Þjóðviljinn - 17.09.1946, Side 4

Þjóðviljinn - 17.09.1946, Side 4
*rm. ÞJÖÐVlijJINN Þriðjudagur 17. sept 1946. þlÓÐVHJINN Útgefandi: SameinJngarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 , (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskrifcarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þ.ióðviljans h. f. Til varnar9 Dagsbrúnarmenn I kvöld kýs Verkamannafélagið Dagsbrún 31 fulltrúa á Alþýðusambandsþingið. Uppstillingarnefnd og trúnaðar-' ráð hafa þegar gengið frá uppástungum sínum um ötul- ustu mennina í félagslífi Dagsbrúnar. Kosning þessa stóra fulltrúahóps hefur hina mestu þýðingu fyrir Dagsbrúnarmenn og verkalýð alls lands- ins. Hún mun ráða mestu um framtíðarstefnu og stjórn allsherjarsamtakanna, um það, hvort verkalýðurinn skuli sækja fram til nýrra hagsmunasigra eða hvort Alþýðu- sambandið skuli innlimað að nýju í Alþýðuflokkinn og þar með gert að fótaþurku atvinnurekenda. Undanfarið hefur Alþýðublaðið gengið með grasið í skónum á eftir stóratvinnurekendum og beðið þá ásjár, beðið þá um að hjálpa sér til þess að ná Alþýðusamband- inu úr höndum verkalýðsins. Þessari biðilsför hefur nu lokið með bandalagi Alþýðublaðsmanna annarsvegar og Vísis-liðsins í Sjálfstæðisflokknum hinsvegar, mönnum eins og Gísla Guðnasyni verkstjóra og Axel Guðmundssyni skrifstofumanni. Þessir aðilar munu setja fram sprengi- lista sinn á fundi í kvöld gegn vilja Sveinbjarnar Hannes- sonar og alls þorra sjálfstæðisverkamanna. Hér er á ferðinni eitt hið lúalegasta samsæri, sem þekkzt hefur gegn Dagsbrún og verkalýðshreyfingunni í heild. Á síðustu stundu á að vega aftan að félaginu til þess að afhenda síðan atvinnurekendum Alþýðusambandið og lofa þeim að „græða meira“ eins og.Alþbl. komst sv<i fagurlega að orði. Þeir skirrast ekki einu sinni vió uð játa, að þeir ætli sér að innleiða pólitískar illdeilur í félag- ið og afnema lýðræðið í verkalýðssamtökunum með því að innleiða þar pólitískar hlutfallskosningar. Þessar aðfarir hafa þegar sætt harðri mótspyrnu meðal fjölmargra sjálfstæðisverkamanna í Dagsbrún. Það er vitað, að enginn heiðarlegur verkamaður, hvaða flokki sem hann fylgir, leggur blessmi sína yfir brölt Krata- og Visisliðsins. Þið hafið lært að standa saman, án tillits til flokka. Verkamenn af öllum flokkum, sláið vörð um Dagsbrún og e.llsherjarsamtök ykkar, Alþýðusambandið! Fjölmennið á fundinn í kvöld! Veitið samsærismönn- unum þá útreið, sem þeir munu lengi minnast! Skilnaðarákvörðun Færeyinga Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Færeyjum vekja óskipta samúð íslendinga. Fáir ættu betur að geta skilið vilja Færeyinga til að vera sjálfstæð þjóð en við íslend- ingar, og hugur vor hlýtur að hvarfla til þeirra ára, er vér sjálfir börðumst fyrir skilnaði, þá er vér heyrum, hve tæpt stóð um úrslitin hjá frændþjóð vorri nú. En sá sjálfsákvörðunarréttur, sem færeyska þjóðin nú hagnýtir sér til að gerast sjálfstæð, mun kalla á meira en samúð íslendinga í orði. Sé lífsbarátta íslenzku þjóðar- innar erfið, þótt hún búi við hin auðugustu fiskimið heims, er lífsbarátta Færeyinga ennþá erfiðari, þar sem fiskimið þeirra eru uppurin af enskum togurum. Og vel færi á því, að þessar tvær fámennu frændþjóðir, sem eiga líf sitt og afkomu undir fiskveiðum fyrst og fremst, gætu haft með ^ér samstarf í þessari lífsbaráttu. ÁNÆGJA AF „RÚTUSFERÐUM . Margir eru þeiriar skoðunar, að langferðir í „rútum“ séu hverj um manni hin .paesta raun, enda séu þrengslin þar svo mikil, en þægindin lítil, að á leiðarenda séu íarþegarnir allir úr lagi gengnir líkamlega, og það jafn- vel 'SVQ, að þeir nái sér ekki eftir þessi ósköp, fyrr en mörg- um dögum seinna. Þessi skoðun er að ýmsu leyti rétt, en eitt er það þó, sem telja verður þessum „rútu“-ferðum til ■gildis, og það er sú ánægja, sem 1 imaður getur haft af hinum fjöl- skrúðuga hóp samferðafólksins. FYRST ÖMURLEGUR DEYFÐARBLÆR. Við skulum taka til dæmis á- ætlunaferð norðan af Akureyri og hingað suður til Reykjavíkur. Hún var farin fyrir skömmu, á mánudegi. Lagt er af stað frá Ráðhús- torginu um kl. 8 að morgni. — Til að byrja með er einhver öm u-ríegur deyfðarblær yfir far- þegunum, einna líkastur því sem hafi þeir strax í upphafi gefið upp hinztu von um að komast nokkru sinni alla leið suður til Reykjavíkur. Hinir yngri bera það með sér, að ballið í gær- kvöld hefur kostað þá ofmikii útgjöld hvað eðliiegum svefn- tíma snertir. Svipur þeirra gefur til kynna, að allir eru þeir ný- vaknaðir og varla það; þeir eru ikannske miklu frekar nýsofnað- ir. Hinir eldri sitja grafalvar- legir við gluggana sína og horfa 'hlutlausum augum á grundir og slegin tún. Enginn mælir orð frá vörum. i SVO GRÍPUR KÁTÍNAN UM SIG. En nú eru liðnir nær 2 tímar síðan lagt var af stað og lífið er farið að láta meira á sér bera í-bílnum okkar. Strákarnir á aftasta bekknum urðu fyrstir til að hrista af sér drungann. Þeir hafa verið á síld i sumar og eru enn ekki búnir að hlæja nægju sína. að öllum þeim spaugi’legu atvikum sem áttu sér stað á bátnum þeirra. Kátína þeirra grípur um sig. •— Hún færist óðum fram eftir Ibílnum og að lokum nær hún alla leið til gömlu hjónanna í •fremsta sæti. Menn verða kump- ánlegri hver við annan. — Mið- aldra bóndi, sem situr hjá hliðar dyrunum, tekur ofan gráu der- húfuna og gefur sig allan að þvi að opinibera landfræðiþekkingu sína fyrir stúlkunum þremur, sessunautum sinum: Þessi bær ihérna heitir Gil og þessi þarna heitir Hvammur og tindurinn fyrir ofan heitir Háitindur. En þar sem það er vitað mál, að um fáa hluti eru eins skiptar skoð- anir á íslandi og bæjarnöfn, sér- staklega þegar rætt er um þau í rútubíl, þá hlýtur að koma að því að landfræðiþekking bónd- ans með gráu derhúfuna verði fyrir lítilsháttar gagnrýni. — Og sjá, smávaxinn náungi í næsta sæti fyrir aftan biðst afsökunar á sjiá'lfum sér og segir það skoð un sína, að það sé ekki þessi bær héma heldur þessi þarna, sem heiti Gil, því að hinn heiti Hvammur, auk þess sem tindur- inn heiti ekki Háitindur heldur eitthvað allt annað. Spinnast nú allharðar umræð- ur útaf þessu og lýkur þeim ekki, fyrr en Gil og Hvammur og Háitindur, eða hvað þeir nú heita allir þessir staðir, eru horfnir langt að baki. OG SVO ER SUNGIÐ. Þannig líður tíminn furðu fljótt og þegar lagt er á Holta- Framhald. á 6. síðn. Árangursríkasta starfslímabil í sögu Alþýðu- sambandsins Þrefalt fleiri kjarasamnmgar gerðir á síðustu tveim árum en nokkru sinni fyrr Starfstímabilið frá síðasta Alþýðusambandsþingi hefur 'verið það árangursríkasta í sögu sambandsins. Þáttaskiptin í þessu efni hófust 1942, þegar eftir að skipulagi sambandsins var breytt og það losað úr tengsl um undan yfirráðum Alþýðu- flokksins og gert að stéttar- sambandi verkalýðsins- Alþýðusambandið á nú 30 ára sögu að baki sér og e.r síðasta hefti Vinnunnar að mestu leyti helguð sögu þess, heildarsögu og einstökum at- burðum. í þessu hefti (sem allir vinnandi menn ættu að eign ast) er m. a. stutt yfirlit yfir störf Alþýðusambandsins síð ustu 2 ár. Þegar á fyrsta starfstímabil inu eftir skipulagsbreyting- una voru gerðir fleiri kaup- og kjarasamningar en áður höfðu verið gerðir á jafnlöng um tíma, en flestir samning ar og beztur árangur hefur þó náðst á síðasta starfstíma- bilinu, eða frá sambandsþing inu 1944, undir forustu núver andi einingarstjórnar í Al- þýðusambandinu. Örugg forusta hefur auð- veldað kjarabætur Á þessu tímabili hafa kjör Undirtektir Dana undir ákvörðun Færeyinga eru með ágætum, þær sem enn hafa heyrzt. Og þegar oss Islendingum berast um leið fregnir af síbatnandi undirtektum þeirra í handritamálinu, þá fer ekki hjá því, að álit hinnar fornu sambandsþjóðar vorrar fari dagvaxandi í augum vorum. Þetta gefur gleðilegar vonir um, að vinátta þessara þriggja þjóða, Dana, Færeyinga og Islendinga, sé einmitt þessar vikurnar að tengjast betur og varanlegar en nokk- urn grunaði fyrr á tímum, að hugsanlegt væri. Sannast þá enn, að það eru aðeins frjálsar þjóðir sem geta verið vinir. vinnandi manna verið bætt og samræmd um land allt, einkum víðsvegar úti um land hjá félögum sem áður voru látin sitja á hakanum, þótt brautryðjandinn fyrir kjarabótum verkamanna hafi að sjálfsögðu verið verka- mannafélagið Dagsbrún i Reykjavík. Það er einkennandi fyrir þetta síðasta tímabil, hve margar af þeim kjarabótum sem unnizt hafa, hafa náðst fram án margra harðra verk- falla og erfiðra fórna af hálfu verkamanna. Ber það flestu öðru betur vott um forsjála forustu og góða skipulagningu þeirrar stjórn- ar sem sambandið hefur not- ið á þessu starfstímabili og sýnir áþreifanlega að stétt- arleg eining verkamanna er sá máttur sem gerir vinnandi stéttunum fært að hafá úr- slitaáhrif um kjör sín og aðstöðu í þjóðfélaginu. Einingarstefnan sem sigr- aði 1942 hefur gert Alþýðu- samband fslands að því afli sem ekki aðeins var þess megnugt að standa vörð um Framh. á 7. síðii

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.