Þjóðviljinn - 13.12.1946, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur, 13. des. 1946.
€
Torolt Elster:
SAGAN UM GOTTLOB
í lögregluna. Andrés Lilja mót-
jnælir.
— Nei, ég er mótfallinn því,
,að þér hringið í lögregluna í
þetta sinn. Eg skal sjá um, að
þetta endurtaki sig ekki. Mér
þætti mjög illt, ef lögreglan
^æri að blanda sér í málið. Af
mörgum ástæðum.
Umsjónarmaðurinn horfir hik
andi á þá hvem af öðrum. Sá
feiti með vasabókina er með
luntasvip og hefur greinilega
löngun til að mótmæla, en virð-
ingin fyrir hinum þekkta banka
manni aftrar honum. Það er aft
ur á móti ég, sem rýk upp.
— Leyfist mér að spyrja, hr.
Lilja, hvers vegna þér eruð að
blanda yður í málið. Hvað kem-
ur það yður við? Eg krefst
þess, að náð sé í lögregluna, vil
fá málíð hreint eins fljótt og
unnt er.
Hinum finnst kringumstæð-
urnar fara að verða óþægilegar,
•en Lilja svarar rólega:
— Jd, hr. Lind, það kemur
mér við. Eg óska ekki eftir, að
lögreglan taki yður núna. Það
er meðal annars út af máli, sem
ég þarf að ræða við yður. Það
er í sambandi við skjal....
Þarna kom það.
Eg veit eiginlega ekki, hvers
vegna ég tók þetta svona hátíð
lega, dálitlar vanefndir á samn-
ingum, ef til vill eitthvað af víx
ilsvikum, það er eitthvað annað
en beinn þjófnaður. En þessar
sögur hvíla eins og farg á mér,
og ég fæ næstum því taugaáfall,
þegar Lilja minnist á þær. Þó
svara ég vondur:
— Jæja, svo að það eruð þér,
hr. bankastjóri, sem standið á
bak við þetta.
— Þér vitið fullvel sjálfur, að
ég stend ekki á bak við neitt.
En ég vildi gjarna kippa þessu
í lag í bróðerni. Að sinni látum
við okkur nægja, að þessi herra
hefur fengið vasabókina sína
aftur, þar vantar ekki neitt eft-
ir því sem mér skilst, og hr.
Lind kemur með mér heim á
skrifstofu nú þegar og situr þar
með mér dálitla ráðstefnu.
Okkur kemur áreiðanlega sam-
an um niðurstöðu, sem við get-
um báðir verið ánægðir með.
Eg veit í raun og veru hvað
það er, sem olli því, að ég gafst
upp svona fljótt. En ég er allur
úr lagi færður þennan dag, hið
hræðilega farg, sem hvilt hafði
á mér síðustu vikurnar og svo
þetta með Ester og allt hitt. Eg
þramma að minnsta kosti á eft
ir Andrési Lilju út í bílinn.
Eg kæri mig ekkert um að
vera að rifja upp ráðstefnu
okkar á skrifstofu bankastjór-
ans. Þetta illmenni — þessi
glæpamaður hefur yfirtökin
bæði siðfræðilega og lögfræði-
lega og alla vega. Meðan ég er
stöðugt að rjúka upp í vonzku,
skammast og rífst og síðast
j næstum því sárbæni hann, þá
I situr hann allan tímann og tal-
ar rólega, málefnalega og með
vingjarnlegum yfirburðum. Hin
sanna framkoma yfirmanns við
gamlan starfsmann, sem hon-
um líkar á margan hátt vel við,
6n er nú kominn í vandræði, er
hann sjálfur verður að taka
afleiðingunum af.
Kröfur hans eru skilyrðislaus
ar. Brottrekstur, ■ gjaldþrota-
skipti og dómstólar -— eða að
ég að öðrum kosti fallist á að
taka að mér verkfræðingsstöðu
í Narvík og að frá launum mín-
um verði dregið, það sem ég
skulda í bankanum. Eg verð að
hypja mig strax næsta morgun.
Eg spyr, hvers vegna hann
vilji endilega losna við mig, og
hann svarar rólega, að hann
vilji ekki hafa náunga eins og
mig hér í borginni, en á hinn
bóginn sé ég gáfaður meir en al
mennt gerist, á því sé enginn
vafi, og vegna þess sé mér gefið
annað tækifæri.
Eg spyr, hvort hann viti
nokkuð, hvað orðið sé af Ester.
—- Frú Gottlob eigið þér við.
Hvernig ætti ég að vita það.
Hún er veik hef ég heyrt. Ann-
ars eigið þér að forðast að um-
gangast hana, ég vil ekki koma
starfsfólki mínu í nein vand-
ræði.
— Eg ætla að halda áfram,
en hann tekur byrstur fram fyr-
ir hendurnar á mér.
— Þér óskið þess þá líklega,
að ég skilji við Önnu Lenu ?
spyr ég.
Lilja verður mjög undrandi.
— Skiljið við hana? Hvers
vegna í ósköpunum ætti ég að
óska þess. Kemur mér hjóna-
band yðar nokkuð við?
— Er þetta ekki helzt til mik-
ið sagt? spyr ég hæðnislega.
— Eg hef það ekki í huga að
eyða tímanum í þvaður. Sam-
þykkið þér eða samþykkið þér
ekki ?
Þetta endar vitanlega með því,
að ég samþykki. Næsta morg-
unn sit ég í lestinni á norður-
leið. Eg finn, að ég er utan við
allt, Ester tilheyrir nú þegar
f jarlægri og óraunverulegri for-
tíð, ég nenni ekki einu sinni að
vera að hugsa um, hvað orðið
hefur af henni. Nú hef ég fyrst
fyrir alvöru gefið upp alla von
um að mega vænta einhvers af
lífinu. Hér eftir verður það ekk-
ert annað en vinna til þess að
viðhalda hinum jarðneska lík-
ama, um annað var aldeilis
sama.
Þegar ég kem heim um nótt-
I ina frá ráðstefnunni með Lilju,
eftir Gils Gudmundssoii
Þilskipaútgerðin var undirstaða alhliða vakningar í íslenzku þjóðlífi á öldinni sem leið. Með þessu glæsilega ritverki Gils Guðmundssonar er
þiískipaveiðunum, útgerðarmönnum, skipum og „skútukörlum" gerð þau skil, sem þeim erusamboðin.
Allir, sem láta sig einhverju máli skipta atvinnusögu þjóðarinnar, verða að eingast þessa bók.
Þeir, sem eiga fyrra bindið, ættu að tryggja sér nú þegar eintak af síðara bindinu.
Skútuöldin er jólabókin i ár!
• • ■ • • f- ■
Bókaútgáfa Ouöjóns Ó. Guðjónssonar
N.B. — Bóksalar eru beðnir að gera pantanir.
H-HH-W"l"l-H-H--H-l--H-H"H--H-H--H--H--H--H--H-H--H--H--P-H--H-H~H-H-+-H-H--W"H"^-H-H"hhl"l"l"hl"hI"f'i"l"H"l"l"I'l'l''II'l'll"l"l"I''I
Siðara bindið er komið út.
Komin er í bókaverzlanir síðara bindi af rit-
; I inu Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson rit-
st jóra.
Fyrra bindið, sem kom út í desember 1944,
varð metsölubók ársins, og seldist upp á ör-
fáum dögum. Varð hvergi nærri hægt að full-
‘ nægja hinni gífurlegu eftirspurn eftir bókinni.
Skútuöldin er saga þilskipaútgerðarinnar á
Islandi í máli og myndum frá öndverðu og unz
henni lauk að fullu og togaraútgerðin tók við.
Þetta nýja rit er nokkru stærra en fyrra
hindið, 654 bls., og prýtt fjölda mynda af
skipum, útgerðarstöðum, útgerðarmönnum,
skipstjórum og loks ýmsum verkfærum við-
víkjandi skútuútgerðinni, og munu fæstar þeirra
hafa birzt áður.