Þjóðviljinn - 08.06.1946, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.06.1946, Síða 5
Láugardagur 8. júní 1946. ÞJÓÐVILJINN 13 Éinn dagur úr lífi alþýðustúlkunnar Eg losaði svefninn við það, að klukkan hringdi. Um leið skaut upp í huga mér óljósri hugsun um, hvað tímanum liði. Rétti ég út handlegginn eftir klukkunni, því mig vantaði bæði viljann og mátt. inn til að sejast upp. Klukk- an var rúmlega sjö. Mér fannst ég aðeins vera búin að sofa stuttan tíma. En það var raunveruleiki að runn- inn var nýr vinnudagur, sem kvaddi alla þegna sína til starfs. Vorsólin sendi bjarta og hlýja geisla inn um gluggann minn eins og hún vildi með þeim vekja mig af svefni næturinnar til vöku og starfs. En hjá mér vant- aði alla starfslöngun. Heit- asta ósk mín var sú, að mega sofa lengur — miklu lengur. Eg nuddaði stýrurnar úr augunum og teygði úr mér og gerði allar hugsanlegar tilraunir til að vekja hjá mér viljann til að rísa upp og klæðast. Fyrsta morgun- verkið mitt var að vekja Jens, sem var níu ára snáði, einkasonur hjónanna. Hann átti að mæta í skólanum hálf átta. Hann var syfjaður og úrillur og virtist líta svo á að aðeins eitt væri nauðsyn- legt, að sofa út og var það hörð barátta hjá mér að koma honum af stað. Húsið var nýlega byggt steinhús, er húsbóndi minn, sem var skrifstofustjóri, hafði keypt á síðastliðnu hausti. í hús.'nu var geymsla og þvotta hús í kjallaranum og tvö herbergi að auki, er ýmislegt dót var geymt í. Á hæðinni voru þrjú svefnherbergr, eld- hús og þrjár stofur, borð- stofa, betri stofa og svo ein stofa, sem geymd voru í ný, svefnherbergis- og stofuhús- gögn, sem hvergi var eigin- lega rúm né þörf fyrir. Hús- ið var allt bónað nema eldhús ið og vinnukonuherbergið, er voru þvegin. Eg tók bónið ásamt prjónatuskum þrem, er frúin hafði afhent mér fyrsta daginn í vistinni. Eina hafði ég undir hnjánum, aðra til að bera á með og þriðju til að fara yfir með á eftir. Eg varð að nudda fast til að ná í burtu blettum og fá sem fallegastan glans á gólfið. Eg var orðin heit og þreytt, er ég hafði lokið við að bóna stofurnar og forstofu ganginn, en ég var jafnframt glöð í huga yfir að erfiðustu morgunverkunum var aflok- ið. Klukkan var orðin yfir átta og tími til kominn að sækja bæði fisk og mjóik. Úti var heitt og bjart veð- ur. Dúfurnar sátu í hópum á húsaþökunum og flögruðu öðru hverju ofan á gangstétt ina til að vita, hvort þær fyndu þar nokkuð ætilegt. Flugvélar sveimuðu yfir bænum og sýndust eins og stórir fuglar í loftinu. Þær svifu í mörgum hringjum, unz þær smá-lækkuðu flugið og settust. Á götunni var mikil umferð, fólksbílar og vörubílar með mold, sandi o. s. frv. Strætisvagnar þustu áfram hálfhuldir rykmekki. er þyrlaðist upp úr götunni við hraðann, verkamenn í ó- hreinum göllum með hita- brúsa í vasanum, sum'.r á sín- um tveim jafnfljótum og aðr ir á reiðhjólum. Karlmenn í Ijósurn sumarfötum með j vindling á milli fingranna. Kvenfólk, sumt á morgun- kjólum með inniskó, mjólkur brúsa eða könnur í annarri hendinni og ýsu, þorsk eða kola í hinni, ennfremur börn og fullorð'ð fólk með skóla- töskur. Allir voru meira og minna að flýta sér til að leysa af hendi sín daglegu störf. Mjólkurbúðin var þétt skipuð út að dyrum, svo að ég komst aðeins inn úr dyr- unum og þar var ég dæmd til að standa, þar til röðin kæmi að mér. Afgreiðslu- stúlkurnar voru dálít.'ð seinar ! að reikna og litu með þreytu I legum svip á fólkshópinn. sem ekkert minnkaði, þótt þær væru alltaf að afgreiða, því alltaf bættist nýtt í hóp- inn. Sumar frúrnar voru orðnar harla óþolinmóðar og ruddust alla leið inn að borði, áður en röðin kom að þe:m, og sögðust vera búnar að bíða svo lengi. Er ég hafði fengið afgreiðslu, fór é? ofan á torgið. Þar stóð heill hóp- ur umhverfis fisksalann og vagninn hans, sem var hlað- ***** , ,■] jiój ***** v ■ ‘ . tíi . inn mörgum tegundum af fiski. Hann var lítill maður, en snar í snúningum og fljót ur að reikna. Þær, er biðu eftir afgreiðslu, notuðu tím- ann og mældu fiskana út með augunum og sumar á- ræddu að taka á þeim. — Er röðin kom að mér, vgr..ég..b.ú in að velja mér litla ýsu,' sém að mínu áliti var mátuleg máltíð. Fisksalanum fannst hún lítil og spurði, hvort- ég ætlaði ekkert að fá fleira. Er heirn kom, fékk ég mér kaffi og franskbrauð með smjör- líki, sem ég að vísu var eigiri- lega löngu hætt að hafa lyst á, en vegna löngunar í' eitt- hvað ætilegt neyddist ég til að borða það. Að því loknu tók ég til við að vökva blóm in og skipta á þeim, er voru í vatni. Allir gluggar voru alsettir blómum og á borð- unum líka og meira að segja á gólfinu. Næsta verkið var svo að þurrka af öllu. Alls- staðar voru ótal smámunir, er allt varð að færa til, því hvergi mátti vera rykblett- ur, svo að hið glögga auga frúarinnar sæi hann ekki og segði mér að gera betur. Innan úr hjónaherberginu heyrð'st þrusk. Húsbóndi minn var víst risinn úr rekkju, og ég hafði gleymt að laga teið, en til allrar ham ingju sauð vatnið. Lagaði ég teið í skyndi og smurði nokkr ar brauðsneiðar. Er ég var að enda við að láta það'á borð- :ð birtist skrifstofustjórinn í dyrunum. Hann var lítill maður, frekar ungur, en nokkuð holdugur orðinn. — Hann bauð mér góðan dag, settist síðan og kveikti sér i vindli, tók Moggann og las hann,- á milli þess er hann drakk kaffið og tottaði vind- ilinn s.'nn með hálf luktum augunum. Eg lauk við að þurrka af, hreinsaði stðan fiskinn og setti hann á pönnu til að steikja hann. — Frúin kall- aði til mín og bað mig að færa sér te. Þú getur ekki trúáð því, hvað ég er syfjuð og þreytt, sagði frúin. Sam- kvæmið, sem við vorum í í nótt var svo mikill draum- ur. Eg veit, að ég get aldrei gleymt því, nóg vín og allir svo glaðir og við fórum ekki heim fyrr en klukkan var að verða fimm. Eg lauk við að laga matinn, nema súp- una, sem ég hafði enga hug- mynd um, hvernig átti að malla. Frúin kom á fætur um hálf-tólf og var hún þá upptekin við símann í fyrstu. Síðan lagaði hún súpuna, á meðan ég lagði á borðið. Frú in skammtaði mér í eldhús- inu, áður en hún fór inn með matinn. Borðhaldið hjá mér var heldur ónæðissamt, því öðru hverju varð ég að vera að færa inn eitt og ann- að, er vantaði á borðið. Að Nýtízku eldhús aflokinni máltíð færði ég þeim kaffi inn í betri stof- una. Tók síðan af borð.'nu og byrjaði að þvo upp. Frúin sagðist ætla að leggja sig snöggvast, hún væri svo syfjuð, ætlaði síðan í hár- lagningu, því hún ætlaði að hafa boð í kvöld. Bað mig að vekja sig klukkan hálf þrjú og færa sér kaffi. Uppþvott- urinn gekk seint, ég var löt og svo var símirih alltaf að ergja m'g með sínum sífelldu hringingum. Klukkan var yf- ir hálf þrjú, er ég var búin að þvo upp og þvo eldhúsið. Eg var næstum búin að gleyma frúnni, og er ég hafði vakið hana, sagðist hún vera að verða of sein og, bað mig að bursta skóna sína, á með- an hún drykki kaffið. Áður en hún fór, bað hún mig að þvo geymsluna og laga til í henni, þvo síðan sokkana, er væru óhreinir, og vera búin að leggja á borðið, er hún kæmi heim. Er hún hafði gefið mér þessar skipanir, hvarf hún út úr dyrunum og inn í bílinn er be'ð eftir henni. Mig langaði mest af öllu til ao gera verkfall og fara að sofa. En það var víst bezt að vera ekki að láta neinar byltingarhugsanir vera að brjótast um í kollin- um á sér, en byrja að gera eitthvað. Það var bezt að byrja á geymslunni, því illu er jafnan bezt aflok ð. Það lá við. að mér féllust hend- ur, því í henni var allskonar dót, svo sem vélahjól, stólar, skápar og borð, og varð ég að byrja á því að færa þetta allt út á gólfið. Varð ég svo að þvo úr mörgum vötnum. Er ég var búin að bisa við að koma öllu draslinu inn, fékk ég mér kaffi og stal mér með af kökum, er frúin geymdi upp í skáp og notaði handa þeim hjónunum og gestum. Eg passaði að taka svo litlð, að það ekki sæist. Er ég var búin að þvo sokk- a~.a, lagði ég á borðið. Litlu seinna kom frúin heim. Hún kallaði á Jens, er var úti á leikvelli og heí'ur hún víst verið óvenju byrst við hann,. því hann gegnd: strax, sem hann var ekki vanur. Síðan var byrjað að borða og að máltíðinni lokirmi fó.r frúin að laga til undir kemu -gest- anna, ásamt frænkum .sínum tveim, en ég herti mig að þvo upp, glöð í huga yfir að dagsverki mínu var að verða lokið. En það var ekki öllu lok'ð enn. Er ég .var að enda við að þvo upp; kom frúin. og var hún svo aumingjaleg, að ég hélt að eitthvað mikið hefði komið fyrir Guð hjálpi mér? sagði hún. Eg hef gleymt að kanpa i jómakök- urnar fyrir gestina og ég hef j ekkert til fyrir þá. Þú verð- i ur að baka dálitið aí pönnu- ! kökum. Eg þarí að fá frí í kvöld, sagði ég. Já, en manneskja, þú h'Jýtur að geta séð. hvað þetta er agalegt hjá mér, að hafa ekkert fyrir gestina. Þú getur fengið frí seinna bara. Mér fannst vinnutími minn vera orðinn nógn. lana-ur, 'pó að ekkert: væri við hann bætt, en hins vegar sá ég. að frúin var í því skapi, að hún átti bágt með að þola neitt mótlæti. Sá ég því þann kost vænstan að veroa við bcn hennar og hrærði pönnuköhu deigið og byrjaði að bak?.. Útlitið var svart í fyrstu, þvi allar fyrstu pönnukökurnar brunnu, svo fóru þær smá-batnandi. — Klukkan var yfir hálf tíu, er ég var búin að baka og' þeyta rjómann. Dagsverk'nu var loksins lokið. Eg þvoð: mér og hótt- aði síðan. og mér fannst ég vera óumræð'lega hamingju- söm að mega ::na að sofa. Innan úr stofumri heyrðist mas og glasagJaumur gest- anna, sem varð loks að óljós- um klið fyrir eyrum mér. — Svefninn tók mig 1 faðm s'nn og færði mér cndurnýj- aða starfskrafta til að vinna störf komandi dags. AUú Jónsdóttir frá Flatey<

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.