Þjóðviljinn - 06.02.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.02.1946, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN •6 Miðvikudagur 6. íebr. 1946. /----------------—----------------------------------------------------v Jóhannes V. Jensen: GUÐRUN >._;___________> Harry Söiberg: Hesturinn úrsmiðsins átti hann að vera fyrst um sinn. Yfirvöldin áttu eftir að rannsaka málið betur. Hesturinn gekk, var tjóðraður i löngu bandi og óð í góðgresinu. En hann var ekki sérlega gráðug- ur og bóndinn sagði, að hann mundi aldrei ná sér alveg. Hann hengdi höfuðið tímum saman, en öðru hvoru leit hann snöggt upp, reisti eyrun og hlust- áði, eins og hann hefði heyrt eitthvað, sem hann kannaðist við. Stundum gekk hann í hring í kring- um tjóðurhælinn, ofur hægt, en kippti svo allt í einu í bandið, reisti höfuðið og hneggjaði. „Það er greinilegt, að hann langar aftur í svelt- una“, sagði bóndinn hlæjandi. „Viltu heldur stör og lyng en skæra töðu?“ spurði hann klárinn. Iiann hafði oft keypt ókunnuga hesta, en enginn þeirra hafði unað sér jafn illa og þessi húðarklár. Svona leið vika. Þá var það einn morgun, að hesturinn var horfinn. Hann hafði slitið tjóðrið. -------Úra-Mangi lá í rúmi sínu þennan morg- un- Hann var vaknaður og sólin var komin hátt á loft. En hann lá með aftur augun- Hann þurfti ekki að flýta sér á fætur. Dagarnir voru langir. Nú hafði hann ekkert að gera annað en ráfa í kringum kofann. Og þegar hann var ekki að hugsa um hestinn, hugsaði hann um það eitt, að bezt væri að leggjast út af og deyja. Nú hafði hreppstjórinn tilkynnt honum, að hann ætti að mæta fyrir rétti í dag. Gamli maðurinn lá lengi með aftur augun og hugsaði um liðna ævi sína. En allar hugsanir hans snerust um hestinn. Hvað það hafði verið gaman, þegar þeir voru að koma heim að kvöldlagi um sólsetrið, þegar blómin ilmuðu og roða sló á lyng- ið. Einu sinni var Kristján 4. Danakonungur á ferð með •ihersk'pi, segir sagan, og ‘ihreppti andibyri svo mikið, að skipið komst hvergi. Því var um kennt, að köttur væri innanborðs, hverjum skip- verjar höfðu stolið frá Finna- konu nokkurri, þrátt fyrir bænir hennar og hótanir. Urðu allir sammála um að Varpa kettinum fyrir borð, nema konungur. Hann and- mælti því, þar til það sann- aðist, að kötturinn hefði með skripalátum sínum komið •skipverjum til að hlæja und- ir guðsþjónustu. Sannfærðist könungur þá, eins og aðrir, um sök kattarins. V*ar hann settur á haf út í vatnsiheldiu keri áaamt matarforða til mónaðar, og þóttust allir þá hafa skilið mannúðlega við hann. • Uppdrættir og útreikning- ar, sem gerðir voru af enska skipinu Queen Mary, áður en það var smíðað, kostuðu hálfa aðra milljón króna. Þar næst var gert líkan af hinu fyrirhugaða skipi, sjö metra langt, og kostaði það 125.000 kr. • Eimhver ríkasti þjóðhöfð- ingi heimsins var Ali al Khalifa, sem réð yfir Bahria- eyjum. Hann hafði 15.000 perluveiðara í þjónustu sinni og græddi á þvf mestan auð sinn- steinlagður stígur. Hér sett- ust þau niður. Hvergí var hægt að sjá til mannaferða, eins langt og augað eygði. Dáliítill runni hafði fest rætur í grjótinu niðri við ströndina. Kría sveif uppi yfir sjónum og glampaði á hana í sólskininu. Hún garg- aði skrækróma öðru hvoru og það var e'na hljóðið, sem heyrðist. Nú voru þau tvö komin eins langt frá borg- inni og þau vildu. Raunar var það elkki ásetningur þeirra, en eitthvað, sem var gleymt og falið í brjóstum þeirra, vaknaði við fuglsröddina unpi yfir auðri ströndinni. Héðan voru þau upprunnin og hér barst ilmur frurn- stæðrar náttúru að vitum þeirra. Það verður mönnum ósjálf- rátt að draga skóna af fótum sér á sjávarströnd. Það gerðu þau líka, enda höfðu þau gengið langar leiðir á sólheit um gangtröðuimm. Þau drápu fótunum niður í vatnið og þá varð freistandi að synda. Þeim kom saman um það. Guðrún gat afklætt sig 1 skjóli við runnann en Manni farið lengra út með strönd- inni. Þau höfðu ekki munað eftir að hafa með sér sund- boli. Manni gekk góðan spöl út með ströndinni, fór úr föt- unum og óð út í. Hann rann á hálum steinunum, meiddi sig í tánni og blótaði. Vatnið var grunnt og hann varð að vaða langt, áður en hann gat lagzt til sunds. Fyrst synti hann baksund og þyrl- aði upp vatninu. Svo lagðist hann til sunds og skreið 'hægt og rólega út á dýpið- Hann sá í gegnum vatnsúð- ann, að Guðrún skreið út klappimar á höndum og fót- um og hvarf svo í hvítu löðri Seinna sá hann höfuð henn- ar, þar sem hún var á sundi. Hún sá hann líka og veifaði til hans úr fjarlægð með nöktum handlegg um leið og hún hristi hárið frá andlit- inu. Vatnið var notalegt, hlýtt á yfirborðinu en dálítið kald- ara, þegar neðar dró. Þau kölluðu hvort til annars og Manni stakk sér beint á höf- uðið niður í dýpið. Hann fór fyrr til lands og byrjaði að klæða sig, en höf- uð Guðrúnar sást enn upp úr vatninu eins og hafmeyj- arhöfuð. Manni var kominn í skyrtu og buxur og settist niður til að reima skóna. Þegar hann i stóð á fætur aftur, sá hann, að Guðrún var komin nálægt landi en var þó enn á kafi, aðeins með höfuðið upp úr. Þá tók hann eftir því, að maður stóð við runnann og hafði reiðhjól við hlið sér. Manni gekk -til hans. Mað- urinn leit snöggvast á hann en hélt svo áfram að horfa á höfuð Guðrúnar úti í vatn- inu. „Viljið þér ekki fara svo- lítið fjær“, spurði Manni vin- gjarnlega. ,,Hún getur ekki komið í land, ef við erum hér“. Maðurinn sneri sér sein- lega að Manna cg horfði rannsakandi á hann frá Ihvirfli til i'lja- Þetta var svaðamenni að sjá og augna- ráðið var ljótt. „Er þetta stúlkan þín?“ spurði hann. „Þér ættuð að fara“, sagði Manni. Maðurinn lét sem hann heyrði ekki. Hann lagði hjól- ið á jörðina og horfði á föt Guðrúnar, sem lágu í runn- anum. „Nú ferðu“, sagði Manni o,g lagði höndina á öxl manns- ins. í sama bili reiddi maður- inn hnefann og sló til hliðar, en það varð vindhögg og hnefinn fór framlhjá nefinu á Manna. Manni sá undir eins, að þetta var hættulegur and- stæðingur, sem vissi hvað hann gerði. Fyrst hafði hon- um dottið í hug, að þetta væri umsjónarmaður og það væri ekki leyfilegt að baða sig við ströndina. Ósjálfrátt gerði hann sér ljóst, hvernig hann ætti að bregðast við. Hann hreyfði ekki hendurnar og tók ekki varnarafstöðu. Maðurinn var áreiðanlega fól og hann mátti gjarnan halda, að Manni væri hættu- laus. Höggin dundu á honum. Hörð og fantaleg högg! Manni beygði sig undir þau svo að þau komu á hvirfil- inn, og hlífði andlitinu. Hon- um fannst hvína í höfðinu á sér undan höggum mannsins. En nú kom tækifærið. Árás- armaðurinn gáði ekki annars en að berja hann til óbóta og stóð beint frammi fyrir honum. Manni steig feti nær honum, kom höggi neðst á brjósthol hans og lét allan þunga sinn fylgja högginu. Það var efns og hestur hefði slegið manninn. Hann hörfaði lengd sína aftur á 'bak og féll niður á grjótið. ! Eftir litla stund náði hann andanum og þá heyrðist hrygla í honum. Hann gat ekki staðið á fætur. Manni tók í treyjukraga hans og hjálpaði honum á fætur. Hann var valtur á fótunum og úteygur. Þegar hann gat staðið einn, setti Manni hatt- inn á höfuðið á honum, fékk honum stýrið á hjólinu upp í hendurnar- Maðurinn tók við því og skjögraði af stað álútur og auðsjáanlega mjög lasburða. Þegar hann var kominn spöl- korn í burtu, settist hann á hjólið og hélt áfram sömu leið og hann hafði komið. „Hann hefur fengið nægi- lega ■ ráðningu“, hugsaði Manni. Hann skeytti ekki framar um manninn, en leit í kring- um sig á ströndinnijþarna var Guðrún. Hún var komin svo nálægt ströndinni, að hún stóð aðeins í ökla í vatni. Hún stóð þarna án þess að muna eftir sjálfri sér og gleymdi því, að hún var nak- in. Manni hafði ekki refsað illmenninu í því skyni að verð sjálfur til þess að móðga Guðrúnu, og hann flýtti sér burt þangað, sem hann hafði klætt sig, settist niður og hvíldi sig eftir viðureignina. Og hvað hafði hann séð, ann- að en himinn og hiaf cg kon- una birtast eins og heiðna •gyðju í líki Guðrúnar? Sviminn rann af honum og hann fór að hugsa skýrt. Hann fann saltbragð í munn inum og hita í efri vörinni. Það blæddi úr munni hans og hann vissi að vörin mundi bólgna. Guðrún kom til hans, al- klædd og settist hjá honum. Hár henhar var rennvott- „Meiddi hann þig mikið?“ spurði hún. „Nei, ég meiddi hann mik- ið“, svaraði Manni og hrækti blóði. „Annar eins þorpari! Halda að hann hafi leyfi til að berja á mönnum, af því hann er sterkur og heldur, að aðrir séu eins og lömb. Hann ætlaði að gera sér það til gamans að hálfdrepa mig — pú — uff“. * Manni hrækti blóði út á vatnið. „Það eru margir, sem halda, að þeir séu einhverj- ar hetjur, af því að þeir hafa verið í hnefaleikaklúbb. Hvernig ætli hnúamir á hon- um líti út?“ Manni leit_á handarbök sín. Þau voru ó- meidd. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.