Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 1
10. árgangui Föstudagur 28. des. 1945 292. tölublað Víðtækt samkomulag á Moskvafundinum: Kjamorkusprengjan og önnur stórvirk drápstæki gerð útlæg úr vopnabúnaði þjóðanna Samkomulag um Kína, Japan og Balkanlöndin Klukkan tvö í nótt eftir íslenzkum tíma var birt í Moskva, London og Washington tilkynning um árangur utanríkisráðherrafundarins, sem staðið hefur í Moskva undanfama 11 daga. Tilkynning- ín er 5000 orð á lengd og eru helztu atriði hennar þessi: Kjarnorkusprengjan og önnur stórvirk eyðing- arvopn skulu gerð útlæg úr vopnabúnaði þjóð- eníu og Ungverjalandi og | Sovétríkin og Bretland Finn- landi. Síðan verður haldin j friðarráðstefna allra þeirra i þjöða er áttu i styrjöld við I þessi lönd og þar gengið end- j aníega frá friðarsamningum. anna. Nefnd Bandamanna er falin stjórn Japan. Ekkert þríveldanna mun blanda sér í innan- landsmál Kína. Ákveðið er hvernig friðarskilmálar við ríki, er börðust með Þýzkalandi skuli samdir. Stjórn Rúmeníu og Búlgaríu skal komið í það Korf, að þríveldin öll geti viðurkennt þær. Kjamorkumálin Þing Sameinuðu þjóðanna skal kjósa sérstaka kjarn- orkumálanefnd, er skal sjá um útbreiðslu á niðurstöðum kjarnorkurannsókna meðal þjóðanna. Einnig skal nefnd- in sjá um að kjarnorkunni sé aðeins beitt til iðnaðar í frið- samlegum tilgangi Þá skal hún sjá um að allar þjóðir geri kjarnorkusprengjur og önnur stórvirk drápstæki út- ]æg úr vopnabúnaði sínum. Bretland og Banda- ríkin vilja koma Franco frá völdum Stjórnir Bretlands og Bandáríkjanna hafa tekið boði Frakklandsstjórnar um að hefja viðræður um sam- eiginlegar aðgerðir gegn Francostjóminni á Spáni. Orðrómur hafði komizt á kreik um að brezka stjórnin væri mótfallin tillögu Frakka en því'var opinberlega mót- mælt í London. Minnt var á ummæli Bevins utanríkisráð- herra, er hann kvaðst fyrir- líta Ffaneo og stjórn hans. Franska stjómin lagði til að byrjað væri á því að slíta stjórnmálasamibandi við Franco; en talið er óvíst í London og Washington að það eitt nægði enn sem kom- ið er til að koma Franco frá völdum. Austur-Asía Sett skal á stofn nefnd í Austur-Asíumálum, er hefur aðsetur í Wasíhingtón. Skal hún marka stefnuna í þessum hluta 'heims. Eftirlitsnefnd Bandamanna skal vera yfir- manni hernámsliðsifts í Japan til aðstoðar. Hún situr í Tokio. Korea skal fá sjálf- stæði. Bandamenn munu að- stoða við að koma á þjóðar- einingu i Kína og í engu skipta sér af innanlandsmál- um. Her Bandaríkjanna fer frá Kína er framfylgt hefur verið uppgjafarskilmálum þeim, er Japönum voru settir. Bevin og Byvnes um árangur fundarins Bevin og Byrnes ræddu báðir við blaðamenn í gær um árangur fundarins. Létu þeir báðir hið bezta af hon- um. Bevin sagði, að ef á- kvarðanir fundarins væru framkvæmdar af samvinnu og skilningi væru þær mikil- vægur grundvöllur að lausn brýnni og stærri viðfangs- efna. Þessi fundur væri mik- ilvægt skref til algerrar sam- vinnu stórveldanna. Bevin kvaðst ekki vilja kcma þvi inn hjá fólki, að hægt væri að leysa öll vandamál á einni ráðstefnu, en þessi ráð- stefna hefði gert allt, sem í mannlegu valdi stóð eins og málum er háttað nú. Við byggingu friðarins þurfi > þol- inmæði og skilning. En allt velti þó á þeim anda, sem verði yfir framkvæmd á- kvarðananna. Balkanmálin Mikael Rúmeníukonungur fær umbeðnar ráðleggingar um hversu stjórn landsins skuli skipuð svo að þríveldin geti öll viður-kennt hana. Þeir Harriman og Kerr, sendi- herrar Bretlands og Banda- ríkjanna í Moskva og Vish- insky, fara begar til Búkarest og gefa ráðin. Er þeim hef- vr verið framfylgt og stjórn- in tryggt frjálsar kosningar í landinu munu Vesturveldin viðurkenna hana. S-ovétríkin taka að sér að gefa Búlgaríu- stjóm vinsamleg ráð um hvernig breikka skuli grund- völl hennar svo hún megi öðlast viðurkenningu Vestur- veldanna. Friðarsamningar Þríveldin og Frakkland sefja ítaMú fríðárskilmálá, þríveldin ein Búlgaríu, Rúm- Engir leynisamningar Byrnes kvaðst vilja taka það fram, til að koma í veg fyrir bollaleggingar, sem venjulega væru eftir slíkar ráðstefnur, að í til-kynning- unni -um ráðstefnuna væri greint frá öllum málum, er hún hefði gert ákvarðanir urn. Engir leynisa-mningar hefðu verið gerðir. Byrnes sagði ennfremur, að fundurinn hefði orðið til mik- ils gagns til að bæta sambúð hinna þriggja stórvelda. Næsti fund-ur utanríkisráð- herra þríveldanna verður haldi-nn í Washington. Iranmálin ekki leyst Bevin tók fram, að loka- samkomulag hefði ekki náðst um Iranmálin, en þau atriði, sem eftir. væru, myndu leyst eftir venjulegum milliríkja- leiðum. Ákvörðun Breta og Sovétríkjanna um að flytja lið sitt frá I-ran fyrir 2. marz er óbreytt. FramhaM é 7. síðu. Friðarumleitanir i Kína Samkomulagsumíeitanir á milli Kuomintang og kín- verskra kommúnista hófust aftur í Sjúnking í dag eftir að hafa legið niðri i 5 vikur. Fulltrúar kommúnista lögðu fram skriflegar til-lög- ur á fundmum í dag. Ástandið betra á her- námssvæði Sovétríkj- anna en Vesturveld- anna Bandarískir blaðamenn eru nýkomnir úr ferðalagi um suðausturhluta hemámssvœð- is Sovétríkjanna í Þýzka- landi. Eru þeir fyrstu blaðamenn- irnir frá Vesturlöndum, sem ferðast um þennan hl-uta her- ná-mssvæðisins. Þeir segja að lengra sé komið að koma at- vinnulífinu í eðlilegt horf en í Vestur-Þýzkalandi. Flestar þær verksmiðjur, sem fram- leiða neyzluvör-ur séu komn- ar í gang. En hergagnaverk- ^miðjur eru ýmist eyðilagðar eða vélarnar tekn-ar upp í skaðabætur. Þeir segja að ÞjóðVérj-um sé fengin meiri ábyrgð en á hernámssvæðum Vesturveldanna. Helzta vandamá-lið sé að sjá flótta- fólki f-arborða, en það hafi flest fengið jarðnæði, er stór- jarðeignum junkaranna var skipt upp. Bretar reyna að sætta Indonesa og Hollendinga á Java fiershöfðiiigi Breta vill samvinnu við Indonesa Ráðstefnur standa nú yfir bæði á Java og í Bretlandi, þar sem reynt er að binda enda á bar- dagana á Java. Á Java átti Christieson, hershöfð- ingi Breta, viðræður við Sharea forsætisráð- herra Indonesa í gær. í Bretlandi hófst fundur brezkra og hollenzkra stjórnmálamanna um Javamálin. Attlee forsætis- ráðherra stjórnar ráðstefnunni. Af hálfu Hollendinga sitja ráðstefnuna forsætis- og ut- anríkjsrácr.ierra (hollenzku stjórnarinnar og Van Mook, landstjóri Hollendinga á Java. Ráðstefnunni lýkur á m-org-un. Hersveitir Indonesa und- ir forustu Christiesons Rétt áður en fundur Christiesons og Sharea hófst lýsti Christieson því yfir, að hann myndi með öllum ráð- um koma í veg fyrir áfram- haldandi árásir á brezka og indverska hermenn á Java. Hann gerði Sharea það tilboð, að indonesiskar hersveitir Skömmtun aínumin á kornvörum Skömmtun á brauði og öðr- um kornvörum hefur verið numin úr gildi frá og með 1. janúar nœstkomandi. Skömmtun á vörurn þess- um hefur verið framkvæmd í rúm 5 ár, eða frá því í sept. 1940. yrðu settar undir stjórn sína og tækj-u þær þátt í afvopn- un Japana á Java. Einnig lagði hann til, að menn úr 1-ögreglu Indonesa störfuðu með brezku herlögreglunni við að halda uppi lög-um og reglu á eynni. Sharea kallaði stjórn sína sa-man á fu-nd strax og 'hann kom frá Christieson^ og er búizt við svari Indonesa í dag. Bretar vilja samkomu- lag Bretar eru sagðir leggj-a mikla áherzlu á, að Javamál- in verði leyst m-eð samkomu- lagi Indonesa og Hollendmga, svo að e-kki komi til frekari blóðsúthellinga. Ástralíu- menn hafa lýst sig fúsa að taka við Evrópum-önnum, sem vilja fara frá Java. Tilraunir Breta til að br jóta sjálfstæði-shreyíing- \ Indonesa á bak aftur roíS vopnavaldi hafa mælzt ' illa fyrir víða um h°'r~' ekki sízt í Bretla-ndi. síðustu ráðstafarii-r r"''ta benda ti-1 stefn-ubreytingar gagnvart Indonesum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.