Þjóðviljinn - 02.11.1945, Side 8

Þjóðviljinn - 02.11.1945, Side 8
Sjálfstæðismeim í bæjarstjórn hafa aldrei átt frumkvæði að lausn húsnæðismálanna Eru nú á undanhaldi af ótta við dóm kjósenda Ræður bærinn til sín fast starfslið fagmanna og verka- manna til byggingaframkvæmda? Húsnæðisvandræðin voru allmikið rædd á fundi bæjarstjórnar í gær. Meirihluti bæjarstjórnar — fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins — er algerlega saklaus að því að hafa nokkru sinni átt frumkvæði að tillögum til úrbóta í húsnæðisvandræðunum. Nú virðast sjálf- stæðismenn i bæjarstjóm á undanhaldi — að vísu hægu — fyrir kröfum sósíalista í þessu máli og hefur borgarstjóri samið fmmvarp um þetta efni (frá innihaldi þess hefur Þjóðviljinn áður skýrt) og hefur bæjarráð samþykkt að leita samvinnu NýbyggingEarráðs og félagsmáJaráðherra, sem Jhafa unnið að samningu slíkra frumvarpa. um samn- ingu frv. þar sem sjónarmið allra þessara aðila gætu sameinast. Á fundinum í gær beindi Steinþór Guðmunds- son því til borgarstjóra hvort ekki væri rétt að bærinn réði fast starfslið fagmanna og verka- manna til að vinna að byggmgaframkvæmdum bæjarins. Agætar tillögur — en óburður þó Sú nýlunda skeði á bæj arstjórnarfundi í gær, að Jón Axel flutti tillagnabálk um húsnæðismál. Hafði hann þar safnaö saman gömlum tillögum Sósíalista flokksins, svo og atriðum, sem vitað er að eru í frum- vörpum þeim, sem Nýbygg- ingarráð, félagsmálaráðh og borgarstjóri hafa samið. Enda þótt tiloröing þess- arra tillagna Jóns Axels væri næsta brosleg og allar þessar tillögur hefðu legið fyrir áður í einhverju formi, eða vitað væri aö kæmu fram í væntanlegum frumv. þá voru þetta allt góðar til- lögur og skoraöi Sigfús Sig urhj artarson á bæjarfull- trúa að samþykkja þær. Enn ber íhaldið höfðinu við steininn Allmiklar umræður urðu um húsnæðismálin og þess- ar tillögur (og verður síðar rætt nánar um þetta mál), en þrátt fyrir það að í þeim felist m. a. það sama og frumv. því er borgarstjóri hefur séð sig tilneyddan til að flytja, þá lagði borgar- stjóri til að vísa þeim frá, og — 8 íhaldsmannahend- ur voru réttar upp því til samþykkis. Sömu 8 íhaldsmannahend ur voru upp réttar til sam- þykktar ályktun um fylgi við frumv. borgarstjóra um húsnæðismál. " Ráðning fasts starfsliðs við byggingafram- kvæmdir bæjarins Steinþór Guömundsson rökstuddi nauðsyn þess að bærinn réði fast starfslið, bæði ' fagmenn og verkar menn til að vinna við þær byggingaframkvæmrir er bærinn ákveður. Taldi hann það heppilegustu leiðina til þess að koma í veg fyrir aö þær byggingar þyrftu að stranda vegna vinnuafls- skorts. Benti hann á það í um- ræðum að þótt framlag fengist frá ríkinu til íbúða- bygginga (eins og felst i frv. borgarstjóra), levsti það bæinn á engan hátt undan þeirri skyldu, aö hafa forgöngu um bygg- ingaframkvæmdir. Einstaklingsframtakið ber ábyrgð á húsnæðis- leysinu í umræðunum benti Sig- fús Sigurhjartarson á þá staðreynd, aö sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn hafa aldrei flutt tillögu til úr- bóta í húsnæöismálunum nema fyrir tilstilli minni hlutans, sósíalista eða Al- þýðufl.manna. Hann kvað einkaframtak ið aldrei hafa leyst húsnæð- ismálin og mundi aldrei gera. Mætti skipta byggingum einkaframtaksins í tvennt: þá sem reyna, meira og minna af vanefnum að koma upp húsum yfir sjálfa sig og — hinsvegar þá sem byggja til að græöa. Sjálfstæðismenn hafa ver ið hreýknir af því að mikið væri byggt nú. Hversvegna hefur éinstaklingsframtakið byggt mikið nú? Vegna þess að hægt hefur verið að selja og leigja hús meö okri. Fái einstaklingsframtakiö að ráða, byggir þaö aldrei meira en svo að einhver vöntun sé á húsnæði, svo hægt sé að halda uppi háu húsaverði og hárri húsa- leigu. — Því markmið einka framtaksins er að græða. Ekki lengxi tíma en tveim árum Þá kvað Sigfús bæinn verða aö setja sér það mark að byggja yfir braggabúana og aðra, er í verstu húsnæði búa á ekki lengri tíma en tveim árum, og væri því það mark er Haraldur Guð mundsson hefði rætt um, að ljúka þeim byggingum á næstu 5 árum, algerlega ó- viðunandi. íhaldið ósammála á undanhaldinu Helgi Hermann var hreln skilnastur þeiixa einstakl- ingsframtaksmanna, Fórust honum svo orð: „Ef hægt er að fullgera þær íbúðir sem nú eru í smíðum, þá skilst mér að úr húsnæðisvand- ræðunum verði bætt, — kannske að fullu. Ef við bara getum skaffað þeim einstaklingum, sem vilja byggja, lóðir og götur held ég að það nægi“. Þetta skaut skökku viö þá yfirlýsingu borgarstjóra að hann væri á sama máli og sósíalistar áð bærinn .yrði að byggja yfir bragga- búanna, því annars myndu „Iraggabúarnir, af þóðfé- lagsástæðum og efnahags- ástæðum hanga í þeim með an þeir stæðu uppi“ —- þrátt fyrir einstaklingsfram takiö (!), sem hann vitan- lega þreyttist ekki á að dá sama fyrir það hve mikið þaö hefði byggt „á þessum erfiöu tímum“, og lagði ríka áherzlu á að „opin- berar framkvæmdir ættu ekki aö hindra einstaklings framtakið“ (!) svo engum ætti að dyljast hvoru megin hjarta borgarstjórans slær. 5. þing Æ. F. sett í gær 5 þing Æskulýðsfylkingar- innar, sambands ungra sósíal ista, var sett kl. 9 í gær- kvöld í Bröttugötu 3 A. Mœtt ir voru 21 fulltrúi, en nokkrir eru enn ókomnir til þings. Forseti Æskulýðsfylkingar- ir.nar, Haraldur Steinþórsson, setti þingið, og flutti skýrslu fráfarandi sambandsstjórnar. Forseti skipaði kjörbréfa- nefnd. — Þá voru kosnir starfsmenn þingsins. Forseti þingsins var kosinn Gísli Halldórsson, Rvík. Varafor- seti Rósberg G. Snædal Akur- eyri. Ritarar: Páll Bergþórs- Frá kosningaskrifstofunni. SAMKEPPNIN 7. deild kemst í 2. sæti, úr 19 sæti í gær skilaði 1. deild fyrsta árangrinum í kosninga- sjóðssöí.iuninni. Deildin er nú lang fremst í samkeppninni: 1. deild kr. 2125.00 7 deild — 1260.00 12. deild 1060.00 28. Jeild — 8:.7.oo 16. deild — 715.00 3. deild — 700.00 23. deild — 805.00 24. deild — 800.00 19. deild — 600.00 6. deild ...... — 505.00 20. deild .... — 400.00 13. deild — 200.00 25. deild — 380.00 4. deild .!. — 350.00 2. deild — 205.00 14. deild 18. deild — 150.00 , 5. deild — 150.00 10. deild — 100.00 26. deild — 80.00 11. deild — 50.00 21. deild — 50.00 22. deild — 20.00 8. deild — 00.00 . -. 9. deild — 00.00 15. deild — 00.00 27 deild — 00.00 Röð deildanna fer eftir því hve miklu hver deild hefur safnað pr. félaga. Á manntalið skal skrifa alla þá sem hér eiga lögheimili, þótt þeir kunni að vera fjarstaddir. Munið að láta þá, sem húsnæðislausir eru í þessari fyrirmyndarborg íhaldsins, skrifa sig á manntalið. Það er sérstaklega hætt við, að einstaklingar, sem hafa orðið að hrökklast úr bænum vegna húsnæðisleysis, en telja sig eiga hér heima, falli af manntali og kjörskrám. Minnið þetta fólk á að láta skrá sig í manntalsskrifstof- unni ef það skrifar sig ekki á manntalsskýrslurnar núna annars á það á hættu að falla út af kjörskrá til Alþingis- kosnmga í júní 1946. <► * son, Rvík og Lárus Bjarn- freðsson, Vestmannaeyjum. Síðan var kosið í fastar nefndir þingsins, en þær eru: Uppstillinganefnd, laganefnd, stjórnmálanefnd, félagsmála- nefnd og útgáfunefnd. Þingið heldur áfram í kvöld á sama stað og tíma. 40 þús. króna auka- framlag til Sumar- gjafar Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt að verða við umsókn Barnavinafélags- ins Sumargjöf um að bærinn veitti 40 þús. króna aukaf jár- veitingu til starfsemi félags- ins á þessu ári. Niðurjöfminar- nefnd Á fundi bæjarstjórnar í gær voru þessir menn kosnir i niðurjöfnunamefnd: Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar Viðar, Björn Björns- son, Zophónías Jónsson og Ingimar Jónsson.' Varamenn voru kosnir: Björn Snæbjörnsson, Guð- mundur Ásbjörnsson, Einar Erlendsson, Steinþór Guð- mundsson og Jón Brynjólfs- son. Samþykkt var með 8 sam- hljóða atkvæðum sjálfstæðis- manna að kjósa Gunnai: Við- aj- formann nefndarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.