samb.: Citrine, forseti brezku verklýðsfélag- anna; Kuznetsov, forseti rússneska verklýðssamb.; Hill man, form. pól. nefndar CIO (Bandaríkjunum); Toledano, forseti verklýðssamb. Suður- Ámeríkuríkjanna og Liu, full trúi kínversku verklýðshreyf- ingarinnar. Aðalritari var kos inn Saillant, form. nefndar mótspy rnuhreyf inga rinnar frönsku. Ráðstefnan hófst á skýrslu Saillants og viðbótarskýrslu Hllmans. 4 greinmg urin n margnmtalaði Snemma vTið umræðurnar um sto’fnun nýs sambands lét Citrine bað álit í. ljós, f. h. brezku verklýðsfélaganna (T. U. C.), að mólið væri of lítið undirbúið t’l þess að hægt væri að ganga frá stofnun nýs sambands. Ekkert lægí fvrir um Amsterdamsamband ið og óútkljáð mál væri með fagsambönd þess. Ekkert vald : gæti lagt sambönd þessi n:ð- ur nema Amsterdamsam- | band ð sjálft. ' Fnllkomin oininer Þessi afstaða Cdrine vakti sérstaka athygli á þinginu, einkum vegna þess að 1 til- lögum 13 manna nefndarinn- ar var gert ráð fyrir stofnun nýs alþjóðasambands, en Citrine átti sæti í þeirri nefnd og tillögur hennar voru undirritaðar af öllum nefndarmönnum, þ. á. m. Citrine. Umræður um þetta stóðu í 3 daga og kom í ljós að meginþorri fulltrúanna vildi ganga frá stofnun sambands- ins þá þegar og taldi það ekki hyggileg vinnubrögð að boða til annars stofnþings síðar. Tókst vonum betur að sætta þessi sjónarm.ð og 1.. ríkjanna, með 29 millj. meðl., okt. náðist algert samkomu- lag, var ráðstefnunni þá slitið og stofnþing hins nýja al- þjóðasambands sett. Forsetar og starfsmenn voru kjörnir þeir sömu og verið höfðu á ráðstefnunni. Kosin var nefnd til að ræða frumv. að lögum sambands- ins; skilaði hún einróma áliti og ríkti fullkomin eining á stofnþinginu. Réttur o g áhrif einstakra landa Verkiýðshreyfing hvers lands nýtur sjálfstæðis, en er þó skyldug til að framkvæma ákvarðanir framkvæmdaráðs eða bings, nema hún telji sér það ekki fært, eða óheppilegt fyrir verklýðssamtök síns lands" og skal slíkum málum skotið til úrskurðar sam- bandsþings. Tryggt er að stóru sam- böndin ráða ekki alþjóðasam- bandinu, þannig á t. d. ís- land með 22 þús. meðlima, 1 fulltrúa í miðstjórn sarnb., en verklýðshreyfing Sovét- Skipulag: Alþjóða- sambandsins Skipulag alþjóðasambands ins var ákveðið í höfuðdrátt- um eins og gert var ráð fyrir í till. undirbúningsnefnd arinnar. Æðsta vald sambandsins hefur þing þess sem halda skal annaðhvort ár. í miðstjórn sambandsins eiga nú sæti 70—80 menn. Smærri landssamböndin, þar með talin þau smæstu, eiga 1 fulltrúa hvert, en stærstu samböndin ekki nema 3 full- trúa. Sovétríkin, Bretland og Bandaríkin eiga 3 fulltrúa hvert, Frakkland, Ítalía og Suður-Ameríka 2 fulltr. hvert, önnur lönd 1 fulltrúa hvert. Framkvæmdanefnd sam- bandsins er skipuð 22 mönn- um. Eiga Norðurlöndin 1 full- trúa sameiginlega, verði hann frá sínu landinu hvert ár og er ætlazt til að samið verði um skiptinguna á væntan- legri verklýðsráðstefnu Norð urland'anna. í framkvæmda- nefndinni eiga Bandaríkin og Kanada 3 fulltr.; Sovétríkin 3; Brétland 2; Suður-Ameríka 2, en aðrir heimshlutar 1 hver, t. d. Kína 1; Afríka 1; Indland og Ceylon 1; Suður- Evrópa 1; Mlð-Evrópa 1; Ástralía og Nýja-Sjáland 1; Egyptaland og Palestína 1 o. s. frv. Þá verða 3 fulltrúar fyrir fagsamböndin, er mynd- uð verða innan alþjóðasam- bandsins. Framkvæmdaráð er skipað 1 aðalforseta, 6 varaforsetum og aðalritara. Aðalforseti var Citrine kos- 'nn og aðalritari Saillant. — Aðalritari er jafnframt fram- kvæmdas.tjóri sambandsins. ekki nema 3. Þeir sem utan við standa Utan hins nýja alþjóða- sambands stendur A. F. L.- sambandið 1 Bandaríkjunum (American Fedaration of La- bpur), gríska verklýðshreyf- ingin — gríska ríkisstjórnin hindraði að hún gæti sent fulltrúa — Þýzkaland — það átti áheyrnarfulltrúa — en gert er ráð fyrir að hin end- urskipulagða verklýðshreyf- ing Þýzkalands verði fljót- lega tekin í sambandið. Enn- fremur eru utan sambands- ins Asíulönd þau, er voru undir yfirráðum Japana, og Franco-Spánn, en hin land- flótta verklýðshreyfing Spán- ar átti fulltrúa á stofnþing- inu. Það mó því telja að öll skipulögð verklýðshreyfing heimsl.ns sé sameinuð í hinu nýja alþjóðasambandi. Starfsmenn Amster- damsambandsins Samkomulag náðist um það að starfsmönnum Amsterdam sambandsins yrði ekki kastað út á klakann. Þannig mun mikill hluti starfsmanna þess sambands verða áfram starfs- menn þessa nýja alþjóðasam- bands. Áhrif alþjóða- sambandsins Fyrsta verkefni hins nýja alþjóðasambands var að senda fulltrúa til Þýzkalands og Japan til að athuga ástand verklýðshreyfingarinnar þar og hjálpa til við endurskipu- lagningu hennar. Þá gerir hið nýja alþjóða- samband kröfu til að vera aðili að öllum friðarráðstefn- um og aðili að hinni alþjóð- legu stofnun Sameinuðu þjóð anna. Nýja skólakerfið Frh. af 3. síðu. en það væri setning fræðslulag- áfram á sömu braut og mörkuð anna frá 1907 og lög um kenn- araskóla sama ár o? setning laga um héraðskóla 1929 og gagn fræðaskóla í kaupstöðum 1930. í báðum þessum tilfellum hefðu lögin staðfest þá þróun er orðið hafði og skapað möguleika nýrr- ar þróunar. Þróunin í skólamálunum hefði þó leitt af sér margskonar mis- rétti og misjafna aðstöðu fyrir æskumenn landsins að ganga menntaveginn. Reynt væri að bæta úr því misrétti með þeirri samræmingu skólakerfisins, sem hér væri farið fram á, og jafn- framt að gefa svigrúm framhald- andi þróun. Framkvæmd þessara nýju fræðslulaga mun kosta mikið fé, sagði flutningsmaður að lokum, en en-gu fé er betur varið fyrir þjóðarheildina en því sem varið er til að ala upp gagnmenntaðá borgara. Páll Þorsteinsson, fulltrúi Fram sóknarflokksins í menntamála- nefnd neðri deildar, kvaðst ekki hafa verið með í að flytia frum- vörpin vegna þess að hann hafi ekki haft tíma til að kynna sér þau. Frumvörpunum var útbýtt til þingmanna í lok síðasta þings, svo ótrúlegt er, að bessi mennta- málafrömuður Framsóknar hefði ekki getað kynnt sér aðalefni þeirra, ef áhuginn hefði verið mikill. Auk þess hefði hann eins og aðrir nefndarmenn að sjálf- sögðu getað flutt þau með fyrir- vara um afstöðu til einstakra at- riða á síðari stigum í meðferð málsins. Er varla hægt að skilja framkomu Páls öðru visi en sem andúð á þessari merku lagasetn- ingu, og væri furðulegt ef þessi Jnngmaður væri ekki á flokks- línunni sem endranær. Hálf önnur milljón Júgóslava Ungbarnavernd Líknar Templ- arasundi 3, verður framvegis op- in þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3.15—4. — Fyrir barnshafandi konur mánudaga og miðvikudaga kl. 1—2. Framhaid af 1. síðu. hefðu látið lífið á stvrjald arárunum og 70% af þeim hefðu verið drepnir af stríðs glæpamönnum. í fangabuðunum, sem Italir ' stjórnuðu dóu 37% fanganna. Fjöldi júgóslav- neskra landráðamanna og quislinga flýöu úr landi áö- ur en Þjóöverjar voru sigr- aðir og er álitið aö þeir séu í felum í Austurríki og ítalíu. MeÖal þeirra stríðs- glæpamanna, sem enn leika iausum hala, nefndi Zivko- vitsj fyrrverandi sendiherra ítalíu í London og síöar landstjóra í Dalmatíu og Bosníu, Bastianini, sem nú dvelur í Sviss. Júgóslav neska sjórnin hefur krafizt þess að hann veröi fram- seldur og stríösglæpanefnd- in hefur lagt fram nauðsyn leg sönnunargögn, en hann. hefur þó ekki fengizt fram- séldur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.