Þjóðviljinn - 28.01.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.01.1947, Blaðsíða 6
ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 28. janúar 1947 Ákvæðið 11111 99síldarkáfi9m?f Frh. af 3. síðu. Norðurlandi fyrir gróðaút- igerð á Suðurlandi. Útgerðarmannafélag Akur ■eyrar, boðaði alla síldarút- vegsmenn á Norðurlandi á ráðstefnu, sem haldin var á Akureyri 5 jan. s. 1. Á ráð- stefnunni voru mættir eig- -endur eða umboðsmenn flest- •allfa eða allra síldveiði- skipa á Norðurlandi. Ráð- stefnan samþykkti einróma •að skora á Alþingi að afnema síldarskattinn og ákvað að senda nefnd manna til Reykjavíkur til að fylgja -tmálinu eftir. Stjórn Útgerðar anannafélags Akureyrar var tfalin forusta í málinu. Þá tók ráðstefnan til meðferðar ým- is hagsmunamál útgerðar- ■innar og gerði nokkrar merkar samþykktir í þeim- Umræður voru fjörugar á ■ráðstefnunni og flestar sam- þykktir gerðar einróma. — Komu fram raddir um að neuðsyn bæri til að norð- lenzkir útgerðarmenn kæmu oftar saman til að ræða hags- -omunamál sín. Ef Alþingi þverskallast við að fella niður þennan rang- láta skatt í vetur, munu norð .lénzkir útgerðarmenn koma saman á ráðstefnu fyrir vorið og athuga hvað hægt væri að gera. En sennilega er þá ■engin leið fyrir hendi til að fá þessu breytt, önnur en sú, að samtök útgerðarmanna og sjómanna, leiti samvinnu við verkamannafélögin um stöðv un síldveiðanna þar til þræla lög þessi væru brotin á bak aftur. Svo brjóta þessi lög í bága við réttlætiskennd þjóð arinnar, að það þarf engan að undra þó svo færi að risið væri gegn þeim og neitað að hlýða þeim. I þessum margumræddu lögum er gert ráð fyrir, að sjómönnum og útgerðar- mönnum verði endurgreitt úr verðjöfnunarsjóðnum, ef fiskurinn selst fyrir svo hátt verð að uppbætur þurfi ekki að greiða. í fyrsta lagi er það kunnugt, að illa er hald ið á markaðsmálum Islend- inga, sökum pólitísks ofstæk is, svo litlar líkur eða engar eru til þess að uppbætur þurfi ekki að greiða- í öðru lagi, þó svo færi að engar uppbætur þyrfti að greiða á fiskinum, þá trúa hvorki sjó- menn né útgerðarmenn bví að nokkur eyrir kæmi til þeirra, heldur myndi þessu fé varið til einhverra ann- arra hluta. Sjálfstæðisflokk- ; urinn og Alþýðuflokkurina j beittu miklu harðfylgi til að I koma þessum lögum á, en j Sósíalistafl. barðist af al- efli gegn þeim. Samskonar átök hafa orðið nú síðustu tvö árin um svo fjölda mörg mál sjávarút- vegsins, það er því komirm tími til fyrir þá mörgu sjó- menn og útgerðarmenn, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum að end- urskoða fordómalaust hina pólitísku afstöðu sína- Svo áberandi er það upp á u'ð- kastið, hve ánetjaðir þessir tveir flokkar eru verzlunar- valdinu og hve tómlátir og stundum fjandsamlegir þeir eru sjávarútvegsmálum. Hróljur. Torolf Elster: SAGAN UM GOTTLOB saitfibaii᧠iSnrekeiida verður haldinn í dag þriðjudaginn 28. þ. m. í Oddíellov/húsinu og hefst kl. 3 e. h. Snúið yður til Ragnars Þórðarsonar, lög- fræðings, sími 6410, ef þér óskið eftir frekari upplýsingum. •J.Tr.T..*'- r m OTEÖD Þeir, sem gera vilja tilboð í að byggja 10 íbúðarhús á lóðum suður af háskólanum vitji uppdrátía og lýsinga á skrifstofu háskólans milli kl. 10—12, eða hjá undirrituðum, gegn 100 kr. skilairyggingu. Reykjavík, 27. jan. 1947. Bárður Isleiíss®!!, arkitekí, Reynimel 25. ið alla nóttina. Ágætt fyrir- komulag. Síðan leggja þeir aftur af stað til borgarinnar. Það snjóar án afláts. Snjókornin setjast á höfuðföt þeirra og axlir og bleyt an sígur hægt inn í fötin. Þreytt ir og slæptir þokast þeir áfram í myrkrinu, eftir auðum götum, án þess að segja orð, án þess að hugsa, án allrar varúðar. Bæði verkamenn og náttuglur eru farnir heim. Aðeins við og við þýtur einn og einn bíll um göturnar og kastar daufu skini á húsveggina gegnum snjódríf- una. Við og við mæta þeir lög- regluþjóni, þeir verða smeikir í j hvert skipti, en halda leiðar : sinnar eins og ekkert sé. i Þessi dapurlega ganga tekur þá heilan klukkutíma. Það fer að birta, nóttin er á enda. Fyrstu strætisvagnarnir leggja af stað. Þeir nema staðar fyrir utan Zemskabankann. Eiga þeir að hætta á þetta? Það er ekkert annað en ganga rakleitt inn. Syfjaður maður í einkennisbúningi situr þarna í hálfgerðu móki. Hann stendur upp með erfiðismunum og vísar þeim leið. Annars er ekki nokkra sálu að sjá. Þeir finna númer 238 og ljúka upp. Hólfið er næstum því tómt. Þar er ekkert annað en lítið, gult umslag. Þeir líta á inni- haldið. Það er ungverskt vega- bréf. Eigandi Klara Valdberg- er. Það er hið rétta nafn Elsu. Þeir blaða í því. Það er í gildi, og ekkert sýnist við það að at- huga. Útgefið 21. febrúar 1939. Það er tæplega hálfsmánaðar- gamalt. — Einkennilegt, muldrar Brúnó. — Þarna er Hka pappírsörk. Á hana er skrifað bæði á ung versku og þýzku. Efst er prent að: Ríkislögregla konungsríkis- ins Ungverjalands. Fyrir neðan er stimpill frá sömu stofnun og loks tvær ólesandi undirskriftir. Skjalið er á þessa leið, að hinn ungverski ríkisborgari Klara Valdberger og hinn júgóslavíski ríkisborgari Sagha Belkik, hafi leyfi ungversku lögreglunnar til þess að ferðast hvar sem er í Ungverjalandi. Þau hafa traust hinnar konunglegu ungversku lögreglu, og hvað svo sem, þau kunna að taka sér fyrir hendur, er það gert á ábyrgð hinnar sömu konunglegu ungversku lögreglu. Brúnó horfir þegjandi á Andrés. -— Þettá er álveg eirikennilega vel gert af folsun að vera, segir Andrés. — Við skulum koma. Svo eru þeir aftur við hótelið. Dálítið óstyrkir hringja þeir, og hin syfjaða næturvakt lýku upp fyrir þeim án þess að segja orð. Ekkert óhapp hefur hent, með an þeir voru burtu, guði sé lof. Þeir gefa honum fáeina skild- inga. Enginn er finnanlegur í her- bergjunum, aðeins bréfmiði frá Sagha. — Eg skauzt burtu gat ekki sofið. Sagha. Engin boð sjást hér frá Önnu og Erlkönig. Þau eru sennilega ókomin. I — Bara að þau hafi nú ekki lent í neinu. Við verðum að bíða eftir þeim. — Nei, svarar Brúnó. Við bíðum ekki hér. Við förum til járnbrautarstöðvarinnar á stundinni. Þetta er eins og rottu gildra. Og lestin fer eftir nokk ra tíma, ef ég man rétt. Þeir skilja eftir boð til Önnu og Sagha: Þei-r eru á járnbraut- arstöðinni. Anna og Sagha. verða að koma þangað strax. Þeir fara strax til Strba. Nauð synlegt. Svo halda þeir aftur á burtu. Fyrir utan er hin gráa morg unskíma. Andrés horfir í kring- ! um sig og blöskrar. Var þetta sú sama Prag, sem hann hafði | búið í árum saman ? Hin kunnu stórhýsi, ný og gömul, ljót og falleg, þau eru hin sömu og áð- ur, sýnast aðeins nokkru stærri í þessari daufu birtu. En þó er eins og þetta sé ókunn borg, hættuleg, f jandsamleg borg, þar sem maður á ekki heima. Á að algötunni snýr hann sér við og horfir aftur. Þetta er í síð- asta sinn, sem hann sér Prag — hvernig svo sem allt fer. Það er settur punktur aftan við einn kafla úr ævi hans. Kannski er það síðasti kaflinn. Það var eins og hin gráa morgunskíma kringum okkur sjálf og bátinn kæmi okkur í sams konar skap. Nýr dagur var að hefjast — enginn gat um, hvernig hann mundi enda'. Ef til vill var hann sá síðasti. Lilja forstjóri ók sér: — Þegar þér komið í allri yðar dýrð til þess að segja frá einhverju, finnst mér þér ættuð að halda yður við hina heitari árstíð. Hann rak upp ráman hlátur, sem greinilega var uppgerð. Jæja, hvar ætlaði þessi saga Eggerts að enda? Var hún, þeg ar allt kom til alls í nokkru | sambandi við hinar sögurnar ? Vandamál sjálfrar sögunnar var | þegar orðið Ijóst, hver var svik | arinn og hvert var fórnardýr hans — en svo var dálítið, sem við vissum ekki ennþá: Hvað hafði orðið af Ingimundi Hans- syni. — Það er kalt og hráslaga7 legt á Vilsons- járnbrautarstöð- inni. Veik morgunskíman sítlar inn um glérþakið og hina smáu glugga. Starfsfólkið reikar í ró- legheitum fram og aftur, kvéík ir í sígarettum ög tautar. Svo heyrist liávaði og læti, þegar fyrsta vöruflutningalestin kem ur, og við og við hvín í öllu við það að eimvél hleypir út gufu. Verkafólkið kallar hvert til annars meðan það er að vinna, svo -að það bergmálar í þessu stóra, tóma gímaldi. Eng inn einasti ferðamaður er sjáan legur. Þeir finna eyðileikann leggj- ast yfir sig þungan og óþægi- legan. — Þessi — Þessi — umboðs maður Sagha og Elsu, segir Andrés. Heldurðu, að það boði nokkuð sérstakt? Brúnó ypptir öxlum. — Það má guð vita. Þeir setjast inn á veitinga- stofu þriðja farrýmis. Þjónarn- ir eru einmitt að fara í hinar velktu og krupluðu treyjur sín- ar og eru með ólund út af því, að það skuii strax vera komnir gestir. Þeir biðja um kaffi. Gömul kona sezt á bekk út við vegginn. Hún vill sýnilega hafa tímann fyrir sér. — Ymislegt skýrist við nán- ari umhugsun, segir Brúnó hægt, en aðalatriðið verður enn þá flóknara. Við vitum, að Elsa og Sagha hafa talað um það að fara burtu, við vitum líka, að Elsa á að hafa talað um mögu- leika fyrir því að útvega fals- aða pappíra. En það er í fyllsta máta undarleg hugmynd að vilja fara til Ungverjalands. Grunsamleg. — Þú heldur þó ekki .... — Held og held ekki. Pappír- inn, sem hefur átt að gera þau friðhelg, hvar sem þau fóru, er merkilegt plagg; hvað hafa þau ætlað sér að gera með svo áber andi skjal ? Falsað vegabréf hefði verið nægilegt. — Átt þú við, að ekki aðeins Páll, heldur líka Sagha og Elsa . . . . ? — Þegar maður leggur sam- an tvo og tvo, kémst maður oft að merkilegustu niðurstöðum. Annars held ég Sagha alveg utan við þetta, honum er undir öllum kringumstæðum hægt að treysta, það er Elsa, sem hefur blandað nafni hans í þetta, hún vildi fá hann með sér í burtu. En því meira, sem ég hugsa um hana, því tortryggilegri finnst mér framkoma hennar. Þessar dularfullu heimsóknir í Pens- ion Sulc, sambandið við pikka- lóinn á Anna Ve. . . . — Eg trúi því ekki. •—■ Enginn venjulegur maður mundi geta útvegað sér falsaða pappíra eins og þennan, um það er ég ao minnsta kosti sann- færður. Andrés hristi höfuðið. Þeir sitja yfir kaffinu án þess að segja orð. Eimvél öskrar með miklum hávaða. Eitthvað er hrópað í liátalara um lestina, sem er að koma. — En hvað um Pál ? — Eg hef ekki hugmynd um þetta, segir Brúnó gramur. Eg er aðeins að liugsa um þetta fram og aftur. Páll hefur ef fil vill þurfti a 'hjáíp 'Elsu aé halda og hefur lofað því að launum að koma henni og Sagha úr landi. En það er ekki annað en getgáta. — Kannski Erllcönig hafi komizt að einhverri niðurstöðu. Aflafréttir Framh. af 8, síðu Annars staðar á Austfjörð- um hefur ekki verið teljandi út- gerð enn sem komið er. Kvarta i bátaeigendur þar nokkuð und- I en erfiðleikum á því að fá næg- I an mannafla til sjóróora. . (Fréttir frá Fiskifélaginu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.