Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 28. des. 1945
Selma Lagerlöf:
Bernskuminningar
Brúnn hugsar sig ekki augnablik um. Hann
tekur til fótanna. Faxið þyrlast í allar áttir og
hann reisir taglið. Svona fer klárinn á harða stökki
eins langt og hann kemst, þar til grindur og girð-
ingar stöðva hann.
Lárus og Magnús eru í viðarskemmunni og
höggva við. Þeim fallast hendur, þegar þeir sjá
kerlinguna, en þeir eru svo mikil hraustmenni
báðir, að þeir láta það ekki spyrjast um sig, að þeir
leggi á flótta, jafnvel þó að tröll og forynjur sæki
að þeim. Þeir bara reiða axirnar í áttina til kerl-
ingar, því að þeir vita, að allar forynjur eru hrædd-
ar við stálið.
Páskanornin þorir heldur ekki að koma nálægt
þeim. En í sama bili kemur hún auga á mann, sem
kemur eftir trjágöngunum. Það er einkennileg
.tilviljun, að þetta er einmitt Óli í Seli.
Óli í Seli hafði einu sinni í æsku sinni átt í
höggi við páskanomir. Hann kom heim úr veizlu
á laugardagsnóttina fyrir páska og gekk yfir engj-
arnar neðan við Márbacka. Þá sá hann páskanom-
ir koma í langri fylkingu á móti sér. Þær slógu
hring um hann og dönsuðu við hann á nýplægð-
um akri alla nóttina. Hann fékk aldrei að hvíla
sig. Hann hélt líka, að þær ætluðu að dansa hann
í hel.
Og nú sér Óli í Seli, þegar hann er að ganga
heim að vinnumannaskálanum á Márbacka, að
galdranom, eins og þær sem hann þóttist sjá
íorðum, kemur á móti honum.
Hann bíður ekki boðanna, þó að hann sé gamall
•og giktveikur, heldur snýr sér snöggt við og hleyp-
ur léttilega, eins og strákur, upp trjágöngin. Og
hann nemur ekki staðar fyrr en hann kemur inn
í skóginn hinum megin við veginn.
En við krakkarnir, erum nú farnir að ná okkur
oftir hræðsluna og hlæjum dátt að hræðslu hinna.
TftttCg J’ETIV
ÞJÓÐVILJINN
Sýnishorn af fróðleik, sem
erlent vikublað ætlar kven-
þjóðinni.
----Þáð er afar þýðing
armikiðað kunna að brosa
bæði með augum og munni.
Og lang mest er í það varið,
ef þér kunnið þá list að geta,
•ef það á við, brosað aðeins
með augunum. Æfið þetta
frammi fyrir spegli. Og þá
komizt þér að raun um, að
þetta er hægt. Það getur orð
ið hin yndislegasta sjón, ef
þér venjið yður á að renna
augunum í aMar áttir, án
þess að hreyfa höfuðið. Reynið
þetta frammi fyrir speglinum
og þér komizt að raun um,
að þetta er mjög áhrifamik-
ið.
Hér er þó ekki átt við, að
þér séuð síbrosandi með aug-
unum eða hættið alveg að
víkja til höfðinu. Gerið þetta
aðeins þegar það á við.
Gætið þess að vera blíð á
svipinn. Hleypið ekki brun-
um, þó að þér séuð að brjóta
heilann um eitthvað. Það er
bæði kuldalegt og ófcven-
legt og leiðir af sér hrukkur.
Ekki megið þér heldur hefja
augnabrúnimar hátt, þó að
þér verðið hissa. Bítið ekki
á vörina eða kreistið sáman
varirnar, þegar þér sitjið við
vinnu. Brosið ekki út í ann-
að munnvikið eða leggið aft-
ur annað augað. Hvort
tveggja getur vakið gremju
viðstaddra — —“.
gætni sinni, mundi ekki
minnast á áhyggjur sínar,
þegar hann sá. að þau áttu
líka um sárt að binda. Hún
hafði heldur engá löngun
til að ræða um áhyggjur
sínar við hann. Þess vegna
töluðu þau um hljómleika
og leiksýningar, borðuðu
svolítið og drukku ódtöpin
öll af te.
Stefán var einmitt að
láta í ljós álit sitt á söng-
leik, þegar hann leit allt í
einu við og sá Martein
standa í dyrunum.
„Heilbrigð'spostulinn“ var
fölur, órakaður og rykugur.
Hann gekk beint til Cecilíu
og sagði kuldalega eins og
hans var vani:
„Eg er komínn með hana
aftur, frænka“.
Cecilia varð svo fegin, svo
innilega glöð, og hana lang-
aði til að segja svo margt,
að hún kom ekki upp öðru
en þessu:
„Já — Marteinn“.
Stefán spratt á fætur og
spurði:
„Hvar er hún?“
„í herberginu sínu“.
„Ætlarðu ekki að gefa
neina skýringu á þessari vit-
leysu?“ .spurði Stefán og
hafði þegar náð valdi á
skapi sínu.
„Vfð þurfum hennar ’ekki
með í svipinn".
„ Já, einmitt það“.
„Nei, viö þurfum hennar
ekki“.
„En þér skilst það vonandi,
að við þurfum þín ekki með
framvegis — hvorki þín né
annarra af svipuðu tagi og
þú ert.“
Marteinn leit á þau öll þrjú
á víxl.
, Það segirðu satt,“ sagði
hann. „Verið þið sæl.“
Cecilia og Hilary voru stað
in á fætur. Þau þögðu öll.
Stefán gekk til dyra. Hann
sneri sér við og sagði þurr-
lega.
„Eg sé ekki betur en þú
sért orðinn 'hættulegur mað-
ur, síðan þú fékkst allar þess-
ar grillur í höfuðið.“
Cecilia rétti Marteini hönd
ina.
„Þú getur ímyndað þér
það, góði minn, að við höf-
um verið óróleg. En Stefáni
er þetta samt ekki alvara.“
Marteinn varð háðslegur á
svipinn, eins og þegar hann
var að tala við Thyme.
„Þakka þér fyrir, frænka.
En ef Stefáni er þetta ekki
alvara, þá ætti honum að
vera það. Ef mönnum er eitt
hvað alvara á annað borð.“
Hann laut niður að henni
og kyssti hana á ennið.
^Færftu Thyme þennan koss
frá mér. Það verður langt
þangað til ég sé hana næst.“
„Þú skalt aldrei framar sjá
hana, ef ég ræð,“ sagði Stef-
án þurrlega. „Heilsudrykkur
þinn er óþarflega áfengur, og
ólgar of mikið.“
„Nýtt vín í gömlum belg
....“ Marteinn brosti, horfði
í kringum sig í stofunni og
fór.
Stefán gretti sig. „Mont-
haniý sagði hann. „En ef
unga kynslóðin er svona —!
Guð hjálpi okkur þá.“
Svo varð þögn í stofunni
litla stund. Þar var ilmur af
nellikum, melónum og
steiktu svínakjöti.
Cecilia reis á fætur og
gekk hægt til dyra. En óðar
og hún var komin út, heyrðu
þeir, að . hún hljóp hratt upp
stiganh og inn til Thyrne.
Hilary gekk líka til dyra.
Og þó að Stéfán hefði um
nóg að hugsa, gat það ekki
dulizt honum lengur, hve
bróðir hans var þjáningarleg-
ur.
„Þú ert svo vesældarlegur,“
sagði hann. „Viltu ekki
whiskyglas?“
„Hilary hristi höfuðið.
„Nú er Thyme komin heim,
og þá er bezt að ég segi ykk-
ur það; sem ég kom til að
segja. Eg fer til útlanda á
morgun. Eg veit ekki, hvort
ég kem aftur eða við Bianca
búum saman hér eftir.“
Stefán fór að blístra, en
svaraði engu um stund. Sein-
ast gekk hann til Hilarys, tók
þétt um handlegg hans og
sagði: „Þér er óhætt að
treysta mér, hvað, sem þú
tekur þér fyrir hendur,
e.n — —
„Eg fer einn.“
Stefán varð svo feginn, að
hann gleymdi allri nærgætni.
„Guði sé lof fyrir það. Eg
var hræddur um, að þú værir
genginn af vitinu út af þess-
ari stelpu.“
,tEg er ekki svo barnaleg-
ur, að ég viti ekki, að slík
sambúð hlyti fyrr eða síðar
að enda með hörmungum, Ef
ég tæki hana að mér, gæti
ég ekki skilið við hana aftur.
— En það verð ég að segja,
að ég er ekki hreykinn af
því að fara svona frá henni í
reiðuleysi.“
Hann sagði þetta svo beisk
lega, að Stefán greip hönd
hans.
„Góði Hilary. Þú ert bara
alltof mikið góðmenni. Stúlk-
an á engar kröfur á hendur
þér — ekki þær allra
minnstu.“
„Ekki nema þær kröfur,
sem leiða af því trausti, sem
ég hef kennt henni að bera
til mín — ég veit ekki hvern-
! ig. Og svo er hún einstæðing-
ur.“
„Meðaumkun þín með bág-
stöddum liggur á þér eins og
mara. Það gengur alltof
langt.“
,,Eg er náttúrlega ekki gerð
ur úr steini.“
Stefán horfði þegjandi á
hann, alvarlegur í bragði. Að
lokum sagði hann:
„Hvað sem tilfinningum
þínum líður, þá er það blátt
áfram óhugsandi, að maður
eins og þú, segi skilið við
stétt sína.“
„Stétt! Já — —“ tautaði
Hilary. „Vertu sæll.“ Þeir
skildu með innilegu handa-
bandi.
Stefán gekk út að glugg-
anum.
Gluggunum hafði verið snú
ið af mikilli hagsýni, svo að
æskileg útsýn blasti við.
Þrátt fyrir það sáust fátækra-
hreysi lengst til vinstri hand-
ar. Það var eins og randa-
fluga hefði stungið Stefán.
Hann sneri sér snöggt frá
glugganum.
„Fari það norður og niður.
Er aldrei hægt að fá frið fyr-
ir þessu.“
Hann horfði á melónuna á
borðinu. Þar lá afskorin
sneið. Stefán greip sneiðina
með ákafa, sem ekki var hans
vandi, og beit í hana. Hann
beit aftur í sneiðina( svo var
eins og hann áttaði sig. Hann
fleygði henni frá sér og drap
fingrunum í vatnsskál.
„Guði sé lof,“ sagði hann
við sjálfan sig. „Nú er það
um garð gengið, öll þessi
brjálsemi.“
Það var ekki gott að vita,
hvort hann átti við Hilary
eða Thyme. Allt í einu greip
hann áköf löngun til að sjá
dóttur sína og faðma hana að
sér. En hann bældi þessa
löngun niður og settist við
skrifborðið. Og þá fann hann
til léttis eins og þegar hann
hafði lokið störfum á daginn.
Það var líkast því sem hann
hefði sloppið úr einhverri
hættu og réði sér ekki fyrir
þakklæti við forlögin.
Stefán smeygði hendinini
niður í brjóstvasa sinn og
tók þaðan ávísanabók. Hann
sá í anda nöfn þeirra fé-
laga og stofnana, sem hann
var vanur að styrkja — -eða
vanur að ætla að styrkja, ef
hann fengi ráð á því.
Hann greip penna. Það
eina, sem heyrðist í stofunni
var suðandi fluga og krafsið
í pennanum.
Cecilia heyrði hvort
tveggja, þegar hún kom inn
rétt í þessu. Hún sá Stefán