Þjóðviljinn - 09.01.1946, Side 7

Þjóðviljinn - 09.01.1946, Side 7
Miðvikudagur 9. jan. 1946. P J Ó B V I L J I N N 7 -------- ------------ M. s. Dronning Alexandrine fer héðan um 14. þ. m. Farþegar, sem fengið ■hafa ákveðið loforð fyr- ir fari, sæki farseðla í . dag og á morgun; ann- ars seldir öðrum, því margir eru á blðlista- Tilkynningar um vöru- flutning komi sem fyrst. Næsta ferð skipsins frá Kaupmanna höfn er ákveðin 27. jan- úar. Tilkynningar um vöru- flutning þaðan tilkynn- ist sem fyrst ekrifstofu félagsins í Kaupmanna- höfn. Skipaafgreiðsla J. Zimsen. — Erlendur Pétursson — _______________________ 1.0. G. T. Templarar! allir templarar sem lagt hafa fram vinnu til Jaðars síðast -. liðið ár eru beðnir að gefa sig fram í síma 1980 miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 8 til 10. Stjórn Jaðars . Úr borginni Næturlæknir er í læknavarð- stofunni Austurbæjarskólanum. sími 5030. Næturvörður er í Reykjavík- ur apóteki. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Stefnuskrá Reykvíkinga Kveðjur til forseta r Islands Framhald af 5. síðu. þar með verði komið í veg fyr’r ómetanlegar þjáning- ar, margvíslegt tjón, ásamt öðrum erfiðleikum sem ein att eru sjúkdómum sam- fara. Auk þess er Sósíalista flokkurinn, eins og í köflun um að framan greinir, vill að bærinn vinni að því að tryggja öllum íbúum sínum hentuga atvinnu og góð húsakynni, mun hann einn ig beita sér fyrir, að heil- brigðissamþvkkt bæiar'ns sé færð í nútíma horf, að ströngu matvælaeftirliti sé komið á, að gagrigerðar breytinear verði á meðferð og dreifingn mjólkur, að bærinn byggi myndarlegt farsóttahús og bæjarsjúkra hús, og að komió verði upp læknastöö og fullkomnum heilsuverndai'stöðvum. Skipulaersmál í irmgangskafla segir svo; Skipulagsmál bæjarins eru nú 1 fullkomnu öngþveiti, sumpart vegna mjög gall- aðra skipulagslaga og sum- part vegna frábærlega lé- legra framkvæmda bæjar- yfirvaldanna á þeim. Sósíalistaflokkurinn vill beita sér fyrir því á Alþingi. að skipulagslögunum verði breytt, meðal annars í það horf, að Reykjavík fái sér- staka skipulagsnefnd, er sé skipuö sérfræðingum að meirihluta og að skipulags- og byggingamefnd bæjar- ins verði sameinaðar. í bæjarstjórn mun flokk- urinn beita sér fyrir flj ót ari og öruggari framkvæmd skipulagsmálanna en verið hefur til þessa. Bærinn verði byggður í fullkomnum hverf- um í inngangskafla um skipu lagningu bæjarhverfa segir svo: Til þess að bærlnn geti svarað menningar- og heil- brigðiskröfum nútímans, verður aö ætla hvers konar menningarstarfsemi hæfileg an stað í bænum, og einnig veröur að sjá fyrir nægum opnum svæðum. Sama máli gegnir með viöskipta- og skemmtanalíf bæjarbúa. í skipulaginu þarf að ætla þessari starfsemi hæfilega marga staði, tilviljunin má ekki ráða, hvort og hvar verzláhir og skemmtistaðir rísa. Þess vegna vilja sósíalist- ar, að bærinn verði byggð- ur í hverfum, og gamla bæn um verði, eftir því sem við verður komið, skipt í hverfi, miðað við það, að í hverju þein'a rísi sérstök miðstöð fyrir hvers konar menning- arstarfsemi, skemmtanalíf og viðskipti. Fegrun bæjarins í inngangskafla um þetta segir svo: Óhæfileg vanræsla á sér stað um útlit og fegrun Reykjavíkurbæjar. Sósíal- istaflokkurínn vill, að bæi- arstjórn beiti sér fyrir því. að láta prýða bæinn með málningu húsa, skreytingu torga og stórbygginga, rækt un kringum hús og á opn- um svæðum, skolun gatna og hirðingu húsagarða. Enn fremur vill flokkurinn stuðla að því í sambandi við ræktun í bænum, að gróðai'stöð sú, sem í ráði er að stofna komist sem fyrst udo á heppilegum stáð utan við bæinn. ( Bæjarstofnanir í inngangskaílanum um bæjarstofnanir segir svo: Flokkurinn leggur áherzlu á, að fyrirtæki bæjarins, svo sem vatnsveita, hitaveita og rafveita, fullnægi á hverj- um tíma þörfum bæjarbúa og séu rekin á sem hag- kvæmastan hátt. Sérstaka áherzlu leggur flokkurinn á, að ráðstafanir verði gerð- ar til að stækka hitaveit- una, svo aö allir bæjai'búar geti orðið hennar aðnjót- andi. Hagstofa bæjarins í inngangskaflanum segir svo: Til þess aö geta leyst það hlutverk siti að skapa öllum bæjarbúum hagnýta og arðbæra atvinnu og við- unandi lífsskilyröi, verða bæjaryfirvöldin að byggja aðgerðir sínar á sem fyllstri þekkingu á atvinnulífi bæj- arins og öllum aðstæðum þess og lífsskilyrðum bæjar búa. Til þess að afla þeirrar þekkingar verður bærinn að ef gnast sérstáka hagstofu til að afla gagna, framkv. rannsóknir og vera bæjaryf irvöldimum stöðugt til að- stoðar og ráðuneytis. Forustuhlutverk bæj- arstjórnanna í inngangskaflanum um forustuhlutverk bæjarstjórn ar segir svo: Bæjarfélagiinu ber að haía forustuna í því að sjá bæj- arbúum fyrir arðbærri at- vinnu, húsnæði og viðun- andi lífsskilyrðum. Einstak- lingsframtakið eitt megnar ekki að leysa þessi mál. Sós- íalistaflokkurinn vill, að bæjarstjórn hafi forustu í atvinnu- og húsnæðismál- um bæjarbúa. Hann krefst þess, að bæjarstjórnin hafi fullkomið yfirlit yfir at- vinnu- og húsnæöisþörfina og að hún telji það skyldu sína að tryggja öllum bæjar búum atvinnu, húsnæði og sæmileg lífsskilyrði, svo sem frekast stendur í hennar valdi. Kosningarabb Framhald á 4. síðu. „Það má næsta furðulegt heita að nokkur íslendingur skuli hafa greitt atkvæði þeim mönnum, sem vilja útrýma persónufrelsi hvers einstaklings í landinu, með því að svipta landsmenn prent- frelsi, málfrelsi og athafnafrelsi. Þeir vilja koma hér á sovét- skipulagi, þar sem einn flokkur ræður öllu, þar sem enginn má gagnrýna valdhafana, þar sem andstæðingar stjómarinnar eru geymdir í fangelsi, þar sem eng- inn^ getur látið í ljós skoðanir sínar og þar sem öryggi einstakl ingsins er ekki til. Það er ekki óliklegt að- íslendingum mundi finnast vera orðið þröngt fyrir dyrum þegar nokkur hundruð kommúnistar væri komnir í öll embætti landsins og farnir að framkvæma austræna lýðræðið og þá „hreinsun“ innan þjóðfé- lagsins, sem því er jafnan sam- fara“ Eitthvað verða málefnalausir flokkar að segja. Það tekur eng- inn til þess, þó bæði vanti sann- leikann og vitið í skrif þeirra. Meðal skeyta þeirra sem forseta íslands bárust um áramótin voru þessar kveöj- ur: „íslendingafélagið í Kaup mannahöfn flytur yður, herra forseti og alh'i Is- lenzku þjóðinni, hugheilar óskir um farsælt og bless- unarríkt ár“. „Vestra heit í vorum brjóstum vakir norræn glóð. Bróðurhugir brúa hafið, blessa land og þjóð. Richard Beck.“ (Fréttatilkynning frá ríkisstjórninni). Ljósatitni ökutækja er frá kl. 3.20 e. h. til kl. 9.50 f. h. Bæjarpósturinn Frh. af 4. síðu. sennilega sú, að fæðiskaupend- ur stofni sín eigin mötuneyti, er rekin verði á samvinnugrund- velli. Það hefur þegar komið í ljós að mikill og vaxandi áhugi er fyrir því að sú leið verði far- án. Kæmist það í framkvæmd, þyrftu matsölur fæðiskiaupenda- félagsins að vera nokkuð marg- ar og dreifðar um bæinn. Flestar yrðu þær að sjálfsögðu í mið- bænum.“ HÚSNÆÐI ER TIL, ÞAÐ ER BARA NOTAÐ TIL ANNARS „En hvar á að fá húsnæði fyrir þessar matsölur, myndu einhverjir spyrja. Rétt er það, að slíkt sýnist ekki auðvelt, og gæti orðið þess valdandi að sam tök fæðiskaupenda yrðu fyrst í stað að einbeita sér að endurbót um á þeim matsölum sem fyrir eru í bænum. En benda vil ég fæðiskaupendum á það, að hús- næðið er raunar til þó að það sé ekki fáanlegt nú sem stendur. Ekki alls fyrir löngu leiddu hag skýrslur það í ljós, að í Reykja vík er ein verzlun á hverja 60 íbúa, og ekki hefur það breytzt til batnaðar síðan. T. d. eru nú um 30 bókaverzlanir í Reykja- vík, Allir hljóta að sjá hvað þettia er frámunalega heimsku’.cg sóun á vinnukrafti og húsnæði. Mikið af þessu verzlunarhús- næði er einmitt hentugt fyrir matsölur. Eg hef bent á þetta hér, til að sýna fram á að hús- næðið er til, hitt er annað mál, hvort það verður notað með hagsmuni bæjarbúa fýrir aug- um. Fæðiskaupandi". Sósíalistafélag Reykjavíkur FÉLAGSFUNDURINN er í Listamannaskálanum í kvöld kl. 8,30 e. h. Umræðuefni: Bæjarstjórnarkosningarnar Ræðumenn: Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson Tekið verður á móti nýjum félögum á fundinum Sósíalistar, gangið í Sósíalistaflokkinn strax og vinnið með því að framgangi hagsmunamála ykkar. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.