Þjóðviljinn - 18.05.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.05.1946, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. maí 1946. ÞJÓÐVILJINN íl „011 hin vinnandi danska þjóð vill algert sjálístæði Islands“ Meðal farþega með „Drottn ingunni“ síðast var ungur Dani, Poul V. Nielsen að nafni. Hann ætlar að dveljast hér nokkurn tíma og hefur áhuga á að kynnast mönnum og málefnum hér, eftir því sem hann á kost á og ferðast um landið. Síðan hyggst hann að senda dönskum blöðum greinar um kynni sín af landi og þjóð. Fyrir nokkru síðan birtist hér 1 blaðinu eft ir hann grein, sem nefndist „Frelsisbaráttunni er ekki lokið“ og fleiri munu vænt- anlegar síðar. Nýlega hitti ég hann að máli og bað hann um að segja „Röddum æskunnar“ nánar frá ferðalagi sínu hingað og eitthvað frá Dan- mörku, hvað hann af fúsum vilja gerði. — Hvað geturðu sagt okk- ur um ferðalag þitt hingað til íslands? — Það er nú eðli unga fólksins að vilja ferðast, er það ekki? Þegar ég var 18 ára gamall, hafði lokið skóla námi og var tilbúinn til að fara út í heiminn, brauzt styrjöldin út og útilokaði alla möguleika til þess að ferðast. Það varð meira að segja erfitt að komast milli hinna einstöku hluta Dan- merkur. I 5 ár sat maður ein angraður og varð næstum því að innibyrgja ferðaþrána. Og eftir því sem sálkönnun- in kennir myndast þessi svokölluðu komplex, sem helzt verður að veita útrás. Það er einmitt það, sem ég er nú að gera. ísland hefur lengi laðað mig að sér af ýms um ástæðum, sérstaklega vil ég þó leggja áherzlu á eina: Styrkleiki íslenzka Sósíalista flokksins, sem er hlutfalls- lega meiri en samsvarandi flokka á hinum Norður- löndunum. Mig langaði til að kynnast orsökum hans..... — Hvað heldurðu að þú verðir lengi hér hjá okkur? — Hvað lengi ég verð! Ja — nú þarf ég fyrst að vinna hérna svo sem hálfsmánaðar- tíma til þess að hafa nóga ferðapeninga. Svo fer ég til Akureyrar og kannski það- an til Austurlands. Síðan vonast ég til þess að hafa efni á að fara aftur með flug vél til Reykjavíkur. — Það hlýtur að vera ævintýri næst að fljúga yfir Vatnajökul. — Annars býst ég við að verða svona 2 mánuði á íslandi. segir Pou! V. Nielsen — Hvað geturðu annars sagt okkur um þátttöku æsku lýðsins í frelsisbaráttu Dana? — Þeirri spurningu er of- urauðvelt að svara: Án æsku lýðsins, engin frelsisbarátta, ósköp einfalt. Það var unga fólkið, sem fyrst vaknaði til athafna og hélt jafnan for- ystunni í baráttunni. Vitan- lega tók einnig fólk á öðrum aldri þátt í henni. En þó get- ur maður sagt, að unga fólk- ið hæði hörðustu baráttuna Poul V. Nielsen. á sínum eigin heimilum. — Gegn hinum uppgjafarsinn- uðu foreldrum, sem fyrst seint skildu neyð mótspyrn- unnar. — Hér uppi á íslandi hefur mikið verið rætt um dvöl Rússa á Borgundarhólmi. — Hvað vildirðu helzt segja okkur um hana? — Orðalag spurningarinn- ar segir útaf fyrir sig nokk- uð: „— — hefur verið rætt -----“. Þú segir þetta í for- tíð, og það er rétt. í dag fyr- irfinnst ekki einn einasti Rússi á Borgundarhólmi. Hins vegar — þegar við í Danmörku tölum um Banda- ríkjamennina á íslandi, töl- um við í nútíð. Afturhalds- pressan í hvaða landi sem er hefur haft óskaplegar áhyggj ur út af dvöl Rússa á Borg- undarhólmi, alveg eins og þeir hefðu gleymt því, að þetta var gert samkvæmt löngu fyrirfram gerðri áætl- un milli hinna þriggja stóru. Eg býst við því, að and- kommúnistablöðin séu úkaf- lega eyðilögð yfir, að Rússar fóru á réttum tíma frá Borg- undarhólmi, því að það fer satt að segja að verða vöntun á tylliástæðum til þess að rægja Sovétríkin og gera þau tortryggileg. Rússunum á Borgundarhólmi hefur ver ið lýst sem hreinum mann- ætum og sadískum kven- ræningjum. En íbúarnir þar brosa bara að slíkum lýsing- um. Borgundarhölmsbúum líkaði prýðilega við Rúss- ana vegna hinnar nærgætnu framkomu þeirra og siðfág- uðu hegðunar. — Hvernig litu t. d. dansk ir kommúnistar á skilnað ís- lands við Danmörku? —■' Það er mjög leiðinlegt, að hér á íslandi skuíi menn hafa teklð dönsku blöðin svo alvarlega. Það er rétt, að mörg þeirra tóku mjög fjand samlega afstöðu gegn Is- landi, en hvaða blöð voru það? Það voru málgögn, sem eru fulltrúar hins afturhalds samari hluta dönsku þjóðar- innar, þess hluta, sem ekki hefur að fullu losað sig við hugsunarháttinn frá land- vinningatíma Danmerkur, þess hluta, sem einnig varð sér til minnkunar á hernáms tímanum. Það er engin á- stæða til þess að spyrja sér- staklega um ál-it danskra kommúnista á skilnaði Is- lands (kannski af því að að- eins þar býstu við að mæta frjálslyndi og skilningi). En ég get alveg hiklaust fullyrt, að öll hin vinnandi danska þjóð, sem sjálf hefur orðið að þola ánauð erlendra herra í 5 ár, telur það sjálfsagt, gð ísland verði algerlega sjálf- stæð þjóð. Það var þó vissu- lega það eina sanngjarna. Nú fyrst eru möguleikar fyr- ir reglulegri vináttu milli þjóðanna. Eg held, að hinn gamli kali muni smárn sam- an hverfa. — Hvernig er það, eru ís- lenzkar bókmenntir vel þekktar meðal uppvaxandi kynslóðarinnar í Danmörku? — Því miður verð ég að svara neitandi. Við Donir get- um ekki lesið íslenzkar bók-1 menntir á frummálinu, og Þýðlngar eru alltof fáar. ís- lendingasögurnar hafa að sjálfsögðu verið þýddar og eru all-vel þekktar, en ís- lenzkar nútímabókmenntir eru óþekkt land,. nema auð- vitað Gunnar Gunnarsson, en hann hefur nú skrifað mest á dönsku og telst nánast danskur höfundur, að hálfu leyti a. m. k. - — Ja, ekki held ég nú, að ég vilji viðurkenna það. Við viljum nú helzt eigna okkur hann allan, þar sem hann er af íslenzku bergi brotinn og Sjómaimadagurinn 2. júní 1946 \ Væntanlegir þátttakendur í hinum ýmsu íþróttum Sjómannadagsins, eru beonir að tilkynna þátttöku sína sem fyrst til hafn- sögumanna í Reykjavík, eða skrifstofu sjó- mannabl. Víkings, Bárugötu 2. Sigurvegarar frá íþróttakeppni Sjó- mannadagsins í fyrra eru beðnir að afhenda, verðlaunafarandgripi á skrifstofu Slysa- varnafélags íslands sem allra fyrst. STJÓRNIN. | ----------------------------------------1] Dómaranámskeið I. R. R. - I lok þessa mánaðar gengst I. R. R. < •’ fyrir dómaranámskeiði í frjálsum íþrótt- um. Námskeiðið verður með svipuðu fyrir- komulagi og undanfarin ár. Umsóknir um þátttöku sendist ráðinu fyrir 26. maí n. k. Umsóknunum fylgi þátttökugjald, sem er kr. 10.00 fyrir hvern þátttakanda. Nánar auglýst síðar. íþróttaráð Reykjavíkur. —1] Auglýsið í I1 'jóðvil janum allar sögur hans gerast á íslandi. En sleppum því. Hvaða höfundar íslenzkir eru vinsælastir hjá ykkur? — Alveg skilyrðislaust Halldór Laxness. Iiann er mik’ð les nn meðal danskrar alþýðu og mjög dáður. Bæk- ur hans, sem til eru á öll- um bókasöfnum, eru slitnar og snjáðar, þær fá aldrei hvíld. Bækur eins og „Salka Valka“ og „Sjálfstætt fólk“ fást ekki nema þær séu pant- aðar fyrirfram. Og ferðasaga hans frá Sovétríkjunum, „Gerzka ævintýrið“, var fyr- ir stríð, og er raunar enn sú bók, sem menn leituðu sér oftast upplýsinga í, um hið nýja þjóðfélag í Rússlandi. — Ja, ég get sagt, að þetta komi mér ofurlítið spænskt eða öllu heldur danskt, fyrir sjónir, því að fyrir nokkrum árum upplýsti sá fróði mað- ur Jónas Jónsson okkur fá- fróða íslendinga um það, að þegar Danir hefðu fengið „Gerzka ævintýrið“ í hendur, hefðu þeir alveg gefið Lax- ness upp á bátinn og hefðu ekkert viljað með hann hafa síðan, en í gamalli bók stend ur einhversstaðar, að skylt sé að hafa heldur það, sem nýrra sé, og efast ég ekki um, að hér reynist það sann- mæli. En nú leyfir ekki rúm- ið, að ég spyrji Poul Nielsen að meiru, en ég þakka hon- um mjög vel fyrir, hve ágæt- lega hann leysti úr spurning- um okkar. Sig. Bl. ■rz ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.