Þjóðviljinn - 13.12.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.12.1946, Blaðsíða 3
Föstudagur, 13. des. 1946. ÞJÓÐVILJINft 3 ÍÞRÓTTIR Ritstjón: FXÍMANN HELGASON IJmiirlBÍinmglir að þáÉÉÉöku ; Jens Benediktsson Ssiuuds í Olympíuleikum Nefnd sú er Í.SÍ skipaði á sínum tíma, til að undirbúa þátttöku tslands í Ólytmpíuleikunum 1948, hefur skrifað öllum íþróttabanda lögum, héraðssamböndum, íþrótta ráðum og íþróttafélögum innan vébanda íþróttasambands í.;- lands, um undirbúning leikanna í bréfinu segir svo, um þau verkefni er nefndin vinnur að: „1.) Þjálfun íþróttamanna hvíl ir fyrst og fremst á félögunum. En nefndin telur það nauðsyn- legt, að þeir íþróttamenn, sem sérstaklega skara fram úr, og sem væntanlega gætu komið t:.1 gxeina sem fulltrúar íslands á næstu Ólympíuleikjum, fái að- stöðu til þess að þjálfa sig sér- staklega og sameiginlega, undir stjórn hinna hæfustu þjálfara í hinurn ýmsu íþróttagreinum, er hafi starf þetta með höndum, jafnframt því, sem þeir hafi stöð uga samvinnu við hina ýmsu þjálfara hjá félögunum og leið- beini þeim. Æskilegt er, að þeir íþrótt.i- menn, sem þegar liafa náð góð- um árangri, og þeir, sem enn eru I mikilli framför, setji sér það mark að ná þeim árangri, að þeir geti orðið fulltrúar lands síns á næstu Ólympíuleikjum. í þeim tilgangi væntir nefndin þess, að félögin afli sem fyrst upplýsinga um það, hvaða íþróttamenn hafi áhuga á því, að þjálfa sig með þetta fyrir augum, og félögin að- stoði þá eftir megni til þess að ná sem beztum árangri. Nefndin vill leggja áherzlu a, að þessi undirbúningur drag! ekki að neinu leyti úr hinni al- mennu starfsemi félaganna. 2. ) Endanleg ákvörðun um i- þróttagreinar þær, sem íslend- ingar senda fulltrúa i til keppni, á næstu Ólympíuleika, verða ekki tekin fyrir fyrr en síðar, er upplýsingar liggja fy.rir um þjálf un og getu væntanlegra kepp- enda. Sama roáli gegnir um fjölda keppenda. Ræður fjár- hagur að sjálfsögðu einnig miklu um þessi atriði. Neíndin óskar samvinnu við sérráð og sérsambönd um vænt- anlega þátttöku íslands í hinum ýmsu íþróttagreinum og væntir þess, að þessir aðilar taki mál þetta nú þegar til athugunar. 3. ) Nefndin mun hafa með höndum skipulagningu fararinn- ar og standa í stöðugu sambandi við undirbúningsnefnd Ólympiu- leikanna. Vill nefndin í þessu sambandi leggja álherzlu á, að fjétögin temji í/?ii|gum siínum j fagra framkomu, íþróttamanni má drengilega og sem hverjum vera til sóma. 4.) Nefndin hefur ákveðið, að reyna að koma á fót stofnsjóði til Ólympiuferða, til þess á þanr. hátt að tryggja þátttöku íslands í Ólympíuleikunum, ekki aðeins i þetta skipti, heldur og fram- vegis. Væntir nefndin góðrar sam vinnu við alla aðilja um þessi mál í framtíðinni, og mun hún siðar snúa sér lil yðar varðanai ýms atriði, er snerta þátttöku íslands í næstu Ólympíuleikum Nefndin er þakklát fyrir hvers konar tillögur, varðandi mál þetta.“ V etrarólympíuleik irnir verða í byrjun febrúar S jémannaMaðið Fulltrúi Xslands í CIO tilkynnir: Alþjóða Ólympíunefndin kom saman á Lausanne 3.—6. sept 1946. Ákveðið var að vetrarót- ympíuleikirnir skyldu haldnir í St. Moritz, Sviss, sennilega fyrstu viku febrúar, og verður dagskrá að likindum hin sama og áður, nema hvað herkeppni fer ekki fram, heldur ný keppni í svi.gi. Einnig mun verða sýnd nútíma íimmtarkeppni vetraríþrótta. Sumarleikirnir 1948 verða eins og áður er tilkynnt, haldnir i London, líklega í síðustu viku júlí og fyrstu í ágúst. Verður þeim í aðalatriðum hagað á sama hátt og síðustu leikjum. Aðalí- þróttirnar verða: Frjálsíþróttir, hnefáleikar, hjólreiðar, Ustreiðar, skilmingar, fimleikar, nútíma- fimmtarþraut, róður, skot, í mark, sund (sundknattleikur) grisk-rómversk glima kappsigl- ingar og listkeppni. Aukaíþróttir verða baskebball, hockey á velli, knattspyma. Enska undirbúningsnefndin er að athuga, hvort hægt verður að keppa í svifflugi, kanósporti. Ekki er enn ákveðið hvaða íþrott ir verða sýningaratriði. Góð skilyrði eru fyrir hendi um að hýsa keppendur. Mest af leikjunum fer fram á íþróttavell inum í Wemibley, róður í Henley, siglingar við Torquay, skotkeppni í Richmond og nút. fimmtarþraut í Aldershot. Á sunnudögum verð ur ekki keppt og lengist því tími leikjanna um einn eða tvo daga. (Fréttatilkynning frá Í.S.Í.). Minningarorð ' Með Jens er í valinn fall- inn einn þeirra manna, sem vörðu miklu af tíma sínum fyrir íþróttamálin, þótt ekki væri það í keppni eða félags- störfum, svo teljandi væri. Hann hefur um langt skeið skrifað um íþróttir og þó einkanlega um knattspyrnu. Knattspyrnan var honum hug fólgin, og í honum átti hún góðan málsvara. Þessi af- skipti hans af þe'rn málum hafa verið mikill styrkur knattspyrnumálunum. Eg hef lesið flest allt það, sem hann hefur ritað um knattspyrnu og finnst alltaf. þar sem leik- ur og leikmenn eru dæmdir að vinsamlega og sanngjarn- lega hafi verið á málum tek- ið- Knattspyrnan hefur því misst góðan stuðningsmann og velunnara, og mun sæti hans sem íþróttaiblaðamanns, vandskipað. Við knattspyrnumenn þökk um því Jens Benediktssyni fyrir það sem hann hefur gert fyrir þessa íþróttagrein, og bveðjum hann okkar 'hinztu kveðju. F. H. Fyrhmæli I.S.S. um starfandi (virka) íþrótlamenn Starfandi íþróttamenn eru: 1) Þeir, sem taka þátt í keppni. 2) Þeir, sem taka þátt í skipu lögðum æfingum félaganna starfsárinu. 3) Þeir, sem á einn eða annan hátt vinna að eflingu íþróttarinn- ar. 4) Aldur starfandi íþrótta- manna (drengja) miðist við lægsta keppnisaldur í hverri í- þróttagrein. Sérráð skulu halda skrá yfir starfandi félagsmenn íþrótta- greinarinnar. Félög skrásetja alla félagsmenn sína, og héraðs- stjórn hafi samrit af félaga- skránni (Frétt frá X.S.Í.). VIKINGUR JólaMað 1946 EFNI: Halldór E. Arnórsson: Matth. Joohumsson: Grímur Thomsen: Gils Guðmundsson: Þórleifur Bjarnason: Grímur Þorkelsson: i ' Guðm. G. Hagalín: Sendikennsla l.S.I. ; Axel Andrésson hefur nýlokið Jcnattspyrnunámskeiði við Bænda * , 'jjkólann á Hólum. Námskeiðið Áófst þann 29. okt. og stóð yfir ‘til 21. nóv. Þátttakendur voru ‘42. Axel heldur nú námskeið í Reykjaskóla. (Frétt frá Í.S.Í.). Týr frá -- Við Reykjanes. Forsíðum. Jólasöngur. J ólavers. Hvalveiðar við ísland (33 myndir). Upprisa (smásaga). Flug milli hnatta (3 myndir). ,,íslandsklukka“ (mynd). Á frívaktinni (2 myndir). Maðurinn, sem enginn vildi dæma. (saga með mynd). Blómagarðurinn á hafs- botni (6 myndir) Sjóorusta. Kveðja til íslenzkra sjó- manna (mynd). S j ómælingabáturinn (mynd). Guðmundur J ónsson Reykjum (mynd). Björn Jónsson frá Ána- naustum (mynd). Frábær liðsmaður (2 m.) Manntap . . . ? (saga með mynd). Sjómenn (kvæði). Kristinn í Leirhöfn (mynd). Norðurhafsveldi. Góðar bækur. Málefni dagsins. Nútíma fiskibátar á Norð- urlöndum (7 myndir). Kennslubækur Sýrimanna- skólans. Faðir þilskipaútgerðar á íslandi (rnynd). Bækur — Skák — Smælki o. m. fl. Jólablað Víkings verður selt á götimum og í bókaverzlunum næstu daga. Blaðið er 88 lesmálssíður og flytur svipað lesefni og meðalstór á % bók. Það er prýtt 60—70 myndum. Fyrsta jólablaðið! Stærsta jólablaðið! Bezta jólablaðið! Víkinginn má ekki vanta á neitt heimili um jólin. Sölubörn komið í Bárugötu 2 og seljið Víking. SjfómannaMaðið Yíhingur Próf. Richard Beck: Guðbjartur Ólafsson: H. B.: Gils Guðmundsson: Sigurður Brynjólfsson: Guðm- G. Hagalín: Einar Sigfússon: Dr. Jón Dúason: Júlíus Ólafsson: Ásgeir Sigurðsson: Jan Olaf Traung: Grímur Þorkelsson: Einar Bogason: OKfiUR vantar krakka til blaðburðar í Sogamýri Þ J Ó Ð VILJINN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.