Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 7
7 Föstudagur 28. des. 1945 ÞJÓBVILJINN TILKYNNING til félagsmanna KRON Félagsmenn KRON eru áminntir um, að ihalda til haga öllum kassakvittunum (arð- miðum) sínum. Þeim á sdðan að skila í lokuðu umslagi á skrifstofu félagsins, Skóla- vörðustíg 12, strax eftir áramótin. Munið, að félagsréttindi yðar framvegis, eru bundin því skilyrði, að þér skilið kassa- kvittunum. 1 Dönsku straujárnin eru komin í Raftækjaverzlun Lúðvíks Guðmundssonar Laugaveg 46. Sími 5858. Sendum gegn póstkröfu um land allt Framhaldsstofnfundur byggingarsamvinnufélags starfsmanna rík- isstofnana verður haldinn í Baðstofu Iðnað- armanna í kvöld kl. 20.30. Dagskrá: 1. Samþykktir félagsins, síðari umræða. 2. Stjórnarkjör. 3. Önnur mál. Undirbúningsnefndiji Að vör un. Héraðslæknirinn í Reykjavík vill vara fólk við því að fara með börn á jólatrés- skemmtanir, ef þau ekki hafa fengið kíg- hósta, nema þau hafi nýlega verið sprautuð gegn honum og þá í samráði við heimilis- lækni. Reykjavík, 27. des. 1945 Magnús Pétursson ' ■------------------------------—1 Prentnám Ungur maður, 16—18 ára, sem vill læra prentiðn, óskast í prentsmiðju hér í bæ. Umsókn með upplýsingum um menntun sé skilað á afgreiðslu Þjóðviljans fyrir 7. janúar n. k. Eldhætta Að marggefnum tilefnum um elds- voða út frá jólatrjám, áminnist fólk um að fara varlega með kertaljós og eld. Ef óhöpp vilja til þá hringið tafar- laust í Slökkvistöðina, sími 1100, eða hrjótið næsta brunaboða. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík Jarðarför slökkviliðsmannaoina Sigurbjörns Mariussonar, Sólvallagötu 60, og Ámunda Hjörleifssonar, Vesturgötu 16B, sem létust af slysförum þ. 20. desember sl., fer fram næstkomandi laugardag 29. desemlber frá Dómkirkj- ■unni og hefst með húskveðju á heimilum hinna látnu kl. 1 e. h. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavik, Jón Sigurðsson. Sonur minn og bróðir okkar Vignir Guðbjöm Steindórsson andaðist hér heima annan dag jóla. Jarðarförin til- kynnt síðar. Steindór Björnsson og börn, Sölfhólsgötu 10. Maðurinn minn Knútur Amgrímsson, skólastjóri, andaðist að heimili okkar, Ránargötu 9; að morgni 26. þ. m. Ingibjörg Stefánsdóttir Ný óvenju glæsileg bók: Á hreindýra- slóðum Á hreindýraslóðum — bók- in um íslenzku hreindýrin, er nú komin út. Höfundur bókarinnar er Helgi Valtýsson, en myndirn- ar hefur Edvard Sigurgeirs- son tekið. Fyrsti hluti bókar- innar er ágrip aí fjórum ferðasögum þeirra félaga, sumurin 1939, 1943 og 1944. Annar kafli hennar er saga hreindýranna á íslandi og þriðji og síðasti kaflinn er um eyðingu hreindýranna. Bókin er nokkuð á þriðja hundrað blaðsíður og rúml. 70 myndir, þ. á. m. margar mjög fagrar litmyndir. Bókin er að ytra frágangi ein hin glæsilegasta Sem hér hefur verið gefin út. Verður hennar nánar getið síðar. Útgefandi er Norðri. Barnakennarar stofna byggingarsamvinnu- félag Stéttarfélag barnakenn- ara 1 Reykjavík ákvaö á fundi sínum 22. þ. m. að gangast fyrir stofnun bygg- ingarsamvinnufélags meðal kennara. Að fundinum lokn um var settur stofnfundur byggingarfélagsins. 30 manns gerðust félagar. Bráðabirgðastjórn , var kosin til þess að semja frumvarp til samþykkta fyr ir félagið. Hana skipa: Arn- grímur Kristjánsson, Stein- þór Guðmxmdsson, Hannes M. Þórðarson, Jón Guð- mannsson og Ingimar Jó- hannesson. Bráðabirgðastjórn var ur ákvéðið framhaldsstofn- fund í Miðbæjarskólanum laugardaginn 29. þ. m. kl. 10 árdegis. Þeir kennarar sem þá ganga í félagiö, verða talcj.ir méð stofnend- um. MOSKVARÁÐ- STEFNAN Frh. af 1. síðu. Frakkar og ítalir óánægðir Frakkar munu krefjast þess, að fá að taka þátt í öll- um ráðstefnium er varða Balkanlöndin og mun Bidault utanríkisráðherra leggja sam- þykkt þar að lútandi fyrir fund frönsku stjórnarinnar í dag. ítalska útvarpið er óá- nægt með það, að ítölum skuli ekki vera boðið að eiga fulltrúa við samningu friðar- skilmála fyrir Ítalíu. Gasp- ari forsætisráðherra ræddi við sendiherra þríveldanna allra í gær. Kínverska stjórnin hefur opinberlega tilkynnt, að hún Minningarsjóður Kjartans Sigurjóns- sonar, söngvara Frú Bára Sigurjónsdóttir hefur stofnaö sjóð til minn- ingar um mann sinn, Kjart- an Sigurjónsson írá Vík, og hefur skipulagsskrá sjóðsins verið staðfest af forseta ís- lands. Tilgangur sjóðsins er að styrkja til framhaldsnáms efnilega, íslenzka söngvara. sem eigi eru þess megnugú’ að kosta nám sitt af eigin rammleik. Úthlutun úr sjóönum ann sé samþykk fyrirkomulagi því við samningu friðarskil- mála, er fundurinn sam- þykkti. ast þriggja manna néfnd, sem skipuö er söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar, tón- listarráöunaut Ríkisútvarps ins og organleikara Dóm- kirkjunnar í Reykjavík. Þó hefur frú Bára með hönd- um alla stjórn sjóösins með an hennar nýtur við. Sjóðnum hafa þegar bor- izt márgar minningargjafir og má vænta þess að ýmsir verði fúsir til að styrkja hann með fégjöfum, stórum eða smáum, svo að hann geti sem fyrst tekiö til starfa. Minningarspjöld sjóösins fást hjá Sigurði Þórðarsyni skrifstofustjóra Ríkisút- varpsins, Reykjavík, Valde- mar Long, Hafnarfiröi, Bjarna Kjartanssyni, Siglu- firöi og Sigurjóni Kjartans- syni, kaupfélagsstjóra, Vík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.