Þjóðviljinn - 09.01.1946, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.01.1946, Qupperneq 4
'4-t- Þ J ó Ð V I L J I N N : . w Miðvikudagur 9. jan. 1946. þlÓÐVILIINN JJtgefandi: gameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn Kustjori og abyrgöarmaður: Siguröur Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstraeti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, simi 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. __________________________________________________ Stefnuskráin Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn, sem gengur til bæjarstjórnarkosninga með ýtarlega stefnuskrá. Þessi stefnuskrá verður bcrin út um bæinn næstu daga, og er ekki að efa að hún verður lesin og rædd af öllum, jafnt stuðningsmönnum, sem andstæðingum. I upphafsorðum stefnuskrárinnar er dregin sú megin- lína, sem skilur sósíalista og höfuðandstæðinga þeirra, íhaldsmenmna. Ágreiningur'nn milli þessara flokka er um hlutverk bæjarstjórnarinnar- Að dómi sósíalista á hún ekki aðeins að hafa forustu í þeim málum, sem almennt eru kölluð félagsmáh heldur og í þeim málum, sem mestu skipta fyrir hag og afkomu borgarbúa, atvinnumálun- um og húsnæðismálunum. Um þetta segir svo í stefnu- skránni meðal annars. ^Sósíalistaflo'kkurinn lýsír því yfir sem stefnu sinni að bæjarstjórn eigi að hafa forustu í atvinnu- og húsnæð- ismálum bæjarbúg. Flokkurinn telur vonlaust, að einká- framtakið eitt leysi þessi mál þannig, að bæjarbúum sé tryggð atvinna og húsnæði, en það er, að hans dómi, fyrsta og mik'lvægasta verkefni bæjarstjórnarinnar á hverjum tíma, að tryggja að allir bæjarbúar, sem vinnufærir eru, géti stundað nytsama og arðbæra atvinnu og þeir getí búið í íbúðum, sem uppfylla nútímakröfur um hollustu- hætti og þægindi". Þessi stefna sósíalista verður ekki framkvæmd, eins HEFÐI MÁTT VERA FYRR „Fæðiskaupandi“ skrifar Bæj- arpóstinum: „Eg var á undirbún ingsstofnfundi að samtökum fæðiskaupenda hér í bænum, siðastliðinn sunnudag. Eg var ánægður með þann fund, þar ríkti svo mikill áhugi fyrir að bindast traustum og öflugum sam tökum til að vinna að úrbótum á fæðissölumálunum. En þörfin fyrir þennan félagsskap virðist svo aðkallandi að maður getur verið bæði undrandi og óánægð ,ur yfir því, að ekki skuli hafa verið búið að stofna þessi sam- tök fyrir löngu.“ ÞÁTTUR VERÐLAGSEFTIR- LITSINS „Fæðisseljendur hafa myndað með sér samtök, sem raunar er ekki nema eðlilegt, en þau sam- tök hafa haft' alltof frjálsur hendur gagnvart fæðiskaupend- um, sem engin samtök hafa haft sín á milli. Við þekkjum af- leiðingarnar alltof vel. Verðlags- eftirlitið, sem átt hefur að hafa hemil á því að verð á fæði hækkaði upp^úr öllu valdi, hefur yarla haft við annað að styðjast við verðlagninguna en upplýs- ingar og kröfur fæðissalanna. Að vísu hafa verið starfandi tvær matstofur hér í bænum sem hafa haft þann tilgang að selja gott fæði með hóflegu verði og hafa sýn að hægt er að selja fæði ódýrara en nú er almennt, og hagnast þrátt fyrir það allverulega á rekstrinum, en verðlagseftirlitið virðist bara ekki hafa fært sér þessa reynslu í nyt, heldur látið undan verð- hækkunarkröfum gróðamann- anna, sem stunda fæðissQluna sem atvinnuveg og það meira að segja sem mjög gróðavænleg- an atvinnuveig.“ AUKIN EFTIRSPURN — LÉLEGRA FÆÐI „Það verður tæplega véfengt, að verðlagsákvæðin hafa í mörg um tilfellum orðið til að rýra gæði fæðisins til mikilla muna, þrátt fyrir ákvæðin um að það mætti ekki versna frá því sem verið hefði. í skióli .þess að eftir spurn eftir föstu fæði er meiri en þessar fáu fæðissölur geta fullnægt, hafa þær gengið á það lagið að minnka gæðin. Fæðis- kaupendur hafa ekki getað ráð- ið við það. Ef þeir hafa möglað hefur verið hægur vandinn að segja þeim að þeir gætu borðað annars staðar.“ ÖFLUG SAMTÖK — NÓG VERKEFNI „Samtök fæðiskaupenda hafa ærið nóg að starfa, og það er ástæða til að ætla að þau fái miklu góðu áorkað. Fæðiskaup- endur eru mjög fjölmennir hér í bænum og hafa-áreiðanlega skil yrði til að mynda öílug samtök. — Þeirra höfuðverkefni hlýtur að verða það, að hefja öfluga sókn fyrir lækkuðu verði, bættu fæði og auknu hreinlæti á mat- sölustöðum. I þeirri sókn verður að hagnýta sér reynsluna af þeim tveimum matsölum sem ég áður nefndi að hefðu sýnt að hægt er að selia fæðið ódýrar en nú er almennt, en' þó betra.“ IIVAR FELUR MATVÆLÁEFT- IRLITIÐ SIG? „Það verður einnig hlutverk þessara samtaka að draga mat- vælaeftirlitið fram úr því skúmaskoti er það nú felur sig í og láta það vinna sitt verk. Fæðiskaupendur geta ekki þolað I það lengur að borið sé á borð fyrir þá hvaða ómeti sem er og þeim skipað að éta eða hafa ekkert ella. Slíkt réttleysi má ekki viðgangast lengur.“ VERKEFNI FYRIR SÉRFRÆÐ- INGA „Við höfum nóg verkefni handa okkar ágætu næringar- efna sérfræðingum, að rannsaka óstandið í fæðissölumálunum, og við krefjumst þess af vald- höfum rikis og bæjar, að þeir fái að starfa að þeim málum. Það væri til dæmis fróðlegt að vita hve mörg prósent bæjai'búa ekki hafa fulla starfsorku vegna þess að maturinn sem þeir neyta inniheldur ekki nægilega mikið af nauðsynlegum næringarefn- um, og hve margir þeir eru sem þjást af meltingarsjúkdómum af 1 sömu orsökum“. SAMVINNUMÖTUNEYTI „Heppilegasta lausnin, og sú sem verður árangurríkust, er Framh. á 7. síðh -og ljós rök eru leidd að í stefnuskránni. nema bærinn taki virkan þátt í framle'.ðslu atyinnuveganna og þá fyrst og fremst sjávarútvegi, fiskiðnaði og landbúnaði; og að ha’nn taki stórfel'ldan þátt í byggingarframkvæmdum, hafi á öllum timum tæmandi yfirlit yfir húsnæðisþörfina og telji það skyldu sína að tryggja að allir bæjarbúar geti búrð í góðu húsnæði. íhaldsmennirnir telja hins vegar að þessum málum sé bezt borgið í höndum einstaklinganna. Þeir telja að bærinn eigi þá, og því aðeins að gripa inn í að fullkomið liéyðarástand sé ríkjandi, og með þeim hætti að tryggt sé að ekki séu tekin gróðatækifærin frá einstaklinguhúm. Þessa starfsemi þekkja bæjarbúar ofur vel. Á sviði atvinnumálanná þekkja þeir hana sem atvinnubótavinnu, Öðru nafni klakahögg og á sviði húsnæðismálanna, sem Póla, Selbúðir, Bjarnaborg og Höfðaborg, en allir eru þessir minnisvarðar bæjarstjórnaiiíhaldsins í húsnæðis- málum hliðstæðlr bröggum og kjallaraíbúðum, 'sem eru minnisvarðar einkaframtaksins í húsnæðismiálum. Þótt atvinnu- og húsnæðísmálin sóu meginefnið í stefnuskrá sósíalista, bá eru þau aðeins tvö af þeirn nítján málum, sem stefnuskráin fjallar um. Allt þetta munu bæjarbúar kynna sér rækíiilega, og áreiðanlega mun kafl.'nn um málefni húsmæðranna vekja sérstaka athygli. En bæjarbúum er rétt að gera sér ljóst að þessi stefna verður ekki framkvæmd néma Sósíalistaflokkurinn 'fái forustuna í bæjarmálunum. Slíka stefnuskrá er óhugs- ándi að framkvæma í samstarfi við ihaldsflokk. Það er ,því ekki nóg að Sjálfstæðlsflokkurinn missi meirihluta í stjórn bæjarins, það hefur hann þegar gert, heldur þarf Sósíalistaflokkurinn að fá þá aðsíöðu að hann geti ráðið sfefnunni í bæjarmálum. Þá aðstÖðu munu bæjarbúai "éefa flokknum, því stefnuskrá háris er stefna þeirra. „Holsteinn“ Bæjarbúar hafa gefið bráða- birgðaliöll íhaldsins nafn, þessari sem Eyjólfur gaf ónýta holstein- inn i og kalla hana „Holstein“. „Spurull" hefur sent Kosninga- rabbinu bréf og segir meðal annars: ........ „Getur þú frætt mig um hyað Holsteinn muni hafa kost- að rafveituna? Þér finnst ef til vill einkennilega spurt. En svo er mál með vexti, að þar sem Holsteinn, höll íhaldsins, stendur nú var áður ein af sþennu- stöðvum rafveitunnar. Auðvitað varð spennustöðin að víkja, hvað annað, fyrirtæki bæjárins verða nú svo sem að boka þeg- fir ífialdið ætlar að byggia bráða birgðahjall, og sjá spennustöðin var rifin og grafin í jörð. Þetta hygg ég að hafi verið dýrt fyrir- tæki, og til eru þeir menn, sem ! halda að takmörkin milli bygg- ingaframkvæmda Sjálfstæðis- flokksins og rafveitunnar haíi ekki verið sem skýrust. En hvað um það, sþenrmstöðin 'er sokkm á staðnum og Hois! .. a hvilir á þaki hcnnar?“ ........ „Það var dýrt“ Ritstjóri Kosningarabbsins sneri sér til Sigfúsar Sigurhjart arsonar og spurði hvort hann hefði ekki fengið upplýst eitt- hvað um þetta mál í baejarráði. Sigfús svaraði: „Á síðasta fundi bæjarráðs var rafmagnsstjóri spurður um kostnað við þessar framkvæmdir Svarið var sfutt og laggott, hann sagði: „Það var dýrt“. En rafmagnsstjóri verður áreiðan- jlega spurður oftar, sjálfsagt gef- i ur hann ljósari svör að athug- I uðu, máli.“ Heimreiðin að Holsteini ,,Spurull“ hel-dur áfram: ........ „Skelíing þykir mér á- nægjulegt þegar þeir Bolli og Einar Pálsson kistuleggja eina cg eina ihaldssynd undir gang- stéttarhellur og malbiki, nóg er samt eftir af moldargötum íhaldsins. En sk.vldi bað nú hafa verið það sem mest reið á að malbika allar þær fjórar leiðir, sem liggia til Holsteins. Eins og kunnugt er klýfur þessi bygging Vallarstræti. Það liggur því að henni á tvo vegu ennfremur liggur þangað leið um Veltu- sund og Thorvaldsensstræti. Bæjarverkamenn hafa verið í kapphlaupi við byggingamenn, sem reisa Holslein um að koma þessum götum undir mal- bik, og stóðst það á .eiidum að malbikuninni var lokið er höllin var vel fokheld“ .... * Listi sósíalista er C-Iisti Tryggið sósíalistum giæsilegan kosningasigur * Sundraðir flokkar Fullkomið stefnuleysi og sundr ung einkenna alla andstöðu- flokka sósíalista. Aðeins eitt er þeim sameiginlegt, baráttan gegn stefnu nútímans, sósíalism- anum, en þessí sameiginlegi þátt ur stefnu þeirra allra er hins vegar ekki sameign flokksmanna í neinum þessara flokka. Þetta veldur því að andstöðuflokikar sósíalista, brír að tölu, Sjálf- stæðisflokkurinn, Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn hafa sameinast um einn lísta bæði á Húsavík og Blönduósipog mjög víða munu þeir hugsa til samstjórnar að kosningum lokn- um. En þetta veldur einnig því að fjöldi fólks um allt land er nú að yfirgefa þes_sa flokka, þetta fólk vill að stefna nútímans, sósíalisminn, sé framkvæmdur, og það streymir nú í Sósíalista- flokkinn. Þó er sprengiflokkuiinn hans Stefáns heildsala verst settur Megin þorrinn af kjósendum Alþýðuflokksins vill samvinnu við sósíalista, og ýmsir af for- ustumönnum flokksins eru sama sinnis. En Stefán heildsali og Stefán hinn, ráða stefnu flokks- ins, og standa þar sem klettur úr hafinu, boðandi þetta eitt: Aldrei að eilífu samvinnu við sósíalista. Fyrir fylgjendur Alþýðu- flokksins er því ekkert að gera annað en að líta ekki við sprengi lista Stefáns, og kjósa með sósíal istum. Með því einu móti geta þeir skapað þá einingu alþýð- unnar sem þeir þrá. * Alþýða íslands! Kjóstu þinn flokk — Sósíalistaflokkinn * Hvar er stefnan? Efag eftir dág leita menn í felublaði Sjálfstæðasfllokksinþ, Morgunblaðinu, að stefnu flokks ins í bæjarmálum. Stefnan er ófundin enn. Þjóðviljinn endur- nýjar fyrirheif sín um verðlaun til handa þeim sem finnur. "'..•i i- - n<i Þannig skrifa þeir málefnalausu Málgagn heildsalaflokksins, Vísir, segir: Framhaid á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.