Þjóðviljinn - 14.01.1947, Side 5
Þriðjudagur 14. janúar 1947
Þ JÓÐVILJJNN
5
Rauða stjaman, sem ein-
kennir hinn opinbera fána
júgóslavneska alþýðuveldis
ins, blasir alsstaðar við auga
ferðamannsins, á sporvögn-
unum, á bifreiðunum, í búð-
argluggunum, opinberum
byggingum, auglýsinga-
spjöldum og húfum og jakka
hornum vegfarenda. Á hlið
um sporvagna og strætis-
vagna má lesa áletranir sem
þessa: Dauði fasismans —
frelsi þjóðarinnar. Og als-
staðar má sjá mynd af Stal-
in við hliðina á myndunum
af Tító, og stundum er bætt
við mynd af hinni ungu
skæruliðahetju, Ribar, sem
er nokkurskonar æfintýra-
hetja hins júgóslavneska
æskulýðs.
Fimmskipta stjarnan cf
merki skæruliðahers Titós,
sem frelsaði land sitt undan
harðstjórn nazista- Við fyrstu
sýn finnst manni, að baráttu
andinn muni enn vera óveikt
ur, þó baráttan sé nú háð með
öðrum vopnum en á timum
skæruhernaðarins.
Alþýðubyltmgin
Flestir útlendingar álíta að
Júgóslavía sé Sovétriki Ralk
anskagans og sterkasta vígi
Rússa gegn vestrinu. ,,Við
drögum enga dul á það“,
segja ábyrgir stjórnmála-
menn í Belgrad, að við höf-
um lært mikið af Sovétríkj
unum. Og við erum þakklát
ir fyrir þá lærdóma, sem okk
uh hafa hlotnast þaðan. —
„En“, bæta þeir við með á-
herzlu — „bylting okkar er
sjálfstæð, þjóðleg bylting, al-
veg eins og byltingarnar í
Póllandi og Tékkóslóvakíu,
og við förum okkar eigin leið
ir, þó þróunin hér líkist á
ytra borðinu þróuninni í
Sovétríkjunum eftir fyrri
heimsstyrjöld". Byltingin í
Júgóslavíu var í fyrstu ekki
sósíalistisk bylting, heldur
þjóðarhreyfing', sem kommún
istarnir áttu að vísu fyrstu
upptökin að. Þeir voru-hinir
fvrstu, sem gripu til vopna
gegn hinum þýzku og ítölsku
setuliðsherjum. Smám sam-
an bættust svo við 300.000
virkir skæruliðar og milljón
ir verkamanna og bænda —
manna, sem aldrei höfðu les
ið órð um Marx eða Stalin,
af þeirri einföldu ástæðu, að
fæstir þeirra kunnu að lesa
eða skrifa- Það var eins og
þessir menn fyndu bað á sér,
að nú væri sú stund komin,
þegar hægt væri að freisa
þjóðina undan harðstjórn
'kúgara hennar, ekki aðeins
hinna erlendu, heldur éinnig
innlendu þeir skipuðu
sér um Titó, bæði vegna
hinna meðfæddu herforingia
hæfileika hans og af því að
þeir treystu því, að hann
væri maðurinn, sem gæti
sameinað Króata, Serba.
Makedóníumenn, Slóvena og
Svartfjallahúa í eitt ríki, þar
sem þéir gætu lifað í friði
Þróun hins unga alþýðulySveídls
avíu
Eftfr danska Maóantaitnfiin A. I&asten
innbyrðis, í stað sífelldra
deilna áður.
Fimm þjóðir í innbyrðis
illdeilum
Mesta þrekvirki Títós er
hin þjóðlega samei'ning
Júgóslava. Sex sjálfstæð lýð-
veldi, sem hafa sínar eigin
ríkisstjórnir og þing hafa
verið sameinuð 1 eina ríkis-
heild. Þetta er mikið afrek,
þegar þess er gætt, að í hinni
nýafstöðnu styrjöld tókst í
fyrsta skipti að koma á þjóð
legri einingu milli ólíkra
þjóðabrota, sem fram að
þeirn tíma höfðu átt í sífelld-
um erjum innbyrðis, og verið
notuð sem peð á hinu póli-
tíska skákbprði tyrkneskra,
austurrískra og serbneskra
valdhaía; beitt hverju gegn
öðru til skiptis eftir því, sem
henta þótti.
Kohungsríkið Serbia varð
til við friðarborðið í Versöl-
um eftir fyrri heimsstyrjöld.
Þá lentu Króatar og Slóven-
ar í serbneska ánauð í stað
hinnar austurrísku. Aðeins
furstadæmið Monte Negro
(Svartfjallaland) hélt raun-
verulegu sjálfstæði. Eins og
jafnan áður urðu Makedóníu-
menn að færá þyngstu fóm-
irnar í baráttunni fyrir þjóð
erni sínu- Þeir voru innlim
aðir algerlega í hið nýja kon
ungsríki og máttu ekki einu
sinni nefna sig Makedóníu-
menn, heldur Suður-Serba.
Innbyrðis deilur og barátta
gegn drottinvaldi Serba ein-
kenndi tímabilið milli 1918
og 1929. Þegar Alexander
konungur kom hinu hernað-
arlega fasistaeinræði sínu á
1929, reyndi hann að leysa
deilurnar með því að banna
með lögum öll sérheiti þjóða
brotanna í landinu og taka
upp í þeirra stað samheitið
Júgóslavar, sem var þó ekki
annað en nýtt nafn á hinni
Stór-serbnesku valdahyggju.
Andúðin gegn Serbum
jókst mjög meðal Króata eft
ir að ríkisstjómin í Belgrad
veitti hinum serbneska minni
hluta ýmiskonar forréttindi,
svo sem sérstaka lögreglu og
sjálfsforræði um utanríkis-
mál. Með því skapaðist grund
völlur fyrir hina illræmdu
Ustachi-hreyfingu, sem í
fyrstu var króatísk frelsis-
hreyfing, er beint var gegn
Serbum. Höfuðmarkmið henn
ar, undir stjórn Pavelitchs,
var að skapa sjálfstæða Króa
tíu. — Pavelitch varð síðar
að flýja til Ítalíu. Þaðan
skipulagði hann lið sitt og
eftir hina þýzk-ítölsku árás
sneri hann heim sem ríkis-
stjóri í hinu svonefnda sjálf
stæða ríki, Króatíu, er þó var
ekki sjálfstæðara en svo, að
það varð að láta alla Dalma-
tíu af hendi við Ítalíu.
Ilermn sundrast
innan frá
í sjálfstæðisbaráttu Króata
hafði hinn lýðveldissinnaði
bændaflokkur Króata foryst
una, en þegar samvinna
tókst með Senbum og Króöt-
um árið 1939 og bændafor-
inginn Matchek fékk sæti í
hinni serbnesku ríkisstjórn
var orðið „lýðveldissinnað-
ur“ strikað út úr stefnuskrá
flokksins- Samtímis var kom
*reiM
ið upp fangabúðum fyrir
króatíska kommúnista sem
eftir hernámið 1941 voru af-
hentir Þjóðverjum. Kommún
istaflokkurinn hafði verið
bannaður síðan 1920, en
starfaði þó í ýmsum mynd-
um þar til einræðið var sett
á laggirnar árið 1929. Þrátt
fyrir ofsóknir stjórnarinnar,
héldu þó samtök hans áfram
■að starfa ólöglega og hann
var eini flokkurinn, sem átti
ítök um allt landið. — Hafði
það mikla þýðingu, þegar út-
boð skæruliðanna hófst 1941.
Við stjórnarskiptin 1939 og
samvinnu þá, er þá hófst
milli Króata og Serba,
reyndi Páll prins að koma á j
lýðræðislegri stjórnarháttum!
en áður. Sú tilraun nægði þó |
ekki til að koma í veg fyrir,
að ríkið hallaði sér æ meir
að ítölum og Þjóðverjum.
Innanlandserjurnar hörðnuðu
og jukust stöðugt, og þegar
Þjóðverjar og ítalir héldu
inn fyrir landamærin, var
'herinn þegar sundraður inn-
anfrá. Júgóslavíu var nú
skipt í fimm hernámssvæði:
Slóvenía var þýzk hjálenda,
Dalmatia og Monte Negro
ítalskar, Ungverjar fengu
Vojvodinu og Búlgarar Make
dóníu. Pavelitch setti- á lagg
irnar kvislingastjórn í
Zagreb- Taldist hún ráða vf-
ir hinu króatíska ríki, ásamt
Bosníu og Herzegovinu. Ann-
ar júgóslavneskur kvisling-
ur, Milan Neditsch, varð fof-
ingi leppstjórnarinnar í
Serbíu.
Þjóðfylklng mynduð
27. apríl 1941 er fyrsti merk
Gamla Bíó:
Tvífari bófans
<Along came Jones)
Fyrri hluti þessarar myndar
er skemmtilegur. Með honum
er verið að gera grín að hinum
vcn.julegu kúrekamyndum, þar
sem „aðalmaðurinn“ veður um
með þaninn brjóstkassa, bjána-
lega einbeittur á svipinn, ótt-
ast ekkert og sigrast á sérihverj
um óvini, ýmist með því að
slá viðkomanda kaldan með stál-
hnefum sínum eða þá með því
að senda skammbyssu-
kúlu nákvæmlega í gegnum
hjarta hans eða haus. Þarna er
„aðalmaðurinn" góðlátlegur,
fremur aulalegur náungi, sem
af misskilningi er álitinn ill-
ræmdur bófi í einu smáþorpi
hins „vilta vesturs“. Hannverður
þess var, að mönnum stendur
beigur af honum; og honum
tekst að viðhalda þessum beig,
einmitt með því að þenja brjóst
kassann og ganga um bjánalega
einbeittur á svipinn. En undir
niðri er hann dauðhræddur. Og
hann kann ekki einu sinni að
skjóta af byssu.
Síðari hluti myndarinnar er
hvergi nærri eins skemmtilegur,
enda færist Þá alvara hinna
venjulegu kúrekamynda yfir
hetjuskapinn.
Gary Cooper' leikur ,vaðal-
manninn“ og William Demarest
leikur bezta vin hans. Báðir eru
Framh- á 6. síðu
'A. VUÁFU'íEl
Niðurlag.
Fjárhagslegur tilgangur
þessara upphæða er mismun-
andi. Nokkur hluti þessa fjár
er vafalaust ekki ætiaður til
vörukaupa heldur til þess
að gefa vexti, og starfsmenn
og betur launaðir verkamenn
geyma það sem sparifé með
tilliti til að atvinnuleysi
komi aftur. (Hinir verlaun-
uðu verkamenn gátU, jafnvel
á stríðsárunum ekkert lagt til
hliðar svo nokkru máli
skipti- Samt sem áður
eru töluverður hluti þessa
fjár ætlaður til vöru-
kaupa. Það eru þær fjarhæð-
ir spm atvinnurekpndur hafa.
lagt til hliðar til endurnýj-
unar höfuðstólnum er á stríðs
árunum var fullnotaður; fjár
hæðir sem sýna hinar minnk
uðu vörubirgðir; fjárhæðir
sem atvinnurekendurnir
hefðu á venjulegum tímum
notað til íbúðarhúsabygginga
og bílakaupa- Þessi samsafn-
aða kaupgeta, sem er viðbót
við hina „eðlilegu“ kaupgetu
Bandaríkjamanna, hefur að
ýmsu leyti einkenni verð-j
bólgu.
Bandaríska tímaritið „For-;
tune“ skrifaði í júní s.l. eft-
irfarandi:
„Og þannig búum við við
veltitíma — þá mestu í fjár-
málasögu Bandaríkjanna. Við
sjáum óhemju eftirspurn eft-
ir öllu sem er ætilegt, fatn-
aði, skemmtunum, lesefni.
málningar- og viðgerðar-
tækjum, drykkjuvörum, ilm-
vörum o. s- frv. Næstum því
hvað sem framleitt er selst
upp strax ..... jafnvel loð-
kápur sem kosta 15,000 doll-
ara og karlmannsúr á 1000
dollara-....
Þessi núvéráhdi 'velgengui
er þó óéðlileg og má ekki
rugla henni saman við „vel-
gengnistímabil11 þegar friður
er í heiminum. Orsökin er
hin skyndilega notkun hærri
fjárupphæða en dæmi eru til
um áður....“
Og þrátt fyrir þessa „veltu
tíma“ eru í Bandaríkjunum
skráðar milljón atvinnu-
leysingja, og ennfremur hálf-
önnur milljón brautskráðra
'filÉlesiiiii
hermanna, sem lifa á styrk
þeim sem ríkið hefur greitt
þeim. Magn iðnaðarfram-
leiðslunnar hefur minnkað um
me:r en þriðjung 1946 miðað
við það sem hún var 1943.
Raunveruleg laun verka-
manna lækka sem afleiðing
af þeirri verðhækkun sem
órðið hefur (á tímabilinu frá
júlí til september hafa lífs-
nauðsynjar hækkað um 10%
samkvæmt opinberum verð-
skýrslum), og ennfremur
hafa tekjur verkamanna
lækkað vegna þess að eftir-
vinna og helgidágavinna hætt
ir, en sú vinna var greidd
með hærra kaupi.
Algert afnám alls verð-
lagseftirlits hleypir verðlag-
inu ennþá meira upp og
minnkar þannig kaupmátt
verkamanna, starfsmanna og
annarra launþega-
Allt þetta flýtir fyrir endá
lokum veltiáranna og komu
nýrrar kreppu.
Þrjú atriði vitna þegar im
það að kreppan nálgast.
Það fyrsta er að vörubirgð-
Framli. á 7. síðu