Þjóðviljinn - 05.12.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.12.1945, Blaðsíða 4
,4 /-------------------------------------------------------------------------> Otgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaðer: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavðrðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. * Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Finnur tekur á sig ábyrgðina Upplýsingar Þjóðviljans um varðbátana nýju, sem al- menningur kallar Finn, Emil og Pálma, hafa vakið mikla atihygli. Öllum er nú ljóst, að bátar þessir eru með Öllu ó- hæfir til þeirra nota, sem þeim voru ætluð hér við land og að kaup þeirra eru ómengað hneyksli. Morgunblaðið og Alþýðublaðið ræða mál þetta í gær. Morgunblaðið staðfestir flest það, sem Þjóðviljinn hefur um það sagt. Það segir meðal annars: „Bátarnir munu ekki .hafa lagt úr höfn nema veðurspá væri hagstæð og sérstak- ur veðurfræðingur um borð. (Þ. e. meðan þeir voru eign Breta). Þetta sýnir að ekki hefur verið ráðgert að bátarnir væru úti að staðaldri. Ekki er hægt að vera úti á þilfari bátanna meðan þeir eru á siglingu. Allt þetta sýnir, að bát- arnir eru óhæfir til þeirra starfa, sem þeim er ætlað hér við strendur landsins.“ • í Alþýðublaðinu kveður við annan tón. Blaðið birtir við- tal við Finn Jónsson dómsmálaráðherra. Tilgangurinn með því viðtali virðist sá einn að bera í bætifláka fyrir þeim, sem að skipukaupunum stóðu, og sýnist ljóst, að Finnur ætli að taka á sig ábyrgðina af því hneyksli, sem trúnað- armaður hans, Pálmi Loftsson, hefur framið. Sjálfsagt hefur dómsmálaráð'herra gildar ástæður til þess, sjálfsagt hefur hann haft svo fullkomnar upplýsingar frá Pálma Loftssyni, er kaupin voru ráðin, að hann hafi vitað rétt skil á skipum þessum. Þjóðviljinn hafði látið sér detta í hug, að dómsmálaráðherra hefði í þessu tilfelli reitt sig á trúnað- armann sinn, og var það honum nokkur vorkunn, og að hann mundi síðan, er ljóst var orðið að kaupin voru hreint hneyksli, gefa trúnaðarmanninum réttmæta ráðningu, en slík ráðning gat ekki verið vægari en stöðumissir. En ekk- ert í þessa átt virðist vaka fyrir ráðherranum. Hann segir í viðtali við Alþýðublaðið: „Athugun fer nú fram á skipun- um sjálfum og hæfni þeirra til þessara starfa. Mun Skipa- útgerð ríkisins, að lokinni þessari athugun, gefa út grginar- gerð um málið og skýrslu um skipakaupin. Fari svo að skipin reynisf óhæf til þess, sem þau eru ætluð, verður að sjálfsögðu að ráðstafa þeim til annarra nota. En ef svo fer, dregst enn um sinn að bæta úr þeirri brýnu þörf, sem við höfum á því að auka strandvarnir vegna væntanlegrar á- gengni togara“- ' • Það má auðveldlega lesa milli línanna að ráðherrann veit með vissu að skipin eru óhæf til strandvama og björgun- arstarfa. við strendur íslands. Hann telur þó rétt að láta fara fram athugun á málinu, og er það sízt að lasta, en al- vel sérstaklega virðist hann hafa áhuga fyrir að fá grein- argerð og skýrslu um málið frá skipaútgerðinni, það er Pálma Loftssyni. Vonandi gleymist þá ekki að ganga ríkt eftir að fá upplýsingar um alla þá „milli menn“, sem riðnir kunna að hafa verið við þessi viðskipti. Að sinni skal ekki fjölyrt meira um þetta mál, það virðist ljóst, að dómsmálaráðherra ætli áð taka á'sig ábyrgðina á því hneyksli, sem framið hefur veríð, þó ætla mætti að það hefði verið framið a/5 miklu leyti án hans vitundarj en svo virðist ekki hafa verið, og er þá ekki annað um frammi- stöðu -Finns áð segjá, en að „sá er drengur ér viðgengur“. Eh dæmdúrverður hann éftir vérkunum. Miðvikudagur 5. des. 1945. œiawfotnriHM, ÞJOÐVILJINN „Kapítalisminn hefur þann galla að dreifa gæðum lífsins illa, en sósíalisminn hefur þann kost að dreifa eymdinni ágæt- lega, sagði ChurChill nýlega í ræðu;“ Með þessum orðum hefst ritstjórnargrein Vísis s.l. þriðju- dag. „í þessum fáu orðum felst mikill sannleikur,“ bætir höf- undurinn við, alveg dolfallinn yfir þessari andagift sem von er. Og það rennur spánnýtt ljós upp fyrir ritstjóra heildsala- blaðsins: kapítalismi, sósíalismi, þessar tvær andstæður eru báð- ar af hinu vonda. Þetta er að vísu nýstárleg kenning i dálk- um Vísis, en hvað um það, sjálf ur postuli íhaldsins (sem reynd- ar var einu sinni framsóknar- maður) hefur þannig mælt. Og ritstjórinn er ekki lengi að átta sig: kapítalismi, sósíalismi, tvær andstæður. Mitt á milli þeirra hugsast dregin lína, og sú lína er náttúrlega hinn gullni meðal- vegur. Hvað viljið þið það betra! • Um ummæli Churchills er það að segja, að þau eru andríkari en hvað þau eru spakleg, enda fram sett í æsingaræðu. Kapí- talistar hafa löngum haft meiri hug á að safna auðnum en dreifa honum, og því er ekki fyllilega sanngjarnt að bera þeim á brýn mistök í þvi, sem ekki hefur verið tilgangur þeirra. Hins vegar þurfa þeir engan að öfunda að því er snfertir dreifingu eymdarinnar. Á því sviði eru afrekin svo mörg, að seint verða upp talin, en nefna mætti Indland, gull- námu brezkra kapítalista. I>á er árangurinn ekki dónalegur í nýafstaðinni heimsstyrjöld. Hins vegar hafa sósíalistar ekkert reynt sig á þessu sviði, hafa ekki einu sinni haft tækifæri til þess. í Rússaveldi kapítalist- anna var dreifing eymdarinnar svo rækilega framkvæmd, að trauðla varð um bætt. Þegar sósíalistar tóku við völdum, var eymdin hið eina, sem natíónal- íserað var þar í landi. Sendisveinn óskast nú þegar, hálfan eða allan daginn. ÁRÁSIRNAR Á ÚTVARPH) Ennþá er mikið rætt manna á meðal um hinar fáránlegu á- rásir á starfsmenn Ríkisút- varpsins og áróðurinn fyrir hlutdrægum fréttaflutningi þeirr- ar stofnunar. Framkoma þess hluta útvarpsráðs, sem stóð að aðförinni gegn Birni Franzsyni, máslist’ að vonum illa fyrir hjá almenningi. — Bæjarpóstinum hefur borizt bréf um þetta efni frá „Ötvarpsnotanda", þar sem hann lætur álit sitt í ljós á þessu sögulega máli, og birti ég það hér á eftir: „í Alþýðublaðinu 14. þ. m. er m. a. bréf, eftir einhvern, sem nefnir sig „humanus“. Honum hefur vafalaust þótt rétt að láta ekki hins rétta nafns síns get- ið, ekki talið sér vegsauka að því. Framkoma útvarpsráðs mæltist að vonum illa fyrir með- al allra þeirra, sem berjast fyr- ir skoðanafrelsi og réttlæti yfir- leitt. Útvarpsráði var falið að varðveita hlutleysi Ríkisútvarps- ins, en fórst það ekki betur en raun hefur á orðið, er tveir af guðsmönnum þess svikust að Birni Franzsyni, sem er einn vin- sælasti útvarpsfyrirlesari. Óhlut- drægni hans í erindaflutningum þessum, sem styrinn hefur stað- ið um, hefur verið viðurkennd af öllum þeim, sem geta þolað frjálsa hugsun. POSTULAR RÚSSAHATURS- INS „En þessir tveir guðsmenn Út- varpsráðs höfðu ekki það mikinn siðferðislegan þroska til að bera — þrátt fyrir guðfræðilega menntun o. fl. — fremur en aðr- ir postular Rússahatursins, að þeir mættu heyra sannleikann um Rússland. Það er sagt, að þegar mannýg naut sjái eitthvað rautt, tryllist þau og æði um og jafnvel róti upp jörðinni. Það virðist svo sem sumum mönnum sé líkt fárið. Þattnig hefur þeim orðið við, er þeir hafa heyrt „sannleikann um Rússland", að þeir hafa fyllzt bræði og heimt- að málfrelsi og skoðanafrelsi af- numið, blöð bönnuð o. s. frv. Þessi svokallaði „humanus" gæti verið einn af þessum mönnum, eftir greininni að dæma. En þessi grein hefur líklega þótt hæfa daglegum málflutningi blaðsins." SAKNAR FINNAGALDURSINS? „Bréfritarinn minnist á að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins, — einkum varðandi fréttir frá Rússlandi — sé ekki í sem beztu lagi að hans dómi. Hann minn- ist líklega með söknuði Finna- galdurstímabilsins, sem alræmt er orðið. Kannski vill hann fá í fréttaritarastörfin frægari menn (að endemum) en þá, sem nú gegna þeim og hefur hugsað, að hæg væru heimatökin, ef hann eða hanS jafnokar fengju að ráða. Þess má geta að framkoma Heimdellinga og Varðarfélaga var svo langt fyrir neðan allar hellur, að naumast er svara vert. En sá félagsskapur er kunnur að því að heyja kjánalega baráttu gegn straUmi tímans ög þróun menningarinnar,“ „þeir, sém valdið hafa OG BÍLANA“ „H. B.“ skrifar -mór langt bréf um kynni sín. af. Bifreiðastöð .Steindórs og ber henni' míðnr-vel ' söguna. Birti ég hér kafla úr bréfinu: „Það má með sanni segja, að sá sem hefur ekið bifreið ‘frá Steindórsstöð, þó ekki sé nema um stuttan tíma að ræða, verði þess fijótt var, hvað efst er á blaði, og hvaða kröfur eru gerð- ar til byrjenda á þeim stað. Flestir bifreiðastjórar, sem ganga undir meirapróf, hafa ekið vöru- bifreiðum, um lengri eða skemmri tíma, og má jafnvel segja, að það sé tvennt ólíkt, að aka vörubifreið eða fimm manna fólksbifreið. Komið getur það fyrir, að bifreiðastjórar, sem nýlokið hafa meiraprófi séu við- vaningslegir fyrst til að byrja með, er þeir skipta um frá stærri bifreið til fimm manna bifreiðar." BROTIÐ í BÁG VIÐ BIF- REIÐALÖGIN? „Þess er krafizt af bifreiða- skoðun ríkisins, hvort sem um er að ræða einkabifreiðar, vöru- bifreiðar eða leigubifreiðar til mannflutninga, að stýrisbúnaður og hemlar séu í ful(u lagi. Nú fer bifreiðaskoðun ekki fram nema einu sinni á ári, en slit á þessum tækjum, er mikið við stöðuga notkun, og þarf því oft að endurbæta á þeim tima, sem líður á milli skoðunar, og er sem' betur fer mikil árvekni hjá flest- um, að halda þeim í sem beztu lagi. Þess vegna hljómar það heldur leiðinlega, er forráða- menn stöðvarinnar skella við því skollaeyrum, er fundið er að því, sem úr lagi er gengið, en slá því aftur fram að viðkomandi sé viðvaningur og þess vegna sé gott fyrir hann að aka lélegum bíl til að byria með, þótt vegfar- endum stafi hætta af þessu far- artæki, hvort sem um er að ræða gangandi vegfarendur eða aðrar bifreiðar.“ ER ÞAÐ EKKI ÁHÆTTA FYRIR FYRIRTÆKIÐ? „Eg er þess fullviss, að þeir, sem „valdið hafa og bílana“, at- huga ekki þessa hlið málsins, heldur segja sem svo: Þetta er viðvaningur og það kemur ekki til mála að láta hann hafa góð- an bíl, slíkt er ofmikil áhætta fyrir fyrirtækið. Það er þá ekki hundrað í hættunni, þó hann keyri í klessu. Bíllinn, sem „við- vartingnum“ er fenginn i hendur er: með óvirkan handhemil, lé- lega fóthemla, mest keyrður, eða minnst yfirfarinn um alllangt skeíð. Þar sem bifreiðastjórinn ’ar ekki yanur þannig bílum, eða réttara sagt hal'ði aðeins ek- ið vörubifreiðum, var talið sjálf- sagt að láta hann hafa þetta verkfæri í hendur. Meðan þann- ig löguð farartæki geta gengið með einhverju móti, eru gerðar sömu kröfur og til hinna, sem betri eru. Sá, sem þetta ritar, fékk þá reynslu á stuttum tíma hjá Bifreiðastöð Steindórs, að engin hætta er á, að þangað verði stefnt aftur. Það var ekki farið fram á annað en það, að teknar væru til greina réttmætar athugasemdir, en á því strand- aði.“ VÍSA DAGSINS Virðist íhalds valdasól til viðar gengin þar um lengur - efast enginn, allir taka í sama strenginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.