Þjóðviljinn - 31.03.1946, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.03.1946, Qupperneq 3
. Sunnudagur 31. marz 1946. ÞJÓÐV7LJINN Nýjar danskar bækur Flcstir munu æila, að dönsk um bókmenntum i.afi nú vax- ið ásmegin, er menn mega af nýju hugsa og rita eins og þeim býður við að horfa. Að sönnu hefur komið út fjöldi bóka, en allt um það virðist svo sem hemámsárin hafi ekki enn leitt af sér neitt listaverk. Vitaskuld bera flestar bók- anna blæ stríðsins og hernáms ins, en þær bera einnig með sér, að fólk vill reyndar lesa um stríðið, en menn vilja fá eitthvað um ástina til bragð- bætis. — Eins og málum er háttað, fer ekki hjá því, að gróðrabralls gæti í bókafram- leiðslunni, og ber hinn mikli fjöldi spellvirkjarómana vitni um það, Þessir rómanar eru mjög misjafnir að listgildi. Beztur er sennilega „Be röde Enge“ eftir Ole Juul, raunsæ bók og laus við alla tilfinn- ingasemi. Hún liefur verið kvikmynduð fyrir skömmu. Sumir hinna kunnustu dönsku fyrirstríðshöfunda, svo sem H. C. Branner (einn bezti smá sagnahöfundur Dana) og Jak- ob Paludan, hafa ekki rofið þögnina ennþá. Hins vegar hafa aðrir, svo sem Michael rejn, haldið áfram ritverkum, sem þeir voru byrjaðir á. Michael Tejn er í svipinn einn umdeildasti höfundur Dana, cg er af sumum hafinn til skýj- anna, en aðrir finna honum allt til foráttu. Honum er eink um til lista lögð skarpleg sál-1 greining og markviss stíll, en mörgum í'innst gæta um of prédikunar í ritum hans. Nýj- asta bók hans er „Stövet kan bære“. Öldurmennið meðal danskra rithöfunda, Martin Andersen Ncxö, er alltaf jafn vel fyrirkallaður og víg- reifur. I haust ser.di hann frá sér tvær bækur „Maríin bin Röde“ og „Breve til en Lunris- mand“. Sú fyrri er á vissan hátt framhald bæði af „Pelle Erobreren“ og endurminnlng um skáldsins. í henni dregur Nexö upp svipmyndir (á stund um nokkuð stílfærðar) af ýms um kunnum mönnum. Eg nefni sem dæmi, að Skjoid- kjær mun vera höfundurinn Johan Skjoldborg, Aaborg Ijóðskáldið Jeppe Aakjær, Slotsholm hinn kunni sósíal- demókrati Borgbjærg o. s. frv. „Breve til en Landsmand" eru ritgerðir um baráttumál dags- ins, í formi bréfa, stílaðra til dansks krata, og er skemmat af að segja, að eklci tekur Nexö á honum með silkihönzk um. Allar þær bækur, sem he-. hefur verið minnzt á, hafa verið fáanlegar í bókabúðum bæjarins og má mæla með þeim öllum. Geta má þess, að einnig hafa fengizt eldri dansk ar bækur í ódýrum útgáfum, ásamt bókum þýddum á dönsku úr ýmsum málum (Delfin-bækurnar o. fl.). Sér- staklega vil ég \ækja athygli á einni bók, nýþýddri á dönsku, en það er skáldsaga sovéthöfundarins Konstantins Simonoffs ,,Dage og Nætter“, ágæt lýsing á bardögunum við Stalingrad. Því miður er þó ekki allt sem út kemur ótví- ræð listaverk, og við hér höf- um heldur ekki farið aiveg varhluta af ruslinu. Einkum vil ég vara grandalausan les- anda við einni slíkri, en það er „Træerne vokser ikke ind i Hiinlen“ eftir Christian And- ersen. Það er herfilegas'.i sam setningur í „Hverfanda hvels“ stíl. Auk þess má það telj- ast vafasöm notknn á eriend- um gjaldeyri að flytja hingað inn í dönskum þýðingum -ms- rískar metsölubækur ein-; og ,,Rebekku“, ,,Á hverfanda hveli“ og aðrar sli'kar. B. U. S. Við sólarlag Ásta Björnsdóttir í> lenzkaði. Söguútgáf- an, Akureyri, 1946. André Maurois er víðkunn- ur franskur rithöfundur og stássstofuspekingur, menntað- ur og gáfaður, en jafnframt háborgaralegur frá hvirfli til ilja. Bækur hans um Dickens, Byron, Disraeli og Voltaire hafa náð miklum vinsældum og verið þýddar á fjölmörg tungumál, en auk þeirra hef- ur hann gefið út nokkur skild rit, til dæmis einkar sérkenni- legt og frumlegt smásagna- safn, þar sem hnnn brýtur þessu örðuga og viðkvæma formi nýjar brautir á listræn- an hátt. Síðasta bók Maurols, Etudes Americaiites, er safn þrjátíu ritgerða urn brezk og bandarísk skáld, en ritgerðir þessar skrifaði hann á árun- -im 1944—45 og birti þær ?vrst í frönsku vikublaði,Po.ur la Victoire, sem gefið var út í New York. Sagan Við sólarlag er eng- anveginn heppilegt sýnishorn af skáldskap Maurois. Form hennar getur ekki talizt ný- stárlegt og þaðan af slður við- fangsefnið. Höfundurinn leik- ur sér að smávægilegum ásta •nálaflækjum og teflir persón- um sínum i nokkurn vanda, nn greiðir því næst af franskri lipurð úr flækjunum, leysir vandann og skilur við fólkið í bezta ásigkomulagi. Sagan er öll óskop snoturleg og áferð- arslétt, en hefur hvergi á sér -,vip athyglisverðrar og lifandi ’istar. Hinn bókmenntalegi og fágaði stíll höfundarins er styrkasta stoð hennar, en ís- lenzka þýðingin er gerð af slík um vanefnum, að þessa stíls verður naumast vart. Þýðand inn virðist ekki ósjaldan hafa i misskilið erlenda textann eða gefizt' upp við að snúa honum á sæmilega íslenzku, og skal ég tilfæra hér örfá dæmi af mörg um: ,.Mamma þeirra er alveg eink3nnileg“(bls. 9), „En und. arlegt var, að hann óttaðist dauðann ekki ,iö mini:.sta“ (bls. 29), ,,og auk þess var hann mörgum sinnum skyn- samari og tilfinningameiri en flestir .ungu mennirnir“ (bls. 34), ,,Þó að hann hefði víljað yngri sonum sínum í með erfðaskránni" (bls. 42), „En hún hafði vonað, að Colette giftist ungum manni, utan sveitarinnar, sem ætti ekki eins kröfuharða fjölskyldu“ (bls. 43), „Nei, ég held ekki með þvílíkri lireinskilni" (bls. 55), „Stjörnurnar blikuðu og lýstu himinhvolfið með gulln- um geislum, sem blikuðu um Ieið og þeir komu í' ljós“ (bls. G5), ,,Og auk þess er hann svo viss, svo góður. Mér finnst eins vænt um hann og hægt er“ (bls. 66), „Það kom fyrir tvisvar eða þrisvar, að mér lá við að tala út“ (bls. 117), „Og auk þess lengja orðin og vildhalda (?) sorgum, sem hefðu átt að vera gleymdar fyrir löngu" (bls. 120), „Gast- on sat og las í búnaðarriti um uppeldi snigla“ (bls. 128). Þannig mætti lialda áfram lengi, en jafnframi er íslenzka í þýðingin öll morandi af prent-1 villum, sem stundum er fk’ri unnt að greina frá hvimleið- um ambögum og málleysum, svo að hroðvh-knin hefur sahnarlega ekki riðið við ein- teyming, þegar bókin var ger- in út. Það er hörmulegt, að franskar nútímaskáldmenntir skuli vera kynntar íslending- um á þennan hátt. Að vísu er bót í máli, að tvö stórverk eftir Rolland og Malraux munu vera væntanl-g á ís- lenzku innan skamms í vönd- uðum þýðingum. En væri það til of mikils mælzt af Söguút- gáfunni á Akurevri, að hún bætti fyrir yfirsjónir sínar með því að gefa sómasamlega út einhverja skáldscgu efiir Rroust, Romains cða Aragon? íslenzkir lesendur myndu á- reiðanlega kunna að meta slíka úrbót. Á árinu sem leið andaðist í París einn af helztu brautryðj^ endum nútíma-listar, málarinn Vassily Kandinsky. Hann var 87 ára, er hann dó (fœddur í Moskva árið 1866). — Myndin hér að ofan (komposHion nr. 8) er máluð 1923. Þjóðviljinn mun á nœstunni birta grein um Kandinsky.: líröfur íslcndinga til danskra eigna í eigu einkamanna og danskra þjóðarstofnana Grein dr. Lis Jacobsen ó. j. s. Þingvísa Að gefnu tilefni í þingmanna veizlu, er frumvarp um Aust- urveg var nýlega komið fram, orti Eiríkur Einarsson, alþm., þessa vísu: Held eg enn í austurveg æsku minnar gesíur, þó að ellin lireytulcg þokist öll ji vestur. Loks hefur fyrir frum- kvæði danskra manna verið hafin stórkostleg ljósprent- útgáfa á mikilvægustu hand- ritum miðaddanna — bæði úr safni Árna Magnússonar og handritasafni Konungsbók- hlöðunnar — Corpus codic- um Islandicorum medii ævi, gefin út af Dr. Ejnar Munks- gaard. Þetta er fyrirtæki, er mun veita öllum hei.mi kost á að afla sér þekkingar á handritunuan og eggja menn til nýrra rannsókna á sjálf- um frumgögnunum- — Það má með vissu staðhæfa, að! ísland mundi hafa skort bæði ( menn og fé til að ávaxta á slíkan hátt hinn norræna menningarf járs j óð. Því að þetta er mergurinn málsins: Hin gömlu íslenzku handrit geyma bókmenntir, sem eru andleg eign allra Norðurlanda, af því að þess- ar bókmenntir eiga uppruna sinn að þakka menningarlífi allra hinna fornu norrænu landa. Handritin eru megin- heimild að þekkingu vorri á sögu Norðurlandabúa, menn- ingu þeirra og trú. — Þess- vegna hafa Norðmenn og Sví ar, Danir og Islendingar rannsakað þau af jafnmikl- um áhuga — og maður get- ur (án þess að gera s:.g sek- an um grátviðkvæmni) bætit við: af jafnmikilli ást. ís- lenzku ættasögurnar og kon- ungasögur Snorra, hafa ver- ið dönsk alþýðueign frá dög um Oehlenschlagers, Grund- tvigs og N. M. Petersens. — Þær eiga í framtíð sem í for- tíð að vera geymdar á stað, þar sem fræðimenn frá öll- um Norðurlöndum eiga greið an aðgang að þeim, og — enn um stund — verður sjálf sagt að álíta, að Kaupmanna höfn liggi nær þjóðbraut en Reykjavík. Og í annan stað á Kaupmannahöfn sldka m'ð- stöð til rannsókna á handrit unum, þar sem eru bóka- og tímaritasöfn Konungsbók- hlöðunnar, að Reykjavík mun ekki í fyrirsjáanlegrii framtíð eignast hennar líka, Það má því staðhæfa, árx þess að reynt sé að fegra máL stað vorn, að hinn siðferðu legi réttur Danmerkur er eins, traustlega grundvallaður og, hinn lagalegi réttur vor. eni við það bætist hið vísinda- lega hagræði, sem fólgið er S geymslu handritanna í Kaup- mannahöfn. Þess vegna hafai bæði sænskir og norskir, fræðimenn skilyrðislaust lát-< ið í ljós þá ósk, að kröfum ís-. lendinga um framsal hand- ritanna verði vísað á bug. En eiga íslendingar þá að fara til Kaupmannahafnar til! að rannsaka fornbókmenntir sjálfra sín? Það ætti ekki að vera nauðsynlegt. Haustið 1944 kom dálítið atvik fyrir mig í Svíþjóð, er getur varp- að ljósi á þessa hlið málsins, Ungur sænskur málfræðing- ur vann að ritgerð um hand- ritin að Eiríks sögu rauða., Hann skrifaði til Kaupmanna hafnar vegna þess, að hann vildi gjarna rannsaka nánar nokkra vafasama staði í einui handritanna, en fékk það svar, að ekki mundi stoða að koma, því að handritið væri: í láni — í Reykjavík! A'f; þessu má sjá, að handritin! hafa fyrrum verið lánuð til íslands, og án efa verður það einnig hægt í framtíðinni. En menn munu einnig merkja það, að Reykjavík — jafnvel' þótt ekki sé heimsstyrjöld —< liggur langan veg burtu. En þess skal getið í þessu: samlbandi, að í safni Árna Magnússonar er mjög viða- mikil deild yngri íslenzkra handrita, er skipta Ísland sér- staklega máli, en varða lítið Norðurlönd almennt, gagri- stætt því, sem er um mið- aldahandritin. Þessi handrit, sem að flest hafa aldrei ver- Framhald á 5. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.