Þjóðviljinn - 28.01.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.01.1947, Blaðsíða 1
12. árgangur. Þriðjudagur 28. janúar 1947 22. tölublað. FLOECKURINN Sósídistafélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður í kvöld (28. jan. kl. 8,30 e.li. í Mjólkurstöðinni nýju. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Ilagsbríiiiiirkosningarnar; LISTISAHEININGARMANNA KOSINN 1104 atkv. Sovéttillögur um friðarsamninga við Þýzkaland: "|Sprengilistinii fékk 374 atkv. Friðarráfistefna sé Uölluð saman og þgzk ríkissíjórn tngnduð Guseff, fulltrúi Sovétríkjanna á fundi fulltrúa utan- ríkisráðherranna í London hefur lagt fram tillögur um á hvern hátt friðarsamningur við Þýzkaland skuli gerður. Tillögurnar hafa ekki verið birtar, en fréttaritarar segja efni þeirra vera að samningur við Þýzkaland skuli gerður á sama hátt og sanmingarnir við bandalagsríki Þjóðverja. Leggur Sovétstjórnin til,* að er utanríkisráðherrafund- urinn í Moskva hefur samið uppkast að friðarsamningn- um við Þýzkaland, skuli ráðherrarnir kalla saman ráðstefnu allra þeirra Banda mannaríkja, er áttu veruleg- an þátt í því að sigra Þýzka- land. Fjalli ráðstefna þessi um samninginn á sama hátt og Parísarráðstefnan í sumar ar um samningana við banda lagsríki Þýzkalands. Þýzk nkisstjórn Þá leggur Sovétstjórnin til að komið verði á fót ríkis- Flugslysin Gustav Adolf, elsti sonur sænska krónprinsins og bandaríska söngkonan Grace Moore voru meðal 22 manna er fórust í flugslysi í Kaup- mannahöfn á sunnudaginn. Flugslys þetta hefur orðið til þess að miklar deilur eru hafnar um orsakir hinna tíðu flugslysa nú að undanförnu- Halda sumir því fram, að of- hleðslu sé um að kenna en aðrir telja Dakodavélarnar. sem hafa lent í flestum slys- unum, ótryggar. Flugmála- fréttaritari brezka útvarpsins segir að ef á annað borð stjórn í Þýzkalandi, er fáiiverði flugslys séu mestar lík tækifæri til að segja friðar- ráðstefnunni álit sitt á frið- arsamningnum og undirriti hann síðan fyrir Þýzkalands hönd- ur til að Dakodavéi verði fyr ir því, þar sem 50—80% af langferðaflugvélum, sem nú eru í notkun, séu af þeirri gerð. Mergur Jónsson saka- dómari settur aftur inn í emhætti sitt í dag Smán Fiarns Jónssonar aí þessu máli mun ieugl uppi Finnnr Jónsson hcfur nú loks séð sitt óvænna í of- sókninni er hann hóf gegn Bergi Jónssyni sakadómara fyrir afstöðu Bergs í herstöðvamálinu. Bergur Jónsson sakadótnari verður settur inn í em- bætti sitt á ný frá og með deginum í dag. Fyrir 15 vikum vék Finnur Jónsson Bergi Jónssyni sakadómara úr embætti sínu fyrir „ótiihlýðileg sírna- samtöl“! Allir vissu að hin raunverulega ástæða var af- staða Bergs í herstöðvamálinu. Kannsókn var lokið et'tir tvær vikur, og sýndi hún að brottvikningin var tilefnislaus. I 13 vikur hefur Finnur þrjózkast gegn því að viðurkenna smán sína. I 13 vikur hefur Finnur : vikizt undan þeirri skyldu að setja saka- dómara inn í embætti sitt aftur. Smán Finns Jónssonar af þessu máli mun uppi með- an réttarfar er til á fslandi. Seinast þegar sameiningarmenn stilltu einir upp í Dagshrún íengu þeir 490 atkv.. Sjóðeignir félagsins hafa rax- ið á árinu um £#,£ þúsund kr. Dagsbrún hélt aðalíund sinn í gær í Iðnó. Var þar lýst stjórnarkosningu er íór þannig að listi sameiningarmanna var kosinn með 1104 atkv., en sprengilistinn íékk 374. Seinast þegar sameiningarmenn stilltu einir upp í Dagsbrún íengu þeir 490 atkv. Sjóðseignir Dagsbrúnar höíðu vaxið á s.l. ári um 56,5 þús. kr. Skuldlaus eign Dagsbrúnar nemur nú kr. 393 þús. 885,56. Á fimmtudaginn heldur Dagsbrún fund til að ræða og taka ákvörðun um uppsögn kaupsamninga. Fgypíar kæra Egypzka stjórnin hefur slitið samningum við Breta og ákveðið að leggja deilu- mál sín við þá fyrir örygg- isráðið. Egypzkir þingmenn fögnuðu ákaflega er forsætis- ráðherrann, Nokraski Pasha, tilkynnti þetta í gær. Þing- fundi lauk þó með handalög- máli er stjórnarandstæðingur tók að gagnrýna stjórnina fyrir að leggja málið fyrir öryggisráðið en ekki S Þ. Varaformaður félagsins. Hannes Stephensen, flutti skýrslu stjórnarinnar í fjar- veru formannsins Sigurðar Guðnasonar, sem legið hefur rúmfastur vikutíma. Á árinu. hafa 279 manns, gengið i Dagsbrún, þar af 74 úr öðrum félögum innan Aliþýðusambandsins- 22 íé- lagar hafa látizt á árinu og heiðruðu fundarmenn minn- ingu þeirra með því að rísa úr sætum. 128 menn hafa gengið úr félaginu á árinu. í Dagsbrún eru nú 3006 full- gildir félagsmenn. Þá las gjaldkeri félagsins, Eðvarð Sigurðsson reikninga félagsins. Heildartekjur Dags brúnar voru á árinu kr. 175 928,53. Nettótekjur félags ins kr. 56 þús. 533,04. Skuld- laus eign Dagsbrúnar var v;ð sl- áramót kr. 393 þús. 885.56. Að lokinni skýrslu stiórnar innar var orðið gefið frjálst og hefði mátt ætla að þeir menn sem ákafast börðust fyrir því að koma stjórninni frá hefðu notað tækifærið til að gagnrýna gerðir hennar, en enginn þeirra lét til sín 1 heyra. Hinsvegar urðu, fyrir frumkvæði stjórnarinnar nokkrar umræður um úti- standandi félagsgjöld og breytt fyrirkomulag á félags- réttindum. Að loknum þeim umræð- um voru reikningarnir sam- þykktir í einu hljóði. Þá skýrði Jón Einis fyrír hönd kjörstjórnar frá lir- slitum stjórnarkosningar. Á kjörskrá voru 3006 fé- lagsmenn, atkvæði greiddu 1562, en við talningu komu fram aðeins 1550 atkvæði. Atkvæði féllu þannig að A-listinn listi einingarmanna, hlaut 1104 atkv. og var kos- Æ, F. R. Fundur verður lialdinn málfundahópi Æ.F.R., í kvöld kl. 9 á Þórsgötu 1. Fjölmennið! Stjórnin. og voru þær samþykktar með 1093 atkv., en á móti greiddu 212 atkv. Þessu næst lagði stjórnin til að inntökugjald í félagið haldist óbreytt en félags- gjöld hækki úr kr. 50 í kr. 65 og var það samþykkt ein- róma, og heyrðust raddir um að hækka ársgjaldið í 100 kr. Albert Imsland lagði fram tillögur varðandi skattamál inn. B-listinn hlaut 347 atkv. og var þeim vísað til fundar Auðir seðlar og ógildir voru 72. Jafnframt stjómarkosningu fór fram allsherjaratkvæða- greiðsla um lagabreytingar sem stjórnin skýrði frá að haldinn yrði n. k. fimmtudag til-að ræða og taka ákvörðun um samninga félagsins og skyld mál- Hieppsnefndackosiiingin á Selfossi: Listi verkamanna og óháðra hlaut flest atkvæði A lþgðufiokkurinn fékk eng- an kosinn Fyrstu hreppsnefndarkosmngar á Selfossi fóru fram s.I. sunnudag. Fimm listar voru í kjöri og fékk listi verka- manna og óháðra, — en það var listi vinnandi manna úr öllum flokkum — flest atkvæði. Sérstaka athygli vekur atkvæðatala Alþýðuflokksins, einkum með tilliti til síðustu alþingiskosninga, en við þess- ar kosningar fékk Alþýðuflokkurinn engan kjörinn. Atkvæði greiddu 383 af 417 á kjörskrá. Úrslit urðu þessi: A-Iisti — Alþýðuflokkur — 36 atkv. og engan kjörinn. B-Iisti — Sjálfstæðisflokkur — 93 atkv. og 2 menn kjörna. C-listi — verkamenn og óháð- ir — 99 atkv. og 2 menn kjörna. D.-listi — samvinnumenn — 91 atkv. og 2 menn kjörna. E-listi — frjálslyndir — 55 atkv. og 1 mann kjörinn. Auðir seðlar voru 9. Þessir menn voru kjörnir: Af B-Iista: Sigurður Ól. Ólafs- soir kaupmaður og Jón Pálsaon dýralæknir. Af C-lista: Ingólf- ur Þorsteinsson bóndi og DiJ- rik Diðriksson bifreiðarstjóri. Af D-lista Egill Thorarenscn kaupfélagsstjóri og Jón Ing- varsson bifreiðarstjóri og af E-lista: Björn Sigurbjörnsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.