Þjóðviljinn - 08.06.1946, Síða 4
12
ÞJÖÐVILJINN
Laugardagur 8. júní 1946.
Samstarf verkamanna og bænda
Vungamiðjan í stefnu Framsóknar er fjándskapur við
verkalýðsstéttina til að reyna að komast að samningum við
afturhaldssömustu auðstéttaröfl þjóðarinnar. Höfuðkrafa
flokksins er lækkun verkalauna, og í livert skipti, sem
bændur hafa látið í ljós vilja sinn til samninga við verka
lýðinn um sameiginleg hagsmunamál, þá hefur Fram-
sóknarflokkurinn einbeitt sér á að spilla því.
Hann er múrveggurinh, sem stendur í milli þessara
Iiópa alþýðunnar. Þann múrvegg verða bændur að brjóta
niður í kosningunum.
Mikill misskUningur
Framsóknarflokkurinn hefur
þótzt unna samstarfi verka-
manna og bænda og mikill
hluti fylgis hans í sveitinni
hefur byggzt á því, að marg-
ir bændur hans hafa trúað
því, að hann vildi vinna með
verkamönnunum að fram-
faramálum til hagsmuna fyr-
ir alþýðu landsins. Og í kauji
stöðum og þorpum um allt
land hafa fleiri og færri
verkamenn greitt honum at-
kvæði sitt í trausti þess, að
hann væri vinsamlegur flokk
ur í garð verkalýðsins. Þeim
verkamönnum fer nú ótt
fækkandi og margir bændur
eru nú farnir að átta sig á
því hve afstaða þessa flokks
-er f jandsamleg í garð verka-
lýðsins.
Til þess að gera þetta enn
Ijósara skal hér stiklað á
nokkrum atriðum í sögu síð-
ustu ára.
Gerðardómslög, samningar
um „vinstri stjórn“
Við getum farið fljótt yfir
.sögu um stærstu atriðin, sem
seint munu í fyrnsku falla,
svo sem eins og um gerðar-
dómslögin. Er ekkert líkt
dæmi til um árás á grundvail
arréttindi almennings, og þar
átti sér stað. Hefði Fram-
sókn þá fengið vilja sinn
framgengt, þá hefði hún hald
ið tilveru verkamanna á hung
urstigi öll stríðsárin en marg
faldað stríðsgróða auðmanri-
anna. Upp úr tvennum kosn-
ingum 1942 þykist Framsókn
aftur orðin róttæk og frjáls-
lynd og býður upp á „vinstri
stjórn.“ Eftir margra mán-
aða samningatilraunir slitn-
ar upp úr sökum þess, að
kauplækkun var ófrávíkjan-
leg krafa Framsóknar.
Tvennar sexmannanefndir
Á þinginu 1943 stóð alit
fast um það, hvernig fara
skyldi um verðlögn búvai'a,
þar var hver höndin upp á
móti annarri og samkomulag
náðist ekki um neitt. Þá
fengu sósíalistar því fram-
gengt, að fulltrúum framleið-
enda og neytenda skyldi falið
að semja um málið. Það var
hin fyrri sexmannanefnd. Þá
félckst lausn á málið, samn-
ingar tókust, þrátt fyrir mót
skyrnu Framsóknar og voru
báðir aðilar ánægðir með úr-
slitin og einkum þó bændur.
v Þessir samningar leiddu
það í ljós, sem liggur reynd-
ar í augum uppi, að samstarf
alþýðustéttanna á íslandi er
öflugasta tækið til að greiða
fram úr hverjum þjóðfélags-
vanda. Og með hliðsjón af
þessari reynslu gerist jafnvel
sjálf utanþingsstjórnin svo
viðsýn, að hún skipar nýja
sexmannanefnd haustið 1943
til að gera tillögur um ráð-
stafanir til lækkunar dýrtíð-
inni, og voru þrír nefndar-
manna tilnefndir af hvorum
aðila, Alþýðusambandi Is-
lands og Búnaðarfélagi ís-
lands. Þá tókst Framsókn að
koma fram sínum sjónarmið-
um í gegnum fulltrúa Búnað-
arfélagsins, þá Steingrím
Steinþórsson og Jón Hannes-
son. Þeir voru ekki viðmæi-
andi upp á annað en að lækka
launakjör launamanna, „hæfi
legt væri að greiða verðlago-
uppbót af 80% grunnlauna“,
gátu þó gengið inn á, að í
stað 80 kæmu 90%. Þegar
| fulltrúar Alþýðusambandsins
! gerðu tillögu um tollalækkun,
þá lýsa Búnaðarfélagsfulltrú-
1 arnir því yfir, að „rannsókii-
ir, sem nefndin hefur látið
gera um þessi efni, bendi til
að það muni vera ódýrari að-
ferð fyrir ríkissjóð til að
borga niður verðbólguna en
sumt af því, sem nú er gert
í því efni.“ Samt gátu þeir
ekki fallizt á þessa lausn, og
ein meginástæðan var þessi
I (leturbreyting hér): „Kaup-
menn myndu una illa lækk-
j un á verði því, sem þeir gætu
Iagt kostnað sinn á og þyrfti
þar að taka á með hörku, svo
að ekki drægi úr árangrin-
um.“
Þarna kom Framsókn Ijós
lifandi. Það mátti ekki ráðast.
á gróða kaupmannanna. En
það gerði ekkert til, þótt það
kostaði hörku að lækka kaup
verkamanna! Og aðalatriðið
þó það, að koma í veg fyrir
árangur af samstarfi verka-
manna og bænda.
Bandalag vinnandi stétta
og bændaráðstefna
Á þingi sínu 1942 sam-
þykkti Alþýðusamband ís-
lands að beita sér fyrir
bandalagi vinnandi stétta og
1943 sendi stjórn þess tilmæli
til hagsmuna- og menningar-
samtaka alþýðunnar um að
senda fulltrúa á ráðstefnu,
sem haldin yrði til undirbún-
ings slíks bandalags meðal
þeirra var Búnaðarfél.íslands
og S.Í.S. Framsókn ræður í
báðum þeim samböndum. Að-
alfundur S.I.S. felldi tillögu
um að senda fulltrúa, Búnað-
arfélag íslands svaraði aldrei
einu orði.
Haustið 1944 efndi Alþýðu-
sambandið svo til bændaráð-
stefnu og sneri sér þá beint
til einstakra félaga í sveitun
um, búnaðarfélaganna, ung-
mennafélaganna og verka-
lýðsfélaganna. Þá vaknaði
stjórn Búnaðarfélagsins og
gaf út ávarp til allra búnað-
arfélaga á landinu og lagði
mjög að þeim að sinna þessu
ekki og senda engan fulltrúa.
Eigi að síður mættu 38 full-
trúar á ráðstefnunni, og varð
hinn bezti árangur af starti
| hennar. Hún markaði stefnu,
sem ekki verður frá horfið
fyrr en náð er settu marki
um samstarf verkamanna og
bænda og markvissar umbait
ur í búnaðarmálum.
Alþýðusambandið leitar
enn samstarfs
Nú hafði Alþýðusamband-
ið snúið sér til Búnaðarfélags
stjórnarinnar og verið hunds
að, síðan til hreppabúnaðar-
félaganna, fengið þar vin-
samlegar undirtektir. Var nú
gerð önnur tilraun að ná til
heildarsamtaka bændanna.
Þegar Búnaðarþing settist á
rökstóla í febrúar 1945, þá
sendi Alþýðusambandsstjórn-
in erindi til þingsins með til -
mælum um viðræður á grund
velli ályktana bændaráðstefn
unnar og lagði þegar sér-
staka áherzlu á að þegar
væru teknar upp samkomu-
lagsumleitanir um endurskoð
un á grundvelli sexmanna-
nefndarsamkomulagsins fyr-
ir 15. sept., því að allt benti
til, að þá yrði styrjöld lokið
o g sexmannan.samningur-
]inn þar með úr gildi fallinn.
iBúnaðarþing tók tilmælunum
vinsamlega, vísaði málinu til
• allsherjarnefndar og óskaði
eftir nefnd. frá Alþýðusam-
bandinu til viðræðna. Búnað-
arþing skildi þannig við það
mál, að það vísaði því til
stjórnarinnar og lá það þar í
salti fram eftir sumri.
En í ágúst um sumariö
kom Búnaðarþing aftur sam-
an. Þá hafði landbúnaðarráo-
herra ritað Búnaðarfélaginu
og Alþýðusambandinu bréf,
þar sem óskað er eftir að
þessum viðræðum sé hraðað,
svo að sýnt geti orðið, hvort
samkomulag geti náðst milli
þessara aðila um verðlagn-
ingu búvaranna eftir 15. sept.
Tókust þá að nýju viðræð-
ur milli nefnda frá þessum
aðilum, bæði um verðlagn-
ingu búvaranna og sam-
vinnu verkamanna og bænda
um ýmis mál, sem hagsmuni
beggja varða.
Nefndir þessar komu sér
saman um að leggja það til
við Alþýðusambandið og Bún
aðarþing, að báðir þessir að-
ilar færu fram á það við rík-
isstjórnina, að skipaðar væru
tvær nefndir eftir tilnefningu
þessara aðila, aðra til að end-
urskoða sexmannanefndar-
samkomulagið og hina til að
gera m. a. áætlun um fram-
tíðarbúskap á Islandi til sam-
ræmis við eftirspurn búvara
á erlendum og innlendum
markaði. Hefur slíkur árang-
ur aldrei náðst af viðræðum
þessara aðila.
En hvað skeður svo í mál-
inu ? Alþýðusambandsstjórn-
in samþykkti þetta álit fyrir
sitt leyti. Búnaðarþing taldi
sig ekki hafa tíma til að
ganga að fullu frá málinu en
fól stjórn Búnaðarfélagsins
á hendur að ganga frá samn
ingum við Alþýðusambandið
á grundvelli þeirra tillagna,
sem nefndin lagði fram. En
það er stjórn Búnaðarfélags-
ins sem fylgir skipun Fram-
sóknar í því að liafa vilja
Búnaðarþings að engu, hreyf
ir málinu ekki einu orði til
þessa dags.
Þetta er síðasta og skýr-
asta dæmið um einlægni
Framsóknar í því að vilja
samvinnu verkamanna og
bænda.
Framsókn stendur eins og
múr milli verkamanna og
bænda. Þann múr verður að
brjóta niður.
Hugsjónir Vísis
Heildsalablaðið Vísir hefur!
nú hafið kosningabaráttu
sína. Þetta málgagn sölu- j
mennskunnar hyggst nú lát.a
höndur standa fram úr erm-
um og reyna að vinna „sjálf-
stæðinu“ dyggilega, enda
þótt óttinn við fyrirlitningu
almennings hvíli á því sem
mara.
Blaðið heldur sig þó við
sama heygarðshomið og'
prentar upp gamalt marg-
tuggið níð um Sósíalistaflokk
inn og foringja hans.
Það reynir, eins og sálufé-
lagar þess í öllum löndum að
telja alþýðu manna trú urn,
að „kommúnistarnir" séu al-
staðar að tapa, þótt ólukkans
staðreyndirnar tali allt öðru
máli.
Eftir erlendri fyrirmynd,
reynir það einnig að fá al-
þýðuna á Islandi til þess að
trúa því, að sósíalistar sitji
á svikráðum við sjálfstæði og
frelsi landsins. Blaðinu þykir
allgott að fá þessa ,,bombu“
að láni því ekki er hugkvæmn
inni fyrir að fara hjá ritstjóv
um þess. En Vísir gætir þess
ekki í flanfengi sínu, að
hann, öllum öðrum blöðum
fremur, býr í þessu efni í svo1
afarþunnu- glerhúsi, að það
er honum næsta hættulegt að j
kasta svo mannalega.
Það verður annars býsn.ij
erfitt verk fyrir Vísi, að
koma þeirri trú inn hjá al-
þýðufólki þessa lands, að
Björn Ólafsson og aðrir
stuðningsmenn blaðsins í
heildsalastétt séu líklegri til
að standa vörð um sjálfstæði
íslands heldur en foringjar
Sósíalistaflokksins. Þar hefur
reynslan þegar talað of
skýru máli.
Það verður auðnulítið starf
fyrir blaðið að standa
frammi fyrir verkalýð og
öðru vinnandi fólki og gera
samanburð á framlagi heild-
salanna og foringja Sósíalista
flokksins til hagsbóta fyrir
land og lýð.
Menn og konur úr vei'ka-
lýðsstétt þekkja sína sönnu
foringja. Þau vita að for-
svarsmenn Sósíalistaflokks-
ins hafa jafnan verið for-
svarsmenn allrar íslenzkrar
alþýðu. Hennar hugsjónir
hafa líka verið þeirra hug-
sjónir, og þeir hafa ótrauðir
barizt fyrir framkvæmd þess
ara hugsjóna, enda þótt þeir
hafi á stundum hlotið fyrir
ofsóknir og jafnvel fangels-
anir. Lofum Vísi að skýra frá
„hugsjónum" heildsalanna,
og hvernig þeim hefur tekizt
að framkvæma þær til hags-
bóta fyrir alþýðuna á undan
förnum árum. Kjósendurnir
geta svo skorið úr um það 30.
júní, hverjum þeir helzt vilja
fela sínar hugsjónir til fram-
kvæmda.
0.
;ý.. . •
:i,l
:/ •'SSfM/r
■ 1 • | ■ • •>.; ■'
't *«U**£?K || tÆmsg. 0 $ ■ •
1
Hinar „frjálsu“ kosningar d Grikklandi. Churcliill «ð þakka Bevin
fyrir franunislööuna: Grískir ættjaröarvinir ofsóttir oy drepnir
af fasistum, sem vaöa uppi undir vcrnd brezks herliðs.