Þjóðviljinn - 08.01.1947, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1947, Síða 6
Þ JOÐVILJINN Miðvikudagur, 8. jan. 1947. <6 Úrvals bækur til skemmtilesturs: HEIMILISDTGAFAN hefur göngu sína. Eitt vinsælasta tímarit landsins. HEIMILISRITIÐ, I. byrjar bókaútgáfu sína undir nafninu REYFARA- ;; útgáfan með því að bjóða íslenzkum lesendum tíu .. góðar og skemmtilegar skáldsögur eftir heimskunna ;; höfunda. • • 10 bækur, 2000 blaðsíður, fyrir aðeins 100 kr. L Ódýrustu bækur, sem fást á bókamarkaðinum. " Bækumar eru mjög vel gefnar út, með fjórlitri ;; kápu og þannig skornar, að þær fara vel í skáp. + Reyfara-toækurnar byrja að koma út í þessum mánuði. Fimm fyrstu bækurnar eru að verða til: Flækingarnir, eftir Jack London. I afkima, eftir Somerset Maugham. Gula bandið, eftir Edgar Wallace, Fyrsta nóttin, eftir Prokosch, Látum drottinn dæma, eftir B. A. Williams. Tvær síðastnefndu bækurnar voru metsölubæk- ur víða um heim í fyrra, og hin síðastnefnda var sýnd hér sem kvikmynd í haust og náði þá mjög miklum vinsældum. Allir, sem unna lestri góðra skáldsagna verða að eignast REYFARA-bækurnar. Bókaútgáfa HEIMILISRfTSINS • Box 263 Garðastræti 17, Aðalstræti 18, Grettisgötu 64, Laugavegi 100. Undirrit. ... óska að gerast fastur áskrifandi -• að Reyfurunum og greiði hverja bók með kr. ;; 10,00, auk burðargjalds. f Nafn . Heimili Heimilisritið f Box 263, Reykjavík •< Torolf Elster: SAGAN UM GOTILOB — Eg skrifaði ekki neitt, seg- ir Páll. Eg get varla sagt ég kunni að skrifa á ritvél. — Eg notaði vélina í nokkrar mínútur, segir Anna. Útfyllti þetta eyðublað. Hér er það. — Notaði Erlkönig vélina meðan hann var hérna. — Erlkönig? Nei, það gerði hann ekki. — Við skulum annars sjá — nei, þetta er víst rétt. — En Norðmaðurinn? Elsa hristir höfuðið. — Ekki held ég. Ef til vill hefur liann gert það, meðan ég var úti í eldhúsinu. Annars hef ði ég sennilega heyrt, ef hann hefði farið að skrifa á hana. — Hann kann heldur ekki ungversku. — Nei, ekki sagði hann. Um slíkt er þó aldrei hægt að vita — Hann er að minnsta kosti sá sennilegasti, álítur Sagha. Páll hristir höfuðið efagjarn. — Við skulum nú sjá, hvaða ályktanir við getum af þessu dregið. Tveir hafa tækifæri til að nota vélina óséðir. Anna og Elsa. Auk þess notuðu þeir Antoníus og Sagha vélina í við- urvist okkar hinna. Norðmaður inn getur hafa gert það, meðan Elsa var úti í eldhúsinu. En hvað viðkemur þrem síðast- nefndum verður að segja, að það er gífurleg áhætta að skrifa slíkt plagg, meðan aðrir eru í húsinu. Það hlýtur að ríða á lífi eða dauða annars hvors aðilans. — Að hinu leytinu, heldur hann áfram, gat hvert okkar sem var hafa komið heim í þá þrjá tíma, sem húsið stóð mann- laust. Þú Anna, varst í kvik- myndahúsinu. — Já, eins og ég er búin að segja. —• Hvar varstu? — Á Feniz. Eg sá Eskimóann. — Geturðu sannað, að þú haf ir verið þar ? — Vitanlega ekki. En það skiptir varla miklu máli. Þú ert búinn að slá því föstu, að ég tilheyri þeim allra grunsam- legustu. — Og þú, Elsa, varst með Norðmanninum allan tímann? — Já, allan tímann. Einhver þjónninn á Barrandóv man ef- laust eftir okkur. En þú segir, að ég hafi haft tækifæri síðar til að skrifa þetta. — Eg verð að láta það sama ganga yfir okkur öll. Eg var á járn- og málm skrifstofunni. Það get ég sannað. Og þú, Antoníus ? — Ja, það er ekki svo auðvelt að segja það. Eg var úti um hvippinn og hvappinn. Hjá Júlis. Seinna fór ég ofan á Búlivarð- ann. Upp í Prentsmiðju Prag- borgar. Þvældist um göturnar. I stuttu máli, fjarvera mín er vafasöm. — Andrés og Sagha voru í leikhúsinu. Voruð þið þar allan tíman •n — Já, svarar Andrés. — Þú líka, Sagha? Hann kinkar kolli. ________ — Þá höfum við numið hér burtu marga möguleika, segir Páll. Vitanlega getur Norðmað- urinn einnig komið til greina, en ég held það sé ekki sennilegt. — Eg skil ekki, hvers vegna þú heldur það, muldrar Sagha. Anna kinkar kolli til samþykk is orðum Sagha. Páll er dálítið utan við sig, en kveður svo upp ályktun. — Andrés, Sagha og ég get- um vel sannað fjarveru okkar. Antoníus kann svo lítið í ung- versku, að það er ósennilegt, að hann hafi gert þetta. — Þá eru engir eftir nema ég og Elsa. Þetta var fallega gert, segir Anna reið. — Elsa er orðin náföl. Hinir horfa vantrúaðir og hjálparvana hver á annan. Brúnó tekur til máls: —• Nei, Páll, þú ferð alltof fljótt yfir sögu. Við megum alls ekki beina gruninum að neinum sérstökum, þegar hann er reistur á svo lélegum grund- velli. Tökum til dæmis: Þegar við erum heima á kvöldin og eitthvert okkar sezt við ritvél- ina, þá tökum við hin varla eft- ir þvi. Það er í raun og veru engin áhætta við það, að setja hvaða blað sem er í vélina.Við komandi getur tekið það rólega burtu, ef einhver kemur til hans. Og hér er alltaf svo mikið af alls konar blöðum. — Það ætti líka að leggja meiri áherzlu á Norðmanninn. — Við getum tekið þann möguleika til greina, en ég tel hann ekki sennilegan. — Já, en við verðum að að- hafast eitthvað. Málið verður að upplýsast áður en við skiljum. Þau eru föl og þreytuleg. Sitt af hverju hafði hent þau öll saman, en engu þeirra hafði dottið í hug, að þetta ætti eftir að koma fyrir. — Munið þið eftir sögu Chestertons.... — Nei, legðu nú þessar sögur á hilluna. Þetta er alltof alvar- legt mál. — Athugum málið frá ann- ari hlið. Á hvert af okkur eru mestar líkur, að gerð yrði árás? Sagha sjálfsagt. Hann er að vísu ekki Ungverji, en það hefur enga úrslitaþýðingu. Pólitískt séð er hann mest inni á hættu- svæðinu þessa stundina, og hann hefur hvað eftir annað farið í leyfisleysi heim til Júgó- slavíu með mikilsverð gögn, Næst kemur Páll, hann gegnir einnig mjög áberandi stöðu. Anna er í nokkru minni hættu. Elsa ef til vill, en um hana er miklu óljósara. Hún hefur oft farið yfir landamærin til Ung- verjalands. Eg er aðeins venju- legur rithöfundur, ekkert sér- lega vel ritfær, en samt sem áð ur venjulegur rithöfundur. — Já, en hver veit það me6 nokkurri vissu? — Nei, þarna kemur þáð. Við þekkjum hvert annað að öllu leyti nema því, sem snert'.r hin mikilvægari stjórnmál. A.ð þeim verður hver að vinna út af fyrir sig. Sérhvert okkar get ur búið yfir leyndarmáli, sem ekki er hægt að trúa neinu hinna fyrir. Þau eru öll þögul. Sagha vef ur sér sígarettu og kveikir í. Hann bankar í borðið með knú- unum. — Æ, hættum þessu þvaðri. Eg afber ekki að hlusta á þetta. Enginn þorir að líta á annan. Þau hafa fengið æsingakast, miklu stórkostlegra en uppgötv unin á ritvélinni gefur ástæðu til. Hið rótgróna gagnkvæma traust þeirra hcfur beðið skips- brot. Og það var fyrst og fremst það, sem hélt í þeim líf inu á þessum erfiðu árum. Hljóð heyrist að utan. Þau hrökkva við og líta hvert á annað. — Það rennur eitthvað niður af þakinu, segir Anna. Hald’ð bara áfram. Brúnó hugleiðir heimspeki- lega: — Eg átta mig ekki enn á því að þetta geti verið satt. Eg býst við að við höfum öll meiri eða minni snert af sturlun, 1 vegna þessa lífs, sem við lifum, en það er hvort tveggja í senn Búnaðarbankinn Frh. af 5. síðu. minnkað um 2 millj. og 100 þús. kr. Hagur bankans hefur farið i sífellt batnandi hin síðustu ár, allt frá því að hann flutti í miðbæinn. Bankinn á nú hús í smíðum upp á sex hæð ir í Austurstræti. Húsið er komið undir þak og byrjað á innréttingum og gert ráð fyr- ir að hægt verði að. flytja starfsemi bankans þangað seint á þessu ári- Á tveim síðustu árum hef- ur bank’.nn la-gt í sjóð til þess arar byggingar, og nemur sjóðurinn nú 600 þús. kr. ■nBMKSSKSCS&H Prófkosningar í Tennenee Framhald af 3. síðu. ing að finnast ósýnileg augu fylgja hverri hreyfingu manns og vita ekki hverjir eða hvar þessir skuggar eru. Eg var að minnsta kosti sannfærður um að nú var kominn skriður á hlutina Næsta dag var mér vísað brott úr gisti'húsinu. Aðstoðarhótelstjór inn afsakaði það með því að þeir mættu ekki leigja herbergi leng ur en 5 daga í einu. Eg minnt’. hann á að hann hefði ekkert, haft við það að athuga þótt ég yrði lengur, þegar ég ræddi um þetta við komu mína, en hann neitaði því eindregið og sagði hiklaust að ég yrði að fara. Þeg- ar ég spurði hann hvað myndi gerast ef ég neitaði að fara svar- aði hann: „Leiðindi fyrir hótelið og enn; meiri fyrir þig.“ Eg hugði 'bezt að stofna ekki 1 til illinda út af þessu og sam- þyklcti að flytja í annað gisti- hús þar sem þessi sami maður hafði varið svo hugulsamur að útvega mér herbergi. Það vildi svo undarlega til að þessi nýi dvalarstaður minn var einmitt andspænis ^krifstofum E. H. Crump & Co. í þessu hóteli var aðalkosningaskrifstofa hans, auk þess hafði hann sjálfur nokk ur herbergi. (Fram'hald).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.