Þjóðviljinn - 01.05.1946, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 01.05.1946, Qupperneq 2
2 r ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. maí 1946. UTANFARARKÓR Sambands íslenzkra karlakóra SAMSÖNGUR í Gamla Bíó, fimmtud. 2. maí og föstud. 3. maí, kl. 7,15. Söngstjórar: Jón Halldórsson, Ingimundur Árnason. Einleikur: Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari. Aðgöngumiðar hjá Lárusi Blöndal og Eymundsson. Almenmir dansleikur í Breiðfirðingabúð, Skólavörðustíg 6B, í kvöld, kl. 10. — Aðgöngumiðar í anddyri hússins, eftir kl. 8 síðdegis. — Hljómsveit Hafliða Jónssonar leikur. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Cir— TILKYNNING um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt á- kvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928 fer fram á Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 2., 3., og 4. maí þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig þar fram á afgreiðslutímanum kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 30. apríl 1946. Borgarstjórinn í Reykjavík. 1 Okkur vantar unglinga til að bera Þjóðviljan til kaupenda í allmörg hverfi víðsvegar um bœinn. r i—■ HARMONIKUMEISTARI NOÐUIILANDA —As:.} 'lkLiJÍ:. \ Lýður Sigtryggsson og kennari hans, norski harmoniku- snillingurinn, Hartvig Kristoffersen halda Harmóníkutónleika næstkomandi laugardagskvöld kl. 11,30 í Gamla Bíó. Á efnisskránni er lög eftir Grieg, Verdi, Rossini o. fl. Auk þess jazz, swing, eldri og nýrri dansar, Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Blöndal. 1 Hvar á að geyma gömlu íslenzku handritm? Ilér fer ú eflij• ýtarlegur úrdráttur úr grein eftir SigurS Nordal, sem nýveriS birtisl í Nordisk Tidskrift. Greinin var afhent tímaritinu Ilelgafell lil birtingar í desember og kemur þar vientunlega í heild í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. I. I samningum þeim, sem enn er ekki lokið, um skipun sameiginlegra málefna hinna fornu sambandsþjóða, Dana og íslendinga, hafa fulltrúar íslendinga lagt megináherzlu á það, að íslenzku handritin, sem nú eru geymd í dönskum söfnum, beri að flytja til ís- lands. Sumum mun virðast þessi ósk vera alltof óhagnýt á þessum tímum raunsæis- stjórnmála, en aðrir munu líta á hana sem ágenga móðg un við viðurkennda hefð. íslendingar munu ekki hafa neinn fjárhagslegan hag af endurheimt þessara handrita, þeir munu öllu heldur leggja á sig verulegan nýjan kostn- að. Vér höfum engin tök á að knýja fram fráleit tilmæli með valdi, og í viðsk ptum vorum við aðrar þjóðir höf- um vér ávallt verið veikir og vanmátta en ekki ágeng- ir. Hér hlýtur því að vera um eitthvað það að ræða, sem er hinni íslenzku þjóð mikils virði, en öðrum torskil ið, og það ætti því ekki að vera tilgangslaust að gera Norðurlandabúum nokkra voru greinilega aristókratisk- ar, enda náðu þær ýtrustu fullkomnun, bæði sem sagna ritun og skáldsagnagerð. En þær voru alþýðlegar í sínum göfuga einfaldleik og þjóð- legri afstöðu, þær höfðu sprottið upp í aristódemó- kratísku þjóðfélagi, og þær urðu smátt og smátt eign al- mennings í þvílíkum m*æli, að slíks eru ekki dæmi meðal annarra þjóða fyrir daga prentlistarinnar. Á þeim tím- grein fyrir sjónarmiðum vor- um, þegar handrit voru í öðr um. um löndum fjársjóðir, sem engir höfðu efni á að eiga nema þjóðstofnanir eða auð- menn, hlýtur að hafa úað og grúað af skinnbókum á ís- landi, og vekur það engu minni furðu en sköpunarmátt urinn fyrr. Bein sönnun um þetta eru þær skinnbókaleif- ar, sem enn eru til, en af þeim má álykta um miklu frumlegasti og varanlegasti skerfur Norðurlanda til heimsbókmennta í heild. Það má líta á þetta sem eina af fjarstæðum menningarsög- unnar, og hún vekur þeim mun meiri undrun sem mað- ur kynnist henni betur. Að vísu voru þessar bók- menntir ekki alþýðlegar á blómaskeiði sínu í þeim skiln ingi, sem margir álíta enn þann dag í dag: mismunandi sjálfgerð ritun á endur- minningum almúgans. Þær kaþólskum messubókum, helgisögum og stundum á hinum alltof veraldlegu forn sögum, en þó hefur það ekki haft neitt úrslitagildi. Meiru olli vafalaust vaxandi fátækt þjóðarinnar, emkum eftir 1600, en hún var bein afleið- ing af miskunnarlausum sköttum og örlögþrungnum áhrifum dönsku einokunar- verzlunarinnar á atvinnulíf- ið. Mikið hefur eyðilagzt vegna hins hraklega húsa- kosts og vegna þess að menri fre'stuðust oft í neyð sinni til þess að nota skinnið t.il „hagnýtra þarfa“. En þó má ekki heldur gera of mikið úr þessum ástæðum. Eftir Sigurð Nordal ii. „Sögueyjan“ heyrir svo að segja til bernskufræðsiu hinna skandinavísku þjóða, og enda þótt þetta róman- tíska gælunafn sé oft notað til þess að fela mikla fáfræði bæði um ,,sögurnar“ og „eyj- una“, þá felst þó í því hefð- bundin viðurkenning tveggja staðreynda: að sögurnar séu íslenzkar og að þær séu meg- inafrek íslendinga 1 augum úmheimsins- Til þess að menn geti gert sér grein fyrir fullu gildi hinna íslenzku fornbók- mennta verða þeir að gera sér ljós mörg atriði. Það má líta á alla sögu íslands á þjóðveldistímanum sem und- irbúning hinna bókmennta- legu starfa á 12.—14. öld. — Þjóðin virðist hafa einbeitt beztu hæfile'.kum sínum og kröftum til þeirra, og ekki aðeins gildi bókmenntanna. heldur einnig magn þeirra í tiltölu við fólksfjöldann er furðulegt. Áhrif Eddukvæð- anna og sagnanna á síðari menn'ngu og sögu íslendinga eru djúptæk. Gildi þeirra fyrir sögu Noregs og andlegt lif hinna norrænu þjóða á síðari öldum mun flestum kunnugt. Ýkjulaust má telja þessar bókmenntir meðal hinna sígildustu á miðöldum Evrópu, og þær eru jafnvel Það er eins torvelt fyrir útlendirig, jafnvel lærdóms- menn, að gera sér grein fyr- ir andlegu lífi íslendinga á þessum tímum og útbreiðslu bókmenntanna meðal þjóðar- innar fyrir siðaskipti. Þegar sagt er: „menningarlífið var á leið til algerrar glötunar“ á 17. öld, þá er það að vísu ágætt dæmi um afleidda sagnritun, þar sem talið er víst að áhugi á bókmenntum sé háður efnalegri velmegun, en stafar engu að siður af gloppóttri þekkingu á ástand inu eins og það var. 17. öld- in er þrátt fyrir alla óleiki örlaganna blómatími 1 ís- lenzkri menningu, og birtist það ekki aðeins í skáldskap, heldur einnig í aukinni menntun almúgans, í endui'- vöktum sagnfræðiáhuga, bæði hjá leikum og lærðum. Þótt það virðist fjarstæða hugi þátt sinn í hinum dap- urlegu örlögum skinnbók- anna. Framhald í riæsta blaði meiri fjölda glataðra hand- ein, átti einmitt þessi nýi á- rita — og öbein sönnun í hinni einstaklega almennu lestrar- og skriftarkunnáttu íslenzkra bænda á siðaskipta tímunum. Það er varla hægt að iá þjóð, sem fyrst hefur skap- áð slíkar bókmenntir og sið- an gert þær að sínum á þenn an hátt, þótt hún eigi torvelt með að sætta sig við það, að nú er ekki til eitt einasta gamalt skinnhandrit á ís- landi, og þótt umhugsunin um hin síðari örlög hinna gömlu handrita hljóti að vekja söknuð, sorg og beiskju í huga sérhvers íslendings. Sundkennsla Sundnámskeið verða í Sundhöll Reykjavíkur í maí og júní Upplýsingar í Sundhöllinni. III. Ástæðurnar til þess, að meginhluti h'nna íslenzku skinnbóka glataðist á tíma- bilinu milli 1550 og 1700 en leifarnar voru fluttar úr landi, eru margar. Það er bæði öruggt og sennilegt, að vandlætingasemi slðaskipta- frömuðanna hefur bitnað á Kápur, Dragtir, Kjólar, Skíðadragtir, Sportpils Saumastofan Hverfisgötu 49 Sóley S. Njarðvík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.