Þjóðviljinn - 13.12.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1946, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Útgeiandi: Sameinlngarflokirur alþýftu — SósíalistaGokxurton Ritstjórar: Kristiim E. Andrésson, Siguröur Guömundsson, áb. rréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstoíur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiösla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustig 19, sáni 8399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurar eint Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. ■ .... ............ ...... . ... j Skipulagning verzlnnarmála eitt Bielxta viðfangsetni næstn st|órnar Heildsalastéttin er óvinsælasta stétt landsins. Almenn- ingur er þess fullviss að hún er algerlega óþarfur milliliður, mlliliður sem hefur það eitt til síns ágætis að allar Vörur verða óhóflega dýrar. Almenningur getur langtum betur fellt sig við það að eigendum framleiðslutækja græðist fé en að heildsalastéttin, sem er eins og sullur á líkama þjóðar- innar, raki saman peningum fyrir engin nytjastörf. Engu að síður hafa heildsalar sprottið upp eins og gorkúlur á haugi á seinustu velgengnisárum. Þeir hafa sóað erlendum gjaldeyri þjóðarinnar í algeru stjórnleysi, svo að nú er hann uppurinn að mestu. Fjármálaráðherra landsins hefur talið það helzta hlutverk sitt að hlúa aó þessari stétt. Hefur því m. a. verið komið svo haganlega fyrir að það hefur gefið heildsölum mestan arð að kaupa sem dýrasta vöru. í ofaná- lag hafa heildsalar gert sig seka um lögbrot og f jársmygl í stórum stíl. En heildsalarnir hafa ekki aðeins smyglað fé úr landi og tekið svívirðilegan toll af neyzluvörum almennings. Þeir hafa einnig komizt höndum yfir mjög mikinn hluta af f jármagni innanlands og hafa getað stjórnað f járfesting- unni að verulegu leyti. Þetta hefur m. a. orðið til þess að langtum meira fé hefur á undanfömum tveim árum verið lagt í byggingu lúxusibúða en framkvæmdir til nýsköpunar innar innanlands. Þetta stjórnleysi á sviði f járfestingarinn- ar hefur nú stöðvað nýsköpunina að minnsta kosti í bili. Það þarf því engum getum að því að leiða að almenn- ingur myndi fagna því mörgu öðru fremur, ef verzlunar- málunum yrði skipað á heiðarlegan hátt. Það gerir aðeins hálft gagn að skipuleggja atvinnumál þjóðarinnar og gera um þau víðtækar ráðstafanir, ef verzlunarmálin eru látin reka á reiðanum. Framleiðsla þjóðarinnar og vörukaup verða að sjálfsögðu að fylgjast að. Hagsmunir þjóðar- heildarinnar mæla svo fyrir að allar vörur skuli flytja til landsins á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt og frá Jjeim löndum sem við eigum mest viðskipti við, meðan gjaldeyrishömlur eru enn við lýði í veröldinni. Á sama hátt og hver fjölskylda samræmir tekjur sínar og vörukaup, hlýtur þjóðarheildin að verða að skipa innflutningi sínum samkvæmt útflutningnum og gera um það fastar áætlanir. Öll innkaup verður að gera með þjóðarheill fyrir augum, en ekki að geðþótta nokkurra gróðahyggjumanna. Viðskiptamálin hljóta að verða eitt helzta viðfangs- efni næstu stjórnar. I tólfmannanefndinni hefur Sósíalista- flokkurinn þegar komið fram með ákveðnar tillögur um lausn þeirra. í þeim segir m. a.: „Innkaupastofnun þjóðar- innar sé sett á fót, er samkvæmt lögum annist ein inn- kaup á öllum vörum og sé henni stjórnað með lýðræðislegu fyrirkomulagi, svo þeir aðilar, sem innkaupin eru gerð fyr- ir, geti mestu um innkaupin ráðið. En innkaupastofnunin sé skyld til þess að kaupa inn vörurnar með tilliti til markaðs- öflunar, ef gjaldeyrisráð sökum verzlunarsamninga og mark | aðshorfa mælir svo fyrir. Kaupin gerist í samræmi við heild aráætlun um innflutning, enda hafi innkaupastofnunin unnið að samningi þeirrar áætlunar, ásamt þeim aðilum, er það starf hafa með höndum“. Þessar tillögur Sósíalista eru tvímælalaust i samræmi við vilja alls þorra þjóðarinnar, og það er því lýðræðisleg skylda Alþingis að sjá til þess að þær nái fram að ganga. ÞJÖÐVILJINN Föstudagur, 13. des. 1946. Tjarnarbíó: Hinrik V. Leikstjóri: Laurence Olivier. Það hefur dregizt nokkuð, að skrifað yrði um þessa gagn- merku kvikmynd hér í blaðinu. Ritstjórnin hafði nefnilega hugs- að sér, að henni yrðu gerð verð ug skil með ítarlegri ummælum en venja er um algengar kvik- myndir. Einnig var ætlunin, að sérfróður maður um leiklist, og þá einkum list Shakespeares, semdi þessi ummæli. En því mið- ur getur ekki úr þessu orðið og veldur því rúmleysi meðal ann- ars. Undirritaður hefur orðið þess var, að mörgum þykir lítið til kvikmyndar þessarar koma og sumir hafa jafnvel bölvað henni í sand og ösku fyrir deyfð og silalega atburðarás. Þetta er ofur skiljanlegt. Kvikmyndaflóð nú- tímans hefur haft sín áhrif s smekk fólksins. Nú er spenning- ur og „hasar“ orðið meginatriði, sönn leiklist aukaatriði. Kvik- myndaflóðið hefur dregið svo úr ímyndunarafli fólksins, að bar liggur við lömun. Þess vegna yppta menn öxlum og geispa, þegar William Shakespeare kem- ur í kurteisisheimsókn aftan úr öldum með hóp af fyrirtaks leik. urum og opinberar snilli sína fyrir íslenzkum áhorfendum i Tjarnaribíó. Hvað þýðir líka fyrir svona tjalla eins og Shakespeare að reyna að vera skemmtilegur nú á tímum, þeg- ar Hollywood býður uppá hvert snilldarverkið öðru betra, án þess að gera minnstu kröfu til andlegrar áreynslu? En burt séð frá öllu gamni, þá vil ég ráðleggja fólki að sjá „Hinrik V“ oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Reyndar munu fáir hér geta haft fullt not af myndinni, vegna þess hve . enskan í henni er erfið. En það sem hér um ræðir er klass- iskt, og það, sem er klassiskt, veitir manni aukinn unað eft'r því sem maður kynnist því betur. Munurinn á „Hinrik V.“ og venju legum kvikmyndum er sá sami og munurinn á hljómhviðu og slagara; munurinn á Beethoven og Frank Sinatra. J. Á. Tjarnabíó: Hollywood canteen Þetta er einhver sú væmnasta sjálfsdýrkun, sem Hollywood hefur ennþá borið á borð fyrir hinn siðmenntaða heim. Þama ægir saman mörgum mismunandi tegundum af smekkleysi, t. d. er Jósep Szigeti gerður að fífli með því að hann er látinn leika dúett á fiðlu með Jack Benny. Þe>r eru báðir góðir en bara hvor í sínu lagi. Lélegir Hollywood trúðar, jafnvel „cowtby“-leikarar, eru gerðir að hólfguðum sem gengur kraftaverki næst, að nokk ur mennskur maður skuli. geta nálgazt. Efni tjáir vart að nefna, en aðaluppistaða þess er Lofgjörð HEYR, ÁSKELL LÖVE! Útvarpsráð er sérstaklega beðið að taka eftirfarandi bréf til vinsamlegrar athugunar: ,,Á þriðjudagskvöldið í síð- astliðinni viku flutti Dr. Áskell Löve ásamt nokkrum öðrum, syrpu um þróunarkenninguna og hafði doktorinn sjálfur sam- ið syrpuna. Eg hlustaði á þetta erindi og þótti það bæði fróðlegt og skemmtilegt, og er ég viss um að margir eru á sömu skoðun. Það gæti verið athug- andi fyrir útvarpsráð að fá fleiri til að semja syrpur, gætu þær verið um margvísleg efni. Áskell Löve ætti að gera meira að því að miðla útvarps- hlustendum af þekkingu sinni, því hann hefur áreiðanlega af miklu að taka. S. S“. * TUGÞÍJSUNDIR STRITA VID FORHEIMSKUN Eg sagði í gær „látum útrætt um kvikmyndagagnrýnina í bili“ en nú hef ég fengið enn eitt bréf um hana, og er það svo gott, að ég get ekki verið þeklct- ur fyrir annað en birta það: „Það mætti skjóta því að fólki sem veitist að kvikmyndagagn- rýni fyrir sakir mállýta og (þó fremur) annara hluta, að það háa og snjalla orð „gagnrýni" er langt upp yfir Hollywood hafið. Eg segi þetta ekki af neinni speki -— hennar þarf ekki við í þessum sökum. En sárt er til þess að vita, að í þessari einstöku borg við Kyrra hafið strita tugþúsundir manna með milljónafé handa á milli við að forheimska og „banalísera“ flestar þjóðir heims, meðal ann- ars okkur íslendinga. Þeir fáu sem losna við þetta ok, eru að likindum villimenn eða einsetu- menn, og mega þeir sannarlega vel við una. * GAGNRÝNANDI SEM GAFST UPP. „Það var í fyrra, að Woolcott Gibbs — kunnur ritdómari viku Hollywood til sjálfrar sin fyrir þau dómadags ósköp, sem leik- arar þessa bæjar geri fyrir her- menn. Verkið er svo kórónað með því að bóndasonurinn vinmif kóngsdótturina þ. e. einn óbreytt ur dáti fær gyðjuna Joan Leaslie Þetta er vægast sagt ómerkileg mynd. D. G. Gamla Bíó: Draugabúgarðurinn („Haunted Ranch“) Monogram Picture Leikstjóri: Robert Tansey. Þetta er kúrekamynd af verstu tegund, léleg iðnaðarvara, sem á ekkert skylt við list. Hún er við hæfi þeirra heimskustu í Ámeríku, þess vegna ætti að banna sýningu á henni hér. — íslenzkir bíógestir heimta betri myndir! Á fimmsýningnnni: í gaer .vartr blaðsins „New Yorker“ — fór gersamlega í strand með að gagnrýna þetta rusl, og neitaði hann seinast að vera nokkuð við það kenndur, en anriar mað- ur tók við. Eg hef af áhuga reynt að fylgjast með því sem þessir tveir greindu menn höfðu um Hollywood að segja — og það var, vægast sagt, ekki fall- egt. Mér var það reyndar ljóst að aðra (eða jákv.) afstöðu gátu heiðarlegir menn ekki tekið. Endalausar háðsglósur þeirra og skammir voru að vísu mikill skemmtilestur, en um síðir fór hann þó að verka engu betur á mig en látlaust hól annara um sama efni. Meinsemdin liggur auðvitað hjá Goldwyn, Fox & Co. Og feginn varð Gibbs ves- lingurinn frelsinu: að losna úr i þessu svartamyrkri (ljósglætur voru fáar). Lét hann þess get- ið að lokum að e. t. v. gæti blaðið framvegis skoðað' og skrifað um Hollywood-myndir sem sálfræði leg og í versta falli sálsjúk fyrirbrigði. ★ „HANDAN VID ALLA GAGNRÝNI". „Það má segja til dæmis, að þeir menn hérlendis sem halda því fram, að Betty Grable og Jón Pína hetjan úr stórmynd- inni „Iceland“, sem illræmd er orðin — geti lagt eitt grand að mörkum í „athyglisverða og vel leikna" mynd, eru annaðhvort skyni skroppnir á þessu sviði eða þá í einhverju sambandi við bíóeigendur. Gróðafýsn Holly- woodmann og áhangenda þeirra er skiljanleg nú þegar menn dýrka Mammon hvað mest, en skipulögð forheimskun er „handan við alla gagnrýni“ svo að ég hnupli dönsku orðtaki. Urðarköttur“. * TÖM VITLEYSA. í sambandi við fyrirspurn, sem ég birti í gær hefur mér verið tjáð, að það sé tóm vit- leysa, að ekki megi senda ís- lenzt band í gjafapökkum til útlanda. Slíkt kvað vera fylli- lega leyfilegt. þó sýndar tvær athyglisverðar aukamyndir. Önnur var úr kvik- myndaflokknum „Crime doesn’t pay“ eða „Glæpir borga sig ekki“. Efni hennar er tekið úr skýrslum ' amerísku lögreglunn- ar, þar sem skýrt er frá bar- áttu lögreglunnar við illvíga bófa flokka í Ameríku. Kvikmyndir i þessum flokki eru áhrifaríkar, enda er leikstjóm Walter Hart’s með ágætum. — Hin aukamynd in var brezk fréttamynd. Þar sést hinn upprennandi hnefa- leikakappi Englendinga, B. Wood cock, í harðri keppni, og þar get ur að lita sjón, sem margir hafa áreiðaniega gaman af: jörðina séða úr ca. 70.000 mílna hæð. — Kvikmyndavél hafði verið komið fyrir í rakettu, sem send var út í geiminn. Þegar rakettan féll niður aftur, reyndist filman vera ósködduð og prýðilega heppacxð.' - Ragaar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.