Þjóðviljinn - 01.05.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1946, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. maí 194ð. PJOÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Eining launastéttanna Um gjörvallan hinn frjálsa heim fylkja launastéttirn- ar liði á götum og torgum. Hvarvetna bera þær fram kröf- ur um „frjálst þjóðfélag hins vinnandi fólks, þar sem al- þýðan nýtur sjálf ávaxtanna af erfiði sínu, arðrán er af- máð og engin þjóð kúgar aðra, þar sem frelsið er fyrir fjöldann og liverju mannsbarni er tryggður réttur til at- vinnu og menntunar og hin fullkomnasta tækni mannanna er notuð til að bæta kjör vinnandi fólks og allrar alþýðu. I þessum orðum felst áreiðanlega meginkjarni þeirra krafna, sem launþegar allra landa bera fram í dag. 9 En það er ekki nóg að bera fram kröfur á hátíðlegum augnablikum. Það þarf um fram allt að gera skýra grein fyrir því, hvernig hægt er að gera þær að veruleika. e Ef að því er spurt, hvað þurfi fyrst og fremst til þess að gera maí-kröfur launastéttanna að veruleika er svarið: Eíning — eining og enn og aftur eining. í auðvaldsheiminum skiptast þegnar hvers þjóðfélags í tvær stéttir, eignastéttina og launastéttina. Allt líf og starf auðvaldsþjóðfélagsins einkennist af átökum þessara stétta um þann arð, sem vinnan skapar. Þessi átök þýða stórkostlega sóun verðmæta. En meðan einn er eigandi, en annar launaþræll, verða þau háð. Þau verða háð af launastéttunum í nafni framþróunar og menningarinnar. Þau verða háð af eignastéttinni undir merki afturhalds og íhalds, undir merkjum þeirrar stefnu, bfem fyrst kemur auga á það, sem nýtilegt var, þegar það er orðið úrelts 9 Ef við lítum á ástandið, eins og það er hér á íslandi í dag, þá verður Ijóst, að eining launastéttanna er alveg séistaklega brennandi hagsmunamál. — Eignastéttin og launastéttin hafa unnið saman í ríkisstjórn um nær tveggja ára skeið. Þessi samvinna hefur orðið launastétt- unum giftudrjúg, enda berjast nú hin verstu afturhalds- öfl eignastéttanna harðlega gegn henni. Vísir hótar klofn- ingi Sjálfstæðisflokksins, ef stjórnarsamstarfið haldi á- frarn. Jónas frá Hriflu berst fyrir samstarfi Vísisliðsins og Framsóknarflokkurinn, Hannibal Valdimarsson og Stefán Pétursson, aðalritstjórar Alþýðuflokksins, berjast fyrir bandalagi við Vísi og Jónas Með öðrum orðum, eigna- stéttin reynir að koma á allsherjar einingu til þess að rjúfa stjórnarsamstarfið. Þessi barátta er ekki sérkenni- leg fyrir Island. Hvarvetna í heiminum reyna afturhalds- öflin að sameinast til þess að viðhalda yfirdrotnun auð- stéttarinnar. Hvarvetna er háð barátta gegn einingar- stefnu launþeganna, í sérhverju auðvaldslandi er reynt að rjúfa samheldni þeirra, því að hún þýðir frjáls þjóðfélög hins vinnandi fólks, þar sem alþýðan nýtur sjálf ávaxt- íinna af erfiði sínu. Islenzkir launþegar! Sameinizt á grundvelli hagsmuna samtaka ykkar. Sameinizt í baráttu fyrir hinu stéttlausa þjóðfélagi sósíalismans, sú barátta er harátta fyrir hags- jnunum ykkar, fyrir menningu ykkar og frelsi. mappóðtHPÍMH HATIÐISDAGUR VERKA- LÝÐSINS Ennþá einu sinni fylkja þús- undir reykvískra verkamanna og kvenna sér á götum bæjarins undir fánum verkalýðsfélaganna, kjörorðum dagsins og hinu al- þjóðlega sameiningarmerki verka lýðsins, rauða fánanum. Hátiða- höld verkalýðsins 1. maí þykja nú orðið sjálfsögð hér í Reykja- vík og víða út um land. And- stæðingar verkalýðsins hafa orð- ið að láta sér það lynda, að þessi hátíðisdagur verkalýðsins væri lögiboðinn, og að mestu hætt að telja hátíðahöld dagsins til skrípaláta. 1. MAÍ 1923. En það er ekki ýkjalangt síð- an þessu var á annan veg far- ið. Það var fyrst árið 1923 að 1. maí var haldinn hátíðlegur á opinberan hátt, þ. e. með kröfu göngu. Þótti ekki í lítið ráðizt í þann tíð, því úrtölumenn í röð um verkalýðsins bjuggust við að iþetta tiltæki mtmdi reita borg- arana svo til reiði, að uppþot og blóðsúbhellingar hlytust af. — Sá spádómur reyndist að vísu ekki, réttur, sem betur fór, en ýmsar tilraunir voru þó gerðar til sð hindra framkvæmd kröfugöng- unnar og upphafsmenn hennar urðu fyrir aðkosti. Það voru að vísu ekki margir, er fylktu sér undir merki verkalýðsins daginn þann, en ísinn var brotinn. Þeim mönnum, sem þátt tóku í kröfu- göngunni 1. maí 1923 og árin næstu þar á eftir, eigum við að miklu leyti það að þakka, að tek- izt hefur að gera 1. maí að þeim hátíðis- og baráttudegi, sem hann nú er hér í Reykjavík. — Þeir ruddu brautina þangað sem við stöndum. HÖFUÐMÁL DAGSINS. I fyrstu var þessi dagur helg- aður baráttunni fyrir 8 stunda vinnudegi. Nú hefur því tak- marki verið náð meðal flestra menningarþjóða, að minnsta kosti á pappírnum. Hér hjá okkur verður það sjálfstæðismálið sem verður höf uðmál dagsins. Þegar þúsundir verkalýðs- og alþýðustétta þessa bæjar fylkja liði á strætunum í dag, eru þær að mótmæla því, að landið okkar verði gert að herstöð og þær eru að krefjast þess að hernámi Bandaríkjanna verði af okkur létt. Þessi mál hefur verkalýður- inn valið sem sín aðalbaráttu- mál í dag, af því hann veit að undir framgangi þeirra er fram- tíð hans og allrar þjóðarinnar komin. EITT LÍTIÐ DÆMI UM „UMRÓTIÐ" ÁRIÐ 1946. Einn af eldri kynslóðinni skrif- ar: „Ekki alls fyrir löngu var ég áhorfandi að flutningi, sem til skamms tíma var fremur fáséð- ur í þessum bæ. Gömlu húsi, sem staðið hafði í áratugi, ef ekki á annað hundruð ára á sama stað, var skyndilega lvít af grunninum, sett á vagn og ek- ið burtu. Eg er ekki kunnugur sögu þessa húss, en ekki skal dregið í efa að hún sé að ýmsu leyti merkileg. Svo er um öJl þau hús sem náð hafa meðal- aldri eða meira. Saga þeirra er jafnframt saga þeirra kynslóða, sem notið hafa skjóls í þeim, fæðzt þar, lifað sín uppvaxtar- og manndómsár, blandin sorg- um og gleði, unz ellin sótti -tð þeim með vaxandi þunga og dauðinn gerði enda á lífsbaráttu þeirra. — Saga þessara húsa er ósjaldan tilbreytingaríkari en snjöllustu skáldsögur. Það ér oft talað um „umrót’1 þessara síðustu ára, og það er eins og felist í orðinu uppáhalds orðatiltæki gömlu kynslóðarinn- ar: heimur versnandi fer. Eitt af hinum áþreifanlegu dæmum þessa umróts, er sagan um gamla húsið, sem ég var að segja áðan. Við höfum ekki almennt, ástæðu til að harma það þótt gömlum húsum sé kippt af grunni og ný byggð í þeirra stað. Við höfum þve.rt á móti fulla ástæðu til að fagna hverri slíkri nýbyggingu. En þrátt fyrir það mættum við hverju sinni hafa það hugfast, þegar við verð um vitni að atviki sem þessu, ásamt tugum og á stundum hundruðum annara áhorfenda, að ekki er annað líklegra en einhverjir í hópnum séu þar að sjá æskuheimili sitt flutt nr stað. Og þá getur mannsöfnuður inn í kring um þetta minnzt á líkfylgd og maður getur gert sér í hugarlund að þeim sem einu sinni bjuggu í þessu húsi sé á- líka innanbrjósts og manni sem fylgir nákomnum ættingja sin- um til graíar. Já, þannig er „umrótið" í Reykjavík á því herrans á’i 1946. Einn af eldri kynslóðinni“, Ferðalangar og sjúklingar. Að sjálfsögðu eru menn sam- mála um að rétt sé að greiða fyrir að sem flestir geti neytt kosningarréttar við hverjar kosn ingar. Þess vegna er heimilað í kosningalögum að þeir sem bú- ast við að vera fjarri heimili sínu á kjördag, kjósa hjá sýslu- mönnum eða hreppstjórum fyrir kjördag. Ekki nægir þetta þó -til að bjarga öllum. Hópur kjósenda dvelur erlendis er kosningar fara fram, þessi hópur hefur hinguð til ekki átt þess kost að neyta kosningarréttar. Dómsmálaráð- herra taldi rétt að breyta kosn- ingalögunum á þessu þingi í það horf, að leyft væri að kjósa hjá útsendum fulltrúum íslands er- lendis, fyrir kjördag. Með þessu er þeim íslendingum erlendis, sem ná til slíkra fulltrúa, gert kleyft að neyta kosningaréttar, og er það vissulega réttmætt og veruleg framför frá því sem var. En þá kemur annar hópur í hugann, það eru hinir sjúku. — Engin vandkvæði virðast ú því að þeir geta kosið, sem á sjúkra- húsum dvelja. Það mætti gera með þeim einfalda hætti að leyfa kosningar á sjúkrahúsum fyrir kjördag og láta lækni þann, sem veitir sjúkrahúsinu forstöðu, stjóma kosningunni. Sigfús Sigurhjartarson bar fram breytingartiilögu við frum- varpið, á þá lund að kosningar yrðu eínnig leyfðar fyrir kjör- dag á sjúkrahúsunum. • Þessi tillaga var felld, að við- höfðu nafnakalli, með tólf atkv. gegn tólf Það var Finnur Jóns- son, dómmálaráðherra og Garðar Þorsteinsson, sem töluðu gegn tillögunni. Það virðist með öllu óskiljanlegt hvað fyrir þeim mönnum vakir sem ekki vilja gefa sjúklingum á sjúkrahúsum sama rétt og þeim, sem ferðast til framandi landa. Vantraustið. Flestir urðu hissa þegar Fram- sóknarráðherrarnir báru fram vantraustið á ríkisstjórnina. — Öllum sem eitthvað þekkja tiJ stjórnmála var ljóst að stjórnar- andstaða grípur ekki til slíkra ráða, nema eitthvað sérstakt til- efni hafi gefizt, eitthvað það hafi gerzt, sem ástæða sé til að ætla að hafi breytt afstöðunni til stjórnarinnar. Þegar svo ber undir er krafa stjómarandstöð- unnar annað hvort að fram fari kosningar svo þjóðin geti dæmt eða að stjórnin segi tafarlaust af sér. Kosningar standa nú fyrir dyr um svo að ekki þarf að knýja þær fram, að því leyti hlaut vantraustið því að vera markleysa. En höfðu þá Fram- sóknarmenn eitthvað sérstakt fram að færa gegn stjórninni, sem þeir gætu reist á kröfur ím afarlausa brottför? Ekki bólaði á því. í öllum þessum ræðum bólaði ekki á einu einasta nýju atriði, ræðurnar voru aðeins eins konar yfirlit yfir þá gagn- rýni, ef gagnrýni skyldi kalla, sem Framsókn hefur kveðið upp gegn stjórninni fyrr og síðar. Að öllu samanlögðu var þetta vantraust hið þýðingarlaus- asta og marklausasta, sem um getur. Umræðurnar. Engum efa er það bundið að umræðurnar hafa skýrt fyrir þjóðina betur en áður, þá geysi- breytingu, sem varð hér á sviði stjórnmála og athafnalífsins, rr stjórnarsarhstarfið hófst, og hversu það langa þing, sem nú er lokið, hefur afgreitt fleiri og stórfelldari framfaramál en nokk urt annað þing. Það varð einn- ig ljóst að Framsókn er fálm- andi og hrynjandi flokkur, ■ — stefnuleysi, sundrung og undan- hald einkenna flokk þennan, og öllum er nú orðið ljóst, að hans bíður tap. Fréttir hafa þegar borizt um það, að ræða Ásmundar Sigurðs sonar um málefni landbúnaðar- ins, vakti sérstaka athygli, þeir bændur verða nú fleiri og fleiri, sem gera sér ljóst að Sósíalista- flokkurinn hefur fram að bera raunhæfa og lífræna stefnu í málefnum landbúnaðarins. Það er hann sem á þvi sviði sem öðr- um, er boðberi þess sem koma skal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.