Þjóðviljinn - 10.11.1946, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.11.1946, Qupperneq 6
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur, 10. nóv. 1946. 6 Ljóð Stefns Steimari* Framhald af 3. síöu. Lesandinn lítur uppúr eilífð- inni og finnur, að svona er þetta í raun og veru, og að við erum ekiki komin lengra en svo á fram farabraut, að við öfundumst, ríf- umst, metumst á, girnumst, lang- ar til að sparka í óvin okkar, þökkum fyrir allt gott, en hötum fyrir allt slæmt okkur sýnt. Svo tekur litskrúðið við. Hann gerist málari í ljóðum: Hið hvíta Ijós, sem streymir um strætin. og Hið sólhvíta ljós og hinn suðandi kliður eru systkini mín. Hann á jafnt myrkrið sem ljós ið, ag í myrkrinu sér hann aliar sínar órættu óskir. Svart og hvítt eru á takmörkum Mfs og dauða en litirnir lífið, sem leikur í allri sinni tilbreyt- ingu: og feigðin heldur sér frammjóum hönduin í fax hans Þarna er æðisgengin stígandi frá hinum fyrsta draumi, yfir í vonleysi þess, sem hefur séð Mfið. Hann virðist jafnvel vera táknræn en í MtavaM sínu, þar sem hvítt er merki Mfs eða dauða. Engu orði er ofaukið og hvert orð hefur sína þýðingu. Tileinkunin í Ferð án fyrir- heits er með fegurstu kvæðum: Til þín, sem býrð á bak við hugsun mína blóðlaus og föl og speglar ásýnd þína í mínum kalda og annarlega óði. Frá mér, sem liorfði úr húmi langrar nætur á heimsins blökku dýrð og reis á fætur með jódyn allra jarða mér í blóði. Og ég var aðeins til í mínu ljóði. Grænt, rautt og gult og golan þýtur í þaksins stráum. Hægur andvari húmblárrar nætur um hug minn fer. Hin djúpa nótt, sem drekkir augans ljósi og strýkur burtu bros af rauðri vör á sjálf sitt eigið skin og eigin fögnuð. Bjarma þess ljóss, sem verður aldrei kveikt, bros jþeirrar gleði, sem hvergi er til. Hann málar í einföldustu mynd og í sterkustu andstæðum, sem eru til. Kvæðið BÖRN AÐ LEIK sýnir það ef til vill bezt. Þar stillir hann upp bölsýnismann- inum og litlum börnum að leik. nóttinni og deginum: í hlæjandi sólskini sat ég og horfði á sólbrún andlit og nakta fætur. Minn hugur bar skugga horfinnar nætur og hönd mín var köld og þung. Og festist æ meir og meir í eínu sérstæða Mtskrúðuga formi, sem er í einföldustu mynd •þriggja ljóðlína, þriggja versa, þar sean þriðja hver Ijóðlína rím ar saman. - í sterkustu andstæðum málar faann: Hvitt hvítt eins og vængur iníns fyrsta draums ér fax hans eins og löng löng ferð á línhvítum fák er líf manns Þrungið kvæði með blóðrás. Ef skorið væri á, myndi blæða. V. D. Frá F.F®Í.S. Framh. af 4. síðu. vötutegundir, sem mest eru eft- irsóttar, svo sem síldarlýsi, salt- síld og þorskalýsi, verði not- aður til að greiða fyrir sölu á þeim tegundum, sem minni eft- irspurn er eftir, þannig að t. d. sala á lýsi verði bundin því ski]_ yrði að kaupandi þess kaupi jafn framt ákveðið magn af hraðfryst um fiski, söltuðum hrognum og öðrum framleiðsluvörum sjávar- útvegsins á viðunandi verði“. VI. „Fundurinn telur, að fáist ekki nægilega hátt verð fyrir út- flutningsvörur þjóðarinnar á er- lendum mörkuðum til að fram- leiðslan borgi sig með gildandi framleiðslukostnaði, þá beri með al annars að bæta þann halla með ágóða af innflutningsverzl- uninni, einkum af þeim vörum, sem ekki teljast til lífsnauðsynja. í því sambandi bendir fundur- inn á, að það er framleiðsla landsmanna, sem er grundvöllur undir efnahagslegri afkomu þjóð arinnar allrar, og því ber fyrst og fremst að tryggja það, að framleiðslan beri sig. Mætti stuðla að því meðal annars með því að gefa framleiðendum hluta af gjaldevri þeim, sem fæst fyr- ir afurðir þeirra, frjálsan til eig- in ráðstöfunar." VII. „Fundurinn mótmæiir frum- varpi, því sem komið er fram á Alþingi um orlofsfé og skorar á Alþingi að fella niður aMt or- lofsfé í sambandi við alla sjávar útvegssamninga.“ Torolf Eister: SAGAN UM GOTTUOB bera á sér sterkan svip öreig- ans. Ekki vegna þess, að hann hafi nokkuð á móti honum í sjálfu sér, en Elsa virðist hafin yfir alla fátækt og allar áhyggj ur. Hann ákveður að gera allt, sem í hans valdi stendur til þess að ná henni héðan burtu. Hún ætti að geta farið með hon um til Noregs. -— Voila, sagði greifinn. Síðasti maðurinn var að koma. Feitur og hlæjandi ná- ungi, eitthvað yfir þrítugt, með hátt enni og hæruskotinn. 1 blá- um flúnelsjakka. Hann gæti ver ið Gyðingur, hugsar Hanssen, að minnsta kosti er hann mjög greindarlegur í útliti. Þeir heilsast. — Eg heiti Brúnó, en þau kalla mig Antoníus. -— Eða Geheimeráðið, skýtur Andrés'inn í. —- Já, þau segja, að ég sé lík- ur Goethe. KalMð mig livað sem þið viljið, ég gegni öllum nöfn- um. Hinn nýkomni er skemmti- legur og fyndinn, slengir yfir þau sögum, fyndni og fjarstæð- um. Hlær og hefur hátt. Umræðurnar snuast að létt- ari og grínsamari hlutum. Antoníus fer að spjalla um Nor eg. — Þar lifa menn á því að veiða hvali, ekki satt? Og skjóta ísbirni á götunum. Eg las um' þetta, hvað margt fólk drepa ísbirnirnir aftur í Osló á ári hverju? Það var stórkostleg tala. Og hver og einn einasti íbúi skrifar skáldsögur, sem koma út í upplagi, sem skiptir hundruðum þúsunda. Það geta. ekki verið aðrir en ísbirnirnir, sem kaupa þær. Hanssen reynir að slá um sig með fyndni um hið heimskulega stafróf Tékkanna og hvílíkur ógjörningur það sé að bera fram nöfnin. —Já, við friðarsamningana í St Germain fengu Tékkarnir því miður of fáa sérhljóða. Hvað vitið þið annars um Tékkóslóvakíu í Noregi? Hanssen er í vandræðum, í raun og veru veit hann mjög lítið. Allt í einu verður honum litið á Elsu, það er engu líkara en hún sé dauðveik. Náföl starir hún á Norðmanninn skelfdum augum, eins og hún búist við, að eldingunni slái niður í ha.nn þá og þegar. — Nú hef ég gett eitthvað skakkt, í.ugsar hann hræddur. Elsa hefur lagt hönd- ina á borðröndxna, Sagiia legg- ur sína hönd ofan á hana. Munnur hennar er hálf opinn, varirnar titra eins og þær væru að gefa hljóðlaust til kynna skelfilegustu hugtanir. Antoníus haldur áfram að tala. Nú vendir hann sér í það að ræða norskar bókntenarir, og þá kemur í ljós, að hann veit næstum því eins mikið um þxr og Norðmaðutiu i. I.oks hrópar hann, að hann lesi sænsjiu ágæt lega og geri gerí sig-skiíjanÞg- an á því /nAM — Skál, segir Andrés, það er eina skandinavíska orðið, sem hann kann. Norðmaðurinn segist fást lítið eitt við ritstörf, hann vinni að stórri skáldsögu núna. Hann er til með að segja aðal- drættina. .. . — Nei, hrópar Elsa, sendið okkur heldur bókina, það er miklu skemmtilegra. Hann lítur á hana dálítið undrandi. -—Þá eigið þér starfsbróður hérna, segir Andrés vitund ill- kvittnislega og bendir á Anton- íus. — Æ, nei, þeir tímar eru liðn ir, að ég skrifaði nokkuð sem orð væri á gerandi. Nú rita ég aðeins rugl til þess að halda í okkur lífi frá degi til dags. Páizt þér við mikil efni. — Nei, ennþá er það nú ekki neitt mikið. —- Eg gæti gefið yður hug- mynd, ef þér verðið þolinmóður. Eg fékk hana á leiðinni heim áðan. Eg hugsa, að evrópskir glæpamenn ræni Shirley Temple, eftirlæti allrar Amer íku. Ameríka lýsir vitanlega yfir stríði, og öll ríki Evrópu gera bandalag, og síðan hefst langvarandi Trójustríð. Hér eru margskonar möguleikar fyrir hendi, ekki satt? Krefst sem sagt hugmyndaflugs. Þau tala um allt milli himins og jarðar. Andrés segir frá strætisvagnsstjóra, sem var tek inn fastur fyrir að aka atvinnu leysingjum ókeypis. En Elsa situr allan tímann steinhljóð og föl án þess að hlusta og við og við nuddar hún höndunum fast saman. — Jæja, nú er ekki til meiri matur, segir Anna. -— Nú, þá verðum við að gera okkur ánægð með þetta, segir Antoníus kátur. Munið, að sum ir hafa ekki neitt að borða og lofa guð fyrir. Þau drekka kaffi, og flótta- mennirnir masa dálítið sín á milli. Hanssen er meira og meira utanveltu. Þau ræða aftur kringumstæðurnar, en hann skilur lítið af því. — Eg talaði við Erlkönig í dag, segir Páll. Hann sagðist hafa ljóstrað upp um ungversk an njósnara. — Já, það stendur í kvöld- blöðunum, segir Antoníus. Að sjálfsögðu er Erlkönig ekki nefndur. -—- Nei, enginn veit, hvern þátt hann átti í þessu. Sagha er alltaf óánægður yfir nærveru Hanssens og send ir honum stöðugt harðneskju- legt augnaráð. Elsa hefur setzt hjá Sagha og talar við hann í hljóði, en lítur kvíðin á Norðmanninn hvað eftir annað. Hann tekur eftir því, að Andrés er alltaf að fara í kring um Elsu eins og köttur í kring um heitan graut, og reynir að koma með athugasemdir eða stríða Sagha. Loks gefst hann þó upp og fer að tala um Elsu við Hanssen. — Hún er einskonar hetja hér. Jafnvel gamla fallbyssu- skyttan óttast hana. — Ó, hættu þessari vitleysu, segir Elsa snúin. — Eg má þó alltaf segja frá því, sem komið hefur fyrir þig. Hún flúði yfir landamæri Ung- verjalands með farfuglunum — ekki undan lögreglunni, heldur glæpamönnum, eða svo held ég megi kalla þá. Þeir voru alveg á hælunum á henni. En á landa mærunum var hún stöðvuð af slóvakiskum vörðum, og þá. . — Hættu, Andrés, það er við bjóðslegt að hlusta á þetta kjaftæði. Svo þagna þau aftur. Páll og Anna fara að skammast, lágt, en með æsingi. Þau- eru bæði rauð í framan. Hanssen verður að leggja að sér til þess að heyra ekki, hvað þeim fer á milli. Loks þolir hann ekki lengur mátið. Hann stendur upp og segist verða að fara. Páll og Antoníus kveðja hann hjartan- lega og segja, að hann verði að koma einhverntíma aftur; liin kveðja þurrlega, ekki einu sinni ImiÉaka I.s- land í samein- uðu þ|óéiruai* Framh. af 1. síðu. um. Um ísland sagði hann, að þegar það kom til tals, að hann kæmi hé.r við á leið sinni á allsherjarþingið, þá hefði sért sem kominn væri frá hitabeltislandi, þótt sú uppástunga. all-glæfraleg. — En hluti af inversku sendi- sveitinni, sem kom við á Ís- landi, hefði skýrt sér frá, að loftslag hér vœri bara þcegi- legt og fólkið hjartahlýtt og vingjamlegt■ Dr. Lange fulltrúi Póllands mælti með inntökubeiðnun- um og gat sérstaklega aðstoð ar Svía við Pólverja á stríðs árunum og eftir styrjöldina. Kaufmann sendiherra tók aftur til mláls og kvað inn- töku íslands og Svíþjóðar vekja sérstaka ánægju með Dönum. Gat hann þess, að ísland hefði til skamms tíma verið í konungssambandi við Danmiörku, en nú tengdu löndin engin bönd, nema bönd frændsemi og vináttu. Danir vonuðu, að þau yrðu enn sterkari og nánari í fram tíðinni. iMolotoff flutti stutta ræðu og lýsti fylgi sínu við breyt ingartillögu Kaufmanns. — Hann kvað Sovétrikin fagna inntöku Islands, Sví- þjóðar og Afghanistan í sam einuðu þjóðirnar. Fulltrúar Equator og Uruguay tóku einnig til máls- Breytingartillaga Kauf manns var samþykkt sam- hljóða og inntökuályktunin siðan svo breytt samþykkt með lófataki. ísland, Svíþjóð og Afg- hanistan eru fyrstu þjóðirn- ar, sem teknar eru í samtök satneinuðu þjóðanna síðan þau voru stofnuð. Fulltrúar þeirra taka sæti á allsherj- arþinginu er þeir hafa undir- ritað skipulagsskrána og full nægt öðrum formsatriðum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.