Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. des. 1945 —----------;-----------1--- ÞJÓÐVILJINN „Svo lengi sem ég m er neitasta ósk.. f Viðtal við Carolinu Siemsen sjötuga Einn af elztu brautryðjendum verkalýðssamtakanna, Carolina Siemsen, átti sjötugsafmæli 23. þ. m. Af nafni hennar stendur mest- ur ljómi á fyrstu áriun yei;kakvennasamtakanna hér á Iandi. Ókunnngur maður sem kæmi imi til Carolinu Siemsen og ræddi við hana myndi vart trúa því að þar færi sjötug kona. Hárið er að vísu slegið hinum virðulega silfurlit ellinnar, en augun eru kvik og áliuginn á málum samtíðarinnar og þá fyrst og fremst málstað liinna vinnandi stétta, er áhugi ungrar sálar. Þegar Carolina rifjar upp endurminningar frá fyrstu baráttuárunum beinlínis geislar liún af þrótti. Þá dylst engum hver hamingja það hefur verið samtökum verkakvenna að eiga óskiptan liug og starfsorku þessar- ar konu. — Mættu samtök hinna vinnandi stétta eignast sem flestar slíkar. mm Carolína var ein þeirra sem fremst stóðu að stofn- un verkakvennafélagsins Framsókn, og var hún í stjórn þess öll þau ár er hún var í félaginu, ýmist sem ritari eða gjaldkeri. Hún stóö ætíð fremst í bar- áttunni fyrir bættum kjör um og auknum réttarbót-1 um og ’var' ætíð vakandi á verðinum að gæta feng- inna réttinda; mun hún 13 sinnum hafa verið í samn- inganefnd fyrir félagið — og á þeim árum var annað að segja þaö en gera, aö fá nýtt félag viðurkennt sem samningsaðila — ,,en kon- urnar báru traust til mín og formaðurinn sagðist ekki vilja vera í samninganefnd nema ég væri með“, sagði hún. Carolina var einn af stofnendum Alþýðusam- bands íslands; hún fór til Vestmannaeyja til aöstoöar verkakvennasamtökunum bar, og hún fór til Hafnar- fjarðar til að stofna verka- kvennafélagið þar. Framsókn Fyrsta spurningin, þegar ég kom til Carolinu Siem- sen til aö ræða við hana sjötuga, var vitanlega um stofnun verkakvennafélags- ins Framsókn. __ Verkakvehnafélagið Framsókn var stofnaö 28. nóvember 1914. Stofnendur voru eitthvað um 60 konur og það fjölgaði ört í félag- inu, þótt ekki gengi alltaf vel að fá þær til að standa saman. Vinnutímmn var þá eins langur og atvinnurekend- um þóknaöist og kaup hið sama hve lengi sem unnið ^ar. Kaup verkamanna var bá svo lágt aö ekki var unnt að lifa af því mann- sæmandi lífi, Fyrsta kaupiþ okkar var 15 aurar á tím- ann. — Hvernig gekk aö ná samningum? — Það var erfitt aö koma nokkru í framkvæmd á þeim árum. Eftir nokkra mánuði náðust i amningar, en fulla viðurkenningu sem samningsaðili fékk félagiö ekki fyrr en rúmu ári eftir að það var stofnað. Fyrstu árin stóðum við stundum í samningum tvisvar á ári. En alltaf þokaðist þetta áfram og kaupið komst aö lokum upp í 97 aura á klst. En það var ekki fljótfarin braut. Eg man það að eitt sinn létu gömlu atvinnurek- endurnir sér sæma að bjóða okkur eins eyris hækk lin um tímann. Fyrsta verkfallshótunin — Verkföll? — Við vorum ekki nema einu sinni í reglulegu verk- falli og við unnum það. Þegar við hótuöum verk-1 falli í fyrsta sinn var ég í Alliance. Nokkrar stúlkn- anna vom fastráönar og þeim fannst aö þær væru raunverulega skyldugar til að vinna, samt tókst mér aö sameina þær um þá kröfu aö fá 25 aura á tím- ann, o'g gengu þær inn á að ég mætti segja aö engin þeirra ætlaði að vinna nema við fengjum þetta kaup. Fór é'r því næst til Jóns heitins Ó’afssonar (en hann var ágætur yfirmaður) og •tjáði honum Kotta. Spurði hann hvort ég hefði fengið allar stúlkurnar .með mér og kvað ég svo '?era. Þetta var fyrsta sinni sem t'lík krafa var gerð til þeirra. hún náðist deilulaust. Þetta var fyrsta sporið í áttina til aö gera vei-kfall. Eilefu árum síðar — Þú varst meö í stofnun verkakvennafélagsins i Hafn arfirði? — Já, eftir 11 ár kom til mín kona úr HafnarfirÖi, Sigríður Guðmundsdóttir (Sigríður í Bygggarði) og spurði hvort ég vildi vera þeim hjálpleg við stofnun félags í Hafnarfirði. Hún kom með mér til Sigrúnar heit. Baldvinsdóttur (systur Jóns Baldvinssonar) og á- kváðum við að hún skyldi vejða forustukona félagsins. Fór ég svo til þeirra suður eftir og stofnuðum við fé- lagið; lagði ég til aö það yrði nefnt Framtíðin. Carolina Siemsen Slæmar upplýsingar fyrir póstinn — Eg vil geta þess í þessu sambandi, hélt Carolína áfram, að 19. desember s. 1. fékk ég bréf úr Rafnarfirði sem var búið að vera 16 daga á leiðinni. í þessu bréfi var mér boöiö á 20 ára afmæli Framtíðarinnar, vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir boðið, og það var ekki fyrir að ég vildi ekki vera þar að ég kom ekki*). Fyrir aðeins 31 ári — Segðu mér eitthvað af kjörum verkakvenna áður en Framsókn var stofnuö. i—> Þá var verkakonum þrælað út eins og húðar- klárum. Þær voru látnar bera salt og kol til jafns við karlmenn. Kaupið var e;n króna á dag hve langur sem vinnudagurmn var, en þaö var þá alge.rlega á yaldi atvinnurekandans. Sömu laun fyrir sömu vinnu! —- Eg álít það alveg sjálf- sagt mál, heldur Carolina áfram, aö konur sem yinna sömu vinnu og karlmenn, hvort heldur skrifstofustörf e.ða önnur, fái sömu laun og karlmenn. Það er rétt- lætiskrafa sem ekki ætti að þurfa að deila um. Það var á uppstigningar- degi — Segðu mér eitthvað meira frá átökum fyrstu ár- anna. — Einu sinni samþykkt- um við á fundi aö krefjast 5 aurum hærra um tímann *) Eg tel rétt að geta hér þeirrar sögulegu staðreyndar, að þegar Framsókn hélt hátíðlegt 30 ára afmæli sitt. sáu núverandi stjórnarkonur í Framsókn ekki ást?eðu til þess að bjóða frú Carolinu Siemsen — Það ?kal tekið fram að þessa er hér getið í algeru hei.mildarleysi hennar. J. B. fyrir helgidagavinnu, en at- vinnurekendur létu vinna þá daga jafnt og aðra. Svo var það einn helgi- dag — mig minnir að það væri á uppstigningardegi — að sent var til mín frá Þór- oddsstöðum, en þar var þá verið að vinna. Strax og ég kom þangaö slepptu stúlk- urnar fiskbörunum og sögð ust ekki snerta þær fyrr en ég hefði talaö við yfirmann inn. Þegar ég kom inn til hans sagði hann: „Ert þú nú komin hingað líka, Lína?“ ,,Já“. „Þær eru byrjaöar að vinna“, sagði hann. „Já, þær voru að vinna, en nú er kaffitími hjá þeim. Og þær byrja ekki aftur fyrr en þær hafa fengið 5 aura kauphækkun“. „Ætli það veröi ekki að vera eins og þú vilt“. „Það var hrækt á mig“ — En það gekk nú ekki alltaf svona auðveldlega, hélt Carolína áfram. Einu sinni var verið að raga fisk og pakka við höfn- ina, — það mun hafa verið hjá Blöndahl —. Þar unnu tvær félagskonur. Þarna var bæði um helgidagavinnu og fiskpökkun að ræða sem at- vinnurekandinn hafði ekki samið um. Eg fór þangað. Verkstjór- inn spurði mig hvort ,ég ætlaöi að taka stúlkurnar frá þeim. Eg játaði því, þar sem ekki væri samið um bessa vinnu — nema því að- eins að hann vildi ganga 1 ábyrgð fyrir því að stúlk- urnar fengju það kaup sem félagið hefði ákveöið. Hann var ekki reiðubúinn að ganga að því — og einn þeirra sem þarna var hrækti á mig. Stúlkurnar fóru þá strax með mér. En ég var ekki fyrr komin inn úr dyr- unum heima en að verk- stjórinn kom á hælana á mér og spurði hvort ég vildi taka orð sín gild fyrir því aö stúlkui-nar fengju það kaup er við vildum, og — hvort ég vildi fyrirgefa manninum sem hrækti á mig. Sættumst við upp á bað. '■W'iW'f'?; Ætti ekki að þurfa að sjást — Hvað viltu segja mér fleira? — Svo lengi sem ég lifi er það mín heitasta ósk aö verkalýðurinn nái jafn góö- um lífskjörum og aðrar stéttir þjóðfélagsins. Kaup verkamannsins hef- ur lengst af venð svo lágt að ekki hefur verið unnt aö lifa afþvímannsæmandi lífi, en það er þó einna bitrast að þegar þeir þafa slitið sér út I alla ævina eiga þeir ekkert öryggi í ellinni. Það er t. d. sjón sem ekki ætti að þurfa að sjást á götum Reykjavík ur, eins og nú á sér stað, ! að útslitin gamalmenni j þurfi að vinna fyrir sér við ■blaðasölu. Örðugt að ferðast frá Danmörku til Sví- þjóðar Sendiráð ísla,nds í Kaup- mannahöfn hefur bent á það, að samkvæmt núgild- andi ákvæðum sé ekki hægt vegna gjaldeyrisskorts, að kaupa farmiða frá Dan- rnörku til Svíþjóðar, nema leyfi danska þjóðbankans komi til og alveg sérstak- lega standi á. Þó eru seldir farmiðar frá Kaupmanna- höfn til Málmeyjar og Hels- ingbórgar. (Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu). Islenzkir sjómenn fá ekki að kaupa fatnað í Bretlandi Sendiráði íslands í Lon- don hefur verið tiikynnt, að framvegis verði sjómönnum, er til Bretlands sigla. alls eigi úthlutað skömmtunar- miðum fyrir fatnaði, nema fyrir liggi gögn um aö um- ræddur sjómaður hafi orðið fyrir skaða á fatnaði í sigl- ingu. Getur hann þá feng- ið úthlutaða skömmtunar- miða, sem svara til þess fatnaðar, er eyðilagzt hefur eða skemmzt svo, að eigi veröi úr bætt, enda fylgi vottorð fulltrúa landsins í Bretlandi < sendiherra eða ræðismanns). (Fréttat lkynning frá ríkisstjórninni. Héraðslæknir aðvarar Héraðslækrþr heíur varað almenning við bví að fara með börn á jólatrésskemmt- anir, ef þau hafa ekki fengið kíghó.sta, rpma ;'á byí aðeins að þau hafi áður verið spraut- uð gegn kíghósta í samráðí við heimilislækni. „Það eina, sem hefur glatt mi» stríðsárin“ — Það tók mig þó alltaf sárast, lielaur Carolina áfram, að sjá hve bornin hér á götunum voru áður illa klædd, illa skóuð og veikluleg, Það eina sem hefur glatt mig striðsárin er að sjá hve börnin hafa veriö vel klædd og ég vona að það þurfi aldrei að koma lyrir aftur að þau verði eins útlits og þau voru á fyiri árum. Eg vona að gifta vinnandi stétt anna og nýsköpunin sjái fyrir því. Heiil sé hinum vinnandi stéttum í landinu. * Þannig mælir liin sjötuga kona. Það er ykkar, sem nú eruð ung, að láta þessa lögeggjan brautryðjandans, þessa ungu ósk hennar, verða aö venileika. J. B. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.