Þjóðviljinn - 05.12.1945, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.12.1945, Síða 5
Miðvikudagur 5. des. 1945.. ÞJOÐVIL JINN apS’iwgr-'lia,*!.).. ll- J-ýxjL-gs; •? í þessum. bæ með full- gerða höfn, gasstöð, raf- veitu, hitaveitu o. fl., er ég einn af húsnæðisleysingjun um. Fyrir nokkru síðan sá ég í Morgunblaðinu eftirfar- andi auglýsingu: „3 her- bergj a íbúð til leigu. Þarf standsetningar. Uppl. gefur ....“ Eg hringdi þegar til fasteignasalans, dauðhrædd ur um að íbúðin væri þegar fai’in, og bað um nánari uppl. Það var allt í lagi. I búðin hét Máfahlíö, var al- veg í námd -viö. Haga, og ekki leigð út enn. Þótt ég hafi alið mestan minn aldj ur í Reykjavík stóðu þessi tilsvör í mér. Eg kannaðist hvorki við Máfahlíð né Haga. Eg spurði því fast- eígnasalann hvort hann mundi ekki vilja fylgja mér þangað og sýna mér íbúð- ina, en hann var ekki á þeim buxunum, enda mundi hvaða bílstjóri, sem væri, sagði hann, kannast við Máfahlíð, og gæti ég síðan sjálfur skoðað íbúðina eins og mig lysti, hún væri öll- um opin. Það var ekki fyrr en á vettvang kom að ég uppgötvaði, hve rétt hann hafði fyrir sér, hvað þetta snerti. Eg hljóp frá starfi mínu, hvað gerir einn húsnæöis- leysingi ekki til þess að ná í íbúð, og náði í bíl. „Máfa- hlíð, Haga“ át ég upp eftir fasteignasalanum. En þó bílstjórar 1 þessum bæ séu sennilega sú áðdáunarverð- asta stétt, sem til er í bæn- um, vegna hæfni sinnar og hjálpsemi, og vegna þess að þeir þekkja og vitá allt, kannaðist bílstjórinn ekki við Máfahlíð þessa, sem var minn draumur og von. Bíl- stjórinn hafði hinsvegar heyrt getið um Haga og þangað var ekið. Kippkorn fyrir neðan Elli heimilið námum við staðar og svipuðumst um eftir Máfahlíð, en því miður ár- angurslaust. Skammt frá okkur voru verkamenn að vinnu sinni og tók ég tali ungan pilt, en hann hafði, því miöur, aldrei heyrt gét- ið um draum minn og von, Máfahlíð. Hann kallaði í annan ungan verkamann, sem vann þar í námd en hann vissi heldur ekkert um Máfahlíð og tók nú að kárna gamanið. Loks datt þó piltinum í hug, sem ég hitti fyrst, að leita mætti upplýsinga hjá gömlum verkamanni, sem vann þar skammt frá, og alið hafðj allan sinn aldur í Vestur- bænum. Það var maðurinn. „Jú, Máfahlíð er guli skúr- inn, sem stendur þarna í út- jaðri braggahverfisins11, sagði hann og benti. Eg get ekki neitað því áð ég varð strax dálítið von- svikinn er ég horfði heim áð Máfahlíð, þvi þáð var satt, það líktist fremur skúr eri húsi. Eg hugsáði þó sem svo, að þótt lítil dýrð stafaði af húsi þessu tilsýridar mætti svo vera að úr því mundi rætast, er inn kæmi. Það var örstutt að Máfa- hlíð. Við höfðum komið auga á hana strax,- bílstjór- inn og ég, en bara ekki dott iö það 1 hug aö þetta gæti verið Máfahlíð. Við ókiim nú til íbúðarinnar og stig- um úr bílnum. Það var eng- um blöðum um það að fletta þetta var skúr. Allar rúður voru brotnar, fyrir miöri hlið löskuð vængja- hurð, negld aftur, og því ó- gerlegt að sjá hvernig um- horfs var inni nema með því að tylla sér á tá og gægj ast inn um hina rúðulausu glugga. Eg tyllti mér á tá og svipaðist eftir þriggja herberja íbúð. En ef ein- hverntíman hefði mátt greina slíka íbúð í húsi þessu þá var það sýnt, að síðan höfðu þeir menn hér höndum farið, sem hvorki skeyttu um skilrúm né veggi. Skúrinn var einn geymur, og datt mér helzt í hug, að setuliðið hefði not aö hann sem afdrep fyrir hross í illviömm. Þótt allt sé hey í harðind- um sá ég enga möguleika á því að flytja inn í íbúð þessa, enda þótt „leigan yrði eftir samkomulagi“, eins og fasteignasálinn orð- aði það. Eg var hinsvegar reynslunni ríkari og hafði fengið spegilmynd af á- standi húsnæðismálanna í bænum. F.nn er ég eínn af þessum búmæðisleysingjum. Mín "ína hugeun nú, eins og annara húsnæðisleysingia. er áð fvlgjast með mynda- flokki Moraunblaðsins um framkvæT",iir bæjarins í húr næði.smálun'”n, og þó spá ýmsir því, að b-iarstjórnar- meirihlut'nn mur1 'ievja frá bessum húsum br’^vggð- um í janúarmánuði 1" Sölvi Blöndal. FÉLAGSLÍF Glámiifélagið Ármann heldur skemmtifund í Tjarn- arcafé í kvold kl. 9. Til skemmtunar verður m. a. Listdans, Sif Þórs og Kaj Smidt. Húsinu lokað klukkan 11. Mætið stundvíslega. Skemmtinefndin Fyrirspurn á Al- þingi um varðbáta- kaupin Sigurður Bjarnason flytur í neðri deild fyrirspurn til dóms- málaráðherra um varðbátakaup, svohljóðandi: ..Telur rikisstjórnin, að þeir þrír bátar, sem keyptir voru í Englandi á sl. sumri, fullnægi þeim kröfum, sem gera verður til skipa, er stunda eiga Iandhelgis- gæzlu og björgunarstarfsemi við strendur ísiands? Hvaða upplýs- ingar hefur dómsmálaráðherra að gefa um útbúnað og hæfni þessara báta til fyrrgreindra starfa? Hefur sú athugun farið fram á fyrirkomulagi landhelgisgæzlu og björgunarstarfsemi, sem rík- isstjórninni var falin með þings- ályktun á síðasta Alþingi? Ttillögunni fylgir þessi grein- argerð: Fyrir skömmu eru komnir hing að til lands þrír bátar, sem rík- isstjórnin keypti í Englandi fyrir frumkvæði dómsmálaráðherra og að ráði forstjóra Skipaútgerðar rikisins, sem sendur var til Eng- lands til þess að athuga mögu- leika á kaupum hentugra skipa til landhelgisgæzlu og björgunar- starfa við strendur íslands. Þegar bátar þessir höfðu verið afhentir íslendingum, kom í ljós, að því er siómenn og aðrir skyn- bærir menn telja, að mjög virð- ist bresta á, að þeir fullnægi þeim vonum, sem menn gerðu sér um þá. Fyrirspurn bessi er borin fram tii þess, að hæstv. dómsmálaráð- herra, sem forustu hefur haft um þessi bátakaup, geti gefið Al- þingi og þar með þjóðinni sann- ar og réttar upplýsingar um báta þessa og hæfni þeirra til þeirra nauðsyniastarfa, sem þeim hafa verið ætluð. Er mjög æski- legt að fá slíkar upplýsingar vegna alls konar fregna, sem þegar eru á kreiki um hæfni þeirra eða, réttara sagt, óhæfni. Enn fremur er æskilegt, að rík- isstjórnin geri það upp við sig í tíma, hvort bátarnir verði not- aðir í fyrrgreindum tilgangi, svo að unnt sé að gera aðrar ráð- stafanir, t. d. selja þá ög afla nýrra, ef þeir að athuguðu máli þykja ekki henta. Að lokum er í fyrirspurn þess- Frh. á 8. siðn. L 0. Go T. Stúkan Minerva Fundur í kvöld kl. 8,30 í Góðtemplara- húsinu. Inntaka. Efíir fund, kaffi- samsæti. Ræða. Upplestur (gaman- saga) o. fl. Bazar Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur bazar í dag kl. 2 í samkomuhúsinu Röðli. Ýmsir ágætir munÍB, prjónles o. fl. Friðarstefna Sovétríkjanna EIN HUGSUN er eins.og rauður þráður í kjörorð-' una þeim, sem miðstjórn Kommúnistaflokks Sov-, étríkjanna birti í tilefni af 28 ára afmæli byltingar- innar,“ segir í ritstjórnargrein sovétblaðsins „Soviet Weekly“, — „og það er sú ætlun sovétþjóðanna, að vernda frið meðal þjóða, og fyrirbyggja friðrof á ný. Annað aðalefni þeirra er sú ákvörðun að lækna sár- in, sem styrjöldin veitti, á eins skömmum tíma og hægt er og hefja sósíalistíska nýbyggingu 1 stærri stíl en fyrr og bæta lífskjör fólks 1 Sovétríkjunum enn meir. Utanríkismálastefna Sovétríkjanna hefur alltaf ein- kennzt af staðfestu við nokkur grundvallaratriði. í 28 ár hefur sovétstjórnin barizt einbeitt og afsláttarlaust fyrir friði og gegn friðrofi, og friðarstefnan er runn- ín af sjálfu þjóðskipulagi Sovétríkjanna. Fyrir nokkru var skýrt frá 1 útvarpi atviki, sem flutningsmaður, kunnur útvarpsfyrirlesari, taldi mik- ilvægt. Brezkur blaðamaður, nýkominn frá Moskva, lét í ljós undrun sína yfir því, að fólk á Englandi væri farið að ræða horfur á nýrri styrjöld. Enginn maður í Sovétríkjunum heyrðist tala um slíkt. Allt afl sovétþjóðanna beindist að endurreisn og bættum lífskjörum. Þetta taldi ræðumaður vert að hugleiða. jj^OVÉTÞJÓÐIRNAR eru friðsamar þjóðir, nýbygging- arfólk. Það sem þær stefna að, er að skapa sér góð lífsskilyrði í landi sínu Milljónir manna hafa þegar- snúið úr herþjónustu til friðarstarfa.Ný fimm ára áætl- un hefur verið gerð og er hlutverk hennar ekki einung- is að bæta úr eyðileggingum stríðsáranna, heldur einn- ig að koma framleiðslu og menningu í betra horf en komið var 1941. Karlar og konur Sovétríkjanna leggj- ast á eitt til að gera líf sitt hamingjusamara en áður. Það hlaut að vekja athygli hins erienda blaðamanns. Þannig hafa sovétþjóðirnar ætíð verið. Þær hafa ekki breytzt í þessu, eins og stundum er haldið fram er- lendis. Allt frá því, að þær tóku völd yfir málum sín- um fyrir 28 árum, hafa þær unnið að því að gera land sitt betra og byggilegra. Hinsvegar hafa þær aldrei lokað sig úti frá umheiminum, en hafa jafnan leitazt við að halda vinsamlegri og heilbrigðri sambúð við allar friðsamar þjóðir. gARÁTTA fyrir friði hefur alltaf ver'ð meginatriði utanríkismálastefnu Sovétríkjanna, os það að Sovét- ríkjunum tókst ekki að afstýra heimsstyrjöldinni var vegna þess, að viðleitni hennar naut ekki stuðnings annarra lýðræðisríkja. í stað þess að vinna með- Sovétríkjunum að hindrun friðrofs, reyndu Múnchenmennirnir, sem þá voru við völd í hinum vestrænu lýðræðisríkjum, að nota þýzku fasistana og japönsku hermennskuklíkuna sem forustu- sveit heimsafturhaldsins gegn Sovétríkjunum. Bak við reykský sovétníðs eyðilögðu Munchen-samsærismenn- irnir hið sameiginlega öryggi og leystu hendur frið- rofanna. Og enn hefur afturhaldið ekki gefizt upp. Enn reyn- ir það að hindra varanlegan frið. Sovétþjóðirnar eru sér meðvitandi um þá hættu. Og þær eru staðráðnar í að vernda frið meðal þjóðanna, friðinn, sem varð svo ægilega dýr“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.