Þjóðviljinn - 25.10.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.10.1945, Blaðsíða 4
ÞJ'ÓÐVIlrjmN Fixnmfcudagur 25. okt.- 1945 ÞióðviuinH tJ-tgefandi: Sameiningarflofckur alþýðu — S&sialistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofá: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir ki. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, simi 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskríftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 ó mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. ...■ .-i-i ■ -..- ■ .... ........ .......... Morgunn atómorkualdarinnar Steinþór Sigurðsson magister minntl á það í útvarpserindi sem hann flutti nýlega, að þróunarsögu mannkynsins væri skipt í steinöld, bronsöld og járnöld. Hann leit svo á að til þessa hefðum við lifað á jámöld, en að nú mætti'' ætla að morgunn nýrrar aldar, — aldar atómorkunnar, — væri runninn, ef til vill yrði sú öld talin hefjast þann drottins dag 6. ágúst 1945, daginn sem heilli borg var sóp- að burtu af yfirborði jarðar á ómælisskömmum tíma. "1 EY JAPÓSTUR Þingmálafundur Jóhanns - í Vestmannaeyjum - Þessar hugleiðingar eru á fyllstu rökum reistar. Svo stórmerkir atburðir hafa gerzt á sviði vísindanna að jafna má til þess er mennirnir lærðu að nota járnið. Sá draum- ur hefur ræzt að breyta efnum í orku, vísindamennirnir, sem gerðu hann að veruleika, hafa unnið mesta afrekið, sem vísindaleg hugsun hefur unnið til þessa, þeir hafa opnað mannkyninu meiri möguleika til stórra athafna, góðra og illra, en nokkru sinni fyrr. • En það er ekki aðeins í heimi efnís og orku, sem mannkynið stendur nú í anddyri nýrrar aldar. Öll saga mannkynsins er óslitin sönnun þess að félagshættir mann-j anna eru bein og rökrétt afleiðing þess valds sem þeiri hafa yfir efni og orku náttúrunnar. Sérhver ný þekking á þessu sviði hefur fyrr eða seinna leitt til breyttra þjóðfélagshátta. Á síðustu öldum járnaldar nnar, á vélaöldinni, hefur þróunin stefnt til síaukinnar félagshyggju, þjóðfélagsform sósíalismans er hin rökrétta afleiðing vélaaldarinnar, það svarar til kvölds járnaldarinnar og morguns atómorkualdar- innar. • Og nú þegar öld atómorkunnar hefst, standa sakir þannig, að geysi fjölmennar og voldugar þjóðir hafa kom- ið á hjá sér því þjóðfélagsformi sem tæknin krefst, aðrar þjóðír ekki síður fjölmennar og voldugar, halda sér enn við þjóðfélagsform, sem tilheyra fyrri stigum járnaldar- táskni. Valdastéttir þessara þjóðfélaga, gera allt sem þeim er auðið til að hindra þróunina. Völd sín hafa þessar stétt- ir af því hve takmarkað hið borgaralega Iýðræði er, af því að það er ekki efnahagslýðræði. Þar er efnahagseinræði yfirstéttanna, sem gefur þeim mátt til að tefja sigur sósíal- ismans. • Á síðustu dögum hafa verið bomar fram kvíðafullar spurningar um það, hvort hin tvennskonar ríki, riki sósíalismans og kapítalismans geti lifað í friði sín á milli eða hvort til styrjaldar muni draga. Styrjöld milli þessara aðila væri það stærsta ólán sem mannkynið gæti hent, og þegar sú staðreynd er athuguð að við lifum á öld atómorkunnar, verður að telja senni- legt að slík styrjöld gæti þýtt gjöreyðingu mannkynsins. Þessi staðreynd ætti að leiða til þess að nú væri unnið að því af meira kappi en nokkru sinni að efla vinsam- lega sambúð milli ríkja sósíálismans og ríkja kapítalism- ans. En því miður virðist nú unnið að því gagnstæða af miklu kappi. Auðvaldspressur allra landa þylja nú róg um sósíalisma álíka hatramlega og þegar verst var fyrir stríð. Hinir voldugustu meðal auðvaldsríkjanna virðast kepp- ast við að afla séf hernaðafbækistöðva í löndum smáþjóða, aflt' bendfr þetta fremur til ófriðar en friðar. Það eru sannarlega rosaský sem hylja morgunhimin Mánudaginn 15. þ. m. hélt Jóhann Þ. Jósefsson þing- málafund í Vestmannaeyjum. Lýsti Jóhann því yfir í fund- arbyrjun, að fullar lýðræðis- reglur yrðu við'hafðar í stjórn fundarins, þannig að jafnt andstæðingar sem samherjar hefðu rétt til að leggja fram tillögur og taka þátt í umræð um. í framkvæmdinni varð þetta þannig, að fyrst flutti Jóhann framsöguræðu, sem stóð eina klst. og 25 mín., og lagð fram nokkrar tillög- ur. Síðan voru leyfðar um- ræður — eingöngu um þess- ar tillögur Jóhanns, hvefja eina í senn. Vitaskuld gátu ræðumenn ekki fastbundið sig við þetta (vestræna?) lýð- ræði, heldur fóru meira eða minna út fyrir þessar þröngu skorður. . Framsöguræða Jóhanns fjallaði einkum um stjórnar- samvinnu og störf nýbygging arráðs — en hafði auðvitað að ívafi hæfileg drýgindi yfir elgin afrekum fyrir byggðar- lagið. Fræðsla um jafn merki legt mál og starfsemi nýbygg ingarráðs er hverjum mar^xi góð og gagnleg lexía — og gætum við Vestmannaeying- ar tekið slíku máli vel, jafn- vel þó ofurlítið fljóti með af sjálfshóli hjá okkar gamla og reynda alþingismanni. Okkur er trúandi til að vinza slík-t úr. En lítið er okkur gefið um að fá jafnframt fræðslu um stórhug bæjarstjórnarmeiri- hlutans hér í atvinnu- og menningarmálum, við þykj- umst sem sé vita fullvel sjálf- ir, hversu þeim „stórhug“ er farið. Það veður að telja það illa farið, að Jóhann skyldi verða til þess að koma í veg fyrir, að fundur sá er auglýst var að halda ætti hér fyrr á árinu á vegum stjórnarflokkanna yrði haldinn Auk Jóhanns, talaði af hálf sjálfstæðismanna Ársæll Sveinsson, sem einkum bar hönd fyrir höfuð bæjarstjórn armeirihlutans og reyndi að sannfæra menn um, að hagur bæjarins væri hinn bezti. Af framsóknarmönnum töl- uðu þeir nafnarnir Helgi Benediktsson og Helgi Benó- nýsson. Vo.ru þeir hógværir í ræðum sínum og gerðu enga tilraun til árása á stjórnar- samvinnuna eða nýsköpun- ina — hafa sjálfsagt ekki búizt við, að slíkar árásir fengju mikinn hljómgrunn í Eyjum. Öðru máli gengdi um ræðu snilling Alþýðuflokksins, Pál Þorbjamarson, fyrrv. þing- mann. Hann helti úr skálum reiði sinnar yfir allt og alla, fiskimálanefnd, nýbyggingar- ráð, atvinnumálaráðherra o. s. frv. og klykkti út með því að leggja fram tillögur um það m. a. að fiskimálanefnd yrði lögð niður, og að ríkis- sjóður greiddi ísfisksamlag- inu hér tjón, er það varð fyr- ir, vegna leígunnar á skip- inu „Korab“. Samþykkti stjórn ísfisksamlagsins á sín- um tíma að láta eitt yfir samlagið og Helga Benedikts- son ganga í máli þessu, sem alræmt er orðið. Af máli Páls og tillögum þessum má það öllum ljóst vera, hverju meg- in hann stendur í röðum al- þýðuflokksmanna — og get- ur Alþýðublaðsklíkan talið sér þar vissan fylgisveín. Ekki þarf að taka það fram, að þessar tillögur Páls voru báðar felldar. Af hálfu sósíalista töluðu þeir Karl Guðjónsson um stefnu flokksins og afstöðu til stjórnarsamvinnunnar og nýsköpunarinnar,. Sigurður Stefánsson um Korabmálið, ísfisksamlagið og sjómanna- málin yfir leitt. og Árni Guðmundsson um bæjarmál- in og sýndi hann fram á, hversu meiri hluti bæjar- stjórnar hefði leitt bæjarfé- lagið í fjárhagsleg vandræði, svo að það væri nú lítils megnugt, að loknum veltiár- um stríðsins. Margar tillögur komu fram á fundinum, og voru yfir- leitt allar samþykktar, þær er til framfara horfðu, svo sem um ný hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar, um bygg- ingu gagnfræðaskóla, hús- mæðraskóla, sjúkrahúss, sjó- vinnuskóla og íþróttahúss. Ennfremur tillögur um það að Vestmannaeyjar yrðu ekki afskiptar um nýsköpun at- vinnuveganna, og því er snerti staðsetningu skipa, véla o. s. frv., að Vestmanna- eyingar fengju styrk til að koma upp samvinnukúabúi, að síminn yrði opinn allan sólarhringinn, um gæzlu tal- stöðva og viðgerðarmann, að póstskipin hefðu fasta við- komu í eyjum á ferðum sín- um til og frá útlöndum o. m. m. fl. Hins vegar voru felldar þær tillögur Páls, er fyrr eru nefndar, ennfr. till. frá H. Danska stjórnin aðvöruð Frh. af 1. síðu. ar aðvaranir áréttaðar, og frá 1. til 8. apríl komu fjöldi aðvarana frá sendiráð inu í Berlín. Sænska herfor ingjaráðið sendi aðvörun 5- apríl gegnum sænska sendi- ráðið í Khöfn. í henni sagði, að sænska herfor- ingjaráðið væri þess fullvísu að Þýzkaland myndi bráð- lega ráðast á Danmörku. Samskonar aðvarann komu frá sendisveitum Hol- lands og Bretlands. En ekki fyrr en 8 apríl var. ákveðið að kalla 14.550 menn til vopna og láta herinn vera viö öllu búinn. Viðvörunum var haldið haldið leyndum. Það kemur fram, að Þjóð verjar hófu árás sína kl. 4 morguninn 9. ágúst 20 mín útum áður en þýzki sendi- herrann afhenti utanríkis- ráðherranum skilyrði Þýzka lands. Landvarnaráðherr- ann, Alsing Andersen, segir að á stjórnarfundi hjá kon- ungi hafi verið ákveðið ar5 hætta mótspyrnu gegn ó vinunum, svo að landinu yrði þyrmt. Það kemur fram í skýrsl- unni, aö misbrestur hefur verið á því, að hinar ýmsu her- og stjómarskrifstofur skýröu hver annarri frá þró un málanna þessa örlaga- ríku daga. Þannig fengu yfirmenn hers og flota ekk- ert að vita um ýmsar aö- varanir frá sendiráðinu í Berlín. atómorkualdarinnar, en vonandi verður máttur mannlegrar Skynsemi svo mikill að nægi til að eyða þeim skýjum. Mannkynið þarf og þráir frið, hver sá sem vinnur að rógburði á milli þjóða vinnur.illt verk. Benediktssyni um verðjöfn- un rafmagns o. fl. Um afdrif sumra smávægi- legra tillagna varð aldrei al- mennilega ljóst, með því að fundarstjórn var með þeim vandræðum, að stundum varð ekki á milli dæmt, hvort maður .var á alvarlegum fundi eða revýju. T. d. var svo látið heita, að tillaga frá Helga Benediktssyni, þess efnis að þingmenn væru skyldaðir til að hafa búsetu hver í sínu kjördæmi — væri samþykkt með 5 atkv. gegn 2. Sannleikurinn var sá, að aðeins var talið í salnum niðri í húsinu, en á svölunum var ekki talið og voru þar þó allmargir, sem réttu upp hendina gegn tillögunni. Svip aða afgreiðslu fengu fleiri til- lögur, t. d. rafmagnstillaga H. B., sem var talin samþ. með 23:19, en var raunveru- lega felld. Enda þótt fundur þessi væri á margan hátt spaugi- legur, svo að ekki sé meira sagt, varð þess þó fyllilega vart, að Vestmannaeyingar eru allflestir einlægir stuðn- ingsmenn stjórnarsamvinn- unnar og hinnar merkilegu nýsköpunar í atvinnumálum þjóðarinnar, sem sú sam- vinna stendur um og byggist á. Á. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.