Þjóðviljinn - 14.01.1947, Side 4
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 14. janúar 1947
IMÓÐVILIINN
Útgefandi: SameinÍTi garflokkur alþýöu — SósialistaQokxuriun
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Siguröur Guömundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjómarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurar
eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.
Aitdstæ^Isigar iiýskilpsfliiar»
Imaar veréia vfkja
Þegar Einar Olgeirsson flutti hina frægu ræðu um
nýsköpun atvinnulífsins -haustið 1944, var sem þjóðin
vaknaði af svefni. Þessa rödd hafði hún þráð að heyra,
rödd stórhugans og framtaksins. Síðan hefur þjóðin stað-
ið einhuga að baki nýsköpunarstefnunni, að undanskyld-
um örfáum þröngsýnum forustumönnum, sem streitzt hafa
gegn sérhverri framkvæmd á braut hennar.
Þessir menn eru til í forustuiiði allra hinna borgara-
legu flokka, og þessir menn hafa unnið saman, gegn ný-
sköpunarstefnunni, án tillits til þess hv?ir í flokki þeir stóðu,
og er þetta samstarf þó einkum greinilegt milli manna úr
Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þessum
mönnum tókst að torvelda nýsköpunarframkvæmdir rík-
isstjórnarinnar svo mjög, að ekki var við hlýtandi fyrir
sósíalista. Gleggsta dæmi þessa er skipun Jóns Árnasonar
í bankastjórastöðu við Landsbankann. Að sjálfsögðu get-
ur engin ríkisstjórn framkvæmt ákveðna stefnu á sviði
atvinnulífsins, nema bankarnir og þó fyrst og fremst
Landsbankinn, sem er seðlabanki þjóðarinnar, lúti þeirri
stefnu. Þetta var sósíalistum ljóst, er þeir gengu til stjórn-
armyndunar haustið 1944. Þess vegna lögðu þeir áherzlu
á það við Ölaf Thors, að tryggja yrði að Landsbankinn
starfaði í fullu samræmi við nýsköpunarstefnuna.
Vissulega buðust Ólafi tækifæri, því svo vildi til, að
tvær af þremur bankastjórastöðunurn losnuðu. í hina fyrri
var settur einn af starfsmönnum bankans og er ekkert
sérstakt um það að segja, en í hiná síðari valdi hann þekkt-
asta og harðvítugasta andstæöing nýsköpunarstefnunnar,
Jón Árnason, og var þá ekki að víla fyrir sér að sækja
hann í herbúðir Framsóknar, og sýnir þetta ljóslega sam-
starf þeirra manna sem sýnt hafa nýsköpuninni litla holl-
ustu, án tillits til hvar í flokki þeir standa. Ekki þarf að
rekja það hér, hversu mjög Landsbankinn, undir forustu
Jóns, hefur torveldað nýsköpunarframkvæmdirnar. Það er
alkunn saga, en hitt er rétt að undirstrika, að sósíalistar
tel.ia sig ekki eiga erindi í þá stjórn sem ekki þurrkar út
áhrif nýsköpunarandstæðinganna, í hvaða flokki sem þeir
eru. Megin verkefni hverrar þeirrar stjórnar, sem sósíal-
istar geta tekið þátt í verður að vera djörf og undan-
bragðalaus framkvæmd nýsköpunarstefnunnar, en vissa er
fyrir því, að í öllum borgaraflokkunum eru til merm, sem
vilja starfa á þeim grundvelli, en þar eru einnig menn, sem
vilja tefja og hindra allar framkvæmdir; og er bezt að
gera sér fullkomlega ljóst, að þeir eru ekki síður í Sjálf-
stæðisflokknum en hinum flokkunum, þó blöð þess flokks
láti hátt um hollustu við allar framfarir.
Það, sem þjóðin þarf nú, er bjartsýn og djörf forusta,
forusta, sem hugsar ekki um „leikbrellur", en slíkt telur
Morgunblaðið höfuðdyggð stjórnmálarxianna, en fram-
kvæmir refjalaust þá stefnu sem þjóðin aðhyllist. Slík
forusta lætur ekki undir höfuð leggjast að fram-
kvæma lög um að færa ákveðinn hluta af gjaldeyri þjóð-
arinnar á nýbyggingarreikning, eins og Pétur Magnússon
hefur gert, því hún lætur hagsmuni heildsala og braskará
víkja fyrir alþjóðarþörf.
Sem sagt, þjóðin þarf djarfa og ærlega forustu, sem
víkur andstæðingum nýsköpunarinnar úr vegi, sem þurrk-
ar út áhrif heildsala og braskara, og kallar öll heilbrigð
®fl til starfs og dáða.
>(»«. ■ .,:iu. i (liðJií ‘ ■iihn .tiup, *uíu,- .>j
EKKI HINN RÉTTI
VETTVANGUR?
Vonandi takið þið það ekki
illa upp, þótt ég birti í dag enn
eitt bréf um myndlist. Eg þyk-
ist vita, að mörg ykkar eru
sama sinnis og maðurinn, sem
skrifaði mér um daginn og lét
í Ijós þá skoðun sína, að þessir
dálkar væru ekki hinn rétti vett
vangur fyrir slíkar umræður.
En það er hinsvegar mín skoð-
un að ekkert málefni, sem eitt-
bvert gildi hefur sé þessum dálk
um óviðkomandi, og ég gleðst
yfir því, að myndlistin skuli
vera mönnum jafn hugstæð og
sjá má á því, hversu fjörugar
umræður hafa spunnizt um
hana hér að undanförnu. Þess
vegna er mér líka ljúft að birta
eftirfarandi bréf frá „K. G.“,
enda er það skrifað af skarp-
skyggni.
★
ÞAÐ VANTAR
LÍSTFRÆÐINGA
K. G. kveður sér hljóðs í til-
efni af bréfinu frá A. N., sem
ég birti síðastliðinn laugardag.
Hann segir:
„Kæri Bæjarpóstur! Eg get
ekki stillt mig um, að bæta
nokkrum orðum við umrnæli A.
N. um myndlist, enda þótt þér
muni þykja nóg komið. Eg er
honum að rnörgu leyti sammála,
einkum hvað snertir almenna
fræðslu um list. Þó finnst mér
að fyrsta skrefið til úrlausnar
í þessum efnum sé listfræðsla
í skólum, æðri sem lægri. Til
þess að gera þetta mögulegt,
þarf listfræðinga en mér vitan-
lega er hér enginn starfandi
listfræðingur. Þarna er umhugs
unarefni handa ungum stúdent-
um.
*
EKKI SAMMÁLA
„Eg er ekki sammála A. N.
um það, að hinir ungu lista-
menn með „nýjar“ kenningar
um list, láti reiði sína bitna á
almenningi vegna vanþekkingar
hans. Það er einmitt orsökin
til þessarar vanþekkingar, sem
þeim rennur til rifja þ. e. skiln
ingsleysi flestra menntamanna
og leiðtoga á nauðsyn fræðslu
á sviði myndlistar. Eg tel það
ekki hlutverk listamannanna
sjálfra að veita þessa fræðslu,
nema að litlu leyti. Þeir verða
að helga allan tíma. sinn og
starfskrafta vinnu sinni. Það er
svo að skilja á grein A. N., að
hann álíti, að, yngri listamenn
fordæmi allt sem gamalt er.
Þetta er rangt. Úrlausnarefni
listarinnar eru að mestu þau
sömu gegn um aldirnaf. Það
eru aðeins viðfangsefni og leið-
ir til úrlausnar, sem breytast.
¥
ÞEIRRA ER FORTÍÐ,
NÚTlÐ OG FRÁMTlÐ
„Ungir listamenn dást að
verkum Cézannes og læra af
þeim, en þeir telja það úrelt
að ætia sér að mála eins og
hann. Þróuninni miðar jafnan
fram en ekki aftur og í stað
þess að líta ávallt um öxl og
láta þar við sitja, skilja þeir,
að þeirra er bæði fortíð, nútíð
og framtíð, en ekki einungis for
tíð. Það eru alltaf menn, sem
læra fyrst að meta og skilja
einhverja stefnu svo sem 50—
60 árum eftir að hún varð til,
og þykir ekki lengur byltinga-
kennd. Þeir slá svo í borðið og
lýsa því yfir, að þai’na sé það
eina rétta, hér skuli staðarnum
ið. Ágætt dæmi um þetta er
Cézanne, sem almennt þótti fá-
ráðlingur á sínum tíma, en mest
áhrif hefur haft á málaralist
20: aldarinnar, ekki sízt á, ís-
landi. Hvað viðkemur skilningi
manna á nútímalist, þá þori ég
að fullyrða, að allur þorri
manna og sumir listamenn
hafa engu meiri skilning á hinu
sanna, eiginlega inntaki gam-
allar listar en nýrrar, en þetta
þekkingarleysi stafar auðvitað
af áðurnefndum fræðsluskorti.
Með þökk fyrir birtinguna.
K. G.“
UM SYKUR Á
VEITIN GASTÖÐUM
Þeir, sem oft fá sér kaffisopa
á liinum ýmsu veitingastöðum
bæjarins, hafa án efa veitt því
athygli, að sumir veitinga-
menn virðast miklu fastheldn-
ari á sykur en aðrir. Á einum
stað fylgir fullt sykurkar hverj
um kaffibolla, en á öðrum ekki
nema tveir eða þrír molar. Eg
vil að sjálfsögðu ekki mæla
með því, að engar hömlur séu
á það settar, hve mikið menn
fái að háma í sig af sykri á
þessum tímum sykurskorts; en
ég fæ ekki skilið ástæðuna fyr-
ir því, að sumir veitingamenn
þurfa að hafa svo stranga
skömmtun á honum en aðrir
geta veitt hann af hinni mestu
rausn. Eg vona, að skýringin á
þessu sé einhver önnur en sú,
sem kunningi minn einn hefur
gefið. Hann bendir réttilega á,
að veitingastaðirnir hljóta að
fá einhvern ákveðinn skammt
af sykri. Ef þessi skammtur er
svo lítill að ekki er hægt að
láta nema tvo mola fylgja hverj
um kaffibolla, þá hljóta þeir
veitingamenn, sem geta veitt
sykur án takmarkana, að hafa
komizt yfir hann á einhvern
grunsamlegan hátt. En sé þessi
skammtur hinsvegar svo mikill,
að veitingamenn geti látið fullt
sykurkar fylgja hverjum kaffi-
bolla, þá verður ekki annað séð,
en að álitlegur afgangur af
sykurskammtinum hljóti að
verða á þeim stöðum, þar
s.em frarnreiddir eru tveggja
mola-kaffibollarnir. En hvað
verður svo um þann sykur, sem
gengur af? Er ekki eitthvað
til, sem heitir svartur markað-
ur?
liiésíiáF llf-
Svartir verhamenn í Ástrulíu
^rer seitir em þræltsr eHm
burðmrdyr"
VerkalýðgsamtökÍH krefjasí aðgerða gegn fasista-
stjém Frane©s
Sjötíu og tvö þúsuiid innfæddra blökkumanna í Ástra-
líu eru „ver settir en þrælar eða burðardýr“, samkvæmt
rannsókn, sem Verkalýðssamband Norður-Ástralíu liefur
látið gera, segir fréttaritari ALN í Sidney.
Verkalýðssamband þetta skipuleggur samtök hvítra
verkamanná I þessum landshluta, en einmitt þar býr mikilí.
meirihluti svertingjanna. Landsvæði þetta er undir stjórn
sambandsstjórnarinnar.
Fulltrúar verkalýðssam-1
bandsins skoðuðu aðbúnað-
inn á búgarði einum sem
brezka kjötframleiðslufélag-
ið Vesteys á og lýsa ástand-
inu þannig: „í samanburði
við suma hvíta menn bar
myndu gestapomenn Hitlers
teljast englar. Menn verða
að heyra og sjá sjálfir hvern
ig þeir fara með blökkumenn
ina til þess að trúa því“.
Verkalýðsfulltrúarnir gátu
um mörg dæmi þess að
blökkumenn hefðu verið
barðir til bana eða svo að
þeir biðu þess ekki bætur
ævilangt, og sögðu að hinir
hvítu umsjónaxmenn hældu
sér oft að því að þeir fyndu
nýjar og nýjar aðferðir til
í gær voru teknir af lífi í
Belgrad þrír Júgóslavar,, sem
nýlega voru dæmdir til dauða
fyrir landráð. Einn þeirra hafði
verið síarfsmaður bandaríska
■sendiráðsins í Belgrad og var
hann dæmdur fyrir að hafa
látið Bandarikjamönnum í té
upplýsingar inn hernaðarleynd-
armál og hervarnir Júgóslav-
íu. Náðunarbeiðnum hinna
dæmdu var synjað.
þess að pína blökkumenn-
ina.
Auðhringarnir þurfa ekki
að vera áhyggjufullir þótt
svörtu verkalbennirnir týni
tölunni, því ríkisstjórnin út-
vegar þeim nægar nýjar
'birgðir á búgai’ðana. — Fyrir
samningsgjald að upphæð
um 40 kr. geta þeir fengið
umi'áð yfir eins mörgum
svertingjum og þeir vilja.
(ALN).