Þjóðviljinn - 18.05.1946, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.05.1946, Blaðsíða 8
Fyrsta millilandflugvél sem Islendingar kaupa Loftleiðir hafa keypt 4 hreyfla Skymaster- r flugvél til ferða milli Islands og útlanda Eins og áður hefur verið getið liafa Loftleiðir h.f. .verið að leita fyrir sér um kaup á 4 hreyfla millilantla ílugvél, og liefur félagið nú þegar keypt eina slíka flug- ;Vél af gerðimmí SKYMASTER C54, sém smíðuð er hjá liin- Jnm heimsfrægu Ðouglas flugvélaverksmiðjum í Bandaríkj- Unum, og er þetta sú tegund flugvéla, sem Bandaríkjamenu aðallega nota til millilandaflugs, og flest lönd keppast nú uin að kaupa 5 þessu skyni. Hannsókn á álirifum áfengis á fiárhag og menningu Reykvíkinga Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag flutti Jóhanna Egils- dóttir till. um að láta fara fram liagfræoilega rannsókn á því hvaða áhrif áfengisneyzla hefði á fjárhag og menn- ingu bæjarbúa. Flugvél þessi hefur 4 1350 hestafla Pratt & Witney hreyfla. Mesti hraði flugvél- arinnar er um 400 km., en Hálídán Bjarnason aðalræéismaður íslands í Genua 1 Hr. Hálfdáni Bjarnasyni hefur Uýlega verið veilt viðurkenning itölsku ríkisstjórnarinnar sem aðalræðismanni Islaiuls í Genúa. Utanáskrift aðalræðismanns- ins er: Via C. Rocealagliata, Ceccardi 4—21, Genoa, Italia. (Fréttátilkvnning frá utanríkisráðuneytinu). Tíminii afneitar Bjaraa á Laugar- vatni í gær skýrði „Tím:'nn“ frá framhoði Jónasar-liðsins í Árnessýslu. Afneitar hann öjarna og hans fylgifiskum •með svofelldum orðum: „Vegna misskilnings, sem gætt hefur um framboð þetta ',skal tékið fram, að það er með öllu 'óviðkomandi full- ■ trúaráði Framsóknarfélags . Árnesinga og miðstjórn Fram •. só k nar f lokks Lns. Fulltrúa- iwíðitðjiefur ákveðið framboðs 3; :J,a þar.sem Jörundur Brynj *í isspn og Helgi Haraldsson -cru efstir, og er sá listi studd- -tu' af Framsóknarfiokknum". hagkvæmasti hraði talinn vera um 300 km. á klukku- stund. Vænghaf flugvélarinn- ar er 117 fet, lengdin 94 fet og hæðin 28 fet. Flugvél þessi var í eigu flughers Bandaríkjanna og var eitthvað notuð til her- mannaflutninga og er hún því ekki fyllilega innréttuð til farþegaflugs, er nú verið að undirbúa innréttingu vél- arinnar til venjulegs farþega- flugs milli landa, og verður rúm í henni fyrir um 40 far- þega auk pósts og farangurs. •Ekki er ennþá fyllilega víst hvenær flugvélin verður til- búin til að hefja millilanda- flug, en breytlngunni verður hraðað eftir því sem föng eru á, og gerir félagið sér góðar vonir um að breytingin taki ekki mjög langan tíma. Aðalfundur Loftleiða h.f. verður á morgun (sunnudag) kl. 2 e. h. í Kaupþingssaln- um, (sjá auglýsingu í blað- inu í dag). Reglugeð íþrótta- svæðanna samþykkt Á bœjarstjórnarfundií í fyrradag var reglugerö fyrir íþróttasvæöi Reykjavíkur til síðari umrœðu og samþykkt. Frá reglugerð þessari hefur áður verið sagt hér. Fimm manna nefnd hefur stjórn í- þróttasvæða bæjarins með höndum. Kýs bæjarstjórn tvo nefndarmenn en íþrótta- bandalag Reykjavíkur þrjá. Borgarstjóri fær alvarlegt högg af vélskóflunni Bjarni borgarstjóri skrifar eina af annarrar síðu grein- um sínum í Morgunblaðið í gær. Þessi grein er sömu teg- undar þvættingur og hann er vanur að skrifa þegar hann reiðist á bæjarstjórnar- fundi, nema enn máttlausari og tilgangslausari. í fyrri hluta greinarinnar reynir hann að sýna fram á, að eining sé ríkjandi innan Sjálfstæðlsflokksins. Að álíta annað sé barnalegt. Á sama tíma og menn voru að lesa Morgunblaðsgrein Bjarna var verið að prenta eftirfarandi í Vísi: „Eins og kunmigt er hefur um alllangt skeið verið ágreiningur innan Sjálfstaeðisflokksins . . . hef- 1 ur ágreiningur staðið djúpt í flokknum.“ Borgarstjóri kvaðst fyrst þurfa að fá álit hagfræðings bæjarins um það hvernig framkvæma ætti slíka rann- sókn, áður en ákveðið væri að láta hana fara fram. Lagði til að till. yrði vísað til bæj- arráðs. Síðari hluti greinar Bjarna er enn aumlegra bull um klofning í Sósíalistaflokknum og barnalegur þvættingur um Sigfús Sigurhjartarson. Allir Reykvíkingar vita að Sigfús Sigurhjartarson er einn af fremstu forustumönnum Sós- íalistaflokksins og nýtur að verðleikum fulls trausts inn- an hans. Hltt er flestum bæjarbúum emnig orðið ljóst hvers vegna Bjarni lætur svona: honum er illa við Sigfús, og óttast hann jafnframt. Hann veit að með- an Sigfús er í bæjarstjórn- imíi fá „járnkarla- og sleggju“-sjónarmið íhaldsins við rekstur bæjarins, sand- námshneykslið og önnur slík, ekki að vera óátalin. Það er vonlaust að Bjarni losni við þennan ótta, hann mun fara vaxandi. Sigfús Sigurhjartarson kvað þegar hægt að ákveða að láta framkvæma slíka rannsókn og haga henni samk'væmt á- liti hagfræðings bæjarins. „Það er tiltölulega auðvelt að fá upplýsingar um nokkur atriði, sem skipta miklu í þessu máli“, sagði hann: „1. skýrslur um afskipti lög reglunnar af ölvuðum mönn- um, er sýna hve mik ð af starfsorku lögreglunnar fer til þess að fást við ölvaða menn- 2. Skýrslur um í hvaða til- fellum ölvun hefur valdið slysum. 3. Áhrif áfengisneyzlu á framfærslumál. 4. Hve mikið Reykvíkingar kaupa af áfengi. — Útsvör og skattar bæjarbúa þykja þung •byrði, og vissulega eru þau þung byrði, en Reykvíkingar munu kaupa áfengi fyrir langt til jafnháa upphæð og þeir greiða í útsvör.“ Auk Jóhönnu Eg'lsdóttur var mættur fyrir Alþýðu- flokkinn Helgi nokkur Sæ- mundsson, upplauk hann ekki sínum munni á fundinum. Tillögu þessari var yísað til bæjarráðs með 8 atkv. í- haldsins gegn 7 atkvæðum hinna flokkanna. Nýi riissneski sendiherrann V. A. Rybakov Fyrir nokkru var tilkynnt opinberlega að sendiherra Sov- átríkjanna, sem hér liefur verið undanfarin 2 ár, Alexei Nicolae- vich Krassilnikov, væri að fara héðan til þess að laka við störi- um hjá hinum Sameinuðu þjóð- um. Eftirmaður lians hefur nu verið skipaður og er Vasiiii Arsenievich Rybakov. Hann er fæddur árið 1908 og hefur lok- ið frófi frá utanríkisverzlunar- háskóla. Hann hefur starfað í ábyrgðarstöðum í utanríkisráðu- neytinu og upplýsingastofnun Sovétríkjanna (Sovinformbyro) frá 1939 til 1945. Árið 1945 var liann aðstoðarmaður pólitísku fuiltrúanna í eftirlitsnefnd Bandamanna í Finnlandi og nú síðast sendisveitarráð - i—sendi—• ráði Sovétríkjanna í Finnlandi. (Fréttatilkýnning frá utanrikisráðuneytinu). Frá kosningaskrifslofu Sósíalisla- flokksins Kjörskrá Kjörskrá liggur frammi í kosningaskrifstofunni. Kjós- endur Sósíalistaflokksins eru minntir á að athuga strax hvort nöfn þeirra standa á kjörskrá, einkum kjósendur, sem flutt liafa í bæinn á tímabilinu 1. okt. 1945 til 1. marz 1940 og cinnig þeir, sem oft dvelja utanbæjar við nám eða vinnu. Kjósendur utanbœjar Látið kosningaskrifstofuna vita um kjósendur flokks- ins, sem dvelja og munu dvelja utanbæjar fram yfir kosn- ingar. Gefið einnig upplýsingar um kjósendur, sem flutt liafa úr bæiium frá því í febrúar s. 1. Kjósendur erlendis Gefið upp nafn og heimilisfang kjósenda okkar erlend- is. Látið fylgja, ef liægt er, upplýsingar um í livaða kjör- dæmi þeir kjósendur séu á kjörskrá. Sanikeppnin um söfnun í kosningasjóð Samkeppnin milli deildanna er hafin. Ungur skrifstofu- maSur bgrjaQi me'ö þvi aö afhenda í kosningasjóöinn 500 krónur. — I efstu sælunum eru nú 21.a deild, 10. deild, og 8. deild. Vegna rúmleysis i blaðinu er ekki liægt að birta sam- keppnina nema í fá skipli. Flokksmenn heröiö söfnunina!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.