Þjóðviljinn - 05.12.1945, Síða 6
G
Miðvikudagur 5. des. 1945.:
i - —
ÞJOÐVIL JINN
" 1 . l.J'.'l'-Sl
Bernskumiimingar
Þeir hafa auðvitað komizt á snoðir um það,
að ég ætla mér að lesa alla biblíuna og þeir geta
ekki setið á sér með að erta mig.
„Heyrðu, Selma,“ segja þeir. „Þú, sem lest
biblíuna, ættir að vita hvert Jakob fór, þegar hann
var á fjórtánda árinu?“ Eða þeir sögðu: „Geturðu
sagt okkur hvað faðir Zebeíusarsona hét “ Eða
„Veiztu hvað postularnir hafa fyrir stafni í himna-
ríki?“
En ég lét mér það í léttu rúmi liggja. Sá, sem er
bara tíu ára, og ætlar sér að lesa alla biblíuna,
verður að sætta sig við margt, sem verra er.
Pabbi er farinn að klæða sig, en þó liggur hann
uppi í legubekk mikinn hluta dagsins. Hann er
máttfarinn og hefur hósta. Hann segist aldrei verða
jafn góður.
Mamma vill að hann fari til Strömstad og noti
böð. Þau hafa aldrei verið eins heilsugóð og ein-
mitt sumarið sem þau voru í Strömstad, hvorki
fyrr né síðar. •
Eg veit reyndar vel, að pabbi þarf alls ekki
að fara til Strömstad. Honum batnar undir eins
og ég hef lesið alla biblíuna. En það má ég engum
segja.
Hver veit nema það sé guð, sem kemur því svo
fyrir, að pabbi fari, svo að ég geti haldið áfram með
iesturinn?
AUw!bíJA
Ensk-íslenzka-félagið
heldur
2. fund sinn
á þessum vetri fimmtudaginn 6. þ. m. í Odd-
fellowhöllinni (Tjarnarcafé) kl. 8,45 e. h.
Sýndar verða kvikmyndir Lofts Guð-
mundssonar frá fullveldishátíðinni á
Þingvöllum 1944 og frá V E-dags há-
tíðahöldunum í Reykjavík.
Þeir meðlimir félagsins, sem ekki hafa
fengið aðgöngumiða að fundinum, vitji
þeirra til ritara félagsins, Austurstræti 14.
Félagsmenn mega taka með sér gest.
Sýningin hefst stundvíslega kl. 9 e. h. og
verður húsinu þá lokað.
Að lokinni sýningu verður DANSAÐ til
kl. 1 e. m.
STJÓRNIN
Hreyfingin í Hveragerði
heldur almenna kvöldvöku á Hótel Borg,
fimmtudaginn 6. desember kl. 9 e. h.
Ræðuhöld, upplestur og dans.
Aðgöngumiðar í blómaverzluninni
FLÓRA
á fimmtudag
John Galsworthy:
hjóluðu vagnar orðnir full-
komnir. Eg man þá tíð að
það var enginn leikur að aka
í vagni, samanborið við,
hvað það er nú. Já, ójá.“
Saumakonan svaraði* stilli-
lega: „Já, þetta er fjarska
þægilegur vagn. Sittu kyrr,
Stanley minn.“
Drengurinn náði ekki niður
í gólf með fæturna og barði
hælunum í sætið.
„Þessi ökuferð verður þér
minnisstæð, þangað til þú
verður fullorðinn drengur
m:nn,“ sagði gamli yfirþjónn
inn.
Drengurinn hafði horft á
móður sína, en nú leit hann
á Creed stórum, dökkum aug-
um.
„Þetta er fallegur krans,“
hélt Creed áfram. „Eg fann
þennan óskapa ilm niður alla
stiga. Það hafa, svei mér,
ekki verið sparaðar í hann
syrenurnar. Já, það eru, svei
mér skrautleg blóm.“
Svo datt honum dálítið í
hug, sem honum var bókstaf-
lega ómögulegt annað en
að hafa orð á því.
„Eg sá hana í gær — stúlk-
una. Hún fór að tala við mig
á götunni“-
Andlit saumakonunnar
hafði hingað til verið sljótt
og ekki borið vott neinna
geðhræringa. En nú breyttist
það á svipstundu og varð illi-
legt. Hún var likust uglu og
dökku, stóru augun, sem
venjulega voru blíðleg, log-
uðu af heipt.
„Henni sómdi bezt að
þegja. — Vertu kyrr, Stan-
ley“. Drengurinn hætti aftur
að berja hælunum í sætið.
Nú leit hann af gamla mann-
inum, sem hann hafði starað
á um stund, og fór að horfa
á móður sína á ný.
Vagninn virtist í þann veg-
inn að nema staðar, en tók
svo kipp, eins og hann hefði
skrjáplað á einhverju á göt-
unni. Svo hélt hann áfram
með jöfnum hraða.
Creed leit út um lokaðan
gluggann. Vagninn var að
fara framhjá því húsi, þar
sem hann vildi sízt lúka ævi
sinni. Það var svo langt að
vagninn virtist aldrei ætla
að komast framhjá því- Þetta
var eins og vondur draumur.
Creed horði fram á við, í
áttina til hestsins. Nef:ð á
gamla manninum var orðið
óvenjulega rautt. Hann hélt
áfram:
„Ef þeir vildu bara senda
mér kvöldútgáfuna með fyrra
móti, í staðinn fyrir að láta
ipig ekki hafa hana fyrr en
mannfjandinn er búinn að
Bræðralag
j
taka alla viðskiptavini mína
af mér. Eg fengi þá 2 shill-
ings meira á viku — í hrein-
an ágóða.“
Hann fékk ekki annað svar
en það, að drengurinn fór
enn að berja hælunum í sæt-
ið. Creed tók upp samtals-
þráðinn, þar sem hann hafði
slitnað:
„Hún var í alveg nýjum
fötum.“
Hann varð skelkaður, þeg-
ar hann heyrði tóninn í svari
konunnar- Hann þekkti ekki
þessa rödd: ,.Eg vil ekkert
um hana heyra Hún er ekki
umtalsefni fyrir heiðarlegt
fólk.“
Gamli maðurinn gaf henni
hornauga. Þetta var óviðeig-
andi ofstopi á svona hátíð-
legri stundu. Hann langaði
til að segja: „A moldu ertu
kominn“.
„Reynið þér að hugsa ekki
um þetta,“ sagði hann eins og
lífsreyndur maður. „Henni
hefnist fyrir“. Hann sá tár
renna niður vanga hennar og
bætti við: „Hugsið þér ekki
um annað en drenginn yðar.
— Og ég verð hjá yður, þang
að til þetta er um garð geng-
ið. — Sittu nú kyrr, drengur
minn. Mömmu þinni fellur
þessi hávaði ekki. Sittu
kyrr!. 1
Drengurinn hætti enn einu
sinni að berja fótunum, leit
á þann, sem hafði ávarpað
hann — og svo hélt vagninn
áfram hægt og hægt.
Gluggar aftasta vagnsins
voru opn'r upp á gátt. Þar
sat Marteinn Stone með
hendurnar á kafi í frakkavös-
unum og fæturna krosslagði
hann fram á gólf. Hann
starði upp í þakið og beiskju-
drættir voru á fölu andliti
hans.
Hilary beið innan við sálu-
hliðið. þar sem svo margir
andaðir og lifandi skuggar
höfðu liðið hjá.
Hilary hefði líklega ekki
getað svarað því hvers vegna
hann var hingað kominn, til
þess að sjá þetta barn hulið
moldu.
Var það vegna þess, að litli
drengurinn hafði einu sinni
horft inn í augu hans? Eða
langaði hann til að sýna kon-
unni, sem hafði verið svo
hart leikin, þögula samúð?
En af hvaða ástæðum sem
hann var kominn, dró hann
sig í hlé Þarna var þó einn á-
horfandi, sem tók vel eftir
honum-
Fyrirmyndin stóð í hvarfi
við háan legstein og gaf hon-
um gætur.
Tveir menn í lóslitnum,
svörtum kápum báru kistuna.
Svo kom presturinn í hvítum
kyrtli, þar næst frú Hughs og
drengurinn hennar, á eftir
henni gekk Creed gamli.
Hann teygði fram höfuðið,
leit á víxl til beggja hliða og
var reikill í spori. Síðastur
gekk Marteinn Stone.
Hilary slóst í för með Mar-
teini, og þannig hélt líkfylgd-
in áfram til grafarinnar.
Þau námu staðar við litla
gröf úti í einu horni kirkju-
garðsins. Sólin skein skært á
leiðin, sem lágu í löngum
röðum, eyðileg og engum
blómum prýdd.
Austanvindurinn ýfði ný-
gre'tt hárið á höfði gamla
yfirþjónsins og gerði hann
voteygan á meðan hann
hlýddi á prestinn. Margvís-
legar hugsanir brutust um í
höfði hans
„Hann fær hvíld í krist-
inna manna reit. Af moldu
skaltu aftur upp rísa. Eg
vissi, að hann mundi ekki
verða langlífur-----“
Sorgarathöfnin, sem var
stutt og miðuð við, að þetta
var aðeins fátækt bam, kom
gamla yfirþjóninum í hátíða-
skap. Draumkennd ró færð-
ist yfir hugsanir hans. Hann
fékk móðu fyrir augun, hall-
aði undir flatt, eins og páfa-
gaukur á priki sínu, og hlust-
aði.
„Þeir, sem deyja svona
ungir, fara beina leið til him
ins“, hugsaði hann. „Við trú-
um á guð föður, Guðs móður
og heilaga skírn. Eg er ekki
hræddur við dauðann.“
Þegar hann sá kistunni
sökkt niður í gröfina, teygði
hann höfuðið enn lengra
fram. Kistan hvarf, og þá
heyrði hann hálfkæfðan grát-
Hann snerti handlegg kon-
unnar með skjálfandi fingr-
um. ,
„Grátið þér ekki. Hann er
kominn inn í dýrð guðs.“ En
þegar hann heyrði moldina
hreynja niður á kistuna, varð
hann sjálfur að taka upp
vasaklútinn og þurrka sér
um nefið.
„Já, nú er hann horfinn“,
sagði hann.
Vindurinn jafnaði yfirboi’ð
moldarinnar á leiðinu, þegar
gröfin hafði verið byrgð, og
bar bæði þungan andardrátt
gamla mannsins og gráthljóð
konunnar út í geiminn.
Hilary og Marteinn urðu
samferða frá jarðarförinni.
Hinum megin götunnar,
langt á eftir þeim, kom Fyr-
irmyndin. Þeir gengu lengi
þegjandi, þar til Hilary benti