Þjóðviljinn - 07.01.1947, Page 5

Þjóðviljinn - 07.01.1947, Page 5
Þriðjudagur, 7. janúar 1947. ÞJOÐVILJINN 5 ÍG ER HRÆ Eltir dfo Harold O. Urey faerí i letur af Mieliael Amriiie Dr. Urey er einn þeirra sérfræðinga sem sSjórn- nðu framleiðslu atómsprengjiinnar. Hann er prðf- esser í efnafræði við háskélann í Chicago. Hann hef- nr hSotið heimsfrægð og néhelsverðlaun s vísind- ism fyrir rannsóknir sínar á atóraorku. ! þessari grein mælir hann fyrir munn yfkgnæf- anái meirihluta þelrra sem leystu atémorkuna úr vfðjum — þeirra 1500 vísindamanna sem eru fé- kgar kans í Bandaiagi atómfræðinga. Þeir telfa sig Iiafa hellaga skyldu til að segja hverjum manni það sein þeir vita um -hina gífurlegu orku — til góðs ©g ills — sein þelr háía leyst úr viðjnm. Eg skrlfa betta til að -hræða þig- Eg er hræddur sjálfur- Allir vísindamenn sem ég þekki eru hræddir — hræddir um líf sitt — og 'hræddir um ]íf þitt■ í nokkrar vikur böfum við ver.'ð í Washington til að gefa ráð — þegar við erum spurð- ir — um möguleika atóm- sprengjunnar- Um leið höfum við auðvitað lært talsvert um möguleika stjórnmálanna. Það hefur enn aukið hræðslu okkar. Eg segi þér — og ég vildi að ég gæti sagt þér það augliti til auglits — að við sem árum saman höfum búið í skugga atcmsprengjunnar þekkjum hræðslu mæta vel, og þá hræðslu verður þú að skilja ef við eigum að taka vanda- mál okkar skynsamlegum tök j um. Við fengumst við ókunna i hluti í eðli efnis'ns. Nú, þeg- ar rætt er um heimseftirlit, er ■mannkynið að fást við ný I og ókunn atriði í heimsmenn! ingunni. Og stjórnmálamenn- irnir verða að leita inn á nýj- ar brautir eins og við vísinda mennirnir. Sem stendur eru þe'r mjög tregir til þess, með- al annars vegna þess að þeir, hafa ekki fengizt við þetta efni daglega eins og atóm- fræðingar hafa gert í mörg ár. Það er erfitt fyrir þá sem þekkja það ekki af eigin raun að gera sér grein fyrir hinni geigvænlegu óvissu í kapp- hlaupinu um atómvopnin. Strax og það kom í Ijós að vísmdamönnum myndi tak- ast að Ijúka hlutverki sínu, hjuggum við við ótta um að Þjóðverjar myndu komast að leyndarmálinu á undan okk- ur- Við vissum nóg til að sjá að það myndi hafa í för með sér endi föðurlanda okkar eins og þau voru okkur kær- ust — tortímingu Lundúna, Wasihington, New York, Det- roit, eða Los Alarnos og Oak Ridge- Þessi skelfilega hræðsla óx í hvert skipti sem við lásum blaðafregnir um »,dularfullar sprengingar“ við st'rönd Frakklands, eða árás- ir á „rannsóknarstöðvar“ sem síðar reyndust vera tilrauna- stöðvar fyrir rakettusprengj- ur. Það er þetta sem ég á við: eftir nokkur ár kann þessi hræðsla að sækja þig heim. Þá verðurðu ekki lengur svona rólegur og áhyggju- laus — hamingjusamur vegna þess að stríðinu er lokið. Eft- ir nokkur ár ert það ef til vill þú sem veltir því fyrir þér hvað er að gerast bak við hurðir rannsóknarstofnan- anna í öllum he.'minum,. á sama hátt og við veltum því einu sinni fyrir okkur, nótt og dag. Þá muntu skilja ó- vissu okkar og vita hvers vegna við vorum hræddir — en þá er það ef til vill of seint. í Washington höfum við nú kynnzt nýjum ótta: við er- um hræddir við það hvað stjórnmálamenn og diplómat- ar kunna að gera við atóm- sprengjuna. Nú hugsar þú ef til vill sem svo að þessi vísindamaður sé ekki að tala um vísindi — hann sé að tala um stjórn- mál. Hann hafi engan rétt til þess. Hvað veit hann ,.im stjórnmál? Eg veit þetta: ég heyri fólk tala um hugsanlega notkun atómsprengjunnar í styrjöld- Sem visindamaður segi ég iþér: Það rrm aldrei koma önnur styrjöld■ Vísindamaður er ekki fær um að leysa af hendi starf diplómata og stjórnmála- manna. En það eru viss atriði sem eru bæði tæknileg og pólitísk — til dæmis, vanda- málið um alþjóðaeftirlit. Auk þess getum við vísindamenn- irnir talað sem óbreyttir borg arar- Sem óbreyttir borgar- ar höfum við haft meiri tíma en þið hin til að hugsa um hina pólitísku möguleika sprengjunnar. Við erum ekki farnir að þekkja öll svörin. En nú þekkjum við spurn- ingarnar. Dvöl okkar í Washington hefur sýnt mér það að þrátt fyrir þau kynstur sem hafa verið skrifuð um þetta efnj, er hættulega stór hluti stjórn málamanna sem hvorki virð- ast þekkja né skilja sjálfar spurningarnir. Til dæmis spyrja þeir okk- ur aftur og aftur: „Er ekki hægt að finna neinar varn- ir' gegn atómsprengjunni?i * * * * * * * * * 11 Eg hef aldrei heyrt — og þú hefur aldrei heyrt — nokkum vísindamann ségja að til séu nokkrar vísindal. varnir gegn atómsprengj- unni. I heiminum eins og við þekkjum haim nú eru ekki ti! neinar hugsanlegar hindran- ir sem gætu komið í veg fyr- ir að flugvélar komist ein- bvern vegin frá einu landi til annars. Auk þess er ekki •hægt að finna návist sprengj unnar á neinn ,.yfirnáttúrleg- an“ hátt. og stærð .henna.r er þannig að auðvelt væri að smygla henni í einstökum hlutum frá einu landi t l ann- ars og setja hana síðan sam- an og stjórna svo sprengingu hennar frá fjarlægri útvarps stöð. Eg efast meira að segja um að það myndi vera nauðsyn- legt að eyða 40 eða 50 borg- um með 40 eða 50 sprengjum. Er ekki líklegt að þegar nokkrar borgir hefðu verið gereyddar, myndi skelfingin tæma þær sem eftir væru og þannig eyðileggja viðnáms- þrótt þess lands? Ef til vill segir þú að loft- árásunum hafi mistekizt að Fyrsta grein i eyðileggja viðnámsþrótt brezku eða jafnvel þýzku þjóðarinnar. En atómsprengj- an er gerólík öllurn öðrum sprengjum. Venjulegar sprengjur valda tjóni á tiltölulega litlu svæði. Ein sprengja af gömlu gerð- inni , drepur tiltölulega fátt fólk. Ef venjuleg sprengja, jafnvel risasprengja, spring- ur í bæjanhluta, verður sá bæjariiluti hræðilega útleik- inn, en það eru tiltölulega fáir sem láta lífið nema sprengjan lendi nálægt leik- •húsi eða opinberum samkomu stað. Sprengjan kann að drepa um 500 manns og særa aðra- Sjúkralbílar þjóta á vett vang. Hjálparsveitir grafa í rústunum- Særðir menn eru fluttir á sjúkrahús. Þeir sem eftir lifa þakka sínum sæla og halda áfram að vona að næsta sprengja hlífi þeim einnig. En við atómsprengingu deyja þúsundir á broti úr sekúndu. Á sjálfu svæðinu stendur ekkert uppi. Það eru engir veggir. Þeir hafa horfið í ryk og reyk. Það eru engir særð- ir. Það eru ekki einu sinni lík- Um miðbikið hefur el-d- ur, margfalt heitari en nokk- ur eldu.r sem þekkzt hefur, Ef samkeppni yrði um atómvigbúnað, myndi hún fljótlega ná settu marki. Ef við forum inn á þá braut get- um við komið okkur upp 10,000 atómsprengjum. Það gert að engu byggingar og geta önnur stórveldi einnig. mannlegar verur. j Und'r eins og f jandsamlegar Sxýrsla frá yfirstjórn; þjóðir hafa komið sér upp bandaríska loftherslns sýnir að íkveikjusprengjur gerðu átta sinnum meira tjón en venjulegar sprengjur■ Ein einasta atómsprengja hefur ekki aðeins sömu áhrif og 20-000 tonn af TNT (Trinitro toluol, eitthvert öflugasta spi'engjuefni sem til er) held ur kemur einnig á stað bruna, ofsalegum eins og fellibyl. Þegar loftárásirnar stóðu sem hæst björguðust Lundúnir með hjálp sveita af sjélfboða slökkviliðsmönnum. I styrj- öld framtíðarinnar munu að- eins verða örfáir slökkviliðs- menn á lífi. Flestir hinna særðu hefðu enga von um að komast á sjúkrahús- Miðbik stórrar borgar eins og Lun dúna, sem hefur að geyma aldalanga baráttu mannanna, list og fórnfýsi, myifdi blátt áfram liverfa í leiftri elds og funa. Eftir því sem atóm- sprengjurnar þróast mun bar áttuvilji ekki lengja líf einn ar borgar um fimm mínútur. Ef slík sprengja félli á Lun- dúni, myndu engir Lundúnir verða eftir. Aðeins örfáir Lundúnaibúar- > Brezkur vísindamaður, dr M. L. Oliphant, hefur lýst bví yfir opinberlega að 'brátt muni verða hægt að fram- leiða langtum stserri atóm- sprengjur. Hiroshima-sprengj an samsvaraði 20.000 tonnum af TNT. Hann býst við að sprengjur framtíðarinnar rnuni samsvara milljón eða tveim milljónum tonna af TNT! Gegn slíku myndi eina hugsanlega „vísindalega vörn in“ í raun og veru ekki vera nein vörn, heldur undanhald. Eg á við dreifingu borganna. í Ameríku eru 200 borgir með fleiri en 50000 rbúa — í allt búa meira en 50 milljón ir í borgum. Að flytja. þetta fólk í ævintýralegum flótta vegna hinnar djöfullegu snilli okkar myndi verða ó- trúlega mikið verk, ennþá meira en f jöldaflutningarnir *í Evrópu eftir valdatöku Hitlers. Enginn getur vísinda lega gert sér. grein fyrir hvað slíkt myndi kosta — en ein- hver hefur stungið upp á 250-000.000.000 dollara, Vegna þess að Ameríka er mikið iðnaðarland, með mik- inn mannfjölda í varnarlaus- um borgum, munu áhrif atóm sprengjunnar verða þau að veikja hernaðarstyrk Ame- ríku. Hernaðarstyrkur mun ekki verða metinn eftir iðn- aðarstyrk eða flotastyrk eða flugstyrk heldur eftir því hversu fáir búa í borgum. Að staða Englands verður til dæmjs allt að því vonlaus- nógu mörgum sprengjum til að.eyðileggja borgir hver ann arrar, myndi vígbúnaðarkapp hlaupið hafa endað í sjálf- heldu. Sá sem byrjar mun sigra. Slíkar íhuganir hafa komið vísindamönnum tll að halda því fram að þessar sprengjur megl aldrei nota aftur í neinum tilgangi, ekki einu sinni ,-til að fullnægja alþjóð legu réttlæti-" Hugsum okkur að lítil þjóð beiti granna sinn ofibeldi í andstöðu við alþjóða lög. saminga eða almennt sið- gæði. Hversu sekir sem stjórn endur þessarar þjóða kynnu að vera, myndi það aldrei geta talizt réttmætt að stór- veldin eða alþjóðalögregla veittu henni áfall sem dræpi tugi þúsunda af saklausu fólki og lamaði menningu og fjárhag þessarar litlu þjóðar kynslóðum saman. Skynsamir menn vilja leggja bann við slíku- Fram- tíð mannkynsins er ekki fólg in í yfirgnæfandi styrk, engu fremur en öryggi einstakl- inga í stórborg er fólgið í kunnáttu þeirra í jújitsú, eða hæfni þeirra í að fleygja handsprengjum. Öryggi þjóð- anna framvegis, eins og ör- yggi okkar sjálfra í borgun- um, hlýtur að hvíla á lögum og samvizku mannanna með styrk af árvökru heimseftir liti og skynsamlegri notkun léttra vopna. Samt heyra vísindamenn- irnir í Wash'ngton fólk tala um að annað stríð sé hugsan legt. Þeir lesa skýrslur her- foringja og flotaforingja sem fela í sér að annað stríð geti skollið á. Við skulum í'huga nánar þetta næsta stHð sem aldrei má verða. (Framh.). KVIKHWnDIR Tjarnavbíó: Lundúnaborg í lampa- ljósi (Fanny by Gaslight) Gainsborough Pictures Leikstjóri:Anthony Asquith Mynd hessi 'er ensk, byggð á skáldsögu eftir Michael Sadleir. Það er kannski hæpið að segja, að hún sé léleg, en hæpnara mundi að segja, að hún sé góð. Og hún er ekki „spennandi" eins og segir í auglýsingunni. — Að vísu er manni frá upphafi gefið í skyn, að eitthvað merkilegt eigi eftir að gerast, en einhvernveg inn trúir maður því ekki. Og svo lýkur myndínni án þess eigin- - ...%M -------'■•..'•• .• Framh. á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.