Þjóðviljinn - 06.02.1946, Page 4
4
Þ-J ÓÐ VíLJ'lNN
Miðvikudagur 6. febr. 1946.
þJÓÐVILllNN
Otifefandl: Samelning?,rf*oklrur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl.
19.00 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 6399.
Prentsmiðjúsími 2184.
Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuðL
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. í.
I__________________________________________________/
Á nýsköpunarsteinan eða þjóð-
stjórnarafturhaldið að sigra?
Þjóðin þarf öll að gera sér það ljóst hvaða öfl það
eru, sem togast á um afgreiðslu stórmála þeirra, sem
framtíð þjóðarinnar nú veltur á.
Coca-cola-stjórnin var í rauninni gamla þjóðstjórnin
afturgengin, en með þeim mikla mun að úr henni var
dreginn allur kraftur, — hún var vesöl vofa, en ekki
rammefldur draugur, — skorti að vísu ekki vilja hinnar
göimlu þjóðstjórnar, en vantaði hennar mátt, en hann
hafði verkalýðshreyfingin brotið á bak aftur 1942.
Þegar nýsköpunarstefnan sigraði hrunstefnu hionar
afturgengnu þjóðstjórnar haustið 1944, hvarf ekki þjóð-
stjórnarafturhaldið. Það hörfaði bara inn í skúmaskot
sín og reyndi að hlaða sér vígi þar fyrir hrunstefnu sína.
Framsóknarflokkurinn, Vísir, Landsbankinn — allt
eru þetta vígi hrunstefnunnar og þjóðstjórnarafturhalds-
ins enn, í einni eða annarri mynd.
Og nú er hvað eftir annað gerð útrás úr þessum
vígjum, til þess að freista hvort hægt sé að vinna ný-
sköpuninni tjón, þótt hinsvegar þyki tryggara að halda
sér sem mest að skúmaskotastarfinu, samsærinu gegn
nýsköpuninni. Því nýsköpunin er orðin svo vinsæl með
þjóðinni, að skúmaskotamönnunum þykir öruggast að
Jramkvæma verk sín sem mest í leynum-
Langsamlega þýðingarmesta nýsköpun atvinnulífs-
ins á íslandi — og fjárfrekasta — fer fram í sjávarút-
veginum.
Lánsútvegunin til handa sjávarútveginum er því tví-
mælalaust undirstaða nýsköpunarinnar.
Það eru nú liðnir sjö mánuðir síðan Nýbyggingar-
ráð skilaði frumvarpi til ríkisstjórnarinniar um að tryggja
sjávarútveginum hentug lán.
Hmnstefnuliðið hóf samstundis baráttuna í Lands-
bankanum gegn því frunwarpi undir forustu Vilhjálims
Þór, þáverandi bankastjóra, og með andlegri leiðsögn
/ísis. Og þótt Landsbankavaldið hafi að vísu orðið að^
halda nokkuð undan í þessum átökum, þá hefur það þó
megnað að tefja afgreiðslu þessa nauðsynjamáls. Og einn
varnarsigur vann það: Það tókst að sameina gömlu þjóð-
stjórnaröflin í Landsbankaráði um að koma Jóni Árna-
syni inn í Landsbankann sem bankastjóra eftir Vilhjálm'
Þór. Jónas frá Hriflu og Jónas frá pýramádanum, Her-
mann og Magnús, fundu þann dag hvor annan aftur og
sameinuðust í anda hrunstefnunnar og bræðalagi þjóð-
stjórnarafturhaldsins, til þfess að kama einum helzta
fjandmanni nýsköpunarinnar í ejnhverja þýðingarmestu
stöðu þjóðfélagsins.
í stað þess að nýsköpunarstefnan sigraði í Lands-
bankanum sjálfum og breytti syo til að sú kalkaða gröf
íslenzkra fjármála yrði gerð að því vígi, sem Lands-
bankinn upprunalega átti að verða íslenzkri framsókn,
þá víggirti hrunstefnan sig og hugðist að sýna það í
reyndinni að enn sæti hin raunverulega stjórn ís-
lands við Austurstræti og gæti enn grafið beztu áhuga-
mál þjóðarinnar í gröf sinni og látið þing og stjórn hlýða
sinni dauðu hönd.
' •
En Landsbánkaváldið á éfti'r að sjá að' það hefur
reiknað skakkt
BRÉF FRÁ VERKAMANNI UM
INNFLUTNING ERLENDS
VERKAFÓLKS
„Verkamaður" skriíar mér
bréf það sem hér fer á eftir:
„Það er varla svo getið skips-
ferðar hingað frá Norðurlöndum,
að ekki sé þess jafnframt getið
að með skipinu hafi komið fjöldi
útlendinga. Flest af þessu fólki
mun hingað komið til að leita
sér atvinnu, þó að allmargt af
því kunni að vera komið í öðr-
um erindagerðum. Það er því
engum blöðum um bað að fletta,
að erlent verbafólk hefur flutzt
inn í landið á síðustu vikum og
mánuðum, ,og það ekki í svo
smáum stíl. Er í raun og veru
fátt við það að athuga þótt svo
sé, meðan ekki skapast atvinnu-
leysi fyrir innlent verkafólk af
þeim sökum. En hvað lengi verð-
ur það, ef cngar hömlur eru hafð
ar á innflutningi erlends verka-
fólks?“
ER EKIÍERT EFTIRLIT HAFT
MEÐ ÞESSU?
„Ekki verður heldur hjá því
komizt að þetta hafi töluverð á-
hrif í bá átt að auka húsnæðis-
vandræðin hér í Reykjavíkurbæ,
og sýnist þó sízt á þau bætandi.
Yfirleitt hníga öll rök að bví, að
viðhiafa beri nokkra varkárni
gagnvart þessum innflutningi, ef
framhald verður á honum, og sýn
ist ekki ná nokkurri átt, að hann
sé látinn eftirlitslaus með öllu,
eins og nú virðist helzt útlit fyr-
ir. Er hvorki íslenzkum verka-
lýð né þeim erlendu mcnnum
er hér vilja dvelja, neinn hagur
í því að runnið sé alveg blint
í sjóinn með innflutning erlends
vinnuafls. Hlýtur það óhjákvæmi
lega að skapa öryggisleysi um
j atvinnu á báða bóga og engum
til hags nema þeim atvinnurek-
endum sem kunna að hugsa sér
að maka krókinn á „hóflegu" at-
vinnuleysi. Verði þessi mól ekki
rannsökuð bráðlega af hálfu rík-
isvaldsins, af naegilegri festu og
raunsæi, verða verkalýðssamtök-
in að gera sínar ráðstafanir áður
en í óefni er komið. Kennir nú
þegar nokkurs kvíða meðal
verkamanna út af máli þessu,
og þarf sem fyrst að komast að
raun um hvort sá uggur er á-
stæðulaus eða ekki“.
ER BÚNAÐARFÉLAGIÐ AÐ ÚT-
VEGA BÆNDUM „ÓDÝRT“
VINNUAFL
„Búnaðarfélag íslands mun
bafa í undirbúningi að ráða er-
lent verkafólk í vinnu hjá bænd-
um á vori kom.iandi. Væri fróð-
legt að fá upplýst hvort Bún-
aðarfélagið ætlar að stunda
þann innflutning í blói’a við
verkalýðssamtökin í landinu og
hvort ríkisstjórnin ætlar að láta
það mál afskiptiaiaust. Eftir
reynslu undangenginna ára að
dæma, mun Búnaðarfélagið forð
ast að hafa nokkra samvinnu við
verkalýðsfélögin um útvegun
vinnuafls handa bændum, enda
hundsað þau tilboð sem fr-am
hiafa komið um slílct samstarf.
Er vart hægt að skoða slíba
, framkomu í garð launþeg-asam-
takanna öðru vísí en sem fiand-
skap og mætti þó for-vigismönn-
um Búnaðarfélagsins vel vera
ljóst að slíkur þursaháttur er
bændum sjólfum til tjóns.
Myndi bændum hagkvæmara að
ráða'til sín innlent verkafólk er
vant væri sveitavinnu, en t. d.
færeysfca sjómenn eða danska
borgarbúia. Væri fróðlegt að vita
með hvaða kjörum Búmáðarfélag
ið ætlaði að ráða þetta erlenda
verkafólk til bænda. Er ólíklegt
að það leyfj sér að boða hingað
verkafólk frá öðrum löndxpn, án
þess að gera því sómasamlega
grein fyrir hvað það mvmi bera
úr býtum fyrir vinnu sína hér,
og hvað innlendu verkafólki sé
greitt fyrir sömu vinnu.
Verkamaður".
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ LEGGJA
AF MÖRKUM?
Enn á ný hefur Rauði kross
íslands leitað til landsmanna um
aðstoð til hjálpar þeim sem hart
eru leiknir af styrjaldarástand-
inu og afleiðingum þess. Nú eru
það börn í Mið-Evrópu sem þarfn
ast skjótrar hjálpar, eigi að
takast að forða þeim frá sjúk-
dómum og hungui-dauða í vetur.
Síðan striðinu lauk hefur verið
nær ókleift að koma fólki þessu
til hjálpar af þeirri ástæðu að
samgöngukerfið í löndum Mið-
Evrópu hefur verið gereyðilagt,
en nú eru að opnust leiðir' til
þessa n.auðstadda fólks.
Bcrnin eru einmitt sá hluti
þesDa fólks sem í mestri hættu
er statt vegna fæðuskortsins. En
hjálpin þarf að koxna stnax. Eft-
ir nobkrar vikur getur verið
orðið of seint að reyna að hjálpa
þeim milljónum soltinna bama,
sem nú eigra um borgarrústir
Mið-Evrópu. Hafið það hugfiast,
að lítill skerfur til þessarar söfn-
unar, þó ekki væri nema and-
virði einnar flösku af meðal'alýsi,
getur nægt til að bjarga lífi eins
soltins barns.
—
Þannig vildi Vísir hafa það
Aðalfyrirsögnin á fyrstu siðu
Visis í gær var svohljóðiandi:
Brezkir sjómenn atvinnulausir
af völdum fiskiskipaskoris. Vilja
far.a að dæmi fslendinga."
Síðan er skýrt frá því að
mörg hundruð manna gan-gi nú
atvinnuilausir í fiskibæjum Eng-
lands af völdum fiskiskipaskorts.
Þá segir Visir ennfremur að yf-
irmenn á brezku fiskiskipunum
vilji taka íslendinga og Norð-
mcnn til fyrirmyndar og fjölga
á skipunum.
„Launráð, svikráð og' landi-áð"
Þetta ástand, sem Vísir er að
lýsa í Bretlandi: atvinnuleysi
vegna skorts á framleiðslutækj-
um, er einmitt ástandið sem Vís
ir vildi skapa hér á landi. Hann
taldi það á sínum tíma „laun-
ráð, svikráð og landráð11 að
kaupa hingað framleiðislutæki
fyrr ein tryggt væri fyrirfram
að kaup verkamanna t.g sjó-
manna yrði lækkað.
Það var frá upphafi draumur
heildsalakiíkunnar sem ræður
Vísi,' að skaþ-a hér atvinnuleysi
-til þess að geta í krafti þess
komið á allsherjar liaunalækkun
— slegið niður verkalýðshréyf-
inguna „i eitt skipti fyrir öll“ —
og komið á algerri yfirdrottnun
aftui'ihaldsins. Þess vegna barðist
Vísir gegn myndun núverandi
ríkisstjórnar og nýsköpunar-
stefnu hennar.
Draumur Vísis er enn í d'aig
hinn sami og hann var þegar
harxn lýsti það „launráð, svik-
ráð og landráð“ að kaupa fram-
leiðslutæki. Það er því ónejt'an-
legia hugufeamt af Vísi að lýsa
því hverjar afleiðinigar það hef-
xxr þegar framleiöslutækin vant-
ar.
Glöggt er það enn hvað þeir
vilja
Sundrunigarpostu.lamiir í Al-
þýðublaðinu haf>a færzt í auk-
lajrua upp á síðkastið.
Hannibalarniir á ísafirði höfn-
uðu allir samvinnu við sósíalista
að bæjarstjómax-kosningum lokn
iim og samtímis hóf Alþýðublað
ið heiptiarlegar árásir á ísfirzka
só'sóaliistia fyrir að semja vjð
sjálfstæðismenn um að fram-
kvæma ýmislegt það sem Hanni-
bal'árnir höfðu vanrækt í 24 ár.
Hún lét minna yfir sér fyrir-
sögn Alþýðublaðsins á fréttinni
um það að sósíalistiair og Alþýðxi
flokfcsmenn í Vestmamxiaeyjum
hefðu samjð um stjóm bæjarins,
Það leyndi sér ekki hvílíkur
fleinn sú fx-étt var í hinu hrjáða
holdi Alþýðublaðsriitstjómiarinn-
ar.
Stefná þeirra Alþýðublaðs-
manna er enn ekki aðeins áfram
hialdandi innbyrðisbaráttia verk-
lýðsflokkanna heldur ' heinxta
þeir nú i fávíslegum hroka sxn-
um það stríð aukið um allan
hókning.
Verði þeim .sleppt iausum
Þessi hroki þeirra Alþýðu-
Framhald á 5. síðu.
Þjóðin ætlar ekki lengur að hlýða því.
Hún hefur brotið vald þjóðstjórnarafturhaldsins af
sér með myndun nýsköpunarstjórnarmnar 1944. Hún hef-
ur skapað sér sína djörfu framfarastefnu: nýsköpunina,
til þess að tryggja hverjum manni á íslandi sem arð-
bærasta atvinnu, og bægt þannig frá sér hrunstefnunni.
Gg nú, þegar fyrstu alvarlegu átökin standa yfir um
framkvæmd nýsköpunarinnar: urn fiskveiðasjóðsfruim-
varpið, þá mun Landsbankavaldið fá að vita það að þjóð-
stjómaraftunhaldið er orðið undir.
Þjóðin fylgist þess vegna vel með því sem gerist á
Alþingi næstu dagana. Hún veit að það eru átökin milli
nýsköpunar og þjóðstjórnarafturhaldá. Og hún er ákveð*
in í 'hvórt: aflið skuli sigra.