Þjóðviljinn - 08.06.1946, Page 6
14
ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 8. júní 194G.
OSKAR WILDE: XXIV
Draugurmn á Kantaravöllum
þeirra bar á höfði stóran strútsfjaðrarvönd. En blýkistan vári
þakin dýrindis rauðu klæði, sem í var saumað skjaldarmerki
Kantaravallaættarinnar. Við hlið kistunnar gekk þjónustu-
liðið mcð kyndla, og öll líkfylgdin var hin virðulegasta. Lávarð-
urinn á Kantaravöllum var aðal syrgjandinn. Hann liafði komið
frá Wales í þeim tilgangi einum að vera viðstaddur þessa jarðar-
för, og sat nú í fremsta vagninum ásamt Virginíu litlu. Næst þeim
óku ráðherrahjónin amerísku, síðan Washington og drengirnir
þrír, en í síðasta vagninum var frú Umney. Það var litið svo á,
að fyrst hún hefði i meira en fimmtíu ár af ævi sinni orðið að
J)ola ofsóknir draugsins ætti hún skilið að sjá liann gfafinn. Djún
gröf hafði verið tekin í einu horninu á kirkjugárðinum, rétt und-
ir pílviðinum. Líkræðan var flutt af séra Ágústi Dámpír. Þegar
nthöfninni var lokið, slökkti þjónustuliðið á kyndlum sínum,
samkvæmt gamalli venju í Kantaravallaættinni, og þegar búið
var að Iála kistuna síga ofan í gröfina, kom Virginía litla með
blómv. úr hvítum og bleikum hlómum möndlutrésins og lét hann
falla ofan á kistulokið. Um leið og hún gerði það kom máninn
fram úr skýjaþykkninu og lýsti upp grafreitinn með sínu silt’-
urlitaða kyrra ljósi, og í fjarlægð heyrðist næturgalasöngur. Virg-
inía Iiugsaði um lýsingu draugsins á garði hinna dauðu og augu
hennar fylllust tárum og liún mælti varla orð frá munni á leið-
inni lieim.
Næsta morgun átti herra Ótis lal við lávarðinn, áður en hann
lagði aftur af stað til borgarinnar, viðvíkjandi skartgripum
þeim sem draugurinn hafði gefið Virginíu. Þeir voru framúr-
skarandi fallegir, einkum rúhinssteinahálsband af gamalli fen-
cyskri gerð, það var reglulegt meistarastykki og ágætt sýnishorn
af sextándualdarsmíði og svo verðmætt að herra Ótis gat ekki
samvizku sinnar vegna leyft dóttur sinnpað þiggja það.
Lávarður minn, sagði hann, mér er kunnugt um að hér á
Jandi ganga skartgripir í erfðir ekki síður en jarðir og þess vegna
cr mér ljóst, að þessir dýrgripir eru ættareign yðar, þar af leið-
andi verð ég að biðja yður að hafa þá með yður til London og
líta á þá eins og yðar eign, sem hefur komið yður í hendur á
einkennilegan liátt. Hvað snertir dóttur mína, þá er hún enn
])arn að aldri og hefur sem belur fer, lítinn áhuga á svona í'á-
Gullbrúðkaup
Gullbrúðkaup áttu 26. maí
s. 1. hjónin Sigurlína Sigtryggs-
Æsustöðum í Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði.
Sigurlína er fædd í Æsustaða-
gerðum í Saurbæjarhreppi 4. júlí
1876, dóttir hjónanna Friðrikku
Friðriksdóttur frá Baldursheimi
við Eyjafjörð og Sigtryggs Sig-
urðssonar bónda í Æsustaðagerð-
um. Voru þau dugnaðar- og
sæmdarfólk. Friðrikka var hann-:
yrðakona og hagyrðingur góður;
var hún af hinni alkunnu Eyrar-'
landsætt. Ólst Sigurlína upp á
Úlfá í sömu sveit, en þar bjuggu
foreldrar hennar til æviloka. Sig-
urlina var ein af stofnendum
hjúkrunarkvennafélagsins Hjálp-
in í Saurbæjarhreppi og formað-
ur þess og meðstjórnandi í 16 ár.
Það félag átti uppástunguna að
stofnun Kristneshælis, sem hefur
mörgum orðið til heilla. Formað-
ur áfengisvarnarnefndar og skóla
nefndar var hún í 9 ár. Var hún
og hefur ætið verið mikil bind-
indiskona.
.Níels er sonur Helgu Pálsdótt-
ur og Sigurðar Jóhannessonar frá
Jórunnarstöðum í Saurbæjar-
hreppi. Hann er fæddur 5. okt.
1874 á Jórunnarstöðum. Voru
foreldrar Níelsar mestu myndar-
hjón og var Sigurður þekktur
fylgdarmaður yfir öræfin milli
Suður- og Norðurlands í mörg
ár og eru sagðar margar sögur
af glæfraferðum þeim í Nýjum
Kvöldvökum. Niels ólst upp á
Hrafnagili í Hrafnagilshreppi í
Eyjafirði hjá foreldrum sínum.
Níels var í sveitarstjórn og
hreppsnefnd í 12 ár og er þekkt-
ur að samvizkusemi og dugnaði.
Harry Macfie:
Gull Indiánanna
(Sönn saga).
Það var orðið dimmt, áður en við komum aftur
upp á hæðina. Við kveiktum eld og matreiddum.
Nóttin var koldimm. Langt að baki okkar reru
Joe la Croix og Indíánar hans niður Megaleep-
I neebe-f ljótið og héldu, að við værum í gildrunni?
| En hér sátum við óhultir, mörgum mílum vestar
j og sunnar og biðum aðeins birtunnar til að halda
áfram niður greiðfæra á.
Eldurinn kulnaði. Einstöku neisti enn í ösk-
unnL Ugla vældi niðri í dalnum. Hægur norðan-
vindur andaði yfir ásinn. Við heyrðum vængja-
þyt grágæsanna yfir höfðum okkar. Þær flugu
suður.
Morguninn eftir vaknaði ég við, að eldurinn
brann glatt. Það var farið að birta. Sagwa sat á
hækjum sínum við eldinn og steikti flesk. Te-
vatnið sauð í katlinum. Við borðuðum í skyndi,
tókum byrðar okkar og fylgdum Sagwa niður ás-
inn að sunnanverðu.
Þetta var löng leið, og við höfðum ekki komio
öllum farangrinum niður að ánni fyrr en um
kvöldið. Við settum bátinn á flot og vorum ferð ■
búnir. Hér skildi Sagwa við okkur og sneri við
heim. Hann rétti okkur höndina.
„Flýtið ykkur! Flýtið ykkur! Bræður mínir,
rauðskinnarnir, munu enn veita ykkur eftirför.
TJlfurinn liggur í leyni fyrir ykkur. Snjórinn og
ísinn koma og ganga í lið með þeim. Þið hafið
nýtum munaði. Eg átti líka að skila því frá frú Ótis, sem þóit
ég segi sjálfur frá, hefur gott vit á list, þar eð hún hafði tæki-
færi til þess að vera um tíma í Boston meðan hún var barn, •—
nð þessir gimsteinar séu mikils virði og muni seljanlegir fyrir
mikla peninga. Að þessu athuguðu, lávarður minn, muiiuð þér
•skilja að ég get ekki fallizt á að þeir verði í eign fjölskyldu minn-
ar og satt að segja er allt slíkt óþarfa glingur hégómi, þótt hann
.sé nauðsynlegur brezka aðlinum til að lialda virðingu sinni, en
allt þvílíkt er gersamlega óviðeigandi lijá þeim, sem aldir haf.i
verið upp í alvöru og, ég vona mér leyfist að segja, eftir ódauð-
legum og einföldum grundvallarreglum lýðræðisins. Eg átti líka
að taka það fram að Virginía vill að þér takið við skríninu til
minningar um yðar ógæfusama og afvegaleidda forföður. Vegnj
])ess að það er orðið ákaflega gamalt og því farið að láta ásjá
-munuð þér ef til vill fallast á skoðanir hennar. Eg fyrir mitt
leyli fúrða mig á því að harn mitt skuli liafa nokkra samúð meö
nokkru sem tilheyrir miðöldum, og er eina skýringin á því að
Virginía fæddist í einu úthverfi Lundúnaborgar, þegar móöir
liennar var nýkomin úr ferðalagi um Aþenu.
I.ávarðurinn hlustaði mjög alvarlegur á hina virðulegu ræðu
ráðherrans og sneri við og við upp á grátt skeggið til þess að
.skýla ósjálfráðu brosi, og þegar lierra Ótis liafði lokið máli sínu,
tók hann í liönd hans, hristi hana vingjarnlega og mælti: Kæri
herra, yðar yndislega dóttir gerði forföður mínum mikinn greiða
og ég og fjölskylda mín erum henni mjög skuldbundin fyrir liug-
rekki hennar og snarræði. S'kartgripirnir eru vissulega hennar
cign, og ég er sannfærður um, að væri ég nógu harðbrjósta til
þess að taka þá frá lienni, mundi liinn gamli, geggjaði náungi
rísa úr gröf sinni áður en hálfur mánuður er liðinn og gera mér
lífið óbærilegt. Hvort gripirnir séu erðafé þarf ég ekki um að tala,
ckkert cr erfðafé annað en það, sem um er getið í erfðaskránní,
og enginn liefur liingað lil vitað um þessa dýrgripi. Eg fullvissa
yður um, að ég á ekkert meiri kröfu til þessara gripa en ráð.s-
Xnaðurinn yðar, og ég þykist viss um að ungfrú Virginía hafi
Fyrstu 10 hjúskaparárin bjuggu
þau á Halldórsstöðum í Saur-
bæjarhreppi, en fluttu þaðan til
Æsustaða og hafa búið þar síð-
an rausnarbúi í 40 ár. 6 börn
eignuðust þau og eru þrjú á lífi,
Jónheiður gift Hafliða Jónssyni
kaupmanni í Reykjavík, Steingr.
bóndi á Æsustöðum, giftur Sig-
ríði Pálmadóttur frá Gnúpufelli
í Eyjafirði og Helga ljósmóðir í
Reykjavík. Tólf börn ólu þau upp
að meira eða minna leyti. Jörð-
ina hafa þau sléttað og ræktað
og ætíð verið veitandi þeim er
að garði bar, því bæði voru þau
gestrisin með afbrigðum. Þau
dveljast nú hjá Helgu dóttur
sinni, Miklubraut 1.
Eyfirðingur.
Egyptar vilja losna
við Breta
Egypzkir verkamenn luifa á-
kveSiö að gera allslierjarverk-
fall á morgun.
Því er lýst yfir, að verkfallið
sé gert lil að mótmæla tregðn
Breta á að láta að kröfum
Egypta um brottför alls I)rezks
hers úr Egyptalandi.
Munið að kjósa áður
en þið farið úr
bænum!
lofað Sagwa því að koma hingað aldrei aftur.“
Hann horfði á okkur svörtum, tindrandi aug-
um og hvarf eins og skuggi á milli trjánna.
Báturinn flaut hratt undan straumnum. Við
skiptumst á um að hvíla okkur, og þurftum ekki
annað en stýraj Svona flutum við undan straumn-
um í þrjá sólarhringa. Skógar, fjöll og víðlendar
sléttur flugu fram hjá okkur, og einn góðan veð-
urdag bar okkur út í breiðan ós, þar rann áin í
Nelsonsfljótið. Hvað var þetta? Þarna var gamail
kunningi hægra megin við ósinn. Það var gamla
einkennilega grenitréð, þar sem við höfðum hvílt
okkur á leiðinni í vor. Og nú kveiktum við þar upp
eld í annað sinn, til að fagna endurfundinum, og
bökuðum brauð úr síðasta mjölhnefanum. Enn
áttum við ofurlítið flesk eftir.
Dagarnir liðu. Við rerum af kappi upp Nelsons-
fljótið. Indíána sáum við hvergi. Við skutum ung-
an björn, svo að ekki þurftum við að svelta. En
þreytandi var að borða stöðugt saltlaust kjöt og
fisk og drekka sykurlaust te. Okkur langaði í
brauð.
Dagarnir styttust óðum og norðanvindurimi
kom með hríðarél, sem buldu á seglinu okkar.
Báturinn skjögraði í ólgandi straumnum. Fljóts-
bakkarnir voru hvítir af hélu á morgnana og
þunnur ís var sums staðar á lygnu vatnij
Við komum um kvöld að soginu við Dimmaklett.
Þar tjölduðum við á sama stað og við lentum um
vorið. Við fleygðum dynamitsskoti með sprengi-
þræði niður í kjölfarið. Þetta var elcki sérlega
veiðimannlegt, en nauðsyn brýtur lög. Við urðum
fegnir, þegar nokkrir holrifnir aborrar komu upp
á yfirborðið eftir sprenginguna.