Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.12.1945, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. des. 1945 Þ J Ó Ð V I L J I N N ÍÞRÓTTIR Áramót Ritstjórí: FRÍMANN HELGASON Meira um Dynamo Fyrir nokkru var nokkuð sagt frá för Dynamo trl Eng- lands og hinni frábæru frammisböðu félagsins þar. Vegna margra áskorana sem Íþróttasíðan hefur fengið verður sagt nokkuð nánar frá þeim en fyrr var gert. Fréttaritari danska íþrótta- blaðsins segir: „Rússarnir urðu ákaflega vinsælir og það með réttu. Sjaldan hefur er- lent lið vakið aðra eins furðu og undrun enskra knatt- spyrnumanna og þetta lið. Þeir uppfylltu ekki aðeins þær vonir sem þeir gáfu eft- ir fyrstu æfingarnar sem menn sáu hjá þeim heldur sýndu mikið meira. Lokatölurnar í þessum sögulega leik (2:0 — 3:3) gefaChelsea ástæðu til að vera ánægt. Eftir jafnan leik til að byrja með, réði Dynamo al- gerlega gangi síðari hálfleiks. Enski markmaðurinn Wood- ley- varð hvað eftir annað að bjarga meistaralega. Sú knatt spyrna sem Dynamo lék sýndi fagran leik. Hreifan- leikinn er mikill og þeir vissu nákvæmlega hvar félagamir voru. Rangar spyrnur voru furðulega fáar. Flýtirinn var undraverður, og úthaldið var í bezta lagi. Knattmeð- ferð þeirra var sízt lakari en Austurríki - Frakk- land 4:1 Fyrir nokkru sigraði Aust- urríki Frakkland í knatt- spyrnu með 4:1. Leikurinn fór fram í stórrigningu fyrir aðeins nokkrum þúsundum áhorfenda — hermanna og Vínarbúa. leikmanna Chelsea. Manni dettur í hug að líkja leik þeirra við hinn forna stutta samleik Skotanna. Það kom varla fyrir að þeir lékju á mót'herja, ef til vil vegna þess að þeir voru ókunnir hindrunum Bretanna. Þetta var einnig ákaflega drengi- legur leikur, aðeins örfáar aukaspyrnur vegna laga- brota. Blaðamaður Daily Worker seglr: Dynamo vakti undrun um allt England. Þeir hefðu auðveldlega getað unnið leik einfaldleikinn sem þar situr í fyrirrúmi. Þessi einfaldi leikur liggur í því sem ætti að vera hverjum knattspyrnu manni fullljóst, að senda knöttinn til næsta manns áð- ur en það er orðið of seint, bæði hvað það snertir að ráð izt hefur verið á hann, eða næsti maður „dekkaður“. Þeir gefa hann frá sér í tkna með hámákvæmum spyrnum, og þeir sem næstir eru hafa allir tekið sér stöðu á ný með þeim hraða að undrun vakti. Liðið er á inn ef framherjar þeirra stöðugri hreyfingu hver mað Svíar hafa unnið 29 landskeppnir af 38 Samtals hafa Svíar keppt '38 landskeppnir í 19 íþrótta- greinum, og unnið 29 af þeim. Þeir hafa gert 1 jafn- tefli og tapað 8. Danmörku hafa þeir mætt 20 sinnum í 14 greinum, næst kemur Finnland með 13 sinnum í 9 greinum. Aðeins þrjár þjóðir eru ekki frá Norðurlöndum, eða Sviss, knattspyma 0:3^ tap. Tékkoslóvakía ísihockey 1:5, tap og Frakklandi, tennis 5:0, unnið. hefðu ekki verið dálítið tauga óstyrkir fyrir framan mark- ið. Skotin voru að vísu hörð, en ekki hnitmiðuð. Leikni þeirra, skipulag og stjórn liðsins vakti athygli áhorfenda. Sendingarnar voru hámákvæmar. Þeir hlupu fram í röðum, léku knettinum til hvers annars, svo frábærlega að hann, með fullkomnu öryggi og ofsa- hraða gekk lengi frá manni til manns. I vörninni var hægri bak- vörðurinn ágætur og mark- maðurinn sem bezt e.r líkt við tigrisdýr. Hann bjargaði markinu frá mörgum svokölluðum .ó- verjandi" skotum. Fjaður- magn hans og áræði er furðu legt og innsæi í leikinn gott. Eftir leikinn var hann borinn út af á „gullstól“ af áhuga- sömum áhorfendum. Kartseff var frábær sérstaklega í sókn. Framvarðalínan var mjög sterk og gaf þeim Lawton og Goulden lítið olnbogarúm. Þessi prýðilega frammi- staða Dynamo hefur sett Rússland í fremstu röð knatt spyrnuþjóða, og í framtíð- inni virðist ótæk útilokun Rússlands f.rá alþjóðaíþrótta- mótum. — Leikur Dynamo var stór viðburður, sagði William Birrell framkvæmdastjóri Ohelsea. Eg hef ekki séð þvL líkar meistaraspyrnur síðan ég kom frá Skotlandi. — Þeg ar tekið er tillit til þess að skozk knattspyma er talin sú bezta í heimi, verða þetta ein hver glæsilegustu ummælin um flokkinn, en Binnell er Skoti. — Ef maður athugar nókvæm lega það sem sagt er um leik þessara umtöluðu manna, |þá kemur i ljós að það er ur tilbúinn býr yfir mikilli leikni með knöttinn og ör- yggi í spyrnum. Þeir nota ekki skrokk-^plat" eins og. margir knattspymumenn temja sér, þeir leyfa sér yfir leitt ekki að gera tilraun til að leika á mótherjann eða „sólóa“ lengi. Þessi einfalda leikaðferð krefst þó leikni og úthalds, og skilnings á hvað knattspyrna er. Þetta er at- hyglivert, þar sem þessir menn hafa ekki haft sam- skipti við knattspymumenn álfunnar. Við hé.r á íslandi sláum því föstu, að knatt- spyrnunni hraki hér vegna þess að okkur vanti samskipti við erlend lið. Ætti þetta að geta orðið okkur lærdómur, sem búum hér nokkuð af- skektir. Ef til vill hafa lesendur Íþróttasíðunnar gaman af að heyra hvað fyrirliði Rúss- anna, Michael Semitjastní sagði í blaðaviðtali og lesið var í Moskaútvarpið, er heim kom. Hann lætur í ljós mikla hrifni yfir leik Englendinga, öryggi og leikni í að skalla. í þessu sambandi nefndi hann Tommy Lawton, sem á eng- an sinn líkan. Hann segir að það sé erfitt að dæma skozka leikmenn eftir að hafa séð þá leika einn leik, en hann álítur samt að leikur Skotanna sé líkari þeirra en sá enski. Hann álítur eftir leiki Dynamo á Bretlandseyj- um að liðið ætti ekki að þurfa að óttast neitt lið á meginlandi Evrópu eða Suð- ur-Ameríku. Leikmenn Dynamo yoru mjög hrifnir af knattspyrnu- mönnum Breta. Hann dáðist að hinum almenna áhuga fyr- ir knattspyrnu, sérstaklega í Skotlandi. Framhald. á 4. síðu. Árið 1945 er að kveðja. Eins og öll hin hverfur það í tímans haf. Eins og öll hin hefur það' fært' okkur verkefni. Ný verkefni, nýjar hugsjónir. Hugsjónir gömlu áranna hafa ef til vill orðið að veruleika á þessu ári. Nýj- um verkum hefur verið hleypt af stokkunum, studd af bjartsýni áhugamannsins, fórnfýsi hans og skilningi á því hvað hann í raun og veru þýðir fyrir íslenzkt íþrótta- líf. Árið hefur fært okkur sigra, fært okkur töp á leik- vellinum. Þau töp eru ekki blóði drifin ef andinn er heill, sigrarnir ekki heldur. Þar eru allir jafnir hvernig sem orustan fer. Tapið er sönnum íþróttamanni hvöt til „hefnda“. Hvöt til að þroska sjálfan sig fyrir næstu orustu. Það er prófsteinn á hann hvernig hann mætir tapi eða sigri. Þegar við lítum yfir árið og vegum og metum hvað gert hefur verið; rekum við augun í ýmis- legt, sem áunnizt hefur. Mannvirki hafa risið upp víðs vegar, félagsstarf hefur verið framkvæmt og mikil vinna verið í það lögð. En í sannleika virðist þetta þó alltof lítið. Alls staðar vantar aðbúnað á einu eða öðru sviði. Alls staðar er þörfin aðkallandi fyrir vinnandi hönd hins áhugasama manns. Alls staðar er þörf fjár til að fram- kvæma gamlar og nýjar hugsjónir. Við krefjumst, og kröfur okkar eiga rétt á sér, ef þær eru settar fram í réttri röð og á réttum augnablikum. í fyrsta lagi verður hinn lifandi áhugamaður að gera kröfu til sjálfs sín. Standi hann utan við og geri kröfur á hann ekki rétt á beim heiðri að kallast áhugamaður. ■0 í öðru lagi verða áhugamennirnir sem bera hitann og þungann af íþróttunum í byggð og bæ að vita hvað þeir vilja og hvaða röð þeir vilja hafa á framkvæmd þeirra krafna er þeir bera fram. í þriðja lagi og sam- hliða hinum er krafan til þess opinbera, ríkis, bæja og sveitafélaga, að styrkja áhugamennina í starfi þeirra. Krafan um það að íþróttirnar nái til allra sem þær geta iðkað er í rauninni máttlaus meðan ekki er hægt að veita fólkinu aðstöðu til að iðka þær. Það er ekki ur vegi að minna á allt þetta á þessum tímamótum. Það er heldur ekki úr vegi að spyrja Höfum við gert áætlanir fyrir næsta ár eða næstu ár? Verður ekki haldið áfram að krefjast og óska skipulagslaust eins og böm við búðar- glugga? Getur íþróttahreyfingin vænst þessi að hinir skráðu áhugamenn taki höndum saman um þau málefni sem fyrir liggja á hverjum stað? Getum við vænzt þess að íþróttamenn geri greinarmun á leiknum og hinu upp- byggjandi starfi er gerir leikinn mögulegan? Flytur árið 1946 meiri alvöru og festu inni í starfið en verið hefur? Margar fleiri spurningar þjóta um hugann, sem er ósvarað enn af raunveruleikanum, en því má ekki gleyma, að öll svörin eru á valdi þeirra sem forustuna hafa í fé- lögum, bandalögum og yfirstjórn íþróttamálanna. Næsta ár, næstu ár kveða upp úr um það hvernig til tekst með þá samvinnu. Knattspyrnudómara- Skíðalandsmótið 1946 íþróttasamhandið hafði fyr- námskeið Knattspymudómarafél. Rvik ur gekkst fyrir dómaranóm- skeiðij sem fyrir nokkru er lokið. Munnlega prófið stóð- ust 15 menn en það verklega mun fara fram í vor. Þeir sem nóðu munnlegu prófi voru: Magnús Kristjáns son, Karl Guðmundsson, Gunnl. Ölafsson, Kristján Ólafsson, Sæmundur Gísla- son og Eysteinn Einarsson, allir úr Fram. Sveinn Helga- son, Jón Eiríksson og Helgi Helgason úr Val. Jón Egils- son, Sigurbjörn Þórðarson og Magnús Maríusson frá Hauk um Hafnarfirði. Bragi Frið' riksson KR. Sveinbjöm Pálmason frá F.H. og Örn Eiðsson frá Fáskrúðsfirði. ir nokkru auglýst að þeir sem vildu halda skíðalands- mótið 1946, sendu umsókn um það til stjórnarinnar fyr- ir 10. des. s.l. Umsókn barst aðeins frá einu sambandi eða íþróttabandalagi Akureyrar, og hefur þeim verið falið að sjó um mótið og auglýsa það um páskaleytið. Er þetta í þriðja sinn sem mótið fer fram á Akureyri, en alls hef ur mótið farið fram 8 sinn- um, eða fyrst 1937 og þá i Reykjavík. ÍÞRÓTTASÍÐAN óskar öllum lesend- um sínum nær og f jær gleðilegs nýárs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.