Þjóðviljinn - 12.01.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.01.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. jan. 1947. ÞJÓÐVILJINN 3 Hallgrímur Jónasson, Frændlönd og heima- hagar. Isafoldarprentsmiðja. Rvk. 1946. Tuttugu ferðaþættir og frá- sagnir eru í þessu riti. Tveim af frásögnunum er snúið í skáld- j söguform, og er önnur þeirra jólasaga fyrir börn. Einn ferða- þátturinn er Töfrar Noregs- fjalla tveir eru frá Svíþjóð þrír úr Danmörku, fimm frá Skotlandi og Englandi, en ís- lenzku þættirnir þó flestir. Hallgrímur er hinn skemmti- legasti landafræðikennari, at- hugull, fróður og kann að bregða upp skýrum myndum af því, sem bar fyrir augu hans í férðuntBn. Hann beitir litrík- um lýsingarorðum, stundum fullákaft, en með nægri sjón- ækerpu og hraða til þess, að les andi tekur varla eftir, að frá- sögnin sé íburðarmikil, þótt hún sé það. Skotlandsþættirnir, sem segja af Hálandaferð og heimsókn í kolanámu, eru sérlega góðir og minnisstæðir. Danmerkurþætt- irnir sýna mest aðrar hliðar lands og þjóðar en venjulegum Sjálandsförum okkar verður tíð ræddast um, og er það vel. Sumir þættirnir um ferðir og atvik innan lands eru ekki veiga ! miklir, en allir ánægjulegur lest ur. Einn þeirra: Inn að Klaustr- um í Skagafirði — tekur hug lesandans með sér og sleppir honum ekki fyrr en löngu eftir, að maður er búinn og ritið sett, vegna hans eins, í þá bókahill- una, sem varðveitir íslenzk átt- hagarit. Björn Sigfússon. Ólína Jónasdóttir: Eg vitja þín æska. Minn- ingar og: stökur. Akureyri 1946. Minningar og stökur Ólínu eru menningarsögulegur fengur frá skagfirzku alþýðulífi. — Bólu- Hjálmar gerði Akraihrepp fræg- an um aldir, og þarna fá menn heimild til samanburðar, þótt mannsaldur langur sé í milli. Heimilið, sem Ólína lýsir mest úr uppvexti sínum, var þá mið- aldalegast að líkindum af öllum heimilum Skagafjarðar. Slikar fornminjar verða ótrúlegar sam- stundis og þær hverfa. En þetta var'samt áþreifanlega til í Akra- hreppi þá, eigi síður en á dögum Hjálmars. Taka má fram, að á- deila Hjálmars og Ólínu snýst að mestu um óskylda hluti, svo að það mundi fullkomlega óvilja- verk Ólínu að koma til leiðar samanburði þeirra eða saman- Menn og minjar Ólafur Briem, Heiðinn sifi- ur á íslandi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Rvík. 1945. I sumar, sem leið, átti ég erlendis tal við einn elzta og fjölkunnugasta háskólakenn- ara Norðmanna í. norrænum fræðum. Goðafræði er meðal sérgreina hans. Hann sagði mér frétt, það væri nýkomin út á íslandi verulega góð bók, Heiðinn siður, yfirlits- rit um heiðna trú á síðasta skeiði fyrir kristnitökuna. Eg skammaðist mín fyrir ófróð- leik og lézt hafa kynnt mér bókina. Hvað sem því leið. opnaði samtalið mér skilning á henni- Áður hafði ég látið mér nægja að treysta ritinu vegna þess eins, að ég vissi. hve gagnvandaður fræðimað ur Ólafur er. Nú var það 'rit- ið, sem bar sér nægt vitni sjálft. Nú fann ég að óvörurn' til íslenzks metnaðar. meira að segja hugsaði til Menning- arsjóðs, -útgefanda, sem ég þori þó aldrej. annað en stein- þegja um við útlendinga af blygðun fyrir landið- Og að loknum lestri Heiðins siðar i vetrartómi þykir mér enn meira í bókina varið. Inngangur bókarinnar um heimildir og sjónarmið bind ur hugann við tvennt, sem oft vantar í íslenzkan sögu- skilning. Annað er að skilja landnámstímann og söguöld- ina í Evrópusamhengi með ibaksýn langt aftur í Norður- landasögur og víðar. Hitt er að skilja sjálfstæði og sér- stöðu landsmanna í trúarefn- um þá og allt til þessa dags út frá þjóðfélagseínkennum landsins. í mörgum öðrum löndum hefur heiðin trú og síðar kristin skapað þjóðfá- lög. Til þess hafa truarbrögð hvarvetna reynzt öflug. ef þeim gefst nógur tími til, og fjandi seig að viðhalda öllu, sem lýðnum varð leiðast í mannfélagi. Nú hefur sann- azt, síðast með athugunum Ólafs Lárussonar á myndun íslenzkra þinga á landnáms- öld, að samband finnst ekki í nokkru héraði á íslandi milli hofa og 'þinga, það virðast al veg óskildar stofnanir, þótt höfðingjar landsins væru vit- anlega við hvort tveggja riðn ir. Ólafur Briem rekur stað- reyndir um það, hve vald og seigla ásatrúar varð minni hér en í Noregi og sömuleiðis kirkjunnar síðar á öldum og enn í dag, og hann bætir við: .,Þetta stafar auðvitað að ein- hverju leyti af því, að ísland var svo fjarri öllum mið stöðvum kirkjuvaldsins. En einnig verður að hafa það hugfast, að þjóðfélagið ís- lenzka var byggt upp af vík- ingum, sem voru byltinga- gjarnir og þoldu illa allar fastar skorður. I slíku þjóð- félagi eiga trúarbrögðin allt- af erfitt með að festa djúpar rætur, hvort sem þau eru heiðin eða kristin-“ Aðferðin til að skýra mátt eða mátt- leysi trúarbragða út frá þjóð félagsmájum er hér mjög glöggt skilin. þótt heimilda- skortur um heiðna tímann banni Ólafi að fylgja þeirri aðferð vel eftir í ritinu. Smá athugasemd vil ég skjóta inn. Þótt það væru fyrrverandi víkingar, sem gengust mest fyrir því að skapa hér frið- samt þjóðfélag fyrir 930, eins og nú var vikið að, reyndist þjóðarandinn síðar hvergi 6- háðari ásatrú og kirkjuvaldi en þar. sem landnemarnir höfðu minnst átt við víking og voru ,bændur, komnir ibeint úr miðaldalénsfargi Noregs á þeirri tíð- Þannig nam enginn víkingur land i Þingeyjarsýslu. svo að vitað sé, og fáir um Austfirðinga- fjórðung, og auðkenndist þessi landsþriðjungur síðau af því, að þar urðu aldrei trúardeilur að brösum Þang- brands fráskildum, aldrei sið ar kirkjudeilur, aldrei klaust ur austar en-í Kirkjubæjar- klaustri fyrr en 1496, og sið- skipti 16. aldar gerðust þar þegjandi. Þar þekktist aldrei galdratrúarofstæki. \ Þar þreifst aldrei heldur konungs vald af öðru tagi en ,,Dansk- Meiin og minjar. Leiftur. Reykjavík 1946. Minjasafn þetta á að koma í mörgum heftum, og eru kom- in þrjú eða fjögur. Finnur Sig- mundsson landsbóltavörður rit- ar inngang að hverju hefti. Hann segir í stuttum formála að safninu, að því sé „ætlað það hlutverk að halda til haga ýmiskonar þjóðlegum fróðleik og skémmtiefni, sem pennafúsir forfeður okkar hafa ritað sér til dægradvalar í tómstundum sínum, en hirðusamir menn séð um, að ekki glataðist. . . . Þar mun kenna margra grasa, ef. framhald verður á útgáfunni, en hvert kver verður sjálfstætt að formi, og geta menn því valið og har'nað eftir vild“. Minja- safnið Amma, sem við eigum Finni að þakka, var í þessum stíl, nema heftin eigi sjálfstæð. Fyrsta heftið hefur Finnur dregið saman og búið að öllu til prentunar og kallar: Úr Möð um Jóhs Borgfirðings Jón var uppi 1826-1912. Meðal barna hans voru Fínnur Jónsson prof essor og Klemens landritari og ráðherra. Jón Borgfirðingur er i vinsælt. gleymdur núlifandi kynslóð, en | var með merkustu fræðasafn- j endum 19. aldar í gömlum al- j j)ýoustíl. Þess sér mörg merlti j og einkum í Landsbókasafninu. i Þarna kemur æviágrip hans, j ritað af honum sjálfum, fram til 1860, en því næst skemmti- legir og ágætir kaflar úr dag- bók hans 1860-61. Þriðji hluti heftisins fjallar um nokkur at- vik síðar á ævi Jóns, en fjórði hlutinn er safn af bréfum Jóns Sigurðssonar forseta til nafna síns, Borgfirðings. I þeim bréf- um speglast meira en lítið af sögu þeirra beggja. Að mörgu efni heftisins er hinn mesti fengur og væri ekki úr vegi að birta meira úr dagbókum Jóns. Nefn.a má það til lofs og lýta mannlýsingum hans, að þær eru bæði hispurslausar að efni og meitlað formið, en sjaldan af innri skilningi gerðar né fullum kunnugleik, og hefur dagbóka- höfundurinn meir gert sér þær til gamans en til birtingar. Þess vegna eru þær nútíðarmönnum gott krydd og öllum meinlausar. En — á lífsins útigangi enginn hæli Daða bjó. Loksins einn á víðavangi varð hann úti í frosti og snjó. Séra Jón Norðmann á Barði í Fljótum er höfundur að Gríms- eyjarlýsingu, sem er 3. hefti, og Allrahanda sem er þjóðsagna syrpa og munnmælasmælki og myndar 4. hefti Manna og minja Séra Jón hefur verið fyrirferð- armikill höfundur og margvís. Hann var uppi 1820-1877 og hóí prestskap sinn í Grímsey 1846, en þjónaði lengst á Barði. Gríms eyjarlýsingin er léttilega skrif- uð, og margur mun hafa gagn og gaman af henni. Því að eyjan var þá lík því, sem hún hafði verið frá Sturlungaöld. Þegar Jón Árnason var að viða efni að til þjóðsagnaútgáfu sinnar, varð séra Jón á Barði meðal beztu sagnaritara hans, sem af þeim þjóðsögum er kunn ugt. Nú birtist allt, sem til er af þjóðsagnaskrifum hans í Alíra handa, og er heftið allþykkt og f jölskrúðugt. Þetta safn verður tvímælalaust B. S. 111' í 2. hefti er úrval ur ritum Daða fróða Níelssonar, ljóð og Einar Guðmundsson: íslenzkár þjóðsögur IV. Rvk. 1946. Einar er ekki við eina fjöl felldur í sagnasöfnun. í þessu hefti eru sunnlenzkar og horn- firzkar þjóðsagnir og kreddur umgangsmestar eins og í hinum fyrri, en talsvert kemur þó af Vestfjörðum og er með dálíiið öðru bragði. Ævintýr af erlend- um rótum eru býsna mörg. Flest þeirra munu skráð í ein- hverri frábrugðinni mynd ann- ars staðar, en ekkert er á móíi að fá þau þarna í nýrri alþýðu- gerð. Talsvert er af kýmnisög- um. Með þær fer Einar barns- lega, og er það vel, því að hann sýnist. óríkur af kýmnigáf unni. Annars staðar kysi ég fornsagnahátt í stað eins barna- legrar framsetningar og hér rná sjá af dæmi: Maður nokkur var ofsóttur svo mjög, að hann lagð ist út og hafðist við í helli. Hatursmenn hans komust á burði á menningarsöguefni sínu og hans. Kristrún á Kúskerpi minnir ekki á neina eina sögupersónu í Frh- á 6. síðu. urinn og Fjanzkurinn á ævisögur, með inngangi Finns snoðir um það, á livaða slóð- Djúpavogi“, sem allir fyrir-[ Sigmundssonar um ritstörf litu, þrátt fyrir að hann kúg- aði þá- Þetta andlega sjálf - stæði og tregleiki að trúa blint varð íslenzkt almúga- auðkenni víða um land og spratt af öðru en víkingunni. Þessi bók Ólafs er fyrsta trúarbragðasagan, sem við eignumst og viðurkennir og skýrir samhengið í trúar- brögðum landsmanna fyrir og eftir kristnitöku og rekur nokkur atriði þess til okkar daga. Þótt ekkert væri sjálf- stætt rannsókn í ritinu nema þetta efni. væri útkoma þess merk- En þarna er fjöldi af smáathugunum, sem era góðra gjalda verðar, og dæmt um misleitar skoðanir ann- arra fræðimanna af kunn- áttu, stilling og viti. Björn Sigfússon. Daða. Landsmenn vita fátt um þann fróða karl, en vel mælti Grímur Thomsen eftir hann: Eigi fyrir hefð né hrósi hann að starfi sínu vann. Hann að sannleiks leitaði ljósi, leitaði vel, og margt hann fann. Hinu liðna heitt hann unni, hugall, að ei gleymdist það, Maklegan í minningunni mörgum bjó hann samastað. um hann væri, og leituðu hans fjölmennir. Hafði þá köngulló spunnið vef fyrir hellismunnann Héldu þeir þá, að flóttamaður- inn gæti eigi leynzt í hellinum, og hurfu burt. Úr efni góðrar skógarmannssögu verður hér tilþrifalaus sögn um ónafn- greindan mann, sem „var afsótt ur“, enginn fær að vita fyrir hvað. Siður einn forn, að skilja eftir á engjum seinasta fang eða sátu í heyskaparlok, er Framh. á 6. síðu. '1 og bœkurnar fást í Bókahúð MÁLS OG MENNINGAB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.