Þjóðviljinn - 10.01.1947, Qupperneq 4
i
Þ JÓÐVILJINN
Föstudagur, 10. janúar 1947.
þlÓÐVILJINK ]
Útgeíandi: Sameiningarflokkur álþýðu — Sósíalistaflokxuriazi
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Aígreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 síml 6399.
Prentsmiðj usími 2184.
Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar
eint
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
-- - ■ ■ - ■»
Kraía alþýðuimar er einÍBeltÉ
«g r«li,æk sijérn
Alþýðublaðið er þegar farið að finna smjörþefinn af
því, hversu þungan dóm allur almenningur mun kveða upp
yfir ráðamönnum Alþýðuflokksins ef þeir ganga í berhögg
við opinberar samþykktir Alþýðuflokksþingsins og halda
áfram stuðningi sínum við efnastétt landsins. Þess vegna
rýkur Stefán Pétursson upp í forustugrein í gær og brigzl-
ar sósíalistum um „blygðunarlausa tvöfeldni og tvískinn-
ung.“ Rök blaðsins eru þau að „þeir Brynjólfur Bjarnason
og Áki Jakobsson hafa undanfarið setið á ráðstefnum með
Ólafi Thors .... en samtímis hafa aðrir tveir forustumenn
Kommúnistaflokksins, þeir Sigfús Sigurhjartarson og Ein-
ar Olgeirsson, rætt á laun við Hermann Jóna.sson." Alþýðu-
blaðið virðist telja þetta mestu ósvinnu, og þess vegna
gleymir(!) það að geta þess að í umræðunum við Ólaf Thors
tóku þátt Alþýðuflokksmennirnir Stef. Jóh. Stefánsson og
Emil Jónsson, og að sá hinn sami Stefán Jóhann Stefáns-
son og Gylfi Þ. Gíslason tóku þátt í umræðunum um vinstri
stjórn! Það er ekki að furða þótt Alþýðublaðið tali um tvö-
feldni og tvískinnung! Slíkar viðræður eru næsta eðlileg-
ar í lýðræðislandi fyrir flokka sem „láta málefni ráða af-
stöðu sinni til ríkisstjórnar“, og það er að sjálfsögðu ár-
angur viðræðnanna sem sker út um hvort flokkar bregð-
ast kjósendum sínum eða ekki.
Árangurinn af viðræðunum við Ölaf Thors er þegar
kominn í ljós. 1 fyrradag tilkynnti ÖÍafur Thors
forseta að hann treysti sér ekki til að mynda stjórn,
og sú tilraun strandaði vissulega ekki á fastheldni Alþýðu-
flokksforingjanna við stefnumál flokks síns. Enda er það
alþjóð kunnugt að ekki hefur gengið rakblað milli Stefáns
Jóhanns Stefánssonar og Ólafs Thors síðan stjórnin sagði
af sér, þótt samþykktir Alþýðuflokksþingins bentu sízt til
slíkrar samvinnu.
ATBURÐIR, SEM
VAKIÐ HAFA
GREMJU
Að undanförnu hafa ýmsir
þeir atburðir gerzt í sambandi
við þrásetu amerískra her-
manna á Islandi, sem vakið
hafa gremju allra sannra Is-
lendinga.
Tæpum tveim mánuðum eft-
ir að íslendingum var „afhent-
ur“ Keflavíkurflugvöllurinn til
„fullrar eignar og urnráða"
vildi það til, að amerískir her-
menn gerðu sig líklega til að
drepa tvo íslenzka bílstjóra,
vegna þess að þeir voru stadd-
ir of nærri hinni „íslenzku
eign“, Keflavíkurflugvellinum.
Og það var ekki fyrr en eftir
að þessir atburðir höfðu gerzt,
að drápstækin voru til mála-
mynda tekin úr höndum her-
manna þarna, sem hátíðlega
höfðu verið „afvopnaðir“ á „af-
hendingar' ‘ -daginn.
Hinsvegar hafa þeir enn
ekki skipt um föt og farið í
borgarabúning, enda hefur það
ekkert að segja, því herstöð er
herstöð jafnt eftir sem áður
þótt starfslið hennar fari í
venjuleg jakkaföt og hengi
einkennisbúningana inn í skáp.
*
NÝJU ÁRI FAGNAÐ
1 KAMP KNOX
Á nýársnótt gerðist svo það,
að amerískir sjóliðar í Camp
Knox fögnuðu nýja árinu með-
al annars með því að beita
ungar íslenzkar stúlkur, sem
þeir höfðu boðið til sín á
skemmtun, líkamlegu ofbeldi,
lömdu þær til óbóta og hafði
einn sjóliðinn mök við eina
þeirra nauðuga, eftir því sem
áreiðanlegt má telja sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
fram hafa komið í málinu. Is-
lendingum þykir þetta að von-
um bera vott um lágsett
menningarstig þeirra ame-
rískra, sem hér eiga hlut að
máli, og geta auðvitað ekki
þolað slíkan lýð í návist sinni.
Þeir atburðir, sein hér hefur
lauslega verið drepið á, eru enn
ein sönnun þess, að réttur Is-
lendinga yfir landinu og ör-
yggi borgaranna verður aldrei
viðunandi, fyrr en síðasti út-
lendi hermaðurinn er farinn
heim til sín. Burt með útlenda
hermeim af íslenzkri grund!
¥
UM ÁVEXTI
„H. G” í Vestmannaeyjum
skrifar mér eftirfarandi:
„Eitt dæmi um handahófið
og fyrirhyggjuleysið í gjald-
eyris- og innflutningsmálum
er hinn mikli innflutningur á-
vaxta fyrir hver jól. I stað
þess að koma á hæfilegum inn-
flutningi með jöfnu millibili,
eða a. m. k. þegar þessar vör-
ur eru beztar, er hrúgað á
markaðinn óhemju birgðum
um jólin. Er engu líkara en að
allt sé í lagi, bara ef mönnum
gefst kostur á að háma í sig
ávexti um jólaleytið, eins og
þeir geta torgað.
En nú vill svo til, að eplin
eru stórskemmd og gegnir
furðu, að ekki skuli hafa verið
bönnuð sala á þeim af viðkom-
andi heilbrigðisyfirvöldum.
*
ÁVEXTIR I DÓSUM
„Hvaða á svona vitleysa að
þýða?
Hverju eru menn bættari, í
okkar ávaxtalausa landi, að
vera að eta þennan óþverra
ofan í sig um heilög jól? Ef
reynslan sýnir, að ekki er
liægt að fá óskemmd epli inn í
landið, þá á að hætta að flytja
þau inn. Þá væri til athugunar
að flytja eingöngu inn ávexti
í dósum og hafa þá á boðstól-
um árið um kring.
Þess verður að minnsta
kosti að vænta, að kauphöndl-
arnir, sem fá að flytja inn
miklar birgðir af tindátum,
glerkúm og öðru drasli, álíka
þarflegu, storki ekki fólki með
gluggasýningum á ónýtum epl
um næstu jól.
H. G.“
★
ÁVAXABANNINU
SÉ AFLÉTT
Það hefur nokkrum sinnum
verið rætt um þessi ávaxtamál
hér í dálkunum og á það bent,
að engin skynsamleg ástæða
virðist fyrir því, að íslending-
um er ekki gefinn kostur á að
neyta góðra ávaxta allt árið
um kring — enda engin skyn-
samleg skýring á því komið
frá neinum aðilja. Vonandi sjá
yfirvöldin sér fært að létta
þessu ávatabanni af íslending-
um áður langt um líður.
HeímdeUingiirínn Jóhann Hafstein reynir að óvirða
Alþýðusambandið
Einkennileg lýsing á Sjáiistæðismönnunum á síðasta Alþýðusambandsþingi
Þær umræður sem nú hafa farið fram í þrjá mánuði
hafa ekki sízt snúizt um f jármál landsins og dýrtíðina. All-
ur almenningur er sammála um það að nú verði að taka
þessi mál föstum tökum, ganga hart að heildsölum og
bröskurum og tryggja það að fjármagn landsmanna sé
notað til þarfa þjóðarinnar en ekki samkvæmt hagsmun-
um einstakra fjárplógsmanna. Og vissulega munu kjósend-
ur Alþýðuflokksins fylgja þeirri stefnu. Hins vegar hefur
ekki bólað á því að forsprakkar Alþýðuflokksins virtu
mikils vilja kjósenda sinna í þessum málum. Þeir hafa
haft mjög nána samvinnu við flokk gróðamannanna á
þingi og skipað flestum málum í samvinnu við hann. Þeir
réðu úrslitum um það að ábyrgðum ríkissjóðs fyrir sjáv-'
arútveginn var velt á herðar sjómanna og útgerðarmanna
í stað þess að „tekinn væri kúfurinn" af gróða heildsala
og okrara. í marga mánuði hefur Alþýðublaðið ekki minnzt
einu orði á ófremdarástandið í verzlunarmálum og fjár-
málum, heldur haldið hlífiskildi yfir stórgróðamönnunum
með þögn sinni. Stefán Jóhann Stefánsson virðist vissu-
lega hafa tengzt heildsalastéttinni á meira en einn hátt,
enda er það sjálfsagt að undirlagi hennar, að honum hefur
nú verið falið að mynda stjórn.
Forustumenn Alþýðuflokksins þurfa ekki að vera í
neinum vafa um það að athafnir þeirra nú vekja athygli
allrar þjóðarinnar. Og það mun vissulega ráða flokkn-
um að fullu, ef hann ætlar framvegis að láta hafa sig að
skálkaskjóli efnastéttarinnar á íslandi. Það er til einskis
Meirilsluti allsiierJaiaeliBdar leggiar fil að
frumvarp tlélianns um l«g|ivingaéar Iiluí-
fallskesningar í verklýésfélegum verði feilð
Heimdellingurinn Jóhann Hafstein stendur sjaldan upp
á þingi án þess að verða sér til minnkunar.
í gær reyndi hann að óvirða Alþýðusambandsþingið,
lýsti fulltrúum verkamanna þar sem viljalausum verkfær-
um „kommúnista“, alþingismenn hefðu enga ástæðu til að
taka mark á einróma samþykkt Alþýðusambandsþingsins,
og annað eftir því.
Þetta var við 2- umr. frum
varps Iieimdellingsins um að
lögþvinga hlutfallskosningar
í verkalýðsfélögum, og fóru
kúnstirnar af mælskunám-
skeiðunum að mestu forgörð
um yegna æsings þingmanns-
ins og nenntu ekki einu sinni.
flokksbræður hans að hlusta
á hann, en tíndust út úr saln
um eða tóku upp dandala-
skraf í hornum og gluggum.
iMeirihluti allsherjarnefnd-
ar hafði að sjálfsögðu lagt til
að frumvarpið yrði fellt, en
minnihlutinn, Jó'hann Heim-
dellingur og Garðar Þor-
steinsson, vilja láta sam-
þykkja það-
'Hermann Guðmundsson.
forseti Alþýðusambandsins,
hafði orð fyrir meirihluta
nefndarinnar, og þjarmaði
svo að Jóhanni að hann tók
þann kost að segja að Her-
mann hefði í einkasamtali
lofað að beita sér fyrir því
að hlutfallskosningar yrðu
teknar upp í verkalýðsfélög-
um, ef Jóhann vildi taka
frumvarp sitt aftur.
Hermann sagði að hann
furðaði þessi staðhæfing, því
hann hefði pkki reynt Jóhann
að ósannindum fyrr. — Hann
hefði sagt það eitt, að hann
skyldi sjá til að málið yrði
tekið til umræðu á næsta
Framh. á 7. síðu
að beita fúkyrðum í Alþýðublaðinu og kalla samningstil-
boð annarra flokka „fleðuleg biðilsbréf, full af tylliboðum
og óheillindum". Alþýða landsins krefst þess að mynduð
verði einbeitt og róttæk stjóm sem upprætir stjórnmála-
spillingu og fjármálasvik og heldur ötullega áfram ný-
byggingarstarfinu. Það er komið undir Alþýðuflokknum
— og Alþýðuflokknum einum — hvort það tekst.